Morgunblaðið - 11.09.1982, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
Forðist óþarfa
svartsýni
Hefjum nýja sókn í sölustarfsemi
llér Ter á eftir síAari hluti ra-rtu
l’álma Jónssonar á aóalfundi Stétt-
arsambands bænda.
Um leið og það er yfirlýst stefna
í framleiðslumálum landbúnaðar-
ins, að miða mjólkurframleiðsluna
sem mest við innanlandsþarfir, en
framleiðslu sauðfjárafurða við
innlendan markað og erlenda
markaði, sem teljast viðunandi og
nýta til þess lögboðinn rétt okkar
til útflutningsuppbóta, þá leggjum
við kapp á að efla nýjar búgreinar
vegna innanlandsmarkaðar og
arðbærs útflutnings og fjölga
þannig tekjuöflunarleiðum og
bæta möguleika til lífsafkomu í
sveitum landsins.
Nýjar búgreinar
Á síðustu árum hefur veru-
legum fjármunum verið varið til
nýrra búgreina og hagræðingar-
verkefna í sveitum landsins. Á
þessu ári hefur verið ráðstafað fé
til þessara viðfangsefna sam-
kvæmt jarðræktarlögum og að til-
lögu stjórnar Framleiðnisjóðs,
sem nemur um 5.250.000 kr. Sjóð-
urinn fékk auk þess aukafjárveit-
ingu, 1.000.000 kr., til þess að
sinna eigin viðfangsefnum þ.e.
framlögum til uppbyggingar slát-
urhúsa. Þessum fjármunum hefur
verið ráðstafað til svipaðra verk-
þátta eins og áður, þ.e. til fisk-
ræktar og veiðimála 1.467.000, til
að efla fóðurverkun 1.965.000, til
loðdýraræktar 1.100.000, og til
Ræða Pálma Jóns-
sonar landbúnaðar-
ráðherra á aðaifundi
Stéttarsambands
bænda
— Síðari hluti —
ýmissa verkefna og einstakra til-
rauna um 725.000. Ég vænti þess
aö þetta fé hafi komið að góðum
notum, eins og til er ætlast.
Miklar framkvæmdir hafa verið
í gangi i fiskeldisstöðvum, fiskveg-
um og fiskrækt. Alvarlegum áföll-
um í laxveiðum í tilteknum lands-
hlutum á síöustu tveimur árum
verður að mæta með auknum
rannsóknum á orsökum þeirra.
Verulegur stuðningur hefur verið
veittur af þessum fjármunum við
súgþurrkun hjá bændum, en einn-
ig til að styðja uppbyggingu fóður-
iðnaðar, sem væntanlega á bjarta
framtíð í landinu.
Á þessu ári hafa verið veitt nær
80 ný loðdýraleyfi til refaræktar
og má ætla að fjárfestingarkostn-
aður í mannvirkjum á þeim búum
verði ekki undir 15 millj. kr. Varið
er fé úr Stofnlánadeild landbúnað-
arins og af hagræðingarfé jarð-
ræktarlaga til að styðja þá upp-
byggingu. Telja verður að loðdýra-
ræktin gefi góðar vonir og er
sjálfsagt að meta framtíðarmögu-
leika hennar af nokkurri bjartsýni
en umfram allt raunsæi. Ríkis-
stjórnin hefur samþykkt að beita
sér fyrir því að starfsskilyrði til
loðdýraræktar verði bætt, þannig
að lagaheimildar verði aflaö til
þess að undanþiggja eða endur-
greiða aðflutnings- og sölugjöld,
sem leggjast á þessa framleiðslu-
grein, þannig að um sambærileg
starfsskilyrði verði að ræða og í
útflutningsiðnaði. Samskonar
samþykktir hafa verið gerðar í
ríkisstjórninni, að því er varðar
fyrirtæki sem starfa að fóðuriðn-
aði.
Afkoma refabúanna lítur yfir-
leitt vel út hjá bændum, enda
njóta þeir þess að geta selt lífdýr
innanlands á háu verði. Verð á
refaskinnum er hátt, en talið er að
mjög mikil aukning verði í þeirri
framleiðslu, sem þá muni jafn-
framt fylgja að verðið lækki. Þessi
atriði er sjálfsagt að hafa í huga,
þegar rætt er um þessa búgrein.
Engin ástæða er þó til að ætla, að
við íslendingar getum ekki staðið
okkur til jafns við aðra í þessari
framleiðslu.
Minkabúum hefur lítið fjölgað
síðustu árin vegna þess að veiki,
svokölluð plasmacytosis, herjar á
þrjú stærstu minkabúin. Samband
loðdýraræktarmanna hefur óskað
eftir því að leitast verði við að út-
rýma þessum sjúkdómi. Er nú ráð
gert fyrir að leyfa nauðsynlegan
innflutning á minkum frá Dan-
mörku, að uppfylltum vissum skil-
yrðum, þannig að unnt verði að
skipta um stofn á einu minkabú-
inu, þ.e. á Sauðárkróki, og flytja
inn dýr á 2—3 ný minkabú, þ.á m.
að Hólum í Hjaltadal, til þess að
stofna þar kennslubú í loðdýra-
rækt við skólann. Nauðsynlegt er
að slík bú rísi við báða bændaskól-
ana. Erfitt mun vera að fullyrða
að það takist að tryggja að við
fáum alheilbrigðan stofn og verða
innflytjendur að verða við því
búnir, að ef veiki gýs upp í hinum
nýja stofni, þá verði að farga hon-
um.
Á þessu ári var skipuð nefnd til
þess að gera tillögur um skipulega
uppbyggingu fóðurstöðva fyrir
loðdýraræktina og eftir því skipu-
lagi verði síðan unnið við veitingu
leyfa til nýrra loðdýrabúa.
Við veitingu á nýjum leyfum til
refaræktar, sem á þessu ári hafa
verið veitt eins mörg og kostur er,
með tilliti til möguleika á að fá
lífdýr innanlands, hafa leyfin ver-
ið veitt nokkuð svæðisbundið, þótt
nauðsynlegt sé að gefa kost á
verulegri dreifingu til þess að
bændur kynnist þessari fram-
leiðslugrein i ýmsum héruðum.
Þeir bændur hafa verið látnir
ganga fyrir, sem geta notað hús
sem fyrir eru á jörðinni fyrir
þessa starfsemi. Það hvorttveggja
dregur úr framkvæmdakostnaði
og hamlar gegn því að bygg-
ingarnar séu notaðar til annarrar
framleiðslu. Á þessu ári hefur ver-
ið tekið frá sérstakt fé til þess að
greiða fyrir auknum sérfræði-
legum leiðbeiningum um loðdýra-
rækt og kemur það í hlut Búnað-
arfélags Islands að ráðstafa því fé.
Afkoma bænda
Ekki liggja fyrir upplýsingar
um afkomu bænda á síðasta ári.
Talið er að hún sé misjöfn. Veru-
legur þorri bænda hefur góðar
tekur og trausta afkomu, en ein-
staka bændur eru taldir eiga í
miklum fjárhagslegum erfiðleik-
um. Víst er að hin óvenjulegu erf-
iðu ár, 1979 og 1981, hafa haft
mikil áhrif á afkomu bænda.
Einnig er víst að sú raunvaxta- og
hávaxtastefna, sem fylgt hefur
verið síðustu árin, hefur haft mik-
il áhrif í þá átt að auka mun á
afkomu einstakra bænda.
Talið er að vanskil við Stofn-
lánadeild landbúnaðarins hafi
ekki aukist. Þó eru einstaka bænd-
ur í erfiðleikum vegna vanskila við
deildina. Ég hef óskað eftir því við
Árna Jónasson og Sveinbjörn
Dagfinnsson, að þeir taki aðstæð-
ur þessara bænda til athugunar og
skili um það áliti, hvort rétt sé að
leysa þeirra mál með fjárhags-
legri fyrirgreiðslu.
Eftir viðræður við ríkisskatt-
stjóra er ekki fyrirstaða á því að
fá nauðsynleg gögn til að gera sér
grein fyrir fjárhagsstöðu bænda í
víðari skilningi. Ég tel rétt að vísa
því til þessa fundar, hvort og að
hve miklu leyti hann telur nauð-
synlegt að slík athugun sé gerð.
í tíð núverandi ríkisstjórnar
hefur g« ngið greiðlega að fá stað-
Listaverkasýning Dana og Islendinga á Kjarvalsstöðum
í Reykjavík árið 1982, á verkum Alberts Thorvaldsens
- eftir Sigurjón
Sigurðsson
Þessi sýning á höggmyndalista-
verkum Alberts Thorvaldsens á
Kjarvalsstöðum er í mjög smáum
stíl og ber ekki þann árangur, sem
menn höfðu af henni vænst, vegna
uppsetningarinnar, myndavals og
ytra prjáls og þess að lítið er þarna
af hinum stærri og meiri verkum
Thorvaldsens, auðvitað eru þarna
mörg mjög falleg og athyglisverð
verk.
En í heild er listsýningin hvorki
fugl né fiskur vegna ósamræmis og
prjáls, og er einna mest haft við
hattkúf, úr og klukku, sem Danir
gáfu Albert þegar hann flutti sig
frá Ítalíu til Danmerkur.
Árangurinn af sýningunni hefði
sýnilega orðið meiri, ef listaverkin
hefðu verið látlaust sett upp og
fengið að njóta sín í opnum sal, þar
sem sleppt væri öllu skaðlegu tildri
og innrömmun.
En Danir eru alltaf að reyna að
fylla upp í tómarúmið í huga sér í
sambandi við þá feðga Gottskálk og
Albert með umbúðalegum ytri
áhrifum.
Þessu hafa þeir haldið áfram til
dagsins í dag, í stað þess að reyna
að hafa það, sem sannara reynist.
Ég held að mönnum komi yfir-
leitt saman um, að Albert og
Gottskálk hafi verið mjög vamm-
lausir og trúaðir menn, sem helg-
uðu listinni öll markmið sín hjart-
anlega lausir við græðgi og ágirnd,
sem braut í bága við mannlegt
menningarlíf og samhjálp.
Þess vegna finnst mönnum hér
heima á Islandi, fæðingarstað Al-
berts, að Danir og handbendi þeirra
hér ættu að hætta langvinnum að-
gerðum sínum í að ófrægja þá ís-
lenzku feðga, sem hér eiga hlut að
máli. Umsögn Dana, sem upp er
tekin í sýningarskrá um feðgana
Albert og Gottskálk Thorvaldsen,
er nánast ein rökleysa og útúrsnún-
ingur frá upphafi til enda.
Sérstaklega er grein Kristjáns
Eldjárns gagnrýnisverð.
Kristján Eldjárn segir: „En nú
hefur það gerst að Albert Thor-
valdsen hefur hætt við að senda
þennan skírnarfont eins og hann
hafði ákveðið. Þess í stað hefur
hann selt norskum kaupmanni og
það án þess að áletrunin til íslands
væri máð af honum."
Finnst Kristjáni Eldjárn virki-
lega þetta svo líkleg saga, að hún
eigi erindi í sýningarskrá fyrir
höggmyndalist á íslandi á því herr-
ans ári 1982?
Þegar þetta á að hafa skeð, er
Albert Thorvaldsen á hátindi
frægðar sinnar, virtur listamaður,
sem ekki skortir fé, heldur þvert á
móti er hann stórauðugur. Albert
meitlar með eigin hendi skírnar-
sáttmála sinn á skírnarfontinn,
sem hann gefur föðurlandi sínu og
fæðingarsveit.
Þessi áletrun Alberts á skírnar-
fontinn talar sínu máli og ætti ekki
að hvarfla að neinum að misskilja
hana og allra síst Kristjáni Eld-
járn.
J.M. Thiele segir þannig orðrétt
Bladburðarfólk
óskast!
Upplýsingar
í síma
35408
orðuutilabib
Austurbær
Laugavegur neöri
Skólavöröustígur
Hverfisgata 63—120
Grænahlíð
Fellsmúli 2—26 (jafna talan)
Fellsmúli 5—19 (staka talan)
Flókagata 1—51
Úthverfi
Síðumúli
Drekavogur
Karfavogur
Kópavogur
Lundarbrekka
FossvogurI
Efstaland
Dalaland
Ríkisstarfsmenn
í BSRB
Utankjörstaöa atkvæöa-
greiöslan um aöalkjara-
samninginn er á skrifstof-
unni, Grettisgötu 89, á skrif-
stofutíma til föstudagsins
17. september.
Yfirkjörstjórn.