Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
7
PÓLÝFÓNKÓRINN
Lærið að syngja
Auðveld leið að hefja söngnám. Kórskóli Pólýfón-
kórsins tekur til starfa 4. október.
Innritun í kórskólann fer fram í síma 21424 á skrif-
stofutíma og símum 82795 og 45799 á kvöldin.
Fjölskyldutílboð
á Esjubergi
Við bjóðum áfram sérstakt fjölskylduverð
um helgar.
Þríréttaður hádegisverður á kr. 125 og
þríréttaður kvöldverður á kr. 145.
Börnin fá sinn hamborgara ókeypis.
Á sunnudögum síðdegis, bjóðum við upp á
hlaðið borð af kökum. Töframaðurinn
kostulegi Ian Charles skemmtir börnunum
jafnt sem þeim fullorðnu á laugardags-
kvöldið og bæði í hádeginu og um kvöldið
á sunnudag.
Einnig fjölbreyttur sérréttaseðill
#IHIOTl IL&
li3 n|
C=S nl
Áning í alfaralcið
vantar
þig góóan bfl?
notaður- en í algjörum sérfbkki
Alfa Romeo, Alfasud Super 1,5 árgerð 1980, fallega
rauður, algjör demantur, ekinn aðeins 9.000 km.
Ath. opið í dag 1—5.
W)
JÖFUR
HF.
Nýbýtavegi 2 - Kópavogi
- Simi 42600
„Ekki áhrifa-
mikill í
mínum flokki“
Spurningu um stöðu sina
í Alþýðubandalaginu svar-
ar Guðmundur J. m.a. svo:
„Kg er ekki sterkur eða
áhriramikill í mínum
flokki. l>að skiptir verulegu
máli i þessu. Veikleiki Al-
þýðubandalagsins, kannski
sá mesti, er að í flokknum
er í miklum minnihluta
verkafólk og sjómenn —
láglaunafólkið ... Flokkur-
inn verður að gæta sín
vandlega ef hann ætlar að
halda stöðu sinni. En fari
ég til alvarlegra sviptinga í
flokknum, þá má ég ekki
glejma því, að ég er þar i
miklum minnihluta ..."
Að spila vin-
sældum af sér
Helgarpósturinn spyr:
Ríkisstjórnin hafði góð
áform í upphafi og naut al-
mennra vinsælda?
Ouðmundur J. svarar:
, Já. mikið helvíti er hún
búin að spila því af sér,
finnst þér ekki?“
„Yfir múga-
menn hafnir!“
„Hvað með þinn eigin
flokk," spyr Helgarpóstur,
„ertu sáttur við forystu
hans, Ld. Svavar flokks-
formann og Olaf Kagnar
þingflokksformann?**
Ouðmundur J. svarar:
, Já, það er nokkuð gott
þar á milli. Já, já. Kn ég er
ákaflega ósáttur við ýmsa
aðra ótilgreinda forystu-
Sérstaða „í
þykjustunni“!
— Atök í flokknum!!
Guömundur J. Guömundsson, sem eftir öll-
um sólarmerkjum aö dæma hefur sætzt á aö
fylgja bráðabirgöalögum ríkisstjórnarinnar
um helmings skeröingu veröbóta á laun í
desembermánuði nk., leggur mikiö upp úr því
aö skapa sér einhvers konar sérstööu í aug-
um verkafólks.
Þessvegna svarar hann spurningu Helgar-
póstsins um afstööu til forystumanna Al-
þýöubandalagsins m.a. svo: „En óg er ákaf-
lega ósáttur viö ýmsa aöra ótilgreinda for-
ystumenn — og það er gagnkvæmt. Þaö
brakar oft andskoti Illa í. . . Þessir menn líta
á nútímamanninn, þennan dæmigeröa
mennta- og embættismann, sem hinn hrjáða
og pínda mann í þjóðfélaginu, ekki verkafólk-
iö. Þetta eru náttúrulega átök, sem ekki eiga
aö vera í flokknum."
menn — og það er gagn-
kvæmL l>að hrakar oft
andskoti illa í.“
„Hvað um hina ráðherr-
ana," spyr Helgarpóstur,
„Kagnar og Hjörleif? Kni
þeir í gáfumannafélag-
inu?“
Þingmaður Alþýðu-
handalagsins svarar:
mm
„Iljörleifur er það. Já,
já. Kg kann svo sem ekki
illa við Hjörleif, hann er
vísindamaður, mjög dann-
aður. Kn hann er allt ann-
ar, ja hvað á ég að segja,
hann er allt önnur vera...
I>að er í flokknum talsvert
af sjálfskipuðum mönnum,
sem telja sig yfir múga-
menn hafna. I>eir hafa
löggiltar skoðanir á því,
hvað sé fiokknum fyrir
beztu og hvað flokknum
beri að gera í öllum sköp-
uðum málum."
„Ég hafði
nú gott af
þessari Stykk-
ishólmsför“
Aðspurður um bráða-
hirgðalögin segir Guð-
mundur: „l>essar ráðstaf-
anir eru ákaflega hættu-
legar og ég er þeim afar
andsnúinn í sjálfu sér ...
en takist stjórninni að
koma áformum sínum í
höfn, þá verður skerðingin
I. desember ef til vill ekki
nema sex stig, eða sex og
hálfL“
„... Kn svo eru til vara-
þingmenn ... Menn geta
líka sagt af sér þing-
mennsku. Klokkar verða
að standa saman á örlaga-
stundu."
Áttu við, segir spyrillinn,
að þú munir annað tveggja,
fara til Stykkishólms eða
segja af þér þingmennsku,
þegar hráðabirgðalögin
koma til atkvæða á þingi?
„lla, ha," svarar sá spurði,
„ég hafði nú gott af þessari
Stykkishólmsför. Kg held
samt að ég svari þessu
ckki í bili."
SVAR: Skuldabréf er gagnkvæmur samningur á milli
lántakanda og lánveitanda þar sem lánveitandi
skuldbindur sig til þess að láta peninga af hendi í
ákveðinn tíma og lántakandi skuldbindur sig til
þess að hafa peninga að láni jafnlangan tíma og
greiða þá til baka á ákveðnum gjalddögum ásamt
vöxtum. Það liggur því nokkuð Ijóst fyrir, að lán-
veitandi er EKKI skuldbundinn til þess að taka við
aukagreiðslum eða uppgreiðslu nema slíkt sé
tekiðfram í skuldabréfinu. í skuldabréfum margra
lífeyrissjóða eru ákvæði, sem heimila lántakanda
að greiða lánið upp og aðrir lífeyrissjóðir munu
væntanlega taka við aukagreiðslum og upp-
greiðslum, ef þeir geta endurlánað peningana á
sambærilegum kjörum (vöxtum, verðtryggingu).
Ef aftur á móti vextir yrðu lækkaðir á nýjum
skuldabréfum eða verðtrygging bönnuð eða
skert, þá geta lántakendur EKKI reiknað meö því
að fá að greiða upp lánin nema slíkt sé tekið fram
í skuldabréfinu. Sama gæti verið upp á tening-
num, ef eftirspurn eftir lánunum minnkaði eða
hyrfi.
Daemi: Ef lántakandi óskar eftir að greiða upp
lánið, sem tekið var sem dæmi í síðustu spurn-
ingu, þ.e. tekið í apríl 1980 að upphæð kr. 30.000,
þá yrði hann að greiða kr. 62.897,64 og er hér
miðað við að búið sé að greiða afborgun, vexti og
verðbætur að upphæð kr. 4.375,51 með gjald-
daga í apríl 1982 og að uppgreiðslan eigi sér stað
á þeim sama gjalddaga.
LANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRAIVr?
LÍFEYRISSJÓÐA LÍFEYRISSJÓÐA\cJi