Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 Virðing Alþingis og lýðræði á íslandi eftir Jónas Bjarnason Margir ágætir menn hafa ný- lega tjáð sig opinberlega um at- kvæðamisrétti á Islandi svo og endurskoðun stjórnarskrárinnar almennt. Enn aðrir hafa vakið at- hygli á því, að stjórnmálamenn hafa í vaxandi mæli misvirt leik- reglur lýðræðisins og íslenskrar stjórnskipunar, sem vonandi flest- ir íslendingar vilja halda í öllum aðalatriðum, þ.e. þrískiptingu valdsins. I þessu sambandi vil ég geta ágætrár greinar Gísla Jóns- sonar, menntaskólakennara á Ak- ureyri, en greinin birtist nýlega í Mbl. Um atkvæðamisrétti hafa margir skrifað, en það er ekki á hverjum degi, sem menn slá hinn tæra tón í örstuttu máli. Það gerði Guðjón Lárusson, læknir, á eftir- minnilegan hátt í Mbl. 18.8. ’82. Hann benti á, að unga fólkið, sem fær kosningarétt með lækkun kosningaaldurs í 18 ár, fær ekki réttinn jafnan! Það er eins og að ný innsýn birtist skyndilega, þeg- ar bent er á misrétti gagnvart ungu fólki, sem bíður saklaust og óþreyjufullt eftir því að taka á sig ábyrgð við mótun þjóðfélagsins. — Hitt virðist ekki eins sláandi, að heilar kynslóðir hafa lifað rétt- indasnauðar alla sína tíð í stærstu kjördæmum landsins. — Ef mis- réttið er hefðbundið, á það marga formælendur.! Ríkisstjórn er mynduð til þess að bjarga virðingu Alþingis, en hún styðst við atkvæðamisréttið og vitnar í lýðræðishugsjónir. Forsætisráðherra réttlætir vafa- sama bráðabirgðalöggjöf með því, að ólýðræðislegt sé, ef stjórnar- andstaða notfæri sér deildaskipt- ingu á Alþingi til þess að knýja ríkisstjórnina til að láta af völd- um. Með öðrum orðum: — Það er lýðræðislegt að notfæra sér hefð- bundið kosningarmisrétti til að mynda meirihluta á Alþingi með „at- kvæðaléttum" þingmönnum en ólýð- ræðislegt að fella ríkisstjórn með hefðbundnum leikreglum á Alþingi. — Er það nokkur furða, að virðing Alþingis sé í rénun? Rætur virðingarleysisins Hversu oft heyrast ekki gífur- yrði í garð stjórnmálamanna vegna hagsmunarekstrar og kröfugerðar á hendur þjóðfélags- ins eða einstakra þjóðfélagshópa? Hvers vegna kenna menn stjórn- málamönnum um óuppfylltar óskir, ef yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti óskunum? Eru stjórnmálamenn með ósann- gjörnum hætti orðnir að alls- herjar blórabögglum í ráðvilltu kröfugerðarþjóðfélagi? — Svörin við þessum spurningum eru marg- vísleg. Eg er þeirrar skoðunar, að atkvæðamisréttið, ölmusuhlut- verk alþingis- og stjórnmála- manna svo og vaxandi almennt ábyrgðarleysi þeirra sé aðal skýr- ingin. Engin leið er að henda reið- ur á, hverju stjórnmálamenn bera ábyrgð á og hverju ekki. Þeir vas- ast í öllu, rugla saman löggjafar- og framkvæmdavaldi, misvirða stjórnarskrárákvæði, semja marklausar stefnuskrár. Mörg af helstu grundvallarvandamálum þjóðarinnar hafa aldrei verið lögð undir atkvæði og mismunandi loð- in stefnuskráratriði eru túlkuð af ábyrgðarlausum talsmönnum flokka á kappræðufundum í sjón- varpi. Það á að nægja að vitna í frammistöðu formanns þingflokks Alþýðubandalagsins nú nýlega í sjónvarpinu, þegar rætt var um flugstöðvarbyggingu á Keflavík- urflugvelli. Stjórnmálamenn hafa kallað yfir sig reiði fjölmargra og „Það er eins og að ný inn- sýn birtist skyndilega, þegar bent er á misrétti gagnvart ungu fólki, sem bíður saklaust og óþreyju- fullt eftir því að taka á sig ábyrgð við mótun þjóðfé- lagsins. — Hitt virðist ekki eins sláandi, að heil- ar kynslóðir hafa lifað réttindasnauðar alla sína tíð í stærstu kjördæmum landsins. — Ef misréttið er hefðbundið, á það marga formælendur.“ vanvirðingu. Er það furða, þótt margir séu ráðvilltir? Hvað búa margar þjóðir í þessu landi? Mér er sérstaklega minnisstæð- ur sjónvarpsþáttur sl. vor, þegar Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, og Páll Pétursson, formað- ur þingflokks Framsóknarflokks- ins, leiddu saman hesta sína um Blönduvirkjun. Þingflokksformað- urinn ræddi um nauðsyn þess, að hefðbundnir bændur, sem voru í fjárhagskröggum og hugsanlega hefðu þegið starf á vegum virkjun- ar, störfuðu áfram að hefðbundn- um búgreinum. Síðan sagði for- maðurinn: „Þessir menn hafa unn- ið að því að bæta þessa sveit og eiga að fá að gera það áfram ...“ Þetta sagði Páll Pétursson graf- alvarlegur á svipinn og sannfærð- ur um réttmæti málstaðarins. Það, sem Páll telur að bæti sveitir í Blöndunágrenni, er nákvæmlega hið gagnstæða fyrir stóra hópa fólks, sem býr annars staðar. Með samdrætti í sauðfjárrækt er stuðl- að að minnkun ofbeitar og skatt- heimtu á almenningi. Nýjar starfsgreinar í rykföllnu samfé- lagi eru auk þess til þess fallnar að styrkja búsetu á svæðinu og auka skilning innbyrðis milli stétta og starfshópa. — Að sjálf- sögðu er bara gott um það að segja, að menn hafi mismunandi skoðanir og geti tjáð þær. En vandinn í hnotskurn er sá, að deila við Pál Pétursson verður fáranleg. Hann segir: „Við skulum hætta að rífast um málið og leggja það und- ir atkvæðagreiðslu. I atkvæða- greiðslunni hef ég fjögur atkvæði en þú eitt!“ STANSIÐ við gangstéttarbrún og lítið vel til beggja hliða, og hlustið ÁÐUR en þið farið út á akbrautina. Notið gangbrautir þar sem þær eru, en sýnið þar sömu aðgæslu í hvívetna. ferðarreglur. Með því má ætia að öryggi barnsins aukist, og hver sér eftir tíma sínum til slíks. Auk þess sem greint hefur verið frá hér að framan má benda á nokkur atriði til viðbótar sem rétt er að hugleiða. Minnumst þess t.d. að stysta leiðin í skól- ann, er ekki alltaf sú hættu- minnsta. Gerið ykkur Ijósa grein fyrir þeirri leið sem barnið á að fara og brýnið sérstaklega fyrir þeim hvar hættan er mest og hvernig þeim ber að haga sér þar. Látið barnið hvorki fara of snemma né of seint af stað í skólann. Hvort tveggja býður hættunni heim. Notkun endurskinsmerkja veitir mikið öryggi í umferðinni. Sjáið um að barnið sé aldrei á ferð í dimmviðri eða myrkyi án þess að hafa endurskinsmerki eða borða. Þau fást í verslunum um allt land. Að lokum þetta: Samkvæmt rannsóknum á slysum á börnum í umferðinni er 6. og 7. aldursárið hættulegast. Geta barnsins til þess að skilja hvað það sér, þroskast með æfingu. Börn „sjá“ ekki á sama hátt og fullorðið fólk fyrr en á 14.—16. ári. Geta barnsins til að greina hvaðan hljóð kemur er mjög takmörkuð. Því getur hæglega misheyrst, hvaðan vélarhljóð kemur. Til umhugsunar:_____________ FYRSTU SJÖ MÁNUÐI ÞESSA ÁRS SLASAÐIST 71 BARN í UMFERÐINNI Á iSLANDI. Öll eiga þau foreldra sem annt er um þau. VERUM VARKÁR. Ur umferðinni 10 Enn á leið í skólann fylgi börnum sínum í og úr skóla fyrstu dagana. Þetta þarf að endurtaka þar til ætla má að barnið hafi náð sæmilegu valdi á þessu flókna samspili sem um- ferðin vissulega er. Námið í skól- anum er auðvitað miðað við þroska barnsins, þannig að það geti sem best fylgst með. Um- ferðin er aftur á móti sniðin að mestu leyti eftir þörfum og hátt- um fullorðna fólksins. í umferðinni eru því víða gerð- ar sömu kröfur til barns og full- orðins manns. Þess vegna verður barnið að fá hjálp, og þá hjálp er enginn bet- ur fallinn til að veita en foreldr- ar þess. En eins og í mörgu öðru gildir um þetta efni sú gullvæga regla að ræða málin við börnin. Ekki einu sinni eða tvisvar heldur að nota hvert tækifæri sem býðst til þess að koma þessum málum að, og rifja upp einföldustu um- Frá Umferðarráði Gangið aldrei út á akbraut á milli kyrrstæðra bifreiða, eða annars staðar, þar sem eitthvað skyggir á ykkur ... heldur þar sem útsýni er gott. Þar sem gangstéttir vantar á að ganga utarlega á vinstri kanti, þ.e.a.s. á móti akandi umferð. Þannig fylgjumst við betur með ökumönnunum og þeir komast í augnsamband við okkur. í síðustu viku var hér í blaðinu bent á nokkur atriði sem foreldr- ar og kennarar þurfa nú sér- staklega að hafa í huga um ferðalög barna á milli heimila og skóla. Þar sem hér er um svo veigamikið mál að ræða höldum við áfram með sama efni að þessu sinni. Myndir þær sem hér birtast eru af börnum, sem eru að hefja skólagöngu fyrsta sinni. Þegar þannig háttar til leggjum við mikla áherslu á að foreldrar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.