Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
Ásgeir í liði vikunnar
• DIE MANNSCHAFT DES TAGES
Immtl
(Dortmund)
Httnmrbachmr
(Köln)
Mohr
(Berlin)
Rummenlgge
(Munchen)
lakobt Hannet Brlegel
(Hamburg) (Gladbach) (K'lautern)
Matthttu* (2) SlgurvlnMon
(Gladbach) (stuttgort)
Klllmaler Slx
(Berlin) (Stuttgort)
— ÁSGEIR er meira virði fyrir lió Stuttgart heldur en Hansi Miiller var,
sagði knattspyrnumaður V-Þýskalands á síðasta ári Karl Heinz Förster í
viðtali við vestur-þýsk dagblöð. Ásgeir hefur gerbreytt liði Stuttgart, og vekur
mikla athygli ytra. Hann var í síðustu viku valinn í lið vikunnar. Á myndinni
hér til hliðar má sjá hvar Ásgeir fagnar marki sínu í leiknum gegn Werder
Bremen. í sunnudagsblaði Morgunblaðsias er viðtal við Ásgeir og greint frá
liði hans Stuttgart. — ÞR.
• lldo Beyer hinn sterki varði Evrópumeistaratitil sinn frá því í Prag.
Yfirburðir
Udo Beyers
UDO Beyer Austur-Þýzkalandi,
Ólympíu- og Evrópumeistari, varði
Evrópumeistaratitil sinn í kúluvarpi
glæsilega í Aþenu í gær. Beyer var í
algjörum sérflokki, varpaði 21,50
metra. Austurblokkin var einráð í
úrslitum kúluvarpsins, sex fyrstu
menn frá Austur-Evrópu:
Udo Beyer A-Þýzk. 21,50
Janis Bojars, Rússl. 20,81
Remigius Marchura, Tékksl. 20,59
Vladimir Milic, Júg. 20,52
Matthias Schmidt, A-Þýzk. 20,51
Peter Block, A-Þýzkal. 20,49
Ef brugðið er á talnaleik má sjá,
að Óskar Jakobsson ÍR hefði orðið í
þriðja sæti með sinn bezta árangur í
ár, og íslandsmet Hreins Halldórs-
sonar hefði dugað í annað sætið.
Óraunhæfar fullyrðingar, en sýnir
hversu góðir Hreinn og Óskar eru.
— ágás.
Strachan áfram hjá Aberdeen
GORDON Strachan, sá er vakti
hvað mestu athyglina í frísku
HM-landsliði Skotlands á Spáni í
sumar, hefur framlengt samning
sinn við skoska félagið Aberdeen.
Eftir HM, höfðu mörg lið áhuga á að
fá Strachan til liðs við sig og sann-
arlega benti allt til þess að hann
myndi hverfa frá félaginu er hann
óskaði sjálfur eftir því að vera settur
á sölulista.
Sem fyrr segir höfðu mörg félög
samband við Aberdeen og stórgóð
tilboð komu frá Lundúnafélögun-
um Arsenal og Tottenham. For-
ráðamenn Aberdeen vildu hins
vegar fyrir alla muni halda í
stjörnu sína, buðu henni nýjan og
betri samning og varð það ofan á,
að Strachan tók tilboðinu og verð-
ur því um kyrrt hjá Aberdeen í
bili að minnsta kosti.
NEUER MANN, NEUER VfB: Aageir Sigurvínsson fiihrt die Stuttgarter zu ungeahnten Höhenflú\
Die Bremer Burdentki (links) und Sidka jedenfalls sind schlichtweg platt Photo: Rauchenstei
Jóhann Ingi Gunnarsson:
„Mikil reynsla því samfara
að starfa hér sem þjálfari"
— Mér líkar stórvel að starfa
sem handknattleiksþjálfari hér í
V-Þýskalandi, og á þessu öðlast
maður mikla reynslu. En það er líka
mikil vinna í sambandi við þetta og
oft er þetta mjög erfitt. Það er stór-
kostlegt að fá tækifæri til þess að
reyna þetta, sagði Jóhann Ingi
Gunnarsson, handknattleiksþjálfari
er Mbl. innti hann eftir gangi mála
hjá honum. En Jóhann þjálfar
v-þýska liðið THW-Kiel.
— Þetta er nú ekkert stórkost-
legt lið sem ég þjálfa hér. Það
væri svona í betri helmingnum ef
miðað er við 1. deildar liðin heima
á Islandi. Það er einn mjög góður
leikmaður í liðinu, Pólverjinn
Panas, en hann er sá eini sem
skarar fram úr.
— í fyrsta leik okkar hér í
deildinni gekk okkur vel en vorum
mjög óheppnir að ganga ekki með
sigur af hólmi. Við gerðum jafn-
tefli á heimavelli við hið sterka lið
TV-Grosswallstadt. Eða öllu held-
ur þeir náðu jafntefli við okkur.
Við vorum yfir í hálfleik 10—6 og
leiddum leikinn allan tímann en á
síðustu sekúndum leiksins tókst
þeim að jafna og úrslitin urðu
17—17. Það var gífurleg stemmn-
ing hér á heimavelli okkar og var
húsfyllir í höllinni, 6.500 áhorf-
endur. Hér eru allar aðstæður til
þjálfunar fyrsta flokks og því
gaman að starfa hér. Deildar-
keppnin verður erfið fyrir lið
okkar og við gerum okkur ekki
miklar vonir um að verða ofar-
lega.
Islensku leikmennirnir stóðu sig
vel í leikjum sínum í fyrstu um-
ferðinni. Axel Axelsson skoraði
fimm mörk með Dankersen og lék
vel. Þá stóðu þeir Bjarni Guð-
mundsson og Sigurður Sveinsson
sig vel með Nettelsted. Pólverjinn
Klemptel skoraði 10 mörk með liði
sínu Göppingen gegn Gummers-
bach á útivelli og vakti mikla at-
hygli.
Um helgina leikum við á útivelli
við Göppingen, og verður það erf-
iður róður. Um miðan október er
búið að bjóða Kiel til Kuwait í
keppnisferð. En þá er hlé á deild-
arkeppninni.
• Jóhann Ingi Gunnarason stjórnar liði sínu THW-Kiel í fyrsta leiknum í 1.
deildinni, en þá gerði lið hans jafntefli við Grossvaldstadt á heimavelli
sínum, 17—17.
Jóhann sagði að hann hefði mik-
inn hug á því að fara í fram-
haldsnám í sálarfræði í háskólan-
um í Kiel ef tími gæfist til og jafn-
framt hefði hann fullan hug á því
að fara á þjálfaranámskeið hjá
þýska sambandinu og taka þar
æðstu gráðu í handknattleiks-
þjálfun.
- ÞR.
Þór í 1. deild?
HEIL umferð fer fram í 2. deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu um helg-
ina, sú síðasta. Ráðast þá úrslit í
botnbaráttunni og eins verður útséð
hvort Þór frá Akureyri nælir sér í 2.
sæti deildarinnar eða ekki. Reyndar
hófst 18. umferðin á fimmtudags-
kvöldið með ieik Fylkis og Þróttar
R. Umferðinni lýkur um helgina.
A Akureyri eigast við Þór og
Skallagrímur, á Kaplakrika FH og
Völsungur, í Sandgerði Reynir og
þróttur N., og loks á Vopnafirði
Einherji og Njarðvík. Hart verður
barist til að sleppa við botnsætin,
en það verða tvö af liðunum fimm,
Skallagrímur, Fylkir, Þróttur N.
Einherji og UMFN. Allir leikirnir
hefjast klukkan 14.00. Staðan er
nú þessi:
Þróttur R. 18
Þór Ak. 17
Reynir 17
FH 17
Völsungur 17
Fylkir 18
UMFN 17
Einherji 17
Skallagr. 17
Þróttur N. 17
12 5 1 27-8 29
7 7 3 33-17 21
8 3 6 25-16 19
6 6 5 19-22 18
5 6 6 20-19 16
1 12 5 12-18 14
5 4 8 23-29 14
6 2 9 23-30 14
5 4 8 20-28 14
5 3 9 10-24 13