Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 10

Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 Septem ’82 á Kjarvalsstöðum: Tíunda sýningin í tíu ára sýningarhrinu Hluti Septem-hópsins vid uppsetningu sýningarinnar: Jóhannes Jóhannesson, Guðmunda Andrésdóttir, Kristján Davíðsson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. Ljóam: Kagnar Aulana. TÍUNDA sýning Septem-hópsins, á jafnmörgum árum, verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 14. I'au sem sýna verk sín að þessu sinni eru Sigurjón Olafsson, Guð- munda Andrésdóttir, Jóhannes Jó- hannesson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. Sami hópurinn hefur sýnt á þessum sýningum í öll þessi tíu ár, nema hvað Steinþór Sig- urðsson er ekki með og hann hefur ekki sýnt á öllum sýningunum. „Því var nú spáð á sínum tíma, að það yrði aldrei nema þessi eina sýning, okkur tækist aldrei að halda þessu áfram, en önnur hefur orðið raunin," sagði Valtýr í spjalli við blaðamann Morgunblaðsins, þar sem unnið var að uppsetningu sýningarinnar. „Þetta hefur gengið afskaplega vel, og það er okkur mikið aðhald að hafa þessa sýningu alltaf ár eftir ár,“ sagði Valtýr ennfremur. „Við erum nú tekin að eldast nokkuð, og sum komin á átt- ræðisaldur, en það er enginn bil- bugur á okkur, og ég var nú rétt í þessu að ganga skriflega frá því að við sýnum hér aftur að ári! Það er erfitt segi ég, og það veitir mikið aðhald að hafa þessar sýn- ingar með þessum hætti, við verð- um að vinna töluvert til að það geti gengið, og að sjálfsögðu leggjum við metnað okkar í að hver ný sýn- ing standi ekki þeirri síðustu að baki, hvernig svo sem til tekst, það verða aðrir að dæma um. — Breyt- ingar, já það hafa orðið miklar breytingar á þessum tíu árum, en kannski ckki svo miklar frá ári til árs. Ég er ekki viss um að almenn- ingur sjái svo miklar breytingar frá einu ári til annars, en ef allt tímabilið er skoðað, þá sjást að ég hygg veruleg umskipti." — Þýðir það að þið eruð að hvika frá einhverju af því sem þið áður settuð á oddinn, eða eru þetta eðlilegar breytingar? „Bæði og, hugsa ég. Það er eðli- Stríð milli stunda, eóa var það öfugt? — Kristján Davíðsson tekur á Valdimar Örnólfssyni í sjómanni. legt að listin taki breytingum eins og allt lífið, og að einhverju leyti erum við að breytast meðvitað og ómeðvitað. Ég hefði til dæmis aldr- ei sýnt málverk eins og þau sem ég er með hér, fyrir nokkrum árum! — En þrátt fyrir allt og allt held ég að segja megi, að við höldum okkar striki í þessu og séum sjálfum okkur samkvæm. Kunni menn að meta list okkar, þá er það vel, en telji menn þetta meinsemd í ís- lenskri menningu, þá verður bara að hafa það! Menn verða að búa við þetta eins og íslenska veðráttu, hvort sem þeim líkar betur eða verr! — Já, ég tala um okkur, það er rétt, og vegna þess að við eigum talsvert mikið sameiginlegt í myndlistinni, þó svo sé líka mikill munur. Við höfum öll gengið í gegnum svipaða erfiðleika, og það var töluverður hasar í kringum þetta hér áður fyrr. Enn held ég að við séum talsvert umdeild, en þetta er þó að róast. Við höfum mikið Skólaböm í Reykjavík: Tíu sinnum meiri tannskemmdir en í dönskum börnum TÍÐNI tannskcmmda er mjög mikil á íslandi og hefur síst minnkað þrátt fyrir aukið starf tannlækna. Tannskemmdir eru nú t.d. hjá skólabörnum í Reykjavík tíu sinnum algengari en hjá sambærilegum aldurshópum danskra barna. Kostnað- ur við tannlækningar vex óðfluga og því verður að leita allra ráða til þess að stemma stigu við tannsjúkdómum. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem boðað var til að loknu svokölluðu „Flúor- þingi“ sem haldið var í Reykjavík 8. og 9. þessa mánaðar. Tilgangur þingsins var að kynna nýjustu rannsóknir á því hvernig flúor verði notað á sem öruggastan og hagkvæmastan hátt gegn tann- sjúkdómum, en flúor er einmitt áhrifaríkasta efnið sem þekkt er til varnar tannskemmdum. Til þingsins er boðað af Trygg- ingastofnun ríkisins, Sambandi ísl. sveitarfélaga, Reykjavíkur- borg og Landlæknisembættinu og til þess voru kallaðir visindamenn frá Norðurlöndunum, Irlandi og Bandaríkjunum. Einnig íslenskir vísindamenn og stjórnendur heil- brigðismála. Ingolf J. Möller, fulltrúi Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sagði í samtali við blaða- menn, að notkun flúors færi aðal- lega fram með tvennum hætti: Inntaka eða útvortis meðferð. WHO mælti með flúorblöndun neysluvatns, það væri árangurs- ríkasta aðferðin til að fyrirbyggja tannskemmdir og hefði hún verið lögleidd víða um heim. Ingolf sagði, að flúorbragðið fyndist ekki og væri flúorið hættulaust, væri þess neytt í hófi og notkun þess hefði engar aukaverkanir í för með sér. Dennis O’Mullane, prófessor við Tannlæknaháskólann í Wilson Cork á írlandi, sagði við blaða- rnenn, að írar hefðu margra ára reynslu í flúorblöndun neyslu- vatns. Hjá þeim hefði flúorblönd- unin verið lögleidd, en hún hefði hafist í Dublin 1964 ög nú byggju 60% landsbúa við slíkt neyslu- vatn, en ekki væri talið mögulegt að framkvæma þetta nema í borg- um með meira en 5.000 íbúum vegna kostnaðarins. Árangurinn sagði O’Mullane að væri sjáanleg- ur; tannskemmdir hefðu minnkað í landinu öllu, en þó mest á þeim svæðum þar sem flúorblöndun væri framkvæmd. O’Mullane sagðist aðeins vera kominn til að miðla Islendingum af reynslu íra, en ekki að segja þeim hvað þeir ættu að gera, en reynsla íra væri óneitanlega mjög góð. Þorgrímur Jónsson tryggingayf- irlæknir sagði, þegar hann var spurður hverjar væru ástæður mikilla tannskemmda hér á landi, að tannlækningar væru ekki eins skipulagðar hér og á Norðurlönd- um og hér hefði fyrirbyggjandi starfi verið lítið sem ekkert sinnt. Hann sagði, að kostnaður við tannlækningar væri orðinn svo mikill að eitthvað róttækt þyrfti að gera og væri „Flúorþingið" einn þátturinn í að leysa vandann. Síð- an væri það pólitísk ákvörðun hinna einstöku sveitarfélaga hvort farið yrði út í flúorblöndun neysluvatnsins. Þorgrímur sagðist vita til að undirbúningur væri þegar hafinn að slíkum fram- kvæmdum á Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.