Morgunblaðið - 11.09.1982, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
Kristniboðskaffi
HIN árlega kafn.sala Kristniboðsfé-
lags karla í Reykjavík verður á
morgun, sunnudag 12. september, i
kristniboðshúsinu Betaniu, Laufás-
vegi 13.
Kaffisalan hefst kl. 14.30 og
verður hellt upp á könnuna til kl.
22.30 um kvöldið. Allur ágóði
rennur til styrktar kristniboðs-
starfinu í Konsó í Eþíópíu og
Cheparería í Kenýa.
Kirkjulegir tónlistarmenn í Eþiópiu berja bumbur.
Bíóhöllin
sýnir
Porky’s
NÝLEGA var frumsýnd í Bíó-
höllinni myndin „Porky’s". I
sýningarskrá stendur m.a.:
„Porky’s er ofsafyndin grín-
mynd sem sýnir ófeimið kyn-
ferðislega löngun amerískra
táningadrengja. Nafnið stafar
af alkunnum skemmtistað sem
sex lostafullir unglingar fara á
og ætla að svala þar fýsn sinni."
Leiðrétting
í KAFLANUM „Útreikningar“ i
grein Björns Jóhannessonar, Laxinn
og 66. grein hafréttarsáttmálans, í
Morgunblaðinu 8. þ.m. varð mein-
legt brengl. I*ar á að standa:
X = Hundraðshluti af laxafla við
Grænland af evrópskum uppruna.
100-X = Hundraðshluti af lax-
afla við Grænland af kanadískum
uppruna. Þá táknar, samkvæmt
forsendum sem um getur í grein-
inni, stærðin
X
þann tonnafjölda af laxi af
NV-Atlantshafi, sem laxalönd
Evrópu veiða.
Leiðrétting
í FRÉTT minni í Morgunblaðinu í
gær af kartöfluuppskeru í Hruna-
mannahreppi misritaðist talan
um uppskerumagn, en þar var
einu núlli ofaukið. Hið rétta er, að
um tvö hundruð tunnur koma upp
úr hektara. Með þökk fyrir birt-
inguna. Sig. Sigm.
Ný hárgreiðslustofa
FYRIR SKÖMMU opnuðu Birna Ólafsdóttir, hárgreiðslumeistari, og Margrét Guðmundsdóttir, hárgreiðslusveinn,
hárgreiðslustofu á Þinghólsbraut 19, Kópavogi. Stofan er opin frá 9—6 alla virka daga og frá 9—12 laugardaga.
Skemmtikraftarnir grísku og kokkarnir á Loftleiðabótelinu.
Grísk helgi á Hótel Loftleiðum
GRÍSK HELGI er nú að hefjast á Hótel Loftleiðum og hófst hún á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Verður þá
grískur matur á boðstólum, bæði í Caféteríu og Blómasal í hádeginu og í hinum síðarnefnda einnig á kvöldin.
Á meðan gestir renna niður grísku réttunum leikur hljómsveitin Begleri með söngkonunni Hara Ljunggren.
Þá verður á hótelinu einnig sérstök Grikklandskynning þessa daga og er hér staddur um þessar mundir T.
Angelis, sem vinnur að því að auka menningartengsl Grikklands við Norðurlönd.
Hætt að dansa gömlu dansana ! Lindarbæ:
Viljum halda áfram
annarstaðar
Það var fjör í gömlu dönsunum í Lindarbæ en gömlu dansarnir hættu þar
i haust þegar eigcndur hússins ákváðu að hætta rekstri Lindarbæjar og
leigja húsið út. (Lj4sln. MW.)
segir Anton Nikulás-
son dansstjóri
„ÞAÐ hversu vel tókst til öll
þessi ár, vil ég fyrst og fremst
þakka þeim mörgu gestum sem
komu til okkar og einnig
starfsfólkinu sem hefur verið
með okkur allan þennan tíma,
sum hver,“ sagði Anton Nikul-
ásson í samtali við Morgun-
blaðið en hann hefur verið
dansstjóri Gömludansa-
klúbbsins í Lindarbæ í mörg
ár.
Gömludansaklúbburinn hef-
ur verið með dansleiki i Lind-
arbæ öll laugardagskvöld síð-
an fyrsta vetrardag 1964,
þangað til í haust. Þá ákváðu
eigendur Lindarbæjar, sem
eru verkamannafélagið
Dagsbrún og Sjómannafélag
Reykjavíkur, að hætta rekstri
Lindarbæjar og leigja húsið
öðrum. Að vonum urðu mikil
Anton Nikulásson, dansstjóri
Gömludansaklúbbsins í Lindarbæ,
með hljóðnemann og stjórnar
dansinum, ekki er annað að sjá en
fólkið skemmtj sér vel.
vonbrigði hjá því fólki sem
hafði haldið tryggð við stað-
inn, sumir allan þennan tíma.
Anton heldur áfram: „Það
var sérstök stemmning yfir
þessu sem ekki er til staðar
annarstaðar. Við vorum ekki
með vínveitingar og pössuðum
vel uppá áfengið. Ef einhver
einstaklingur varð til óþæg-
inda vegna áfengisneyslu vís-
uðum við viðkomandi frekar á
dyr heldur en að láta hann
skemma fyrir öllum hópnum
og þetta kunni fólk að meta.
Mitt hlutverk sem dansstjóri
var meðal annars að grípa inní
í slíkum tilfellum en sem betur
fer voru slík tilvik hverfandi
fá og ekki er hægt að finna í
skýrslum lögreglunnar merki
þess að hún þyrfti að hafa af-
skipti af fólki í Lindarbæ. Það
var sama fólkið, allt mjög gott
fólk, sem kom til okkar laug-
ardagskvöld eftir laugar-
dagskvöld, hópurinn breyttist,
hann stækkaði og minnkaði en
alltaf var jafn gaman. Ég veit
ekki hvert framhaldið verður
en síðan það varð ljóst að við
fengjum ekki að vera í Lind-
arbæ áfram, þá hefur fjöldi
fólks komið að máli við mig og
spurt hvort ekki væri hægt að
halda áfram á einhverjum öðr-
um stað.
Ég vil að lokum flytja þeim
mörgu gestum, sem komu til
okkar í Lindarbæ öll þessi ár
og einnig starfsfólkinu sem
sumt var með okkur allan tím-
ann, mínar bestu þakkir og
kveðjur," sagði Anton Nikul-
ásson að lokum.