Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
17
Hvað á Sprengisandur
að hafa mörg atkvæði?
Annað dæmi um hyldýpisgjá
milli manna kemur fram í nýlegri
grein Jónasar Péturssonar, fyrr-
verandi alþingismanns, í Mbl. 1.
sept. sl. Nafni minn Pétursson
gerist talsmaður misréttisins og
setur fram ýmis þau atriði, sem
hann telur vera rök fyrir atkvæða-
misvægi. Hans málflutningur all-
ur byggist á afdrifaríkum mistök-
um og skorti á hæfni í þáttagrein-
ingu (analysis). Hann blandar sam-
an jafnrétti og jafnstöðu! Heimsku-
legustu mistök jafnréttisbaráttu
kynjanna, byggðastefnu og al-
mennrar réttindabaráttu byggjast
einnig á hinu sama. Þegar þessu
tvennu er ruglað saman, týnist til-
finning fyrir hugtakinu jafnrétti,
og úr málunum verður hreinn
hagsmunaslagur með öllum til-
tækum ráðum.
— Jónas Pétursson telur, að
misvægi milli atkvæðisréttar eftir
kjördæmum hafi ekki hindrað
flutning fólks milli þeirra. Það
bendi til þess, að kosningaréttur sé
ekki stórvægilegt atriði í lífskjörum.
Það er óþarfi að hafa í frammi
mörg orð um umræddan málflutn-
ing. Það er beinlínis athyglisvert
að lenda á svona dæmigerðum
málflutningi fyrir pólitíska
steingerfingafræði. — Að vissir
þættir almennra mannréttinda
séu bundnir við búsetu á ákveðn-
um stöðum! Það hlýtur að vera
grundvallarregla í þjóðfélagi
frjálsborinna manna, að menn
geti valið sér búsetu að vild með
öllum sínum mannréttindum.
Þjóðþing frjálsborinna manna getur
síðan samþykkt almennar reglur,
sem varða lífskjör. Það er stefna
útaf fyrir sig að greiða niður
ókosti eða kostnaðarauka við bú-
setu á dreifðum slóðum. Slíkar
ákvarðanir er aðeins unnt að taka
á samkundu jafnrétthárra manna.
Allt annað eru leifar af pólitískri
nýlendu- eða þrælahaldsstefnu.
Þjóðþingið ákveður margs konar
uppbætur til aðstöðujöfnunar
fyrir fatlaða, aldraða og hindraða,
og finnst mörgum ekki nóg að
gert. Astand í þessum efnum ber
þjóðfélaginu vitni um siðferðis-
þrek og réttlætisvitund, en að láta
sér detta í hug að hindraðir t.d. fái
meiri atkvæðisrétt en aðrir til að
jafna aðstöðumun eða almennan
mun á lífskjörum, dettur engum
heilvita manni í hug. Þó væri
meira tilefni til þess en að mis-
muna mönnum eftir búsetu. —
Eina frambærilega afsökunin
fyrir kjördæmamisrétti er af
íhaldsömum frambærilega afsök-
unin fyrir kjördæmamisrétti er af
íhaldssömum toga, þ.e. að örar
breytingar geti verið varasamar.
En að upphefja nýjan fílósófískan
málflutning fyrir varanlegu mis-
rétti til að vega upp á móti að-
stöðumun er óðs manns æði!
Allur samanburður við leifar af
einhverju misrétti, sem fyrir-
finnst annars staðar í heiminum,
er tilgangslaus. Ekkert dæmi er
til, sem er nákvæmlega eins og á
íslandi, þar sem atkvæðamisréttið
er um leið aðferð til að halda
dauðahaldi í atvinnuvegi og lifn-
aðarhætti, sem stöðugt lægra
hlutfall þjóðarinnar getur búið við
án stórkostlegra árekstra vegna
skattheimtu og forréttindaaðstöðu
um lagasetningar.
Bregöid mér ekki, ég
held á fjöreggi ykkar
Þetta gætu verið einkunnarorð
formanns stjórnarskrárnefndar
og forsætisráðherra. Nefndin átti
að ljúka störfum 1980 en stöðugt
nýjar yfirlýsingar berast. Nú segir
forsætisráðherra, að tillögur
nefndarinnar verði tilbúnar að
vori! — Það má segja, að núver-
andi ríkisstjórn sé kaldhæðnisleg
fyrir íbúa þéttbýlis. Hún er mynd-
uð með „atkvæðaléttum" alþingis-
mönnum að meirihluta til utan
um stjórnarsáttmála, sem stang-
ast alvarlega á við hagsmuni
þéttbýliskjördæmanna fyrst og
fremst og reyndar allra kjördæm-
anna, þegar grannt er skoðað. Á
sama tíma og bændur þurfa nú að
standa straum af nýlegum sauð-
fjárbyggingum, þarf að minnka
sauðfjárstofninn. Útgerðarmenn
og útgerðarfélög þurfa að greiða
fjármagnskostnað af nýlegum
skipum á tímum minnkandi afla
og vaxandi innlends tilkostnaðar.
Nýiðnaður hefur nánast enginn
orðið og eldri iðnaður berst í bökk-
um eða hefur lagt upp laupana, og
aðstandendur hans hafa í sumum
tilvikum hafið innflutning á er-
lendri iðnaðarvöru! Það var
snemma ljóst, að forsæt.isráðherra
myndi nota kjördæmamálið til að
reyna að lengja líf ríkisstjórnar-
innar. Ef honum er brugðið nú,
frestast stjórnarskrármálið og kjör-
dæmabreytingin. Þetta er hin
hráslagalega þversögn. Það má á
vissan hátt leggja forsætisráð-
herranum þessi orð í munn: „Ég er
þingmaður Reykvíkinga og hef
myndað ríkisstjórn þvert á hags-
muni ykkar. En bregðið mér ekki,
því ég held á fjöreggi ykkar, kjör-
dæmamálinu."
Misskilningurinn mikli
Það eru margir óttaslegnir
vegna fyrirsjáanlegrar jöfnunar á
atkvæðarétti. Sumir telja, að þá
upphefjist fjöldaflutningar fólks
til landnáms Ingólfs, og mismunur
lífsaðstöðu vaxi enn meir en nú er
eftir byggðarlögum. — Vitanlega
er þetta misskilningur í aðalatrið-
um, en draga mun úr offjárfest-
ingu og eyrnamerkingum á fjár-
magni til hagsbóta fyrir landið
allt. Hinum dreifðu byggðum er
það ekki síður hagsmunamál en
þéttbýlinu, að obbinn af nýjum
starfsstéttum landsins fái verð-
mæt störf sjálfum sér og þjóðinni
til hagsbóta. En umfram allt gefst
kostur á því að leysa þá pólitísku
þráteflisstöðu, sem nú er að ríða
heilum atvinnugreinum og lífs-
kjörum þjóðarinnar að fullu.
Á síðasta landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins var samþykkt afdrátt-
arlaus krafa um jöfnun atkvæðis-
réttar.
Reykjavík, 7.9.1982,
t>ess»
Haustlauka-
markaður
Yfir 100 tegundir tulipana.
A tilboðsverði:
50 stk. tulipanar á 138.-
25 stk. páskaliljur á 138.-
30 stk. crolus á 59.-
Sigtún 40 — s. 36770
HELGARTILB0Ð
Erika-stofulyng
nu a
í stíl Lúðvíks 15.
Hágæðahúsgögn sem eiga sér ekki hliðstæðu.
Húsgögn fyrir fólk með hágæðakröfur.
Opið í dag', laugardag, frá kl. 1.30—6, og á morgun,
sunnudag, á sama tíma.
húsgögn
Ármúla 44, símar 32035 — 85153.