Morgunblaðið - 08.09.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 08.09.1982, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakið. Seinheppni Þjóðviljans Þjóðviljinn er seinheppinn í fögnuði sínum yfir þeim sjónarmiðum, sem fram komu í forystugrein Morgun- blaðsins á sunnudag. En í Þjóðviljanum í gær er það sagt „teljast til meiriháttar tíðinda, að Morgunblaðið hefur í forystugrein síðastliðinn sunnudag tekið afdráttarlaust undir kröfur iðnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar um að raforkuverðið til álversins í Straumsvík þurfi allt að því að þrefaldast og þoli leiðrétting nánast enga bið“. Um þessa staðhæfingu er óþarft að hafa mörg orð. Þjóðviljinn hefði getað birt hana fyrir mörgum mánuðum, það hefur verið krafa Morgunblaðsins, að með samningum við Alu- suisse yrði náð þremur markmiðum: hækkun á raforku- verði, breytingu á skattareglum og stækkun álversins í Straumsvík, ef til vill með þátttöku íslendinga. Staðreynd er, að Alþýðubandalagið og iðnaðarráðherra þess, Hjör- leifur Guttormsson, hafa staðið gegn framgangi þessara mála. Á að skilja fögnuð Þjóðviljans yfir leiðara Morgun- blaðsins sl. sunnudag sem viðurkenningu á því, að því aðeins náist árangur gagnvart Alusuisse, að starfandi sé iðnaðarráðherra er nýtur stuðnings Morgunblaðsins? Sé þessi skilningur á forystugreininni í Þjóðviljanum réttur hlýtur Hjörleifur Guttormsson að vera byrjaður að raða skjölum sínum í gáma, því að Morgunblaðið hefur lýst Hjörleif óhæfan til að gegna embætti iðnaðarráðherra. Allur framgangur Hjörleifs Guttormssonar í álmálinu hefur stangast á við íslenska hagsmuni. Leiða má að því rök, að hann hafi tafið það um tvö ár eða meira að samningar tækjust um nýtt raforkuverð við Alusuisse. Þessi tvö ár hefur ráðherrann notað til að spilla svo sambandi íslenskra stjórnvalda og Alusuisse, að ekki er lengur „stjórnmálasamband" milli aðila, ef þannig má að orði komast. í maí 1982 gaf Hjörleifur Guttormsson full- trúum Alusuisse aðeins nokkurra klukkustunda frest til að svara úrslitakostum sem hann setti fram án umboðs frá meðráðherrum sínum í ríkisstjórninni. Með þeim hætti lauk viðræðum við Alusuisse og Hjörleifur Gutt- ormsson hefur ekki hugmynd um, hvernig unnt er að taka þráðinn upp að nýju, enda er hann sjálfur helsta hindrun- in fyrir því að það sé unnt. Alþýðubandalagsmenn hafa í tæp tuttugu ár verið fast- ir í þeim áróðri sínum, að samningurinn við Alusuisse frá 1965 sé þjóðhættulegur landsölusamningur í andstöðu við íslenska hagsmuni. Oftar en einu sinni hefur Hjörleifur Guttormsson lýst þeirri skoðun sinni, að samkvæmt ál- samningnum værum við íslendingar „njörvaðir" til ársins 1994 og raunar lítill möguleiki á endurskoðun til ársins 2014. Svo virðist sem þessi misskilningur ráðherrans um tímasetningar hafi ráðið gjörðum hans — hvernig á ann- ars að finna rök fyrir 4 ára aðgerðaleysi Hjörleifs? 1975 var raforkuverð til álversins endurskoðað, þá viðurkenndi Alusuisse breyttar forsendur vegna þróunar orkuverðs á heimsmarkaði. Þar með var skapað fordæmi sem kippti stoðunum undan öllum áróðri kommúnista um óbreytan- leika álsamningsins. Á grundvelli álsamningsins frá 1965 á að halda áfram samstarfinu við Alusuisse, hann hefur reynst vel. Islendinga hefur ekki skort lagalegar forsend- ur fyrir skynsamlegri kröfugerð á hendur Alusuisse und- anfarin fjögur ár. Þá hefur hins vegar skort iðnaðarráð- herra með skynsamlega stefnu. Horfur eru nú mjög dökkar í áliðnaði og hafa orðið tiltölulega snögg umskipti til hins verra síðan í árslok 1980, en einmitt þá sagði Hjörleifur Guttormsson Alu- suisse og álverinu í Straumsvík stríð á hendur. Þessu stríði er ekki lokið en því miður hefur vígstaða íslendinga versnað til mikilla muna vegna axarskafta iðnaðarráð- herra. Er nú svo komið, að jafnvel flokksbræður hans og málgagn telja þá rödd skynsamasta í álmálinu, sem telur Hjörleif Guttormsson óhæfan. „Einstakur dag- ur í upphafi langs ferðalags“ — sagði Vigdís Finnbogadóttir um heimsóknina í Coldwater Waxhington, 7. september, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttariUra MorgunblaÁHÍns. „STJÓRNENDUR'Coldwater Seafood beina hugmyndaflugi sínu ekki síst að því að útbúa góðan mat fyrir börnin," sagði forseti fslands, Vigdís Finnboga- dóttir, þegar bún hafði skoðað og snætt hádegisverð í fiskvinnsluverksmiðju fyrirtækisins í Cambridge Maryland á þriðjudag. „Mikill hluti framleiðslunnar er seldur til skóla og ég er hrifinn af því. Börnin eru jú líka kaupendur framtíðarinnar,“ bætti hún við brosandi. — Þorsteinn Gíslason forstjóri Cold- water Seafood og Óttar Hanson varaforstjóri og konur þeirra tóku á móti forsetanum og fylgdarliði á flugvellinum í Easton skammt frá Cambridge. Guðfinnur Einarsson stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Guðni K. Gunnarsson verksmiðjustjóri í Cambridge og konur þeirra og dóttir Guðfínns tóku á móti Vigdísi við verksmiðjuna og sýndu forsetanum hana. Fiskurinn kemur fullunninn frá íslandi í fiskblokkum. í verksmiðj- unni er hann sneiddur í ýmsar stærðir og pakkaður á nýjan leik í margs konar formi til sölu og dreif- ingar um öll Bandaríkin. Um þrjú hundruð manns starfa í verksmiðj- unni og Vigdís forseti ræddi við nokkrar starfsstúlkur. öryggis- verðir og fylgdarlið fylgdu henni eftir. Einn öryggisvörður sagði að hann hefði aldrei fylgt neinum eftir gegnum fiskvinnsluverksmiðju fyrr. „Maður sér eitthvað nýtt dag- lega í þessu starfi," sagði hann og þurrkaði burt fiskleifar sem höfðu skvest á ermi hans við fisksögun- arvél. Svört stúlka sem var önnum kaf- in við að pakka djúpsteiktum fisk- fingrum niður í kassa kvaðst hafa starfað í verksmiðjunni í 7 ár. „Þetta er eins og hvert annað starf,“ sagði hún. Einnig sagðist Vigdís Finnbogadóttir forseti horfir á sl blokk. Á hattinum sem forsetinn er með » besti fiskur. hún bera stundum íslenska fisk- fingur á borð fyrir fjöldskylduna þó að hún sæi fátt annað allan daginn. Fréttamenn frá Cambridge og Easton voru í verksmiðjunni til að fylgjast með heimsókn forsetans. Sú sem skrifar fyrir dagblaðið í Cambridge sagði að það væri við- burður í bænum þegar íslensk skip Vigdís Finnbogadóttir forseti skoðar Coldwater. Frá vinstri eru Ástríður Andersen, Guðfínnur Einarsson, Ingvar Gíslason, mennUmálaráðherra, Vigdís Finnbogadóttir, Hans G. Andersen, Guðni K. Gunnarsson og Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna. íslenskur söngur hljóm- aði í kvöldkyrrðinni Washinfpon, 7. sept., frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. Sendiherrahjón íslands í Bandaríkjunutn, Hans G. And- ersen og Ástríður Andersen, héldu móttöku fyrir forseta ís- lands og aðra íslendinga sem munu taka þátt í opnunarhátíð- arhöldum norrænu menning- arkynningarinnar Scandin- avia-Today í sendiherrabú- staðnum í Washington á mánu- dag. Margt var um manninn, eða milli 140—150 manns. — íslenskir viðskiptafulltrúar eru í borginni, sýningarstúlkur, blaðamenn, Karlakórinn Fóstbræður og að sjálfsögðu fylgdarlið forsetans. Vigdís Finnbogadóttir forseti var klædd í ljóst silkipils og blússu. Einn gestanna sagði að hún væri jafnvel stórkostlegri að sjá augliti til auglitis en á bestu ljósmyndum. Vigdís forseti hefur ekki komið til Bandaríkjanna fyrr, en hún kvaðst vera hrifinn af Washington. Henni hefur þó ekki gefist tími eða tækifæri til að skoða sig um, en hún hefur stór- kostlegt útsýni yfir alla borgina frá Madison-hótelinu. Karlakórinn söng nokkur lög í móttökunni. Hann hefur varla oft tekið lagið í fallegra umhverfi. Þeir Fóstbræður stilltu sér upp í flóðlýstum garði sendiherrabú- staðarins við litla styttu með fag- urlituðum blómum og hávaxin tré í baksýn. Aðrir gestir hlýddu á sönginn ofan af svölum sem geng- ið er út á úr borðstofu bústaðar- ins. ísland farsælda frón hljómaði fallega í bandarískri kvöldkyrrð- inni. Skúli Möller fararstjóri kórsins þakkaði starfsfólki íslenska sendi- ráðsins fyrir undirbúningsstarf fyrir komu kórsins til Bandaríkj- anna. Hann sæmdi Hans G. And- ersen og Sverri Hauk Gunnlaugs- son sendifulltrúa gullhörpunni, heiðursmerki kórsins, og sagði að ferðin hefði aldrei verið farin án starfs þeirra. Hann afhenti síðan konum þeirra, Ástríði Andersen og Guðnýju Aðalsteinsdóttur, við- urkenningu og sagði að eiginmenn ættu konum sínum mikið að þakka. En að lokum söng kórinn Fósturlandsins freyja. Karlakórinn Fóstbræöur syngur í garöi sendiherrabústaðarins í Washington undir stjórn R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.