Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 — -■ — „Það er enginn grundvöllur fyrir þessum bófahasar“ fræðslu, sem væri þá byggð á ábyggilegum rannsóknum á skað- semi efnanna og reyna að fá fólk út í umræður á þeim grundvelli. Það væri það eina sem neytendur tækju mark á — ekki einhverjum einhliða hræðsluáróðri. Hvað sterkari efnin varðar, þá er það helst fólk sem fer til útlanda, t.d. Danmerkur og ílengist á stöðum eins og Kristjaníu, sem fer út í þau. Tómas Sigurðsson er tvítugur og segist sjálfur tilheyra „þeim hópi fólks, sem reykir hass og fer ekki leynt með það“ (hann bætir því reynd- ar við að þar fyrir utan sé ofsalega stór hópur fólks, sem fær sér í pipu svona einu sinni í mánuði, en lætur lítið á því bera). Kins og við er að búast, hafa Tómas og félagar hans komist í kast við fikniefnalögregluna og aðra aðila þjóðfélagsins, sem koma til skjalana þegar farið er út fyrir ramma laganna, margir frá ung aldri. I'eir tilheyra því sem í daglegu tali er kallað fikniefna- heimurínn, en er kannski víðara og margþættara hugtak en margur ætlar. Tómas segist ekkert hafa að fela í umræðu um þessi mál og féllst því á að ræða samskipti fikniefnalög- reglunnar og fikniefnaneytenda, eins og þau horfa við þeim síðastnefndu. Kinnig var spjallað um ástæður þess að jafn margt ungt fólk og raun ber vitni leiðist út í athæfi sem það veit að getur haft í for með sér frelsisskerð- ingu og jafnvel skaðað heilsu þess til langframa. „Raunhæf fræðsla — ekki hræAsluáróóur" „Samskipti fikniefnalögreglunn- ar og hassneytenda bera oft keim af einhvers konar bófahasar, sem mér finnst í raun enginn grundvöllur vera fyrir. Fæstir í þeim hópi sem reykja eru neinir stórglæpamenn heldur friðsamir krakkar, sem vilja fá að reykja sitt hass í friði. Auðvit- að eru alltaf einstaklingar sem láta glepjast af einhvcrri glæponaímynd en það segir sig sjálft, að eftir því sem viðurlögin verða harðari, verða mótaðgerðirnar það líka, og brans- inn er alltaf að verða lokaðri. Þar með er ekki sagt að færri neyti fíkniefna — þvert á móti. Þær að- ferðir sem beitt er í dag, hafa bara í för með sér að menn verða varari um sig og markaðurinn færist yfir á færri hendur, sem þýðir svo aftur að það verður erfiðara og erfiðara fyrir fíkniefnalögregluna að afla sér upplýsinga. Það hafa verið höfð ummæli eftir Hrafni Pálssyni, sem gerði könnun á þessum málum á vegum heil- brigðismálaráðuneytisins, sem eru eitthvað á þá leið að fyrir sumum kannabisneytendum sé hassneysla hálfgerð trúarbrögð. Það held ég að sé alls ekki tilfellið; þau sjónarmið að hass sé algott eru óðum að deyja út. Það er hræðsluáróðurinn og harkalegar lögregluaðgerðir sem skapa andrúmsloft meðal neytenda, sem í sumum tilfellum getur minnt á trúarbrögð. Ef einhver hópur er ofsóttur, er alltaf hætta á að hann fari að líta á málstað sinn sem heil- agan og það finnst mér í þessu til- felli sorglegt. Þá er það að selja hass orðið að hugsjónastarfsemi. Þetta myndi ekki gerast ef til væri að dreifa einhverri raunhæfri fræðslu og opinni umræðu um þessi mál. Við vitum það öll, krakkarnir, að þeir hjá fíkniefnalögreglunni eru svosem ágætiskallar inn við beinið, en ef þeir væru skynsamir, myndu þeir boða okkur öll á fund og reyna að ræða málin í stað þess að hund- elta okkur eins og stórglæpamenn. Það gerir okkur bara þrjósk og það hefur engin betrunaráhrif á unga krakka að vera lokuð inni í fangels- um og stofnunum, þar sem þau kynnast bara vandræðafólki, lang- tímum saman. Eina tilraunin sem þessir aðilar hafa gert til þess að tala saman, var á fundinum, sem haldinn var á vegum lögfræðideild- ar í Lögbergi í vetur. Þar voru þeir Asgeir Friðjónsson, dómari við fíkniefnadómstólinn, og Kristján Pétursson, tollgæslumað- ur, frummælendur og röktu fram- vindu fíkniefnamála á íslandi á lagamáli. Þegar svo mælendaskrá var opnuð, hafði hver ræðumaður tvær mínútur til að koma skoðun- um sínum á framfæri, sem var auð- vitað alltof stuttur tími til þess að nokkrar umræður af viti gætu farið fram og varð til þess að fundurinn leystist upp í rugl. Fjölmiðlar sögðu síðan, að við krakkarnir hefðum brotið fundarsköp með því að vera með frammíköll. En þar sem þetta var í fyrsta og eina skiptið, sem þessir aðilar mættust á þessum grundvelli, var ekki við öðru að bú- ast, en að fólki lægi ýmislegt á hjarta sem það vildi koma að, en fékk ekki þarna. Enginn var neinu nær eftir þenn- an fund; þeir fóru hneykslaðir í eina áttina og við reið í hina. „Hassneysla getur orðið eins og alkóhólismi“ „Eg reyki hass en hef oft hætt því um tíma og þá aldrei orðið var við nein fráhvarfseinkenni. Hins vegar kannast ég alveg við þunglyndið, sem getur komið yfir mann, ef mað- ur er búinn að reykja mikið í lengri tíma, sérstaklega á veturna. Þetta virðist annars leggjast þyngra á stelpur, en maður hefur svo sem prófað að sitja úti í horni og líða ekki beint vel. En þetta er, held ég, ósköp svipað og kemur fyrir eftir langvarandi drykkju, menn eru ekki upp á marga fiska eftir slíkt. Hins vegar fer sá sem reykir hass frekar að hugsa sinn gang og drífur í því að gera eitthvað í málunum en drykkjumaðurinn." Telur þú að hassreykingar leiði óhjákvæmilega til neyslu sterkari lyfja? „Ég segi alls ekki að þetta sé hættulaust efni, en það er svo lítið vitað um það í raun og veru og þeir sem eru hvað mest á móti því, virð- ast vita hvað minnst um það. Það hefur aldrei neinn getað gefið okkur, sem reykjum, neinar raun- hæfar, borðleggjandi staðreyndir um þetta lyf, og hvaða áhrif það hefur til langframa. Mér finnst það vera þeirra, sem berjast á móti hassinu að sjá til þess að halda uppi einhverri „Það hefur engin betrunar- áhrif á unga krakka að loka þau inni á stofnunum,“ segir Tómas Sigurðssson. „Það eina sem tekið væri mark á, væri raunhæf fræðsla um fíkniefnamál og hún er eng- Sjálfur hef ég prófað sterkari efni, en ekki haldið því áfram. Neysla á hassi einu og sér getur hins vegar orðið eins og alkóhólismi, þ.e. menn ofreykja sig, en þarf ekki að verða það. Þetta er jafn persónubundið og þegar áfengisdrykkja er annars vegar. Alkóhólismi er bara svo við- urkenndur í þjóðfélaginu, að það er búið að byggja upp alls konar stuðningskerfi fyrir þá, sem þjást af honum — þeir sem eru illa farnir af fikniefnaneyslu eiga ekki kost á jafn góðri meðferð. Þó gera SÁÁ ráð fyrir fíkniefnaneytendum í sinni meðferð, enda fléttast þetta yfirleitt allt saman ef fóik á við ofneysluvandamál að stríða á ann- að borð. Neytendamál: Nýjar vörumerkingar Eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent „Æ, er nokkuð að marka þess- ar merkingar? Geta framleið- endur ekki sett það sem þeim sýnist utan á pakkana?" Eitthvað í þessum dúr spyrja margir þegar rætt er um vöru- merkingar. Því miður eru merki- ngar á innlendum matvörum yf- irleitt svo lélegar að erfitt getur verið að svara. Allt of fáir virðast gera sér grein fyrir því að ítarlegar og nákvæmar merkingar eru einn mikilvægasti þáttur neytendaverndar. Eigum við margt ólært í þeim efnum. Gera merkingar gagn? Ef merkingar eru réttar og gott eftirlit haft með þeim gera þær margvíslegt gagn, ekki að- eins fyrir neytandann 'heldur ekki síður fyrir framleiðandann. Ýmsir manneldisfræðingar álíta að nákvæm löggjöf um vörumerk- ingar matvæla sé ódýrasta og árangursríkasta aðferðin til þess að bæta mataræðið og heilsufarið. Það er sannarlega þess virði að staldra við í stórum matvöru- markaði hér á landi og virða fyrir sér merkingar á matvörum t.d. eftir framleiðslulöndum. Þá kemur fljótt í ljós að Is- lendingar eru eftirbátar flestra Vesturlandaþjóða. Auk þess eru merkingar á ýmsum matvörum sem hér eru seldar ekki í sam- ræmi við ríkjandi reglur. Kostir vörumerkinga Gífurleg þörf er á því að endurbæta framleiðsluhætti og neytendaþjónustu á íslenskum matvælamarkaði. Spurningin er aðeins hvaða leið á að velja í þeim efnum. Sumir virðast helst kjósa opinbera forsjá á öllum sviðum og þar með að ríkið sjái sjálft um að tryggja rétt neytandans. Mætti kalla þetta forsjárstefnu. Aðrir vilja heldur að neytand- inn sjálfur taki sem mestan þátt, enda er það hann sem sýpur seyðið af ef eitthvað fer úrskeið- is. Mætti nefna þetta Fræðslu- stefnu. ítarlegar vörumerkingar eru mjög í anda síðari stefnunnar. Neytand- inn fær þær upplýsingar sem hann þarf og velur síðan fæðuna í Ijósi þess. Hlutverk löggjafans verður þá fyrst og fremst að setja reglurn- ar, gæta þess að þær séu auð- skildar og í samræmi við nýjustu þekkingu í næringarfræði. Hlutverk framleiðandans er að láta efnagreina eigin afurðir og skrá niðurstöðurnar utan á um- búðir á sem skiljaniegastan og hagkvæmastan hátt. Neytendur og samtök þeirra geta haft mikil áhrif á fram- vindu þessara mála. Þeir einir geta veitt framleiðendum og stjórnvöldum það aðhald sem þeir þurfa. Hvernig merkingar? Bandaríkjamenn eru hvað fremstir á þessu sviði. Arið 1974 settu þeir nýja reglugerð um vörumerkingar og er hún án efa sú ítarlegasta sem sett hefur verið. Rauði þráðurinn í þessari reglugerð er að ef framleiðendur greina frá næringargildi fæð- unnar utan á umbúðum skal það vera í samræmi við ítarlegar skráningarrcglur. Framleiðendur eru ekki skyld- aðir til þess að merkja nema þeir minnist eitthvað á næringu á umbúðum eða í auglýsingum eða ef þeir blanda bætiefnum í vör- una. Reynslan sýnir að yfirgnæfandi meirihluti framleiðenda hefur val- ið þá leið aö skrá næringargildiö og gerir það þá að sjálfsögðu í samræmi við reglugerðina. Þar sem bandaríska fæðueft- irlitið (FDA) fylgist rækilega með að reglunum sé framfylgt er hverfandi hætta á því að merk- ingarnar séu rangar eða óná- kvæmar. íslenskar merkingar Brýnt er nú að samin verði fyrst ítarleg reglugerð um merkingu matvæla á íslenskum markaði sem nær jafnt tii innlendra sem inn- fluttra matvæla. Við samningu þessarar reglu- gerðar væri skynsamlegt að nota þá bandarísku til hliðsjónar en jafnframt að sneyða hjá nokkr- um ókostum sem einkenna hana. Bandarísku reglurnar eru of flóknar, bæði fyrir framleiðend- ur og neytendur. Með því að ein- falda þær til muna mætti gera merkingarnar markvissari. í stuttu máli eiga merkingarn- ar að vera tvíþættar, þ.e. upplýs- ingar um efnainnihald (hráefni og aukaefni talin upp) og hins vegar um næringargildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.