Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 13

Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 13 Væntanleg frá ísafold: Skáldsaga eftir Simone de Beauvoir ÍSAFOLD gefur út bókina „Allir menn eru dauðlegir" eftir franska rithöfundinn Simone de Beauvoir, og er þetta fyrsta bókin eftir hana sem út kemur á íslensku, en nokkr- ar sögur hafa verið lesnar í útvarpi. Jón Oskar rithöfundur hefur þýtt bókina á íslensku. Simone de Beauvoir fæddist í París 1908 og lærði heimspeki við Sorbonne-háskólann. Á námsár- unum kynntist hún Jean Paul Sartre og hélst vinátta þeirra til dauðadags hans. Á árunum milli 1931 og 1941 kenndi hún við menntaskóla í Marseille, Rouen og París. Árið 1943 hætti hún kennslu og hefur síðan helgað sig ritstörfum. Skáldsögur, leikrit, frásagnir og önnur verk hennar eru mörkuð af díalektískri efnishyggju og tilvist- arstefnunni. Sem heimspekingur kostar Simone de Beauvoir kapps um að lýsa hugmyndum og hugs- anaferlum, en hún glæðir persón- ur sínar lífi og misnotar þær aldrei sem hráar hugmyndafræði- legar verur. Grunntónninn í öllum hennar verkum er gagnrýni á samféiag okkar og völd karlmanna innan þess. Krafan um fullkomið frelsi til handa konum er eins og rauður þráður gegnum öll verk hennar. Áhrif Simone de Beauvoir á frelsisbaráttu kvenna eru svo mikil, að hún hefur verið nefnd móðir nýju kvennahreyfingarinn- ar. Hún er án efa einn virtasti rit- höfundur frönsku tilvistarstefn- unnar,“ segir í kynningu forlags- ins á hinni væntanlegu bók og höf- undi hennar. Þegar heimur- inn opnaðist — Grænlensk skáldsaga væntanleg frá Isafold ÞEGAR hcimurinn opnaðist nefnist skáldsaga eftir grænlenska rithöf- undinn Inooraq Olsen, sem væntan- leg er frá ísafold í haust. Benedikta l'orstcinsson hefur þýtt bókina úr grænlensku á íslensku, en hún er grænlensk að uppruna, búsett hér á landi. I>etta er fyrsta bók Olsens, en hann er búsettur i Danmörku og starfar þar sem kennari, auk þess sem hann vinnur hjá Danmerkur- deild grænlenska útvarpsins. Bókin er í þremur meginköflum segir í kynningu Isafoldar á bók- inni. í fyrsta kaflanum fjallar höf- undur um ungan Grænlending sem fer til námsdvalar í Dan- mörku. Hann lýsir viðhorfum hins unga manns til nýja umhverfisins, öryggisleysi og sálrænum örðug- leikum sem hann á við að stríða. í miðkafla bókarinnar er gerð grein fyrir sjálfsuppgjöri manns- ins, er hann hyggst hverfa til heimaslóða, sem hann hefur fjar- lægst á námstímanum. I lokakaflanum, sem er í ljóða- formi, lýsir höfundur vandkvæð- um sjálfsímyndar næmrar mannveru, sem hefur tvo tungu- málaheima og er tengd tveimur ólíkum menningarsvæðum. Bókin lýsir kynslóð Grænlend- inga sem fædd er um og eftir 1950. Kynslóð sem hefur þurft að sækja menntun til Danmerkur vegna skorts á möguleikum heima fyrir. Þessi kynslóð hefur kynnst Dön- um á annan hátt en eldri kynslóðir Grænlendinga. Þessi nýja leiftursókn beinist að því að stór- lækka verð á geysigóðu úrvali affyrsta flokks fatnaði. Þú verður áþreifanlega varvið árangur- inn strax með því að gera frábær kaup í Leiftur- sóknarsalnum á Skúlagötu 26 (á horni Skúla- götu og Vitastígs). --------------------Verö frá kr:---------------- Föt . kr. 990 Mittisblússur .. . kr. 400 Jakkar . kr. 500 Háskólabolir ... kr. 100 Flauelsbuxur . kr. 190 Trimmjakkar með hettu .... .. . kr. 150 Khakibuxur . kr. 295 Trimmbuxur ... kr. 100 Barnabuxur úr denim og flaueli . kr. 185 Bolir . . . kr. 50 Peysur . kr. 100 Frakkar ... kr. 690 Vesti . kr. 50 Sundskýlur . .. kr. 50 Skyrtur . kr. 50 og fleira og fleira og fleira Komdu og láttu verðgildi krónunnar marg- faldast í höndum þér með því að nýta þér þessa nýju leiftursókn til stórlækkunar. OPIÐ TIL KL. 4 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.