Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Rússar ná hluta af Panjsher-dalnum Islamabad. 7. Beptember. AP. SOVÉZKAR HERSVEITIR í Afganistan hafa endurheimt hluta Panjsher- dalsins úr klóm afganskra frelsissveita, að því er diplómatar skýrðu frá í dag. Sovézku innrásarsveitirnar og frelsissveitirnar hafa skipzt á yf- irráðum í dalnum að undanförnu, en nú virðist sem Rússar hafi endurheimt hluta dalsins, eftir að „geysifjölmennt lið hermanna" sótti fram um Khenjan, sem er norður af Salang-skarðinu. Kom- ust sveitirnar inn í dalinn með því að sækja fram um Andarab-dal og Khawal-skarðið. Khenjan var áður á valdi frels- isaflanna. Diplómatarnir sögðu ekki ljóst hversu stór svæði Sov- étmenn hefðu náð á sitt vald, né hvaða borgir í dalnum þeir tóku. Diplómatarnir sögðu hins vegar að ljóst væri að Rússar hefðu haldið uppi mikilli stórskotaliðs- árás á ýmis þorp í Panjsher- dalnum alla síðustu viku. Aðrar heimildir frá Afganistan herma að um þessar mundir berist frelsissveitunum í Panjsher-dal mikill liðsauki frá Hazarajat- svæðinu, og segja sérfræðingar að ekki sé ólíklegt að framundan séu meiri háttar átök í dalnum, sem er hernaðarlega mikilvægur. Einnig hafa Rússar haldið uppi mikilli skothríð á þorp norður af Kabúl síðustu dægur, að sögn diplómatanna. Kjötkaupmenn í Argentínu loka HuenoH Airew, 7. neptember. AP. ARGENTÍNSKIR kjötkaupmenn lokuðu verzlunum sínum í dag til að mót- mæla verðhækkunum á nautakjöti, sem þeir segja að hafi orðið til þess að minnka kjötneyzlu í landinu um helming. Þátttaka i þessum aðgerðum er mjög víðtæk og nánast hver ein- asta kjötverzlun landsins lokuð. Lokað verður einnig á morgun af sömu ástæðum. A síðustu tveimur vikum hefur heildsöluverð á nautakjöti í Arg- entínu hækkað um 42%. Skelia kaupmenn skuldinni að verulegu víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUteei Chicago Dyflinni Feneyjar Frankfurt Qenf Hetainki Hong Kong Jerúsalem Jðhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeies Madrid Malaga Maliorca Mexíkóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló Parfs Peking Perth Rio de Janeiro Reykjavík Rómaborg San Francisco Stokkhótmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg Þórshöfn 7 skýjaó 24 tkýjaö 33 heiöskfrt 20 léttskýjaó 20 skýjaó 22 skýjaó 16 skýjaó 16 skýjaó 17 þrumuveöur 25 skýjað 20 rigning 13 heiótkirt 29 skýjaó 29 heióskfrt 17 heióskfrt 37 heióskirt 12 skýjaó 25 léttskýjaó 26 heiðskfrt 20 skýjaó 30 heióskfrt 31 heióskfrt 30 léttskýjaó 26 léttskýjaó 23 tkýjaó 31 skýjaó 16 skýjaó 36 heióskírt 28 skýjað 15 skýjaó 22 tkýjaó 31 hetóskfrt 18 heióskfrt 32 rigning 9 léttskýjaó 35 heióskfrt 20 heióskfrt 14 heiðskfrt 19 heióskfrt 30 heióskfrt 26 skýjaó 22 tkýjaó 28 hefóskfrt 10 rigning leyti á nautgripabændur og saka þá um að vera valda að hækkun- inni með því að færa nautfénað sinn ekki til siátrunar í sama mæli og áður. Nautgripabændur segja hér hins vegar vera um árstíðabundið fyrirbrigði að ræða, en færri grip- um hafi verið lógað upp á síðkast- ið, þar sem dýrin hafi komið seint til vegna erfiðrar beitar. Heildsöluverðshækkunin hefur orðið til þess að smásöluverð hef- ur hækkað um 60% á síðustu vik- um, en því hafa húsmæður svarað með því að draga verulega úr kjöt- kaupum. Kílóið af ódýrara nauta- kjöti kostaði um helgina jafnvirði 1,54 dollara út úr búð, eða 22 krón- ur, en kílóið af úrvalskjöti kostaði 2,05 dollara, eða 29 krónur. Vinsældir Begins aukast Tel Aviv, 7. seplembt'r. AP. INNRÁS ísraela í Libanon og átök þeirra við skæruliða PLO og heri Sýrlendinga urðu til þess að auka vinsældir Menachem Begin forsæt- isráðherra heimafyrir, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Jerusalem Post birtir í dag. Samkvæmt könnuninni hefur innrásin hins vegar orðið til þess að draga úr vinsældum Ariel Sharon varnarmálaráðherra. Könnunina framkvæmdi Ezra- hi-stofnunin og samkvæmt henni styðja 54% þjóðarinnar Begin nú, miðað við 51,5% í júníbyrjun. Á sama tíma hafa vinsældir Sharons minnkað úr 56% í 51,8%. Engin skýring var gefin á dvín- andi vinsældum Sharons. Hann var þó ákaft gagnrýndur fyrir sprengjuárásir Israela á Beirút undir lok Líbanonstríðsins, eink- um þó árásina 12. ágúst, sem hann fyrirskipaði í heimildarleysi. Samkvæmt könnuninni hafa vinsældir Ytzhak Rabin fyrrum forsætisráðherra Verkamanna- flokksins aukizt úr 12% í 14,72% eftir stríðið. Hins vegar gátu að- eins 4,4% aðspurðra hugsað sér Shimon Peres leiðtoga Verka- mannaflokksins sem forsætis- ráðherra, miðað við 5,7% í júní- byrjun. Einn sumarbústaðanna, sem gereyðilagðist við sprenginguna. sím»mynd/Norfoto. Mildi að enginn slasaðist er flugskeyti fór af stað Kaupmannahbfn, 7. Heptember. Frá Ib Bjbrnbak, fréítaritara Mbl. og AP. ENN hefur engin skýring fengist á flugskeytinu, sem var óvart hleypt af stað af dönsku freigát- unni Peter Skram með þeim af- leiðingum að það hafnaði í miðri sumarbústaðabyggð rétt utan við bæinn Lumsaas. Lenti skeytið sjálft, sem er af Harpoon-gerð og vegur mörg hundruð kíló og er þriggja metra langt, á strönd- inni, en sprengjuoddurinn hélt ferð sinni áfram og hafnaði loks í sumarbústað og gereyði- lagði hann. Við sprenginguna kom upp eldur í næsta bústað við hliðina og brann hann til kaldra kola. Tjónið í sumarbústaðahverf- inu er geysilegt því þarna voru mjög dýrir bústaðir í eigu ríks fólks. Auk þessara tveggja bústaða sem eyðilögðust urðu skemmdir á nærliggjandi bústöðum. Rúður brotnuðu víða og munir hrundu úr skáp- um. Emil Frederiksen, blaða- maður, sem nú er kominn á eftirlaun, býr um 300 metra frá þeim bústað, sem sprakk í loft upp. Þeyttust allar skápa- hurðir upp hjá honum, en það merkilega var að ekki ein ein- asta rúða brotnaði. Mildi þykir að enginn skyldi slasast í þessari óvæntu sprengingu. Þá þykir ennfrem- ur heppni að engin þeirra fjöl- mörgu ferja, sem eiga leið þarna framhjá, skyldu vera á ferð þegar skeytið fór af stað. Hefði það sökkt hverju meðal- stóru skipi. Að sögn yfirmanna skipsins er þetta atvik neð öllu óskilj- anlegt. Einn ákveðinn maður á skipinu hefur þar til gerðan lykil, sem notaður er til að opna öryggislæsingu til þess að hægt sé að senda flugskeyt- in af stað. Án þess að lykillinn væri nokkru sinni notaður vissu menn ekki fyrr til en eitt skeytanna var komið af stað. Var verið að yfirfara tækja- búnað skipsins eins og gert er reglulega þegar óhappið varð. Fylgdist áhöfn skipsins skelf- ingu lostin með því er skeytið hafnaði á ströndinni. Freigát- an var á leið inn í Eystrasalt þar sem hún tekur þátt í haustæfingum Atlantshafs- bandalagsins, sem hefjast í næstu viku. Séð inn í einn nærliggjandi bústaða. Þar er allt á tjá og tundri. Símamynd/Nordfoto.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.