Morgunblaðið - 08.09.1982, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
SVIPMYND
Poul Schliiter
— nýr forsætisráðherra Danmerkur
Handsprengja
í Ármúlanum
Kinar Magnússon kom á riLstjórn Morgunblaósins með handsprengju sem
hann hafði fundið i húsgrunni í Armúla. Einar sagðist hafa átt leið þarna um
og rekið augun í sprengjuna hálfa uppúr moldinni, en verið er að grafa
húsgrunn þarna í Armúlanum, nánar tiltekið við hliðina á Bílasölu Guðfinns
og fyrir ofan Stúdío Saga-Film. Þess má geta að á þessu svæði var „kampur"
á stríðsárunum og ekki ólíklegt að handsprengjan sé frá þeim tíma eftir útliti
hennar að dæma. (LjÓHm. Mbl. Krúrtján Kinanwon)
Miðfjörður:
Heyskap alls staðar
iokið fyrir mánaðamót
Suóarhakka. 7. seplember.
HÉK i Miðfirði var heyskap alls
staðar lokið fyrir síðustu mánaða-
mót og sums staðar nokkru fyrr. Þó
vorið væri kalt og seint greri var
grasspretta sæmilega góð og hey-
skapur tók óvenju skamman tíma.
Yfirleitt var ekki byrjað fyrr en um
miðjan júlí, en í júlí var sérlega hag-
stæð tíð og má raunar sama segja
um ágústmánuð þó þá væri oft kald-
ara. Hey virðast vera góð.
Frost hefur verið nokkrar næt-
ur hér en ekkert snjóað og úr-
komulítið. Heiðarlönd verða leituð
10. og 11. þessa mánaðar og réttað
í Miðfjarðarrétt að forfallalausu
síðari hluta sunnudags þann 12. og
lokið við fjárrétt á mánudag, en
stóðrétt á þriðjudaginn 14. sept-
ember.
Benedikt
eftir Aslaugu Ragnars
llann er sporléttur með ryksug-
una og duglegur við uppvaskið en
fákunnandi í matreiðslu, og kannski
verður það einmitt hreingerninga-
gáfan sem kemur honum að góðu
gagni í embætti danska forsætis-
ráðherrans. Hann heitir Poul Schliit-
er, fæddur 3. apríl 1929 á Suður-
Jótlandi, heildsalasonur og lögfræð-
ingur að mennt og fyrrum unglinga-
landsmeistari í langstökki. Hann
hefur verið virkur i íhaldsflokknum
frá barnsaldri, en það var ekki fyrr
en eftir að flokkurinn hafði misst
helming af fylgi sínu í þingkosning-
um 1973, að Poul Schliiter fékk að
koma til skjalanna og taka við for-
ystu í flokknum. Hann leysti af
hólmi flokksformann og þingflokks-
formann 1974 og síðan hefur staða
hans sem flokksleiðtoga stöðugt
styrkzt um leið og fylgi fiokksins
hefur aukizt svo að hann er nú
næststærsti flokkurinn á þingi, með
26 þingmenn, sem hlýtur að teljast
myndarlegt miðað við þá tíu sem
náðu kjöri árið 1973.
Poul Schliiter var ekki nema
fimmtán ára að aldri þegar hann
var kjörinn formaður „íhalds-
samrar æsku“ í heimabyggð sinni.
Það var í stríðinu og árið 1944
gerði herseta Þjóðverja í Dan-
mörku það að verkum að Poul
Schliiter varð, eins og aðrir forvíg-
ismenn flokksins, að fara huldu
höfði. Þrátt fyrir það varð fram-
hald á pólitísku uppeldi piltsins og
þegar hann settist i lagadeild
Arósarháskóla að loknu stúd-
entsprófi frá nýmáladeild árið
1948, gat hann sér helzt orð fyrir
að láta ekki sjá sig við fyrirlestra.
Samt lauk hann fyrrihlutaprófi í
fræðum sínum áður en hann flutt-
ist til Kaupmannahafnar árið
1952. I maí það ár varð hann for-
maður landssamtaka íhaldsæsk-
unnar og sem slíkur tók hann sér
þegar stöðu við hlið þeirra áhrifa-
manna af eldri kynslóðinni sem
héldu uppi harðri gagnrýni á
flokksforystuna.
Hann hélt áfram að lesa lög, en
á þessum árum mun hann hafa
varið mestum tíma til stjórnmála-
afskipta. Árið 1953 var hann
yngsti frambjóðandi í kosningum
til Þjóðþingsins, en náði ekki
kjöri, og þremur árum síðar lauk
hann embættisprófi í lögfræði
með annarri einkunn. Það þótti
hinum metnaðargjarna frambjóð-
Þannig sér teiknari Berlingske Tid-
ende Poul Schliiter.
anda ekki nógu gott svo árið eftir
gekk hann aftur til prófs og lauk
því nú með fyrstu einkunn. Hann
gerðist fulltrúi hjá hæstaréttar-
lögmanni, en sagt er að hann hafi
aldrei orðið sérlega laginn mál-
flutningsmaður.
Hann hélt áfram að vinna sig
upp innan íhaldsflokksins, en það
var ekki fyrr en árið 1965 að hann
fór að hafa árangur sem erfiði, ef
miðað er við persónulega hags-
muni. Það ár bauð hann sig fram
til borgarstjóra í Gladsaxe gegn
Erhard Jacobsen en beið ósigur.
Hins vegar komst hann á þing í
kosningum sem efnt var til um
sömu mundir.
Næstu níu ár seiglaðist hann
áfram innan íhaldsflokksins en
komst aldrei lengra en í næst-
fremstu röð. Fyrst var það Poul
Möller sem stóð í vegi og síðan
þeir Erik Ninn-Hansen, formaður
þingflokksins, og Erik Haunstrup
Clemmensen, flokksformaður.
Á þessum árum var ágreiningur
mikill innan íhaldsflokksins, jafnt
um menn sem málefni, en Schliit-
er gætti þess jafnan að sigla milli
skers og báru. Þegar íhaldsflokk-
urinn sat uppi með hinn hrikalega
ósigur í kosningunum 1973 og
hafði misst helming fylgis síns frá
því í kosningunum á undan, var
það einmitt slíkur maður sem var
talinn hæfur til að sameina flokk-
Lisbeth Schliiter
inn að nýju. 1974 var Poul Schliit-
er kjörinn formaður flokksins og
þingsflokksformaður. Síðan hefur
hann setið sem fastast og nú þegar
honum hefur tekizt að leiða flokk
sinn til forystu í landsmálum má
heita að hann sé óumdeildur leið-
togi.
Hinn nýi forsætisráðherra
Dana hefur ekki haft mikinn tíma
aflögu til sérstakra tómstunda-
iðkana um dagana. Þó leikur hann
1 ítilsháttar á slaghörpu og sex
rifflar og tvær haglabyssur, sem
hanga uppi á vegg í tíu herbergja
íbúð hans á fjórðu hæð við
Frederiksbergs Allé, vitna um það
að maðurinn er haldinn veiðinátt-
úru.
Nýja forsætisráðherrafrúin
heitir Lisbeth og er menntaskóla-
kennari. Hún varð magister í
norrænum fræðum frá háskólan-
um í Óðinsvéum árið 1976, en er
fædd og uppalin í Svendborg, þar
sem faðir hennar var bruggari. í
fyrsta sinn sem Lisbeth Schlúter
neytti kosningaréttar síns kross-
aði hún við íhaldsflokkinn af því
að faðir hennar fylgdi honum að
málum. Síðar hallaðist hún að
Vinstri flokknum, en hefur nú
snúizt aftur á sveif með íhalds-
flokknum. Hjónin kynntust árið
1978 og skömmu síðar sagði Poul
Schlúter skilið við fyrri konu sína
• /
Á Breiðamerkursandi í A-Skafta-
fellssýslu eru stærstu varpstöðvar
skúmsins i Evrópu, og þar er það
skúmurinn sem ræður ríkjum, eins
og sjá má á þessari myndasyrpu.
Bráð skúmanna að þessu sinni var
fill, en filinn eltu skúmarnir uppi á
flugi og slógu til hans þannig að fill-
inn féll til jarðar og var þá auðveld
bráð. Mjög sjaldgæft er að skúmur
fari þannig að, því oftast ræðst
skúmurinn á aðra fugla á flugi eða á
jörðu niðri til að ræna þá bráð sinni,
auk þess rænir hann ungum annarra
fugla sér til matar. Skúmurinn (cath-
aracta skua) er um 58 sm, á stærð
við silfurmáf, en miklu þrekvaxnari,
hraðfleygur eins og ránfugl og ver
varpland sitt fyrir mönnum og dýr-
um af mikilli grimmd.