Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
37
félk í
fréttum
Heimili Keith Richard
brann til kaldra kola
+ Gítarleikara hljómsveitarinnar Rolling Stones brá heldur betur í brún er hann sneri til síns heima
fyrir skömmu. Eldur haföi komiö upp í 500 ára gömlu bóndabýli hans í annaö skipti á níu árum og var
aökoman heldur Ijót.
Keith var aö heiman er eldurinn braust út á fimmtudag í síöustu viku, en lífvöröur hans, Grikki
nokkur er var í húsinu, slapp ómeiddur úr brunanum þrátt fyrir aö hafa veriö í fasta svefni.
Paul Newman
og salatsósan...
+ Leikarinn heimskunni Paul
Newman hefur fundiö ráö til aö
drýgja tekjur sínar. Hann fram-
leiðir salatsósur.
I augnablikinu er hann upptek-
inn viö að koma framleiðslunni á
markað, en upphaflega var þetta
eins konar fikt í eldhúsinu til aö
gera matinn á hans eigin diski
ögn lystugri. Síðan spurðist út aö
hann væri liötækur í sósugerö og
hann tók upp á þeim sið aö færa
vinum og kunningjum skammt er
hann mætti í heimsókn ... og nú
er sósan komin á markaö í
nokkrum ríkjum þar vestra og
mun smakkast hið besta.
Paul Newman vonast til að afla
sem mestra tekna af þessari
uppfinningu sinni, en allur ágóöi
mun renna til góögeröarstarf-
semi. Sonur hans lést af of stór-
um skammti af heróíni — og
stærsti skerfurinn af ágóöa sal-
atsósunnar mun renna til hjálpar
eiturlyfjasjúklingum.
Cliff Richard
í Kaupmanna-
höfn
+ Cliff Richard er þessa dagana í
stuttri heimsókn í Kaupmanna-
höfn hjá frændum okkar Dönum,
þar sem hann verður m.a. gestur
Eddie Skoller í sjónvarpsþætti
hans „Rundt om Skoller".
Cliff er nú oröinn 42 ára gam-
all, þó ekki sé hægt aö ráöa þann
aldur af útliti hans, og er búinn
aö vera í sviösljósinu i 23 ár.
Hann er ekkert á því aö fara aö
leggja upp laupana á því sviöi og
mun í Danmörku kynna nýút-
komna hljómplötu sína „Now you
see me, now you don’t", en hún
hefur nú þegar selst þar í stóru
upplagi.
COSPER
okkur.
Flórída
Fariö á eigin vegum til St. Pete.
Heimilislegt og tandurhreint mótel, vel staösett. Þiö
eruö sótt og keyrð á flugvöll í Tampa.
Lítil íbúð $125 á viku eöa $25 á dag. Stór íbúö $145 á
viku eöa $30 á dag.
Veröiö er fyrir tvo í íbúö, baö og sjónvarp í öllum
íbúöum, hringið beint.
Sun Dial Motel,
Sími 813-360-0120.
í Dansstúdíó er áherslan eingöngu lögö á
hreinan jassballett eins og hann gerist bestur
í heiminum í dag. Þar er boðið upp á 12 vikna
byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir alla aldurs-
hópa frá 7 ára aldri, jafnt konur sem karla.
Innritun:
Reykjavík: Alla virka daga kl. 10-12 og 13-17
í síma 78470.
Akranes: Alla virka daga kl. 9-17 í síma 1986.
Námskeið hefjast 20. september.
Skírteini verða afhent laugardaginn
18. september í kennsluhúsnæðinu að
Brautarholti 6.
í jassballett haldast hollustan og skemmtunin
í hendur.