Morgunblaðið - 08.09.1982, Síða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
Söngferðalag
um Bandaríkin
Kórfélagar á Kfingu, fyrir miðju er yngsti kórfélaginn, Hreiðar Stefánsson, sem er aóeins 19 ára gamall.
Ilndanfarnar vikur hefur verið
mikió um aó vera hjá Karlakórn-
um Fóstbræórum. Fyrir dyrum
stendur þriggja vikna ferð um
Kandaríkin, í tengslum við Scand-
inavia Today-hátíðina.
Ilátíðin verður opnuð miðviku-
daginn 8. september nk. í Wash-
ington D.C. og tveim dögum
seinna í Minneapolis, Minnesota.
Kórinn mun syngja við báðar
opnanirnar, sem sjónvarpað verður
frá um öll Bandaríkin. Auk þess
kemur kórinn fram við sérstaka
hátíðartónleika í Minneapolis en
þar koma fram margar stjörnur úr
tónlistarheiminum, allar frá Norð-
urlöndunum. Má þar nefna
sænsku söngkonuna Birgit Niels-
son og danska grínistannn og
píanóleikarann Viktor Borge.
Bandaríska sjónvarpsstöðin PB8
mun sjónvarpa frá þessum tónleik-
um.
Auk þess að syngja við opnun-
arhátíðirnar mun kórinn syngja
á útihátíð í Washington, sem
nefnist „International Childr-
en’s Festival" og skipulögð er af
erlendum sendiráðum í Wash-
ington. Er áætlað að allt að
12.000 manns verði þar viðstadd-
ir, en þetta er í fyrsta sinn sem
íslenskir listamenn eru þar
þátttakendur.
Scandinavia Today-hátíðin er
skipulögð af hálfu Bandaríkja-
manna af Scandinavian-Americ-
an Foundation, sem annast hef-
ur undirbúning þar vestra. Fóst-
bræður eru einn af tveimur kór-
um frá Norðurlöndum sem tekur
þátt í hátiðarhöldunum, en hinn
er finnski barnakórinn Tapiola.
Fóstbræður munu flytja lög á
öllum Norðurlandamálunum,
auk gamalla og nýrra islenskra
verka.
Að hátíðarhöldunum loknum
heldur kórinn síðan upp í söng-
ferðalag og mun halda alls 10
tónleika í Wisconsin, Illinois,
Indiana, Ohio, Pensylvania,
Virginia og að lokum fyrir ís-
lendingafélagið í New York.
Tónleikar þessir eru allir sölu-
tónleikar og hafa Fóstbræður
orðið sér úti um umboðsmann
þar vestra sem annaðist skipu-
lagningu söngferðalagsins.
I Karlakórnum Fóstbræðrum
eru nú 45 menn. Morgunblaðið
leit inn á æfingu hjá þeim eitt
kvöldið í vikunni og tók nokkra
kórfélaga tali. Skúli Möller er
formaður kórsins og sagði hann
að þetta ferðalag væri án efa eitt
stórkostiegasta tækifæri sem ís-
lenskur kór hefur fengið. Eygðu
þeir Fóstbræður þarna von um
að komast inn á hljómplötu-
markaðinn í Bandaríkjunum auk
þess sem auglýsing fyrir þá væri
gífurleg. Að sögn Skúla hefur
kórinn til þessa sungið bæði
vestan- og austantjalds í Evrópu
en þetta er fyrsta ferð þeirra
vestur um haf, og er því mikið í
húfi að vel takist til.
Auk þess að æfa fyrir þessa
ferð eru kórfélagar nú á radd-
þjálfunarnámskeiði. Nú er
staddur hér á landi sænski ljóða-
söngvarinn Torsten Follinger og
hefur hann haldið raddþjálfun-
arnámskeið fyrir kórfélaga, svo
það er i nógu að snúast.
Þeir Jóhann Guðmundsson og
Aðalsteinn Guðlaugsson hafa
báðir sungið með kórnum í
meira en 30 ár og farið með hon-
um í 6 söngferðalög. Sögðu þeir
báðir að þetta væri einstaklega
skemmtilegur félagsskapur auk
þess sem „söngurinn heldur
manni léttum og kátum“.
Yngsti kórfélaginn er aðeins
19 ára gamall. Hann heitir
Hreiðar Stefánsson og hóf söng
með kórnum síðastliðið haust.
Sagðist hann kunna afskaplega
vel við sig í þessum hóp. Hreiðar
hóf söng hjá KFUM en Karla-
kórinn Fóstbræður var einmitt
stofnaður upp úr kór KFUM árið
1936. Hreiðar sagðist hafa mik-
inn áhuga á að halda áfram að
syngja og þjálfa röddina.
Söngstjóri Fóstbræðra er
Ragnar Björnsson. Aðspurður
kvaðst hann alls ekki kvíðinn
ferðinni, hann væri vanur tón-
leikaferðum og leyndarmál vel-
heppnaðra ferða væri aðeins
vinna. Sagði Ragnar að óvenju
mikil vinna lægi að baki þessari
ferð þar sem efnisskrá væri
mjög fjölbreytt, bæði andlegir
og veraldlegir konsertar auk
þess sem reynt væri að sýna
þverskurð af islenskri tónlist.
Hann sagði ennfremur að kórinn
hefði á að skipa mjög góðum
söngmönnum, og væru þeir vel
þroskaðir tónlistarmenn.
Þeir hafa sungið með FóstbrKðrnm I meira en 30 án frá vinstri, Jóhann Guðmundsnon og
Aðalsteinn Guðlauganon.
Formaður kórsina, Skúli Möller, og sðngstjóri, Ragnar Björnsson, bera saman bækur sínar
á Kfingu.