Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
„Kynsjúkdóm-
urinna herpes
Athugasemd frá Rannsóknastofu Háskól-
ans í veirufræði og Húð- og kynsjúkdóma-
deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
í sumar höfum við undirrituA
oröið vör við það í störfum okkar,
að mikiis misskilnings gætir um
sjúkdóma af völdum hcrpcsveira,
sérstaklcga eftir að villandi blaða-
skrif birtust um sýkinguna í Morg-
unbiaðinu í júlí og ágúst sl. Tals-
verðrar hræðslu gætir vegna þeirr-
ar umfjöllunar og þvi viljum við
koma á framfæri nokkrum atrið-
um varðandi herpessýkingar eða
áblástur, eins og sú sýking er köll-
uð á íslensku máli.
Herpes simplex er veira, sem
fylgt hefur mannkyninu um ald-
ir. Af henni eru tvær undirteg-
undir. Önnur veldur áblæstri eða
frunsum á vörum, en hin veldur
oftast samskonar kvillum á
kynfærum. Þó eru þarna engan
veginn skörp mörk á milli og
tegundin, sem veldur varafruns-
um sýkir einnig oft kynfæri. Upp
á síðkastið hefur beinst vaxandi
athygli að áblæstri á kynfærum,
en það er mikill misskilningur
að fyrirbærið sé nýtt af nálinni.
Það er þó rétt, að tíðnin hefur
verið að aukast í nágrannalönd-
um okkar. Þannig voru t.d.
skráðir 10.800 sjúklingar í Bret-
landi árið 1980 og var það 60%
aukning á fjölda skráðra sjúkl-
inga á 5 árum. Náskyld herpes
simplex er veiran sem veldur
hlaupabólu og stundum svoköll-
uðum ristilútbrotum (herpes
zoster).
Öllum herpesveirum er það
sameiginlegt, að þegar einstakl-
ingur hefur einu sinni smitast
hverfur veiran aldrei úr líkam-
anum aftur, heldur tekur sér
bólfestu í taugarótum við mið-
taugakerfið. Þar liggur hún í
dvala að mestu leyti, en getur
vaknað til aðgerða undir ákveðn-
um kringumstæðum, t.d. þegar
varnir líkamans slævast af ein-
hverjum ástæðum. Þetta kann-
ast mjög margir við sem fá
áblástur á varir t.d. þegar þeir
kvefast, sólbrenna eða verða
fyrir andlegu eða líkamlegu
álagi. Herpessýking á kynfærum
hegðar sér nákvæmlega eins.
Þannig þarf áblástur á kynfær-
um alls ekki að merkja nýlega
smitun og því tómt mál að tala
um að makar þurfi að kenna
hvor öðrum um smitun eða hafa
uppi ásakanir um nýlegt
framhjáhald. Meðan áblásturs-
sárin eru virk og vessi í blöðrun-
um eru þau smitandi og ætti fólk
því ekki að hafa samfarir meðan
svo er.
Of mikið hefur verið gert úr
þjáningum sjúklinga með
áblástur á kynfærum. Vissulega
eru óþægindin meiri á þessum
svæðum líkamans en verða af
áblæstri á andliti, og vitaskuld
er hvimleitt ef áblásturinn
endurtekur sig mjög oft. Hver
áblástur grær þó á nokkrum
dögum.
Hinar algengu herpessýkingar
eru ekki hættulegar í sjálfu sér
og því oftast engin ástæða til
sérstakrar meðferðar. A þessu
eru þó nokkrar undantekningar.
Ef ófrísk kona hefur virkan
áblástur á kynfærum, þegar
kemur að fæðingu, er talið ráð-
legt að taka barnið með keisara-
skurði þar eð það mundi smitast
á leið sinni um fæðingarveginn.
Viðkvæmur nýburinn fær út-
breidd áblásturssár um allan
líkamann og verður alvarlega
veikur. Sýking á þessu æviskeiði
getur leitt til dauða eða varan-
legra örkumla. Til er lyf, sem
nota má staðbundið á áblástur
(Idoxuridin) og flýtir verulega
fyrir því, að sárin grói. Þetta lyf
er gott að nota, ef áblástur kem-
ur á viðkvæman stað, svo sem
hornhimnu augans, en þar getur
afleiðingin annars orðið ör, sem
skerðir sjónina. Lítið hefur
hingað til verið um lyf, sem
verka á veirur og þau lyf, sem til
hafa verið, hafa flest veruleg eit-
uráhrif á líkamann, ef þau eru
notuð öðru vísi en staðbundið.
Nýlega er þó farið að nota lyfið
Acyclovir, sem hefur ekki alvar-
legar aukaverkanir og hefur
reynst mjög áhrifamikið í al-
varlegum herpessýkingum, t.d.
þeim sárasjaldgæfu tilvikum,
þegar herpes simplex veldur
heilabólgu. Þetta lyf hefur
breytt mjög horfum þeirra fáu
sjúklinga, sem herpesveirur
leggjast þungt á, en þetta eru
fyrst og fremst sjúklingar með
skertar ónæmisvarnir t.d. eftir
líffæraflutninga. Þegar hefur
því miður komið í ljós, að veiran
getur orðið ónæm fyrir lyfinu, og
er þvi afar mikilvægt að það sé
ekki notað í óhófi, ef það á að
halda gildi sínu, þegar nauðsyn-
lega þarf að nota það. Nýlega
hafa einnig verið gerðar tilraun-
ir í Bretlandi með bóluefni, sem
er ætlaö þeim takmarkaða hópi
sjúklinga, sem er verulega þjáð-
ur af síendurteknum áblæstri á
kynfærum. Þessar tilraunir lofa
sumpart góðu, en hafa ekki gefið
endanlega niðurstöðu.
Að lokum er vert að nefna, að
áblástur í andliti er jafn algeng-
ur hér og annars staðar, eins og
flestir þekkja af sjálfum sér eða
öðrum og því fer fjarri, að
áblástur á kynfærum sé óþekkt-
ur hérlendis. Veiran hefur marg-
oft verið ræktað hér úr sýnum úr
áblásturssárum síðustu 20 árin.
Margrét Guðnadóttir, pró-
fessor og Helga M. Ög-
mundsdóttir, læknir, Rann-
sóknastofu Iláskólans í
veirufræði,
Hannes Þórarinsson, yfir-
læknir, Húð- og kynsjúk-
dómadeild, Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur.
Grein þessi er send til birt-
ingar í samráði við Landlæknis-
embættið.
Mannskæður fellibylur
Manilla, Filippseyjum, 10. aeptember. AP.
HELDUR dró úr krafti fellibylsins
Irvings yfir Suður-Kínahafi í dag, en
þá hafði hann farið yfir eyna Luzon í
Filippseyja klasanum og í Manilla
létust að minnsta kosti sautján
manns og sex er saknað. Þessar töl-
ur kunna að eiga eftir að hækka, að
því er segir í AP-fréttum.
í Manilla varð víða mikið tjón,
tré rifnuðu upp með rótum og
skullu á bifreiðum og húsum og í
grennd við höfuðborgina urðu víða
skriðuföll, þar sein fólk og fénaður
grófst í aur og leðju. Nokkrir
drukknuðu í flóðum, en miklar
rigningar fylgdu í kjölfar felli-
bylsins. Opinberar tölur í dag
sögðu að um sextíu og fimm þús-
und manns hefðu misst heimili sín
og/ eða orðið fyrir tjóni vegna Irv-
ings. Vindhraðinn var 110 km á
klukkustund, þegar bylurinn fór
yfir Luzon, en eins og fyrr segir
hefur nú mjög úr honum dregið.
'Leon Ekmekjian, armenski hryðjuverkamaðurinn sem var handsamaður á Ankara-flugvelli,
en nokkrir vopnaðir menn réðust inn í flugstöðina og hófu skothríð á fólk þar. Ekmekjian var
dæmdur til dauða og hlýðir hér á dómsorðið lesið yfir honum.
Josef Luns á fundi með bandarískum fréttamönnum:
„Eina leiðin er að
halda þeim svöngum“
BríÍKNel, 10. Neptember. AP.
JOSEPH Luns, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, sagði í dag
á fundi með nokkrum bandarískum
fréttamönnum, að hann liti svo á að
úrslit kosninganna í Hollandi væru
sigur fyrir vestræna samvinnu og
taldi líklegt að þau myndu leiða til
þess að langdrægum eldflaugum
yrði komið fyrir i Hollandi.
í einni af sjaldgæfum yfirlýs-
ingum sínum sagði Luns, að 81
þingsæti mið- og hægriflokkanna í
kosningunum væri mjög uppörv-
andi staðreynd þrátt fyrir að
hörðustu andstæðingar staðsetn-
inga slíkra eldflauga í landinu,
Verkamannaflokkurinn, hefðu
komið út sem styrkasta einingin.
Alls eiga 150 þingmenn sæti á
hollenska þinginu.
Luns sagði að framundan væri
mikill stríðsdans á milli pólitískra
afla í landinu, en sýnt væri að
Verkamannaflokkurinn yrði að
taka fyrri ummæli sín aftur eða
að gefa eftir á annan hátt. Lang-
drægum eldflaugum yrði komið
fyrir í Hollandi áður en langt um
liði.
Luns kom víða við í samtali sínu
við fréttamennina og minntist
m.a. á gasleiðsluna miklu og fram-
lengingu kornsölusamnings
Bandaríkjamanna til Sovét-
ríkjanna. „Eina leiðin til að koma
Sovétmönnum úr jafnvægi," sagði
Luns „er að halda þeim svöngum".
Er hann var að því spurður
hvaða augum hann liti það ef
Bandaríkjamenn ákvæðu að draga
allan herafla sinn frá Evrópu.
„Fari svo að Bandaríkjamenn
ákveði það þá hef ég aðeins eitt
ráð handa fólki. Forðið ykkur
strax, bíðið ekki morgundagsins."
Læknar svindluðu
á yfirvinnunni
Stultnarl, \-Wzkalandi, 10. september. AP.
TALSMAÐUR endurskoðunarskrif-
stofu Baden-Wiirtembergfylkis i
V-Þýzkalandi sagði í dag, að læknar
við þrjá háskólaspítala hefðu skrifað
yfir- og næturvinnu fyrir ýmsa daga
sem fram til þessa hafa ekki fyrir-
fundizt á almanakinu. Meðal annars
skrifuðu læknarnir yfirtíma á 30. og
31. febrúar, 31. apríl og á ýmsa aðra
mánuði sem hafa aðeins 30 daga.
Tekið er fram í skýrslunni, að
sjúkrakostnaður hafi rokið upp úr
öllu valdi á spítölunum, m.a.
vegna þess að læknar krefðust
þess að fá borgaða aukavinnu, þó
svo að þeir væru ekki nema tíu
Gerðu 342
kgaf
kókaíni
upptækt
Mexikóborg, 10. september. AP.
FJORIR Bandarikjamenn og einn
Mexíkani hafa verið ákærðir fyrir að
reyna að smygla stærsta farmi af
kókaini, sem lögreglan í Mexíkó
hcfur náð í til þessa. Voru þar á ferð
342 kíló af þessu eiturlyfi „fína
fólksins" sem þaö hefur oftlega ver-
ið nefnt.
Að sögn embættismanna var
þarna um að ræða kókaín í mjög
háum gæðaflokki og er andvirði
þess á svörtum markaði talið vera
um 350 milljónir Bandaríkjadala.
Miliilentu kumpánarnir á litlum
flugvelli í Palenque í suðurhluta
Mexíkó til að taka eldsneyti á leið
sinni til Albuquerque í Nýju-
Mexíkó í Bandaríkjunum og voru
handteknir af lögreglu, sem beið
þeirra.
mínútur fram yfir lögboðinn
vinnutíma.
Talið er, að alls hafi um eitt
hundrað læknar gert kröfu um
yfirvinnu fyrir daga sem ekki eru
til og hafa þeir umyrðalaust feng-
ið hana greidda. Nú hafa hins veg-
ar stjórnir spítalanna farið fram á
að fá þessa fjármuni endur-
greidda, að minnsta kosti að ein-
hverju leyti.
Flugvél hrapaði
Kaíró, 10. Heptember. AP.
SÚDÖNSK farþegaþota sem var á
leiðinni til Khartoum frá Saudi-
Arabíu, með aðeins áhöfn innan-
borðs, hrapaði í Nílarfljót á föstu-
dagsmorgun, en áhöfnin komst öll
iífs af. Vélin var af gerðinni
Boeing 707 og hafði farið með píla-
gríma til Jeddah í gær. Um ástæð-
ur slyssins var ekki vitað, en talað
er um afleitt veður á þeim slóðum
sem vélin fórst.
Fangelsisdómar
fyrir prófsvindl
Kombay, Indlandi, 10. aeptember. AP.
LÖGGJAFARNEFND í ríkinu
Maharashora á Indlandi ákvað í
gær, að þeir sem væru staðnir að
svindli á prófum í háskólum þar
gætu valið á milli hárrar sektar eða
sex mánaða l'angelsisvistar.
Refsing þeirra sem semja prófin
eða eru kennarar og verða uppvís-
ir að svindli, er tvisvar sinnum
hærri, en svindl á prófum í há-
skólum mun vera algengt þar í
landi og valda yfirvöldum
menntamála gífurlegum áhyggj-
um.
Veður
víða um heim
Akurayri 8 skýjaó
Amsterdam 19 skýjað
Aþena 32 skýjað
Barcelona 26 skýjað
Berlin 21 heiðskírt
Brilsael 23 heiðskirt
Chicago 27 skýjað
Dyflinni 18 skýjað
Feneyjar 27 þokumóða
Færeyjar 12 lóttskýjað
Frankfurt 25 heiðskfrt
Genf 22 heiðskfrt
Helsinki 16 heiðskfrt
Hong Kong 33 heiðskfrt
Jerúsalem 29 skýjað
Jóhannesarborg 21 heiðskírt
Kairó 33 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 heiðskfrt
Las Palmas 23 léttskýjað
Lissabon 27 heiðskfrt
London 23 heiðskfrt
Los Angeles 27 skýjað
Madrid 32 heiðskfrt
Manilla 26 rigning
Malaga 24 alskýjað
Mallorca 28 hélfskýjað
Miami 31 skýjað
Moskva 20 skýjað
Nýja Delhí 37 heiðskírt
New York 26 skýjað
Osló 18 skýjaö
Parfs 25 skýjað
Peking 31 heiðskírt
Perth 24 heiðskírt
Rio de Janeiro 26 heiðskfrt
Reykjavík 0 hélfskýjað
Rómaborg 26 heiðskirt
San Francisco 16 skýjað
Stokkhólmur 16 heiðskfrt
Sydney 16 heiðskírt
Tel Aviv 30 skýjað
Tókýó 24 heiðskfrt
Vancouver 18 skýjað
Vínarborg 26 heiðskfrt