Morgunblaðið - 11.09.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
33
Jón L. varð efstur á Núpi
Skák
Margeir Pétursson
Jón L Arnason sigraði með yfir-
burðum á helgarskákmóti á Núpi i
Dýrafirdi sem fram fór um síðustu
helgi. Þátttakendur á mótinu voru
rúmlega þrjátíu talsins, þ.á m.
margir af sterkustu skákmönnum
landsins. Þetta er sextánda heild-
arskákmótið sem Tímaritið Skák
gengst fyrir, að þessu sinni var það
haldið í samvinnu við Skáksam-
band íslands, Skáksamband Vest-
fjarða og auðvitað heimamenn í
Dýrafirði.
Framan af mótinu stóð ungur
Isfirðingur, Guðmundur Gísla-
son, uppi í hárinu á Jóni með því
að vinna fjórar fyrstu skákirnar.
En þá fór mótstaðan að verða
þyngri, þar sem teflt var eftir
Monrad-kerfi, og Guðmundur
hlaut aðeins hálfan vinning úr
þremur síðustu skákum sínum.
Helgi Ólafsson sem fram að
þessu hefur unnið flest helgar-
mót var fjarri sínu besta að
þessu sinni og fékk ekki einu
sinni að spreyta sig gegn sigur-
vegaranum. Röð efstu manna
varð þessi:
1. Jón L. Árnason 6V4 v. af 7
mögulegum, 2.-4. Jóhann
Hjartarson, Jónas P. Erlingsson
og Dan Hansson 5'/2 v., 5. Helgi
Ólafsson 5 v.
Neðar komu síðan kappar á
borð við Sævar Bjarnason, Ben-
óný Benediktsson, Júiíus Frið-
jónsson og margir fleiri þekktir
skákmenn af Stór-Reykjavík-
ursvæðinu.
Sem fyrr segir tefldi Jón L. af
miklu öryggi og lét aðeins eitt
jafntefli af hendi, það var gegn
Dan Hanssyni í síðustu umferð,
en Dan hafði áður lagt Helga að
velli. Dan er Svíi, en hefur verið
búsettur hér á landi í tvö ár og
er nú orðinn fastagestur á helg-
armótunum. Árangur Jónasar P.
Erlingssonar kom á óvart, en
hann hefur lítið teflt undanfarin
ár. Hann tefldi af sinni fornu
festu og öryggi og tapaði engri
skák.
Hvítt: Jón L Árnason
Svart: Júlíus Friðjónsson
Skandinavisk vörn
1. e4 — d5, 2. exd5 — Rf6
Þessi leikur er nú orðinn mjög
sjaldséður, en aftur á móti hefur
gamla framhaldið 2. — Dxd5, 3.
Rc3 — Da5 verið endurreist ný-
lega.
3. c4 — c6, 4. Da4 — Bd7, 5. Db3
— Dc7, 6. Rc3 — cxd5, 7. cxd5 —
g6, 8. Bc4 — Bg7, 9. Rge2
9. d6 - Dxd6, 10. Bxf7+ (10.
Dxb7 - 0-0, 11. Dxa8 - Bc6, 12.
Dxa7 - Bxg2) - Kf8,11. Bc4 -
Rc6 er varhugavert fyrir hvít,
því svartur hótar bæði 12. — Ra5
og 12. — Rd4.
— Ra6, 10. d3 — 0-0, 11. Bf4 —
Dc8, 12. Hcl — Rc5, 13. Da3 —
Bf5, 14. Rb5 — Rh5, 15. Be3 — b6,
16. d6
Hvítur hefur náð yfirburða-
stöðu, ef nú 16. — exd6, þá 17. b4
— Re6, 18. Rxd6. Júlíus afræður
því að láta skiptamun af hendi.
— a6, 17. Rc7 — exd6, 18. Rxa8 —
Dxa8, 19. 0-0 — b5, 20. d4 — dxc4,
21. dxc5 — Hb8!
Eftir misheppnaða byrjun
hefur svartur náð hættulegum
AUGLÝSINGASÍMINN ER: .
22410
IMorpunlilahih!
gagnfærum. Lítum á nokkra
möeuleika:
1) 22. Hxc4? - Bxb2, 23. Da4 -
Bd3, 2) 22. Rd4? - Bxd4, 23.
Bxd4 - Rf4, 3) 22. Bd4 - Bd3!,
23. Bxg7 - Bxe2, 24. Hel -
Kxg7, 25. Hxe2 — Rf4 og báðir
hvítu hrókarnir falla. Jón ákveð-
ur því réttilega að skila skipta-
muninum til baka.
22. cxd6! — Bxb2, 23. Da5 — Bd3,
24. Rc3 — Dc6?
Tapleikurinn, því nú kemst
hvítur út í unnið endatafl. Betra
var því 24. — Bxfl, 25. Hxfl, þó
hvítur standi betur.
25. Dc7! — Hc8
Svartur er einnig í miklum
erfiðleikum eftir 25. — Dxc7, 26.
dxc7 - Hc8, 27. Rd5.
26. Dxc6 — Hxc6, 27. d7 — Hd6,
28. Hbl! — Bxbl, 29. Hxbl —
Bxc3, 30. Hb8+ — Kg7, 31. d8-D
- Hxd8, 32. Hxd8 — Bb4, 33. Hc8
og svartur gafst upp.
Selfoss - Lóð
Til sölu 750 fm eignarlóö á góöum staö á Selfossi. Upplýsingar í síma
99-2255.
HTH irmréttingar
eru ódýrar og vandadar
1. HAGSTÆTT VERÐ
Nýleg verðkönnun sýnir
að okkar verð er allt að 30%
lægra en sambærilegar
innréttingar frá okkar
keppinautum.
2. GÆÐAVIÐUR-
KENNINGAR
HTH innréttingamar eru
þær einu hérlendis, sem
hafa hlotið bæði
„VAREFAKTA" og
„MOBELFAKTA" viður-
kenningu.
Það er ákveðin trygging
fyrir viðskiptavini okkar.
3. FULLKOMIN ÞJÓNUSTA
Ef þér óskið, sendum við
fagmenn til að mæla fyrir
innréttingum (á stór-
Reykj avíkur svæðinu)
gemm síðan tilboð ykkur
að kostnaðarlausu og án
skuldbindingar.
Við emm einnig með fagmenn
á okkar snæmm til að annast
uppsetningar fyrir
viðskiptavini okkar.
W-f-
AMtthgMtf
A
i;;
Innréttingahúsið
Opid í dag kl. 10—4.
HTH ELDHÚS, BAÐ OG FATASKÁPAR
Innréttingahúsið
Háteigsvegi 3. Sími 27344.