Morgunblaðið - 11.09.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
25
Nýr endurhannaður Toyota
Tercel kynntur hérlendis
Toyotavcrksmiðjurnar japönsku
kvnntu ekki alls fyrir löngu nýjan og
endurhannaðan Toyota Tercel-bíl,
en það er einn af minni bílum verk-
smiðjanna. Fyrstu bílarnir eru nú
komnir hingað til lands og var blaða-
mönnum af því tilefni boðið að
skoða þá. Bíllinn er mun nýtizku-
legri í útliti, heldur en forveri hans,
en nýi bíllinn er framleiddur í hinu
þekkta „hatchback“-lagi með fram-
lækkandi vélarhlíf og grilli, en bíll-
inn er fáanlegur þriggja og fímm
dyra.
Helztu breytingar á bílnum, auk
útlitsins, eru endurbætur á hlut-
um eins og hönnun í sambandi við
loftmótstöðu, kraft vélar, aukn-
ingu benzínnýtingar og fjöðrun-
arkerfi. Bíllinn hefur verið styttur
úr 3.980 mm í 3.880 mm og lengd
milli hjóla hefur verið stytt úr
2.500 mm í 2.430 mm. Með þessu
hefur snúningsradíus nýja
Tercelsins verið minnkaður úr 5,1
metra í 4,8 metra. Breidd milli
hjóla hefur verið breikkuð um 55
mm, til þess að auka rými inni í
bílnum og stöðugleika í akstri.
Rúmtak vélar er 1.295 rúmsent-
imetrar, en hún er 65 DIN hestöfl
við 6.000 snúninga. Töluvert hefur
verið bætt við af nýjum atriðum í
Tercei. Þar á meðal mjúkan stuð-
ara, sem tekur við minniháttar
höggum eins og algeng eru þegar
lagt er í stæði, einnig dregur stuð-
arinn úr loftmótstöðu. Afturljós
bílsins eru stærri en áður var og
nýjung er sterkt þokuljós.
Hvað þægindi snertir, býður
hinn nýi Tercel nú upp á aukið
rými fyrir fætur farþega ásamt
stækkun á farangursgeymslu, svo
samtals aukning á lengd rýmis er
nú 1.740 mm í 1.800 mm.
Þá má nefna, að mælaborð bíls-
ins hefur verið lækkað til að veita
opnari og öruggari tilfinningu
ásamt því að auka útsýni um
framrúðu. Þá eru stjórnrofar,
mælar og aðvörunarljós er stað-
sett til þess að nýta sem best
stjórnmöguleika og aflestr-
armöguleika með sem minnstri
fyrirhöfn.
Farangursgeymsla nýja Terc-
elsins hefur verið stækkuð um í
kringum 20% og nú opnast aft-
urhurðin alveg niður að stuðara til
aö auðvelda hleðslu farangurs og
afhleðslu.
Samkvæmt upplýsingum Ólafs
Friðsteinsson^r, sölustjóra hjá
Toyotaumboðinu, kostar nýi Terc-
elinn frá 149 þúsund krónum og er
þá innifalið 5 gíra kassi og útvarp,
en fyrstu bilarnir verða væntan-
lega afhentir nýjum eigendum
innan tíðar. Loks má geta þess, að
Toyotaumboðið verður með sýn-
ingu á nýja Tercelnum um helg-
ina.
— sb.
Hinn nýi Tereel. Á myndinnni eru frá vinstri: Lúðvíg B. Albertsson framkvemdastjóri, Páll Samúelsson forstjóri og
Ólafur Friðsteinsson sölustjóri. [ ^m KqK
6 félagar Textílfélagsins
sýna 1 Listasafni ASÍ
SEX félagar úr Textílfélaginu opna
sýningu á verkum sínum í Listasafni
ASÍ, Grensásvegi 16, laugardaginn
11. september kl. 17. Þeir sem sýna
eru: Eva Vilhelmsdóttir, ína Salóme,
Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Salóme Fann-
berg og Sigurlaug Jóhannesdóttir.
Á sýningunni eru textílverk
gerð með mismunandi aðferðum
og úr margvíslegu efni, flest unnin
á sl. tveimur árum. Sýningin er
opin daglega kl. 14—22 og lýkur
henni sunnudagskvöldið 26. sept-
ember.
Friðar- og þakkargjörðar-
dagur kirkjunnar á morgun
Jón Helgason þingforseti stígur í stólinn í Dóm-
kirkjunni. Guðmundur Jónsson syngur Friðarins Guð
Á MORGUN, sunnudaginn 12.
september, verður haldinn friðar-
og þakkargjörðardagur kirkjunn-
ar. Friðarmál eru flestum ofarlega
í huga. Þess má því vænta, að
guðsþjónustur verði fjölsóttar um
land allt.
í Dómkirkjunni prédikar for-
seti sameinaðs Alþingis, Jón
Helgason, bóndi í Seglbúðum í
Landbroti, og Guðmundur
Jónsson, ópterusöngrvari, syngur
Friðarins Guð eftir þá Árna
Thorsteinsson og Guðmund
Guðmundsson. Sr. Þórir
Stephensen þjónar fyrir altari
og Dómkórinn syngur undir
stjórn dómorganistans
Marteins H. Friðrikssonar.
LAUGARDALSVÖLLUR-AÐALLEIKVANGUR
♦ Nú
mætir
þu
Hver verður kosinn
maður leiksins?
Heiöursgestur okkar er Ágúst
Einarsson forstjóri Hraðfrystistöðv-
arinnar í Reykjavi'k.
Ofurkraftur — ótrúleg ending
Það er kraftur i KR