Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 19 Nú er eftir að vita hvort Poul Schlúter gengur jafn vel með hið pólitíska uppva.sk sem bíður hans og það sem hann innir svo rösklega af hendi heima hjá sér. og gekk að eiga þá núverandi ári síðar. í frístundum leggur frúin stund á frönskunám, spilar bridge og sækir myndlistarsýningar, en helzta skemmtun hennar er að matbúa. Þau hjón eiga ekki börn saman, en Poul Schlúter á tvö frá fyrra hjónabandi. Friðrik og Valdimar nefnast tveir rakkar af „terrier“-kyni frá Jórvíkurskíri og eru þeir í hávegum hafðir á heim- ilinu. Sá fyrrnefndi er meira að segja svo vel að sér, að hann kann að dansa. Eins og nærri má geta hafa danskir fjölmiðlar gert sér mat úr persónulegum málum Poul Schlút- ers, en hann hefur tekið því með jafnaðargeði og jafnvel hent gam- an að. Hann gerir sér far um að vera alþýðlegur og frjálslegur í framkomu og þykir hinn þjálasti í umgengni. Samband þeirra Ankers Jörg- ensen hefur jafnan þótt sérstætt nokkuð, blandið hlýju og andúð í senn. Þegar Anker varð sextugur í sumar var það Schlúter sem hélt hátíðarræðuna í mörg hundruð manna veizlu í Langelinie- pavillionen. Að sögn viðstaddra var ræðan stórskemmtileg, krydd- uð kaldhæðnislegum athugasemd- um og gamansömum tilvitnunum, ásamt dylgjum um að sjálfur ætti ræðumaðurinn eftir að taka við embætti afmælisbarnsins. Það er nú komið á daginn fyrr en margur hugði. I gegnum þykkt og þunnt hefur Poul Schlúter aldrei farið dult með aðdáun sína á Anker fyrir hæfileika hans til að jafna ágrein- inginn, hvort sem er innan síns eigin flokks eða milli pólitískra afla og hagsmunasamtaka i land- inu. Margt bendir til þess, að hann sé sjálfur gæddur þessum hæfi- leika í ríkum mæli, en maðurinn er ekki síður orðlagður fyrir iðni, vönduð vinnubrögð og alhliða þekkingu á mörgum sviðum þann- ig að ætla má að hann sé vel í stakk búinn til að takast á við þau verkefni sem bíða hans á næst- unni. (Heim. Nordixk konUkt og dðnak blöA). Flúorþing í Reykjavík: Fyrirbyggjandi starf i grunnskólum virðist lítið draga úr tannskemmdum Tryggingastofnun ríkisins, Landlæknisembættið, Reykjavíkurborg og Sam- band íslenskra sveitarfélaga gangast fyrir fundi í Reykja- vík dagana 8.—9. september um notkun flúors til varnar tannskemmdum. Þar munu erlendir og innlendir sér- fræðingar flytja fyrirlestra og einnig veröa hringborösum- ræður. Meðal fyrirlesara verður sérstakur fulltrúi Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar, Ingolf Möller, og mun hann skýra sjónarmið stofnunarinnar, en hún hefur sérstaklega hvatt aðildarríki sín til þess að styrkja tann- verndarstarfsemi. Hérlend heilbrigðisyfirvöld hljóta senn að taka ákvörðun um hvernig brugðist verður við til varnar gegn tannskemmdum, en tíðni tannskemmda í Evrópu og Norður-Ameríku er mjög há, nema þar sem rekin hefur verið öflug tannverndarstarfsemi með flúornotkun. Varlega er áætlað að kostnaður hins opinbera við tannviðgerðir árið 1982 verði um 1200 milljónir króna, en fyrir þá upphæð mætti byggja 20 þriggja deilda barnaheimili eða 4 Öldungurinn Hales aðalræðumadurinn Öldungurinn Hales, sem er einn af hinum sjötíu forráðamönnum kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heil- ögu (Mormónakirkjan), verður aðal- ræðumaðurinn á opnum fundi sem haldinn verður í hátíðarsal Háskóla Islands fimmtudaginn 9. september kl. 20. Bókaútgáfa Arnar og Örlygs: Gefur út þriðja bindi af Landinu þínu ÞRIÐJA bindi ritverksins „Landið þitt“ eftir Nteindór Steindórsson fri Hlöðum og Þorstein Jósepsson er væntanlegt fri Erni og Örlygi í haust. Þetta þriðja bindi tekur yfir örnefni og merka staði hér i landi i stafrófsröð fri L til R. Óvenjulegt við þetta bindi er, að í því er sér kafli um Reykjavík, nokkr- ir tugir blaðsíðna að stærð, þar sem merkisstaðir innan borgarinnar eru taldir upp í stafrófsröð frá A til Ö. Sem dæmi um staði, sem þannig eru teknir og gerð grein fyrir, má nefna Arnarhól, Fischerssund og Örfirisey. Páll Líndal ritar þennan sérkafia um Reykjavík. grunnskóla fýrir 500 nemendur, hvort tveggja með öllum búnaði, og er þá ótalinn kostnaður borgar- anna og öll þau óþægindi sem af tannskemmdum stafa. Þrátt fyrir fyrirbyggjandi starf tannlækna í grunnskólum og aukna almenna fræðslustarfsemi, virðist lítið draga úr tann- skemmdum hérlendis. Drykkjar- vatn hér er mjög flúorsnautt og hefur getum verið að því leitt, að samband kunni að vera milli þess og hinna miklu tannskemmda. Ný listmuna- og gjafa- vörubúð í Glæsibæ Sl. laugardag var opnuð í Glæsibæ ný listmuna- og gjafavörubúð. Eig- andi hennar er frú Oddný Ingimarsdóttir. Oddný hefur um tveggja ára- tuga skeið verið kunnur bóksali hér í bæ, rak í rúman áratug Bókabúð Hlíða, en síðan Glæsibær varð ein mesta verslunarmiðstöð borgarinnar rak hún Bókabúð Glæsibæjar allt fram á þetta ár. Var það orðin ein stærsta bókabúð borgarinnar. Frú Oddný kveður rekstur bókabúðarinnar hafa verið orðinn umfangsmikinn og lýjandi. Hafi sig því lengi langað til að breyta til og raunar hafi sig alltaf langað til að reka listmunabúð með listrænum og fallegum munum, sem vel henti til gjafa og glatt geti góða vini. Hin nýja búð ber nafnið Ossa. Búðin er hönnuð af Finni Fróðasyni, innanhússarkitekt. í Glæsibæ eru nú 14 verslanir auk hárgreiðslustofu, rakarastofu, snyrtistofu, kaffiteríu og banka auk þess sem þar er læknamiðstöð og kvöldskemmtistaður. r Beint flug í sólina Þriggja vikna feröir til Benidorm með viökomu í * ■ Amsterdam eöa London. Brottfarir 14. sept. og 5. okt. | ® 4l Benidorm ferö aldraöra: Sérstök ferö eldri borgara 5. október í milt haustiö o| | á strönd BENIDORM. Sérlega þægileg ferö, í fylgd °| hjúkrunarfræöings. Nánar auglýst síöar. |g Jj FERÐA S miðstodiim; AÐALSTRÆTI 9 S. 28133\

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.