Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 34
34
MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
+
Móöir okkar,
STEINUNN M. JÓNSDÓTTIR,
Víkurbakka 26,
lést í Landspítalanum 9. þ.m.
Bragi Freymóöaaon,
Árdís J. Freymóðsdóttir,
Fríóa Freymóösdóttir.
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
PÁLMAR ÍSÓLFSSON,
hljóöfasrasmiöur,
lést í Borgarspítalanum 26. ágúst.
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn,
OUDJÓN HALLGRlMSSON
frá Maróarnúpi,
andaöist i Héraöshælinu Blönduósi 8. september.
Rósa fvarsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi,
JAKOB MAGNÚSSON,
húsgagnasmíöameistari,
Hringbraut 99, Reykjavik,
lést í Landspítalanum 4. september.
Guðveig Magnúsdóttir,
Hulda Sergent, Artenis Sergent,
Hrafnhildur Jakobsdóttir, Magnús Ólafsson,
Bragi Jakobsson, Sígurbjörg Nielsen,
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og jarö-
arför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og lang-
ömmu okkar,
VERNUJÓHANNSDÓTTUR,
Faxaskjóli 18.
Halldór Auóunsson,
Ingileif M. Halldórsdóttir, Reynir Ólafsson,
Jóhann Páll Halldórsson,
Friöfinnur Halldórsson, Bjarney A. Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu,
GUÐBJARGAR PÁLSDÓTTUR,
Hrauntungu 105, Kópavogi.
Hulda Böövarsdóttir, Höróur W. Vilhjálmsson,
Bjarni Ólafsson, Jónína Kristjánsdóttir,
Guómundur Ólafsson, Guörún Ingvarsdóttir,
Sigríöur Ólafsdóttir, Jón A. Pálsson,
Katrín Ólafsdóttir, Stefán Jónsson,
Guðmunda Ólafsdóttir, Guójón Jónsson,
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og jaröarför,
JÚNÍUSAR G. INGVARSSONAR
frá Kálfholti.
Sigurður Ó. Sigurðsson, Guörún Guöjónsdóttir.
+
Viö þökkum af alhug öllum fyrir þá miklu samúö sem okkur hefur
veriö sýnd vegna fráfalls og útfarar,
JÚLÍUSAR PÁLSSONAR,
símvirkjameistara.
Einnig þökkum viö þá miklu virðingu sem hin mörgu félagasamtök
sýndu honum.
Sérstakar þakkir sendum viö læknum og öllu starfsfólki á Reykja-
lundi og deild 4D, Landspítalanum fyrir frábæra hjúkrun og alúö,
sem honum var veitt.
Agnes Kragh,
Hanna Fríöa Kragh, Sveinn S. Jónsson,
Páll Júlíusson,
Guörún Alfonsdóttir, Hans Kragh Júlíusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Aðqlgeir Jónsson
— Olafsfirði
Fæddur 29. ágúst 1925
Dáinn 29. ágúst 1982
Hinn 29. ágúst lést á Ólafsfirði
Aðalgeir Jónsson, vélgæslumaður
hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar.
Aðalgeir var fæddur 29. ágúst
1925. Hann var sonur Ónnu Guð-
varðardóttur, ljósmóður og Jóns
Jónssonar, bónda á Auðnum við
Ólafsfjörð. Eiginkona Aðalgeirs er
Petra Gísladóttir frá Hóli í sömu
sveit. Þau hjón hafa eignast fjögur
mannvænleg börn. Þau eru: Anna
Linda, hárgreiðslumeistari, Hild-
ur Bryndís, hjúkrunarfræðingur,
Erla, húsmóðir á Ólafsfirði og
Vignir, sem enn er í foreldrahús-
um.
Kynni okkar við þessa ágætu
fjölskyldu hófust fyrir aðeins
fimm árum er sonur okkar gekk
að eiga Önnu Lindu, elstu dóttur
Aðalgeirs og Petru. Þann sól-
bjarta sumardag ríkti gleði og
hamingja á heimili þeirra og lang-
ar okkur til að flytja hér fáein
kveðjuorð með þakklæti fyrir
þessi góðu kynni. Það sem við urð-
um strax vör við í fari Aðalgeirs
var að undir gáska hans leyndist
mikil og sterk trú og einnig alvara
en hann var ekki maður sem flík-
aði tilfinningum sínum.
Heimsóknir okkar til hjónanna
Aðalgeirs og Petru urðu fleiri og
alltaf var okkur jafn vel tekið og
margt sérstætt urðum við vör við í
framkomu Aðalgeirs, sérstaklega
góðvild hans gagnvart börnum.
Eitt sinn er við vorum stödd þar,
komu tveir litlir bræður labbandi
yfir götuna að heilsa upp á hann.
Röbbuðu þeir þrír saman dálitla
stund eins og þeir væru jafnaldr-
ar. Þetta samtal sem við urðum
hiustendur að, sýndi á svo ein-
staklega auðsæjan hátt mannkosti
Aðalgeirs.
Kallið kom snöggt og alltof
fljótt, finnst öllum, en eitt erum
við viss um, það erfiðasta sem
fyrir hann hefði komið hefði verið
að verða heilsulaus og byrði ann-
arra. Við vitum einnig að hann
hefði ekki viljað láta hlaða á sig
lofi, hvorki lifandi eða látinn. Þess
vegna þökkum við fyrir þær góðu
stundir sem við áttum öll saman
og biðjum Guð að blessa minningu
góðs vinar.
Við vottum ástvinum hans öll-
um okkar dýpstu samúð og viljum
að lokum hugsa okkur hans
kveðjuorð til eiginkonu sinnar
með erindi úr kvæði eftir sr. Tóm-
as Hallgrímsson, Stærra Árskógi:
(■leymdu mér ei, þá nár ég kaldur hvíli
og hjartaé brostid ró um eilífó fær,
gleymdu mér ei þá grafar dimmu á býli
jfr*r fagurt blóm, er móti uólu hl*r.
I*ú uérd mig ei, ég svíf á vængjum anda
ég sé þig Ijúfa, og hjá þér mun ég standa
og helg þá nóttin hvild þér lér,
ég hvísla í draumi aó þér:
(íleymdu mér ei.
Hafi hann þökk fyrir allt.
Hrafnhildur og Sæmundur.
Margrét Oddný
Eujólfsdóttir
Fædd 28. júní
Dáin 31. ágúst
Látin er elskuleg amma okkar,
Margrét Eyjólfsdóttir, Stíghúsi á
Eyrarbakka. Hún verður jarðsett í
dag.
Hún fæddist á Álftanesi í
Bessastaðahreppi. Foreldrar
hennar voru þau hjónin Sólveig
Hjálmarsdóttir og Eyjólfur Is-
aksson.
Ung að aldri fluttist hún í
Skagafjörð og ólst þar upp.
Hún bjó iengst af með manni
sínum, Páli Jónassyni, í Stíghúsi á
Eyrarbakka.
Hún eignaðist tvö börn, Guð-
rúnu, sem er gift Sveini Kaaber og
Sigurð, sem nú er látinn og var
kvæntur Margréti Friðbjarnar-
dóttur.
luriiui Már var sem
hennar þriðja barn, alinn upp með
ástúð og umhyggju hjá ömmu og
afa í Stíghúsi.
Við barnabörnin minnumst
ömmu okkar með hlýjum huga og
söknuði.
Við þökkum henni margar
ánægjustundir. Henni þótti vænt
um barnabörnin sín og sýndi þeim
blíðu og umönnun.
Alltaf fylgdi því eftirvænting
þegar von var á ömmu í heimsókn
eða þegar til stóð að heimsækja
hana á Eyrarbakka.
Það var hennar yndi að gefa
gjafir og gleðja aðra.
Við okkur börnin var hún
rausnarieg og gestrisin.
Það var gaman að dvelja hjá
ömmu í Stíghusi. Hún var iðjusöm
og ótal sokka, vettlinga og trefla
prjónaði hún handa okkur og hún
saumaði dúka, myndir, kodda og
m.fl. Það var hennar yndi að búa
til gjafir handa öðrum.
Þegar við nú lítum um öxl, get-
um við með skilningi og barnsleg-
um söknuði kvatt ömmu okkar.
sem alltaf var svo einlæg og góð.
Páli afa eru færðar innilegar
samúðarkveðjur á þessari skilnað-
arstundu.
Hvíli hún í friði. Blessuð sé
minning hennar.
Barnabörnin
Kristjana Einars■
dóttir - Minning
Fædd 25. október 1894
Dáin 30. ágúst 1982
Elli þú ert ekki þung
anda guói kaerum.
Wfur sál er ávallt unn
undir silfurhærum.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Aðfaranótt 30. ágúst síðastlið-
inn lést vinkona okkar Kristjana
Einarsdóttir frá Ólafsvík. Góð
kona er gengin. Með fátæklegum
orðum langar okkur nú til að
minnast hennar. Kynni okkar hóf-
ust fyrst fyrir 4 árum og ekki leið
á löngu þar til mikill vinskapur
tókst með okkur, þrátt fyir yfir 60
ára aldursmun. Hjá Sjönu, en svo
var hún ávallt kölluð, var ekkert
sem hét kynslóðabil, hún var ung í
anda, hress og kát og sá alltaf
björtu hliðarnar á málunum. Þær
voru ófáar stundirnar sem hún
dvaldi hjá okkur. Mikið var skraf-
að í eldhúsinu yfir kaffibolla og
prjónum. Hún hafði þann einstaka
hæfileika að smita aðra með sinni
léttu lund svo öllum leið vel í ná-
vist hennar. Fyrir þessar sam-
verustundir sem við fengum að
eiga með henni erum við nú þakk-
lát. Heiðarleiki, snyrtimennska,
traust og trú voru einkenni henn-
ar ásamt einlægni og elsku.
Sjana var vel hagmælt og urðu
margar góðar vísur til þegar hún
dvaldi hjá okkur. Hún var mikil
+
Alúöar þakkir faerum viö öllum þeim fjölmörgu víðsvegar aö af
landinu, sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jaröarför,
ÆGIS ÁRMANNSSONAR,
Hlíöargötu 22, Neakaupsataö.
Hallbera Hallsdóttir,
syatkini og aörir vandamenn.
hannyrðakona og sannkölluð lista-
kona á því sviði. Eru það margar
litlar hendur sem útprjónuðu
vettlingarnir hennar hafa yljað
um dagana.
En Sjana fékk svo sannarlega
að kynnast því að lífið er ekki ein
gleðiganga, en þá komu hinir
stórkostlegu mannkostir hennar
og dugnaður best í ljós, þótt syrti í
álinn skal sótt á brattann og lífinu
skal haldið áfram. Hún vann fyrir
heimilinu sínu sem kennslukona í
Ólafsvík auk fiskvinnu þar. Á síð-
astliðnu ári átti hún við mikla
vanheilsu að stríða. Vágestur var
á ferð sem læknavísindin unnu
ekki á. Oft lá hún langar sjúkra-
húslegur milli þess sem hún fékk
heimferðarleyfi.
Mjög var af henni dregið undir
það síðasta en trúin á líf að þessu
loknu og fundina við ástvinina
látnu styrkti hana.
Hún var yndisleg manneskja
sem kvaddi sátt við allt og alla og
skuldlaus við þennan heim. Nú að
leiðarlokum viljum við þakka
henni fyrir það sem hún var
okkur.
Blessuð sé minning góðrar konu.
Fríða og Þórir.