Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989 __________________________________* IM? um^ryil Pr»^« tyiHlHM_ f, ■Tyl^ir' þrcnns könar grxr»rr\eti: ein V&rtcSlG. tt\jxr baunir og CjUin>t.‘ ást er... • • • að vera stundvís á stefnumót. Ég verð að játa að þú hefur rétt fyrir þér: Myndlistin í dag er oft á tíðum ömurleg, en þetta hér er nú bara spegill! ' v»" HÖGNI HREKKVÍSI J-4 IWií McNauffhl Svnd Inc „ £6 EfZ NÚ EK.KI VlS^ UM þÖfZFIHA FyK/f? TOPPGR. IMP" Vona að þú skellir ekki skolleyrum við þessu — úrfellingar hljóða í framburði eru blátt áfram nauðsynlegar „Velvakandi góður! Upp er komið í dálkum þinum álitamál um orðið skoll(a)eyru, hvort rita skuli og bera fram með stafnum og hljóðinu a í enda fyrri liðar. Mig langar að bæta þar nokkrum orðum við. Orðabók Menningarsjóðs skýrir merkingu talsháttarins að skella skollcyrum við einhverju á þrjá samhliða vegu: látast ekki heyra, virða að vettugi, daufheyrast við, — og Halldór Halldórsson er með tvær áþekkar skýringar í orðtaka- safni sínu: láta eitthvað sem vind um eyrun þjóta, sinna einhverju ekki. Allt þetta er öldungis í sam- ræmi við þá málnotkun, sem ég þekki til. Alkunnugt er að skolli er eitt af mörgum kenninöfnum refsins og fjandans, en ekki tel ég ástæðu til að blanda þeim kumpánum í mál- ið. Hinsvegar má finna sagnorðið skolla frá fornu fari, sem merkir: að vera í lausu lofti, dingla, hanga, blakta. Þarna er að finna líkingu með fyrrnefndum talshætti. Hvorki er því treystandi, sem svífur í lausu lofti, né þeim manni, sem lætur orð sem vind um eyru þjóta, skellir skolleyrum við þvi, sem við hann er talað. Halldór Halldórsson getur um hendingu hjá Hallgrími Péturssyni: skolleyrunum skelli eg viður, svo að þá erum við komin meira en þrjár aldir aftur í tímann. Og H.H. tek- ur líka upp setningu úr Skírni frá 1844: Þeir er ráða þjóðunum til að skjóta skolleyrunum við slíkum um- kvörtunum. Hvorttveggja sýnir þetta ritháttinn skolleyru (án a) — og Freysteinn Gunnarsson, sá mæti skólamaður, styður þennan rithátt í stafsetningarorðabók sinni. Hann nefnir ekki a-mynd- ina. I orðabók Menningarsjóðs er a-lausa rithættinum gert mun hærra undir höfði en hinum, því að honum fylgja viðeigandi skýr- ingar. En vilji nú einhver halda í a-ið fyrir alla muni og álíti að skolli eða jafnvel skollinn sjálfur séu með í þessu spili, skal þeim hinum sama góðfúslega bent á það, að í framburði heyrist það naumast eða jafnvel alls ekki. Margur góð- ur maður hefur brennt sig á því, að gerast að þessu leyti oftækur í tali og söng. Eg set hér sem dæmi hendingar úr tveimur alkunnum sumarkvæð- um. Steingr. Thorsteinsson segir: „Yndi er úti á grundum", — og Frá 32. þingi BSRB sem haldið var fyrr á þessu ári. Samninganefnd BSRB: Hefiir svikið skjól- stæðinga sína „Kæri Velvakandi! Það er búið að semja við ASÍ og væntanlega við BSRB. Hið sví- virðilega við þessa samninga er að hin auðsveipa ASÍ-forysta segir „félögunum" í BSRB fyrir verkum. Þetta gerist með þeim hætti að ASI-forystan setur inní samninga ákvæði sem heimilar henni að segja samningum lausum ef þeir hjá BSRB semja um hærri laun. Nú vita allir, þar með þeir hjá kjararannsóknanefnd, að stór hluti félagsmanna ASI er yfir- borgaður. BSRB-menn eiga al- mennt ekki kost á slíku. Samt leyfir ASÍ-forystan sér að miða saman grunnkaup hins almenna launþega innan ASÍ og BSRB. Formaður BSRB mótmælir með hjásetu því sem hann kallar „... óbilgirni ríkisvaldsins". Auðvitað á Kristján Thorlacius við það að fulltrúar ríkisvaldsins hafi ekki viljað hvika frá ákvæði ASÍ-samn- inganna um sania grunnkaup fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Krist- jáni er ljóst að ekki er hægt að miða kaup ASÍ- og BSRB-manna saman vegna gegnumgangandi yfirborgana hinna fyrrnefndu. Hvers vegna lætur þá BSRB-forystan ríkisvaldið og samstarfsaðila þess innan ASI knýja sig til að miða grunnkaup hins almenna BSRB-launþega við hið falska grunnkaup ASI en ekki við það kaup sem greitt er hjá einkaaðilum er veita starfsskilyrði hliðstæð og BSRB og miða laun félagsmanna við launin á hinum frjálsa vinnumarkaði. Nú er allt í einu vent sínu kvæði í kross og miðað við hið falska grunnkaup ASÍ. Samninganefnd BSRB hefur hér með svikið skjólstæðinga sína. Með því að sveigja sig undir vilja auðsveiprar ASI-forystunnar og þar með undir fyrirskipanir „sósí- alistans" í fjármálaráðherrastóln- um hefur samninganefndin ekki gert þeim stóra hópi íslendinga sem neyðast til að lifa af um- sömdu kaupi lífið bærilegra, held- ur Gunnari Thoroddsen mögulegt að leika skrípaleikinn fáeinum vikum lengur. Ég held það sé óþarfi að vor- kenna herra Thoroddsen og samn- inganefndin ætti að hafa í huga að hann hefur væntanlega sem nem- ur 4—5 földum launum hins al- menna BSRB-launþega í eftirlaun. Nema þá að hann hafi í bráða- birgðalögunum lætt inn ákvæði sem lækkar eftirlaun hæstarétt- ardómara og annarra fyrirmanna. Ég hef ekki tekið eftir slíku ákvæði, en sennilega hefur BSRB-forystan rekið augun í það þegar hún tók þá ákvörðun um að undirrita samningana. Einhverja haldbæra afsökun hlýtur nefndin að hafa fyrir þeirri rýtingsstungu sem hún hefir nú veitt hinum almenna launþega innan BSRB, með dyggum stuðn- ingi ASÍ-forystunnar og „félag- anna“ í fjármálaráðuneytinu. Hvort hinn almenni félagsmaður sýnir sama dáðleysi og samninga- nefndin er svo aftur annað mál. Virðingarfyllst, Þórdís Guðbjartsdóttir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.