Morgunblaðið - 11.09.1982, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
43
Síðasta umferöin í 1. deild um helgina:
Hverjir verða meistarar og
hvaða lið falla í 2. deild?
m _ _ _ m m _ _ _ _
Gífurlega tvísýn keppni framundan
SÍDASTA umferðin í 1. deildar
keppninni í knattspyrnu hefst í dag
og lýkur á morgun. Eftir leikina
fjóra sem fram fara í dag verður
útséð hvaða lið falla í 2. deild, en
ekki er víst að úrslit ráðist, hvaöa lið
sigri í keppninni, fyrr en á morgun,
er Víkingur og ÍA eigast við á Laug-
ardalsvellinum. Lítum á leiki um-
ferðarinnar áður en lengra er haldið:
í dag:
ísafjarðarvöllur: ÍBÍ — ÍBK
Kópavogsvöllur: UBK — KA
Laugardalsvöllur: KR — Valur
Vestm.eyjavöllur: ÍBV — Fram
Á morgun:
Laugardalsvöllur: Víkingur — ÍA
Allir leikirnir hefjast klukkan 14.00
nema leikur KR og Vals, hann hefst
klukkan 16.
í dag munu augu flestra beinast
að viðureign ÍBV og Fram. Fram er
í logandi fallhættu og bókstaflega
verður að vinna til að bjarga sér frá
falli, því alls ekki er víst að eitt stig
nægi til bjargar. ÍBV verður einnig
að vinna leikinn, en af allt öðrum
sökum. Kiðið er nefnilega það eina
sem getur enn hindrað Víking í því
að verja titil sinn. Sú von er fólgin í
því að vinna Fram, helst stórt, og
vona síðan að í A vinni Víking, helst
stórt. En þó þurfa engar risatökur
að koma til, því það er markamun-
urinn sem ræður og munurinn á
Heimir Karlsson hefur skorað 10
mörk í 1. deild í sumar.
markatölum liðanna er ekki mikill.
En tapi ÍBV stigi gegn Fram, er
draumurinn líka búinn. Það gæti
því orðið talsvert álag á Víkingi að
ganga til leiks, vitandi að ekkert
annað en sigur dugar.
Þá er það fallbaráttan, en fimm
lið geta enn fallið, helmingurinn af
liðum deildarinnar! KA stendur
áberandi verst að vígi, en það stefn-
ir sannarlega í hörkuleiki, þvi lið
tapar fyrir Fram. Þá getur KR með
sigri gegn Val skotist í 2. sætið, en
það gefur í verðlaun rétt til að leika
í UEFA-keppninni á næsta keppni-
stímabili. Jafntefli nægir KR-ing-
um ekki. Valsmenn, eins og Skaga-
menn, hafa engra hagsmuna að
gæta og mæta því afslappaðir til
leiks. Bæði liðin hafa leikið vel að
undanförnu og eru til alls líkleg.
Litum næst á stöðuna:
þessi leika innbyrðis í dag og skal engu spáð um útkomuna. ÍBI ætti Víkingur 17 7 8 2 25—17 22
að standa vel að vígi á heimavelli ÍBV 17 8 4 5 21 — 16 20
sínum gegn ÍBK, UBK sömuleiðis á KR 17 4 11 2 13—12 19
heimavelli gegn KA. En knatt- Valur 17 6 5 6 18—14 17
spyrnan er óútreiknanleg og erfitt ÍA 17 6 5 6 22—20 17
að spá fyrirfram hvernig álagið ÍBÍ 17 6 4 7 27—29 16
leggst á leikmenn, sbr. leik ÍBÍ og Fram 17 4 7 6 17—21 15
Fram á dögunum. Þá er aðeins UBK 17 5 5 7 16—21 15
ógetið um leik KR og Vals. Sá leikur ÍBK 17 5 5 7 14—19 15
gæti haft þýðingu fyrir KR, ef ÍBV KA 17 4 6 7 16—20 14
Skoglund vinnur gull
SÆNSKA stúlkan Ann-Loui.se Skog-
lund, sem m.a. keppti á Reykjavíkur-
leikunum í frjálsíþróttum í sumar,
varð í gær Evrópumeistari í 400
metra grindahlaupi á nýju Norður-
landameti, 54,58 sek. og var aðeins
3/i« frá heimsmeti Karinar Rossley,
A-Þýzkalandi, sem sett var 1980.
Ann-Louise var um tíma með
bezta heimsárangurinn í grein-
inni, 55,04 sek., en skömmu fyrir
mótið náðu Ellen Fiedler
A-Þýzkalandi og Elena Filipsjana
Rússlandi betri árangri. Fiedler
missti af keppninni vegna meiðsla
og Filipsjana komst ekki á pall,
því í öðru sæti varð önnur a-þýzk
stúlka, Petra Pfaff, á 54,90 sek., og
þriðja franska stúlkan Chantal
Rega á 54,94 sek.
Rega hefur skipt um grein. Hún
hefur um margra ára skeið verið
meðal fremstu 100 og 200 metra
hlaupurum heims. Fyrir mótið
átti Rega fimmta bezta tímann {
Evrópu, 55,28 sek., en Pfaff var
ekki i hópi tíu beztu.
„Heimsmetið? Ja, ég á eftir
mörg ár í íþróttum og við skulum
vona að tíminn vinni með mér,“
sagði Skoglund eftir hlaupið í gær.
Hún er 20 ára og á því framtíðina
fyrir sér. Skoglund er frá
Karlstad, þar sem hún vinnur á
skrifstofu lögreglunnar. Hún er
Hver verður markakóngur?
Sigurlás eða Heimir?
NEMA eitthvað mikið komi til,
stcndur baráttan um markakóngstit-
ilinn milli Heimis Karlssonar hjá
Víkingi og Sigurláss Þorleifssonar
hjá ÍBV. Sigurlás hefur tvívegis áður
verið markakóngur 1. deildar, Heim-
ir Karlsson aldrei, enda er þetta
fyrsta keppnistímabil hans sem
miðherji, lék áður sem tengiliður.
Heimir hefur skorað 10 mörk í
sumar, Sigurlás 9. Þó það segi ekki
nokkurn skapaðan hlut um hvaða
afrek þessir leikmenn kunna að
vinna um helgina, þá er rétt að
geta þess, að Heimir hefur ekki
skorað í fjórum síðustu leikjum
Víkings. Hins vegar hefur Sigur-
lás verið mjög að sækja í sig veðr-
ið eftir frekar rólega byrjun, skor-
aði t.d. bæði mörk ÍBV gegn ÍA
um síðustu helgi, er ÍBV vann
hinn gífurlega mikilvæga
2—1-sigur sinn.
Athyglisverður
Kani til Þórs
1. DEILDAR lið Þórs í körfuknatt-
leik hefur ráðið sér leikmann/þjálf-
ara fyrir upprennandi keppnistíma-
bil og er það að sögn fróðra manna
mikill snillingur. Kappinn heitir
Robert McField og er 1,95 senti-
metrar á hæð, dökkur á hörund.
McField þessi hefur sér það til
frægðar unnið að leika og æfa um
skeið méð sýningarliðinu fræga,
Harlem Globetrotters, en þar
koma aukvisar ekki til álita. Pilt-
urinn er væntanlegur hingað til
lands á föstudaginn og verður
fróðlegt að fylgjast með hvort
eitthvað undur er hér á ferðinni
eða ekki.
a/gg
eini sænski frjálsíþróttamaðurinn
hefur unnið gullverðlaun það sem
af er móti og mjög ótrúlegt er að
þau verði fleiri. Urslitin í hlaup-
inu urðu annars:
1. Ann-Louise Skogl., Svíþj. 54,58
2. Petra Pfaff, A-Þýzkal. 54,90
3. Chantal Rega, Frakkl. 54,94
4. Anna Kastetskaya, Rússl. 55,09
5. Elena Filipsjana, Rússl. 55,09
6. Birgit Uibel, A-Þýzk. 55,70
7. Ekaterina Fesenko, Rússl. 55,86
8. Genowefa Blaszak, Póll. 56,89
Eins og sjá má munar ekki
nema einum metra á annarri og
fimmtu manneskju og keppnin um
verðlaunin því hörð, þótt Skog-
lund hafi verið i sérflokki.
ágás.
• Víkingar auglýsa íslenzkan saltfisk á Evrópubúningi sínum — þeir Heira-
ir Karlsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson i nýja búningnum, en þeir léku sína
fyrstu landsleiki í sumar.
Víkingar mæta Real Sociedad:
„Það kunna að leynast
steinar í perunni“
— segir Ómar Torfason, fyrirliði Víkings
VÍKINGAR mæta spánska liðinu
Real Sociedad í Evrópukeppni meist-
araliða á miðvikudag. Real Sociedad
hafði á að skipa fimm mönnum i
spánska landsliðinu á HM í sumar.
Andstæðingar Víkings eru sterkir.
Félag, sem nær að brjóta á bak aftur
veldi félaga eins og Real Madrid og
Barcelona er enginn aukvisi. Real
Sociedad hefur orðið spánskur
meistari tvö ár í röð. Spánverjarnir
eru bjartsýnir á auðveldan sigur
gegn Víkingi og í spönsku blöðunum
er talað um, að Víkingar verði eins
og pera með sykurhúð fyrir Real
Sociedad.
Mbl. spurði Ómar Torfason,
hvort liðsmenn Víkings yrðu sem
perur með sykurhúð. „Það kunna
að leynast steinar í perunni. Við
erum staðráðnir í að standa okkur
og ef gæfan brosir við okkur, þá
getum við náð góðum úrslitum
gegn Real Sociedad," sagði Ómar
Torfason.
„Reynsluleysi háði okkur mjög
þegar við lékum gegn Bordeaux í
fyrra. Ár er liðið og leikmenn hafa
öðlast dýrmæta reynslu. Við erum
með heilsteyptara lið — leikmenn
eins og Aðalstein Aðalsteinsson,
Heimi Karlsson og Gunnar Gunn-
arsson hafa blómstrað í sumar. Þá
er Stefán Halldórsson orðinn einn
sterkasti miðvörðurinn í 1. deild
og Ögmundur Kristinsson hefur
vaxið mjög í markinu. Við erum
því bjartsýnir," sagði Ómar.
Víkingur mun fyrst íslenzkra
liða auglýsa á Evrópubúningi sín-
um. Þeir munu auglýsa íslenzkan
saltfisk. Svo sem kunnugt er, þá
þykir Spánverjum íslenzkur salt-
fiskur lostæti og því er vel til
fundið að nota tækifærið og aug-
lýsa saltfiskinn okkar.
H.Halls.
A-Þjóðverjar hafa hlotið 10 gull
KEPPT var til úrslita í nokkrum
greinum á Evrópumeistaramótinu í
frjálsíþróttum í Aþenu i gær. Urðu
úrslit þeirra þessi:
Sleggjukast:
1. Yuriy Sedykh, Rússl. 81,66
2. Igor Nikulin, Rússl. 79,44
3. Sergei Litvinov, Rússl. 78,66
4. Ireneusz Golda, Póll. 76,58
5. Harri Huhtala, Finnl. 76,12
6. Detlef Gerstenberg, A-Þýzk. 75,32
7. Roland Steuk, A-Þýzk. 74,76
8. Klaus Ploghaus, V-Þýzk. 74,52
Þrefaldur sigur Rússa, eina
skiptið á mótinu, þar sem öll verð-
launin fara til sama lands. Litv-
inov tók í sumar heimsmetið af
Sedykh, en Ólympíumeistarinn
var þó sterkastur að þessu sinni.
Gamli heimsmethafinn.Karl-
Heinz Riehm, V-Þýzkalandi, er
ekki í baráttunni að þessu sinni,
þótt hann hafi kastað 79,48 á ár-
inu, sem er fimmti bezti árangur í
Evrópu í ár.
Sjöþraut:
1. Ramona Neubert, A-Þýzk. 6,622
2. Sabine Möbius, A-Þýzk. 6,595
3. Sabine Everts, V-Þýzk. 6,420
4. Anke Vater, A-Þýzk. 6,389
5. Nat. Shubenkova, Rússl. 6,361
6. Valent. Dimitrova, Búlg. 6,326
7. Judy Livermore, Bretl. 6,286
Neubert er 150 stigum frá
heimsmetinu, sem hún setti fyrr í
sumar, og sovézka stúlkan Gratch-
eva, sem náði 6,611 stigum fyrir
mótið, er ekki í baráttunni um
verðlaunin. Þetta er í fyrsta skipti
sem keppt er í sjöþraut á EM.
50 km ganga:
1. Reima Salonen, Finnl. 3:55,29
2. Jose Marin, Spáni 3:59,18
3. Bo Gustafsson, Svíþj. 4:01,21
Salonen vinnur fyrsta gull
Finna á mótinu, og sigurvegarinn
í 20 km göngu vinnur silfur. Gust-
afsson leiddi nær alla gönguna, en
varð að slaka á siðustu kílómetr-
ana. Aðeins Marin var í hópi sex
beztu í Evrópu fyrir mótið, en hin-
ir fimm, sem voru frá Rússlandi
og A-Þýzkalandi, klikkuðu að
þessu sinni og voru langt á eftir
fyrstu mönnum.
Þrístökk:
1. Keith Connor, Bretl. 17,29
2. V. Grishchenkov, Rússl. 17,15
3. Bela Bakosi, Ungv. 17,04
4. G. Valyukevich, Rússl. 16,95
5. Alex. Beskrovny, Rússl. 16,82
6. Bedros Bedrosian, Rúm. 16,46
7. Markku Rokala, Finnl. 16,32
8. Roberto Mazzucato.ítal. 16,13
Connor, sem setti Evrópumet í
sumar, 17,57 m., tók forystu í
fyrsta stökki er hann stökk 17,26
metra. Fyrstu sex menn voru í
fyrstu sex sætum á skrá yfir
árangur Evrópubúa fyrir mótið.
Röðunin er þó önnur nú, Grishch-
enkov er í fimmta sæti á skránni
með 17,16 m., Bakosi fjórði með
17,20 m., Valyukevich annar með
17,42 m., Beskrovny þriðji með
17,37 og Bedrosian sjötti með 17,07
m.
Verðlaunin:
Þegar keppt hefur verið í fimm
daga á mótinu hafa Austur-Þjóð-
verjar hlotið 10 gull, sex silfur og
sex bronzverðlaun. Vestur-Þjóð-
verjar eru í öðru sæti með fimm
gull, eitt silfur og tvö bronz, Rúss-
ar þriðju með fjögur gull, átta silf-
ur og sex bronz, Bretar fjórðu með
tvö gull, þrjú silfur en ekkert
bronz. Búlgaría, Spánn, Rúmenía,
Ítalía, Pólland, Finnland, Grikk-
land og Svíþjóð hafa hlotið sitt
gullið hvert, auk silfur- og bronz-
verðlauna. Að auki hefur Frakk-
land, Tékkóslóvakía og Ungverja-
land hlotið silfur- og bronzverð-
laun, en ekkert gull.
Þýzkur sigur í
hindrunarhlaupi
VESTUR-Þjóðverjinn Patriz Ilg varð
Evrópueistari í hindrunarhlaupi í
Aþenu í gær, eftir æðislegt enda-
sprettseinvígi við Pólverjann Bogusl-
aw Maminski. Ilg átti bezta timann í
Evrópu fyrir mótið og Maminski
þriðja bezta, en Austurríkismaður-
inn Wolfgang Konrad, sem átti 2/io
úr sekúndu lakari tíma en Ilg fyrir
mótið, varð fimmti. Bronzverðlaunin
hlaut Spánverjinn Domingo Ramon,
sem ekki var í hópi tíu beztu Evrópu-
búa fyrir hlaupið, en tími hans dugar
í sjötta sætið á Evrópuskránni í ár.
1. Patriz Ilg, V-Þýzk. 8:18,52
2. Boguslaw Maminski,Póll.8:19,22
3. Domingo Ramon.Spáni 8:20,48
4. Hagen Melzer,A-Þýzk. 8:21,33
5. Wolfgang Konrad.Aust. 8:21,95
6. Ilkka Ayravainen.Finnl. 8:24,19
7. Mariano Scartezzini.ítal. 8:24,68
8. Tommy Ekblom.Finnl. 8:27,15
9. Colin Reitz.Bretl. 8:28,87
10. Grahame Fell, Bretl. 8:34,30
Scartezzini og Bretarnir valda
vonbrigðum. Scartezzini hefur
verið einn allra bezti hindrunar-
hlaupari heims undanfarin ár, og
hljóp í fyrra á 8:12,5 mínútum.
Bretarnir höfðu báðir hlaupið
undir 8:20 fyrir mótið, Reitz a.m.k.
tvisvar. Þá vantar í hópinn Frakk-
ann Joseph Mahmoud, sem hljóp
skömmu fyrir mótið á 8:20,54.
ágás.