Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 23 fHttrgttttiritafeife ' Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Friður r • •• x a jorou Prestafundur, sem haldinn var heima á Hólum í sumar, beindi þeim tilmælum til biskups, herra Péturs Sigur- geirssonar, að sérstaklega verði fjallað um friðarmál í kirkjum landsins 12. september, þ.e. á morgun. Friðarboðskapur hefur alla tíð verið einn af meginþátt- um kristindómsins: friður og sátt í huga hvers einstakl- ings, friður og sátt hvers og eins við náunga sinn og friður á jörðu, þ.e. friður þjóða á milli. Friðar- og kærleiksboðskapur hefur verið kjarnaþáttur í boðun kristindóms, í hverri predikun, hvern einn sunnu- dag. Það fer engu að síður vel á því að íslenzk þjóðkirkja velji sérstakan sunnudag til að vekja athygli á boðskapn- um um frið á jörðu. * Þegar ísiendingar tóku kristni, nálægt árinu 1000, gerð- ist það með sérstæðum hætti. Þeir tóku við hinum kristna boðskap sem þjóð, þ.e. sem heild, á Alþingi við Öxará. Þessvegna á heitið þjóðkirkja vel við. Hún var ekki sízt reist á þeirri röksemd, að ef við sundur slitum lögin, sund- urslitum við líka friðinn. Það vóru vopnaðar fylkingar, bæði kristinna manna og heiðinna, sem sættust á kristin- dóminn, lögin og friðinn. Saga mannkynsins er, því miður, vörðuð styrjöldum. Og friðurinn, sem sátt varð um á Alþingi, er íslendingar tóku kristna trú, er oftlega rofinn í þeirri íslandssögu, sem kynslóðirnar skráðu, hver eftir aðra, með lífi sínu og hegð- an. Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd, að allt það bezta og heilbrigðasta í samskiptum manna og þjóða er af kristinni rót — og kristin siðfræði er sá grunnur, sem friður á jörðu, er allir þrá, hlýtur að byggjast á. En góður vilji, sem víða býr, verður að meta af raunsæi viðblasandi staðreyndir sögu og samtíðar. Á fjórða áratugnum vóru margir sem lokuðu augum fyrir því sem var að gerast á meginlandi Evrópu, einkum í þriðja ríkinu. Þjóðir vóru glámskyggnar á vopna- og her- væðingu einræðisafla — og héldu, að yfirlýsingar um „ævarandi hlutleysi" tryggðu öryggi þeirra. Afleiðingin varð síðari heimsstyrjöldin, hernám fjölda „hlutlausra ríkja“, þ.á m. Danmerkur, Noregs og íslands. Við lá að lýðræðið, þingræðið og þau mannréttindi, sem m.a. tryggja okkur rétt til trúariðkana, væru afmáð úr heimsbyggðinni vegna værugirni og sundurlyndis lýðræðisþjóða. A líðandi og næstliðnum áratug hafa geisað styrjaldir í öllum heimshlutum, ef undan er skilið áhrifasvæði Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins, sem stofnað var vegna út- þenslu Sovétríkjanna í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Það er því að þakka að það hlutskipti, sem A-Evrópuþjóðir búa við í dag, teygði sig ekki lengra vestur á bóginn. Það hefur og tryggt frið í okkar heimshluta í áratugi. Það var engin tilviljun að þær þrjár Norðurlandaþjóðir, sem her- numdar vóru í heimsstyrjöldinni síðari, gerðust allar aðil- ar að þessu varnarbandalagi, þ.á m. okkar vopnlausa og friðelskandi þjóð. Þorri þjóða og kynþátta þráir frið af einlægni. Það væri hinsvegar ekki í þágu friðar, heldur yki þvert á móti líkur á ófriði, ef Vesturlönd veikja einhliða varnir sínar, á sama tíma og Austurblökkin eflir hernaðarmátt sinn. Slíkt væri að sviðsetja á ný fjórða áratuginn, sem endaði í síðari heimsstyrjöldinni. Stöðvun vopnakapphlaups og síðan af- vopnun í áföngum verður að vera gagnkvæm, vera byggð á víðtæku og marktæku samkomulagi beggja höfuðkerfa í þjóðfélagsgerðum samtímans, til að þjóna raunhæfum friðartilgangi. Þessi er tvímælalaust skoðun lýðræðisafl- anna í heiminum, sem standa vörð um þingræði og almenn mannréttindi. Þessi er og skoðun mikils meirihluta ís- lenzku þjóðarinnar. Þjóð og þjóðkirkja eiga samleið í við- leitni, sem stefnir að gagnkvæmum aðgerðum til varanlegs friðar. — Símamynd Mbl. Ólafur K. Magnússon. Vigdís Finnbogadóttir þakkar Amöndu Webler blómvöndinn vid komuna til Minneapolis. Meó þeim eru f.h. Birgit Björnsson og Björn Björnsson ræðismaður, Glen og Marilyn Nelson og ríkisstjórahjónin í Minnesota. Scandinavia Today í Minneapolis: 50 þúsund miðar hafa selst á Metrodome-leikvanginn Minnt apolis, 10. .september. Krá Önnu Hjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir og fylgdarlið hennar kom til Minneapolis á föstudagsmorgun. Al Que, rík- isstjóri Minnesota og kona hans tóku á móti forsetanum á flugvellinum ásamt Glen og Marilyn Nelson, formanni undirbúningsnefndar Scand- inavian Today í Minneapolis, og Birni Björnssyni, ræðis- manni íslands, og konu hans, ásamt fleirum. Amanda Web- er, 7 ára dótturdóttir Björns, afhenti Vigdísi forseta blóm- vönd í íslensku fánalitunum. Hún var á íslenskum búningi og Vigdís forseti kyssti hana á báða vanga fyrir vöndinn. Koma Vigdíar forseta og opnun Scandinavia Today-há- tíðarhaldanna hefur vakið mikla athygli í Minneapolis og undirbúningur hefur verið gíf- urlegur. Nelson sagði að yfir 50 þúsund miðar hefðu verið seldir á hátíðina á Metrodome- íþróttavellinum á morgun, en þar verður George Bush, vara- forseti Bandaríkjanna, við- staddur og allir fulltrúar Norð- urlandanna. Tíu þúsund manna kór mun syngja og vonast er til að áheyrendur taki undir í síð- asta laginu. Nelson sagði, að það yrði stærsti kór, sem nokkru sinni hefur sungið sam- an, en 40 þúsund manns tóku eitt sinn lagið saman í Suður- Ameríku. George Schulz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Vigdísi forseta við Re- flecting Pool í Washington á fimmtudagsmorgun, en þaðan flaug hún með þyrlu til Andr- ews-herflugstöðvarinnar. Heimsókn Vigdísar forseta vakti verðskulaða athygli í Washington. Viðtal með stórri Símamynd AP. Vigdís Finnbogadóttir kveóur mótorhjólalögreglumenn í Washington og þakkar þeim fyrir örugga fylgd um borgina. fslenzkur ullarfatnaður sýndur í Washington. mynd birtist í New York Times og talað var við hana í frétta- þættinum „All Things Consider- ed“ í NPR-útvarpsstöðinni. Fólk var hrifið af henni og talað var um hversu vel hún hefði flutt hátíðarræðuna í Kennedy Cent- er. Forseti íslands og fylgdarlið flaug með DC-9-þotu merktri Bandaríkjunum til Minneapolis. Þungt var yfir þegar þotan, sem er úr flugvélaflota Hvíta hús- sins, lenti þar. Forsetinn mun snæða hádegisverð hjá Jórvík- ur-fornleifafélaginu í Minneap- olis í dag, en síðan flytja setn- ingarræðu Scandinavia Today í Gutrie-leikhúsinu og snæða kvöldverð í boði rektors Minne- sota-háskóla. Ásgrímsmyndin var þess virði að klæðast smoking — sagði öryggisvörður forseta íslands Minm apolis, 10. september — frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaósins. LANDSLAGSMYNDIR Ásgríms Jónssonar og Þórarins B. Þorláks- sonar frá því um aldamót taka sig vel út í salarkynnum Corcoran- listasafnsins í Washington. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hlýddi hróðug á Michael Butwin- ick, forstjóra Brooklyn-lista- safnsins, segja heiðursgestum frá myndunum við opnun sýningar- innar Northern Light á flmmtu- dagskvöld. Hún spurði örygg- isvörð sinn, sem gekk með henni í gegnum sýninguna, hvort það hefði ekki verið þess virði að klæða sig upp í smoking fyrir Heklumynd Asgríms, og varð hann að viðurkenna það. Hinrik Danaprins opnaði sýn- inguna, en auk hans tóku David Lloyd Kreeder, stjórnarformað- ur Corcoran-safnsins, Peter Marzio, forstjóri safnsins, Butwinick, forstjóri safnsins í Brooklyn, og Robert O. Ander- son, stjórnarformaður Asco- olíufyrirtækisins, til máls. Asco veitti háan fjárstyrk til Nor- rænu menningarkynningar- innar, Scandinavia Today. Um 100 myndir fá öllum Norðurlöndunum eru á sýning- Simamynd Mbl. ÓI.K.M. Birgir Thorlacius, Vigdís forseti, Ingvar Gíslason, Ástríður Andersen og Sigriður Thorlacius við Heklumynd Ásgríms í Corcoran-listasafninu í Washington. unni. Myndir norska málarans Munchs vöktu einna mesta at- hygli, en sýningin í heild fær góða dóma í Washington Post í dag. Ein bandarísk hjón stóðu lengi og dáðust að Þingvalla- mynd Þórarins. Frúin, sem reyndist vera myndhöggvari, sagði að þetta væri fyrsta myndin á sýningunni, sem hún gjarnan vildi eiga. Sendiherrahjón íslands, hans G. Andersen og frú Ástríður buðu forseta íslands til móttöku í nafni 5 íslenzkra fyrirtækja á Madison-hótelinu fyrir opnun myndlistarsýningarinnar. Fimm íslenzkar sýningardömur sýndu íslenzkar ullarvörur og íslenzkur matur var á boðstól- um. Ulfur Sigurmundsson, for- stjóri Útflutningsmiðstöðvar ið- naðarins, afhenti Hans G. And- ersen, sendiherra, Marshall Brement, sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi, og Marshall B. Boyne, eiganda hótelsins, árit- aðar styttur af Leifi Eiríkssyni í þakklætisskyni fyrir störf þeirra og aðstoð í sambandi við heimsókn forsetans, en íslenzk- ir viðskiptaaðilar nota tækifær- ið á meðan á heimsókninni stendur til þess að kynna ísland og íslenzkar vörur í Bandaríkj- unum. „Ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn pening“ Guðrún Jónsdóttir (t.v.) og Guðrún Vilmundardóttir. Anna Dóra Antonsdóttir (t.v.) og Sigurrós Stefánsdóttir skemmtu sér hið bezta. I*ær sa kja kennaranámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld voru haldnir á Blönduósi fyrstu tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar fslands af þrettán, sem áætlaðir eru í hring- ferð hljómsveitarinnar um landið. Tókust tónleikarnir með ágætum, og var hljómsveitarmönnum undir stjórn Páls P. Pálssonar, og ein- söngvaranum, Kristjáni Jónssyni, ákaft klappað lof i lófa. Þetta er þriðja ferð Sinfóníunn- ar um landið sem hlýtur titilinn „hringferð". Aðsóknin á Blönduósi hefur alltaf verið góð, en aldrei eins og núna, u.þ.b. 220 manns, og fullt út úr dyrum í frekar litlum samkomusal félagsheimilisins. Verkin á dagskránni voru við allra hæfi; fyrst var Sinfónía í g- moll nr. 40, eftir Mozart, Kristján söng aríur úr óperunum Tosca eft- ir Puccini og úr Valdi örlaganna eftir Verdi. Tvö íslensk verk voru á dagskránni eftir hlé; Nýjárs- nóttin, forl., eftir Árna Björnsson, og Gígjan eftir Sigfús Einarsson. Þá var m.a. leikið úr Svanavatninu eftir Tschaikovsky og Kristján söng O sole mio eftir Capula. Það var mikið klappað og fagn- að í tónleikalok og voru þá leikin tvö verk utan dagskrár; Hamra- borgin eftir Sigvalda Kaldalóns, en margir biðu spenntir eftir að heyra það nú í fyrsta sinn í hljómsveitarútsetningu Jóns Sig- urðssonar (bassa), og Þrumur og eldingar eftir Strauss. Það gildir kannski frekar um sinfóníutónleika en aðra listvið- burði að menn læra ekki að meta þá að verðleikum fyrr en þeir komast „á bragðið". í kvöldverð- arboði, sem sveitar- og sýslustjórn staðarins hélt hljómsveitar- mönnum, sagði sýslumaðurinn Jón ísberg m.a.: „Eg hristi nú bara hausinn þeg- ar ég heyrði fyrst á það minnst að Sinfónían væri væntanleg. Ég lét mig nú hafa það samt, af skyldu- rækni, að mæta á tónleikana. Og það verður að segjast eins og er að viðhorf mitt til sinfóníutónleika er allt annað síðan. Mér þótti bein- línis mjög gaman. Og tónleikana í kvöld sæki ég ekki af skyldurækni, heldur mér til ómældrar ánægju." Sigurður Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, sagði við þetta tæki- færi: „Allt er þegar þrennt er, segir máltækið. Vonandi eru þetta ekki algild sannindi. Þetta er okkar þriðja hringferð, en hún má alls ekki verða sú síðasta. Lögin mæla svo fyrir að Sinfónían sé fyrir alla landsmenn, og það er hugmyndin að fara slíka ferð um landið sem oftast í framtíðinni, helst árlega." Blaðamaður hitti nokkra ánægða tónleikagesti að tónleik- unum loknum, m.a. Guðrúnu Jónsdóttur frá Hnjúki í Vatnsdal og Guðrúnu Vilmundardóttur, Steinsnesi, Austur-Hún. „Eiginmennirnir eru í göngum, svo við skelltum okkur sjálfar. Við reynum að sækja allt svona lagað sem býðst, það er ekki of mikið af því.“ — Skemmtiði ykkur vel? „Svo sannarlega, við hefðum ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn pening. Og dagskráin mætti vera helmingi lengri okkar vegna.“ GPA. „Vel tekið í Sinfóníunnia Rætt við Kjartan Óskarsson, klarinettleikara NOKKRIR nýliðar tóku til starfa með Sinfóníuhljómsveitinni í haust og er einn þeirra Kjartan Oskarsson, klarinettleikari. — Kjartan, hvernær hófst þinn tónlistarferill? „Ja, ég byrjaði að læra á klari- nett 12 ára gamall.Þá var ég bú- settur á Selfossi og lærði þar í fjögur ár. En þá fór ég í mennta- skóla og ætlaði jafnvel að hætta hljóðfæranámi. En það varð nú ekkert úr því, ég fór að spila í lúðrasveitum og 18 ára gamall hóf ég nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þar var ég í fjögur ár, en kenndi jafnframt við tónlist- arskólann í Kópvogi. Ég lauk svo blásarakennaraprófi frá tónlist- arskólanum og einleikaraprófi á klarinett ’76, en aðalkennari minn á klarinett var Vilhjálmur Guðjónsson. Um haustið fór ég til Vínar í framhaldsnám. Kenn- arar mínir voru Rudolf Jettel og Peter Schmidl. Jettel dó nú í vet- ur, fjörgamall, en hann hafði lengi verið sólóklarinettleikari i Vínarfílharmóníunni. Schmidl, sem var nemandi Jettel á sínum tíma, er núverandi fyrsti klari- nettleikari við sömu sinfóníu. Nú, ég lauk prófi ’81, og fór þá til Færeyja til kennslu í eitt ár. Þegar ég kom svo heim, frétti ég að staða hefði losnað í Sinfóní- unni, sótti um og fékk hana. Þetta er svona í stuttu máli það sem á daga mína hefur drifið á tónlistarsviðinu." — Tekur Sinfónían allan þinn tíma, eða ertu með fleira í tak- inu? „Já, ég kenni töluvert, bæði við Tónmenntaskólann í Reykjavík, og eins við Tónlistarskólann í Kópavogi. Svo stjorna ég Lúðra- sveitinni Svani.“ — Það er nóg að gera hjá þér; ertu nokkuð stressaður? „Nei, ekkert sérstaklega. Þeir hafa tekið mér svo vel í Sinfóní- unni.“ — Er gaman að spila í sin- fóníuhljómsveit? „Já, það er mjög gaman; sér- staklega þegar allt gengur upp. Þá líður manni vel. Sinfónían okkar er líka svo skemmtileg að því leyti hvað hún er í mikilli framför. Við eigum fjöldann all- an af fantagóðum spilurum, og hljómsveitinni miðar alltaf áfram.“ Kjartan Ólafsson sést hér að tafli við Stefán Stefinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.