Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
39
laxalanda við norðanvert Atl-
antshaf (Kanada, USA, Noregs,
vesturstrandar Svíþjóðar,
Skotlands, Englands, írlands
og Islands), svo og um laxafla
Grænlendinga, Færeyinga og
Dana á úthafinu.
2) Gert er ráð fyrir, að hvert tonn
af laxi sem Grænlendingar og
Færeyingar veiða á úthafinu
samsvari 1,5 tonnum af laxi
veiddum á heimaslóðum laxins.
Er hér stuðst við meðaláætlun
Alþjóðahafrannsóknaráðsins
um þetta atriði.
3) Gert er ráð fyrir, að lax af evr-
ópskum uppruna leiti á og alist
upp að verulegu leyti á Norð-
vestur-Atlantshafi, en að lax af
amerískum uppruna gangi ekki
á uppeldissvæði Norðaustur-
Atlantshafsins.
4) Gert er ráð fyrir, að árlega yrði
ákvarðað með hreistursgrein-
ingum, hve mikill hluti þess lax
sem veiðist í net við Suðvest-
ur-Grænland sé af kanadískum
og hve mikill hluti af evróp-
skum uppruna. Talið er að
þessi greiningaraðferð sé nákv-
æm, ef henni er réttilega beitt.
5) Gert er ráð fyrir, að veiðiálag
(rate of exploitation) á þeim
laxi sem gengur til heimalanda
Evrópu af NV-Atlantshafi sé
að meðallagi jafn mikið og á
þeim laxi sem veiðist við
strendur og í ám Kanada. Að
sjálfsögðu er slík tilgáta
ónákvæm, en með því að höf-
undi þessara lína er ekki kunn-
ugt um gögn sem kunna að
fyrirfinnast um þetta atriði,
hefur hann valið þann kost að
Ieggja veiðiálagið vestan hafs
og austan að jöfnu. í þessu
sambandi má geta þess, að hér
á landi er veiðiálagið eflaust
miklu minna en í nokkru öðru
laxalandi við norðanvert At-
lantshaf, og kemur hér tvennt
til: 1) að laxveiði er bönnuð í
sjó hér við land en ekki annars
staðar, og 2) netaveiði er einnig
mjög takmörkuð í íslenskum
laxám.
6) Tölur í neðangreindum út-
reikningum segja til um vei-
ddan eða veiðanlegan lax en
ekki um stofnstærðir laxins.
Þar sem upplýsingar liggja
fyrir um veiðiálag, mætti út frá
veiðiskýrslum áætla stofnst-
ærðir á laxi sem á uppruna í
viðkomandi löndum.
Útreikningar
Skýringar á stafatáknum:
A = Arleg heildarveiði allra laxa-
landanna við norðanvert Atlants-
haf (Kanada, USA, Noregs, vest-
urstrandar Svíþjóðar, Skotlands,
Englands, írlands og íslands) í
tonnum.
B = Árleg laxveiði í Kanada í tonn-
um,
C = Tonn af laxi árlega veiddum
við Grænland x 1,5.
D = Tonn af laxi árlega veiddum af
Færeyingum og Dönum x 1,5.
X = Hundraðshluti af laxaafla við
Grænland af kanadískum upp-
runa*. Árlegt framlag Norðvestur-
Atlantshafsins til heildarlaxveiða á
Atlantshafi verður þá:
BI (Kan.) ♦ B X I (i>r.) ♦ C t (Grcnl.)
100-X
Hér þarf að skjóta inn þeirri
athugasemd, að talsvert (hve mik-
ið er og verður án efa óþekkt) af
þeim Evrópu-laxi sem veiðist við
Grænland hefur um nokkurt skeið
(hve lengi er og verður óráðin
gáta) hafst við á NA-Atlantshafi
áður en hann lagði í vesturveg á
Grænlandsslóðir. Þetta er líf-
fræðilegt atriði, sem hefur ekki
áhrif á það tölulega mat sem hér
um ræðir.
Heildarafli laxalandanna í Evr-
ópu (Noregs, vesturstrandar Sví-
þjóðar, Skotlands, Englands, ír-
lands og íslands), sem fæst af
Norðaustur-Atlantshafi verður:
A - B - B X lonn
100-X
Auk þess gefur NA-Atlantshaf-
ið D tonn af laxi, sem Færeyingar
og Danir veiða.
Ef notuð eru neðangreind gildi
fyrir 1980—’81 — sem að vísu eru
ekki eins áreiðanleg og á yrði kos-
ið — má lesa af töflu 1 hlutdeild
umræddra landa eða landahópa í
afla lax, sem elst upp annars veg-
ar á NV-Atlantshafi og hins vegar
á NA-Atlantshafi.
A=5800; B=2000; C=1800; D=1800;
X=50.
Tafla 1.
Kanada
Laxalönd Evrópu samanlagt
Grænland
Færeyjar og Danmörk
* Laxveiði Bandaríkjanna, sem er
tiltölulega mjög lítil, er sleppt í
þessu sambandi.
Haustið 1981 var hlutdeild Evr-
ópulanda í netaveiði Grænlend-
inga um 40%, eða að mun minni
en undanfarin ár. Haustið 1981
tók það Grænlendinga 68 daga að
veiða upp í þeirra kvóta, en 26
daga að veiða álíka magn haustið
1980. Þessar tölur eru visbending
um minnkandi heildarstofn laxins
á Norðaustur-Atlantshafi og jafn-
framt spá um dvinandi laxveiði
1982 frá fyrri árum, bæði i Evrópu
og Norður-Ameríku. Ofveiði laxa-
stofna á úthafinu bitnar langmest
á vænum laxi (2ja ára laxi í sjó),
enda er þessi stofn á hröðu undan-
haldi, bæði vestan hafs og austan,
og raunar með öllu horfinn úr all-
mörgum ám í Kanada.
Aflaskýrslur og upplýsing-
ar um gönguvenjur laxins á
Atlantshafi mætti nota við
ákvarðanatöku um verndun
og nýtingu þessa fisks,
í samræmi við 66. gr.
hafréttarsáttmálans
Samkvæmt töflu 1 geta laxalönd
Evrópu sem heild sannreynt, eða
ákvarðað með framangreindri
reikningsaðferð, hve lax upprunn-
inn í þessum löndum er mikill
hluti i afla Færeyinga og Dana á
úthafinu, og á sama hátt i neta-
veiði Grænlendinga. Á grundvelli
töflu 1 má t.d. áætla, að Græn-
lendingar, Færeyingar og Danir
hafi á árinu 1980—’81 aflað um
42% af þeim veiðanlegum laxi sem
á uppruna sinn i laxalöndum Evr-
ópu og gengur á uppeldissvæði
NV- og NA-Atlantshafs. En svo
sem að framan er rakið, er ókleift
að ákvarða hlutdeild einstakra
ríkja í nefndum 42%. Og það er
raunar ekki nauðsynlegt að
„sanna“ að lax frá einstökum
löndum gangi í tilteknu magni á
veiðisvæði Grænlands og Færeyja,
svo fremi sem laxalönd Evrópu
komi fram sem ein heild og láti
liggja í láginni, hvert framlag ein-
stakra landa til umræddra út-
hafsveiða muni vera. Þá gætu
Laxafli
Af NV-Atlantsh. Af NA-Atlantsh.
34% 0%
34% 50%
32% 0%
0% 50%
þessi lönd sem heild beitt ákvæð-
um 66. greinar hafréttarsáttmál-
ans.
Hvað skal síðan
til varnar verða?
Hér verður ekki leitt að því get-
um, hvernig laxalöndin gætu í
sameiningu beitt ákvæðum 66.
greinarinnar. Ég vil þó í þessu
sambandi láta í ljós það álit mitt,
að skynsamlegt myndi að keppa að
því marki, að laxveiði yrði bönnuð,
bæði á úthafi og hvarvetna með
ströndum fram. Þá yrði hafbeit
arðvænleg í öllum laxalöndunum
við Atlantshaf, en af því myndi
leiða margföldun laxaframleiðslu
á þessu hafsvæði á tiltölulega
stuttum tíma. Auðsætt virðist þó,
að eftirfarandi atriði myndu koma
til könnunar og mats i sambandi
við verndunaraðgerðir samkvæmt
66. greininni:
1. Burtséð frá verndunarsjón-
armiðum sýnist það mikil ofrausn,
svo ekki sé fastar að orði kveðið,
að þau þrjú lönd sem framleiða
engin sjógönguseiði — Grænland,
Færeyjar og Danmörk — hirði
nálægt 40% af veiðanlegum laxi
sem á uppruna í laxalöndum Evr-
ópu. Með því að engin hefð ríkir
um hinar miklu Færeyjaveiðar
síðustu þrjú árin, og mjög svo
takmörkuð hefð um Grænlandsv-
eiðarnar, kemur slík laxaupptaka
á úthafinu óvænt og fjárhagslega
hart niður á því fólki sem að
meira eða minna leyti á afkomu
sína undir veiðum á laxi í þess
heimalöndum. Þar við bætist svo,
að slík upptaka gæti leitt til hruns
Atlantshafslaxins.
2. Það er líffræðilega fráleitur
búskapur að slátra á afrétti ha-
fsins laxi, sem samkvæmt mati
Alþjóðahafrannsóknaráðsins hef-
ur að meðallagi náð aðeins um %
af fullum vexti, og þeim mun siður
sem hvert kg í laxi er því verð-
mætara sem laxinn er stærri.
3. Áframhaldandi úthafsveiðar
á Atlantshafslaxi í líkum mæli og
verið hefur undanfarin ár myndu
efalitið smám saman leiða til út-
rýmingar á vænum laxi (2ja ára
fiski í sjó) og draga einnig úr
magni smálaxastofnsins. Slík
breyting á stærðardreifingu innan
laxastofnsins er tvímælalaust
stórum skaðlegri en tímabundin
minnkun á þeim fjölda laxa sem
veiðist á laxalöndunum. Það
mætti auka fjölda laxa í Atl-
antshafi á fáum árum með hæfi-
legum veiðitakmörkunum og
ræktunaraðgerðum. En það gæti
reynst torvelt, ef ekki ógerlegt, að
koma upp að nýju stofni af vænum
laxi — einkum ef um laxmargar
ár er að ræða — þar sem slíkur
stofn er útdauður, en smálaxast-
ofn orðinn ríkjandi. Þannig er sá
skaði, sem Grænlandsveiðarnar
hafa valdið, og sem Færeyja-
veiðarnar valda nú í umtalsverð-
um mæli, ef til vill óbætanlegur.
4. Raunar mættu Grænlend-
ingar gera sér það ljóst, að verði
þeim stofni af vænum laxi sem
sækir á þeirra veiðislóðir eytt að
verulegu leyti, falla um leið stoð-
irnar undan laxveiðum við Græn-
land í net. Þær verða að engu, en
veiði smálax á línu, eins og Færey-
ingar stunda, myndi naumast
möguleg við Grænland vegna
óhagstæðrar veðráttu, enda til lit-
ils að slægjast að veiða hálfvaxna
smálaxa.
5. í sambandi við samstöðu
laxalandanna varðandi úthafsv-
eiðar myndi það skipta miklu
máli, að sérhver þjóð í slíku sam-
starfi héldi sem nákvæmastar
skýrslur um aflamagn heima fyrir
og um stærðardreifingu aflans, og
gerðu jafnframt tiltækar ráðstaf-
anir um laxeldi og laxarækt svo og
gegn hvers konar rányrkju. Slík
viðleitni myndi eflaust styrkja
alþjóðasamstarf varðandi vernd-
un og aukinn afrakstur af At-
lantshafslaxi.
6. Með því að laxveiði er bönnuð
í islenskri veiðilögsögu svo og
vegna jarðhita, skapast hér á
landi óvenju hagstæður rekstr-
argrundvöllur fyrir svokallaða ha-
fbeit. En sé mestur hluti þess lax
sem sleppt er frá hafbeitarstöð-
vum hirtur af öðrum þjóðum á út-
hafi er hinn hagstæði grundvöllur
eyðilagður. Handbær gögn benda
þannig til þess, að svo lengi sem
Færeyingar halda uppi mikilli
laxveiði á hafsvæðinu austur af
Islandi, muni fráleitt að stofna til
hafbeitarstöðva á Norður- og
Norðausturlandi. Og bersýnilega
rýra bæði Grænlands- og Fær-
eyjaveiðarnar rekstrargrundvöll
hafbeitarstöðva á Suðvesturlandi,
þó að smálax kunni að skila sér í
talsverðu magni til slíkra stöðva.
Varðandi ísland má því segja, að
Færeyingar og Grænlendingar ha-
fi tekið fyrir þróun mikilvægrar
atvinnugreinar og kunni jafnvel
að koma á vonarvöl hafbeitarstöð-
vum sem reistar hafa verið síð-
ustu árin.
því, að ef nú yrðu ekki teknar
ákvarðanir um byggingu eða kaup á
hagstæðari skipi, mundi líklega svo
fara að þessi þjónusta legðist alveg
af, til óbætanlegs tjóns fyrir íbúa
Breiðafjarðar og Vestfjarða og
óhagræðis fyrir ferðamenn.
Það er honum jafnframt
áhyggjuefni hversu skoðanir eru
skiptar um hverskonar skip komi
best að notum til þessarar þjón-
ustu. Rekast þar helst á hagsmun-
ir eyjaskjeggja á Breiðafirði sem
óttast um sinn hag ef keypt verður
stór ferja sem ekki getur athafnað
sig við þeirra ófullkomnu hafnir
og hugmyndir manna um afkasta-
mikla ferju milli Brjánslækjar og
Stykkishólms, sem gæti komið að
mestu leyti í stað erfiðra vega um
Reykhólasveit og þjónaði öllum
byggðum Vestfjarða frá ísa-
fjarðardjúpi utanverðu að Barða-
strönd. Nú liggja fyrir tvær tillög-
ur um byggingu bílferju, báðar
eru að sögn Guðmundar svo mikl-
ar málamiðlunartillögur, að hvor-
ug verður að gagni. Eg vil fá
venjulegt lítið eikjuskip, sem hægt
væri að bæta á lausum farþegasöl-
um þegar það hentar. Þetta skip
mætti vera notað og hugsa ég mér
nýtingartíma 5—10 ár á meðan er
verið að endurbæta vegakerfi
Vestfjarða í það horf, að raunhæft
sé að tala um nokkurnveginn
heilsárs vegi milli ísafjarðar og
Brjánslækjar, þá þyrfti að koma
til nýtt og sérhannað skip til að
flytja alla bíla yfir Breiðafjörðinn
líkt og Akraborgirnar tvær gera
með góðum árangri núna“, sagði
Guðmundur Lárusson að lokum.
Úlfar.
Leysa gistiheimili
stóru hótelin af hólmi?
Rætt við hjónin Andreu Sigurðardóttur
og Erling Thoroddsen sem hafa séð um
gistingu á heimili sínu síðan vorið 1981
HJÓNIN Andrea Sigurðardóttir og
Erlingur Thoroddsen sátu sína
fyrstu ferðamálaráðstefnu nú. Þau
hófu í fyrra rekstur gistiheimilis að
Flókagötu 5, Reykjavík, undir nafn-
inu Fjölskylduheimilið. Þau eru
ánægð með ráðstefnuna og töldu
hana mjög fróðlega og skemmtilega.
Þau lögðu áherslu á nauðsyn þess að
halda ráðstefnur sem þessar úti á
landi, þar sem mikið betri tengsl
tækjust milli þátttakenda á ráðstefn-
unni. Þeim flnnst að ísland sé orðið
allt of dýrt ferðamannaland en erfltt
sé að sjá hvar annars staðar en hjá
stjórnvöldum væri hægt að breyta
því.
Þau telja að e.t.v. eigi þetta háa
verðlag þátt í þeirri þróun sem nú
virðist vera að verða á ferðamál-
um hér að stóru glæsilegu hótelin
standa meira og minna hálftóm en
á ódýrum stöðum eins og hjá þeim
sé alltaf fullt út úr dyrum og það
jafnvel svo að fjórsetja hefði mátt
í húsrýmið suma dagana í sumar.
Þau eru einmitt bjartsýn á fram-
tíðina vegna þess að þeim virðist
að efnahagsástandið í heiminum
sé þannig að fólk leiti frekar á
ódýrari staði.
Að lokum sögðu þau að þeim
þætti Vestfirðirnir athyglisverðir
fyrir ferðamenn og ekki væri
nokkur vafi á því að ferðamanna-
straumurinn vestur ætti eftir að
aukast.
Úlfar.
Andrea Sigurðardóttir og Erlingur Thoroddsen, en þau bjóða gistingu á eigin
heimili í Reykjavík u.þ.b. 20 manns og álíta að ódýr gisting i vinalegu
umhverfl sæki á í samkeppninni við húxushótel. [j*— mw. úlfu.