Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 5

Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 5 Vigdís Finnbogadóttir og Henrik Danaprins ganga að Cooper-Hewitt-safninu í New York íslenzkir áheyrendur yfirgefa Lincoln Center að lokinni opnunarathöfn í New York. á mánudagskvöld. Símamynd / Morfrunblaiið — Ól. K.M. Scandinavia Today: Hver sýningin opnuð á fætur annarri New York, 14. aeptember - frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morpinblaðsina. NORRÆN menning hefur haldið innreið sína i New York. Þrjár sam- sýningar voru opnaðar með pomp og pragt á mánudagskvöld og ein seint á þriðjudag. Haraldur, krónprins Noregs, opnaði listiðnaðarsýninguna Scandinavia Modern 1880 tii 1980 í Cooper-Hewitt-safninu, Bertil, Svía- prins, opnaði grafisk-sýninguna „The Scandinavian View Ecology and Poetry in Nordic Pringmaking“ í National Academy of Design og Henrik, Danaprins, opnaði nútíma- sýninguna „Art Now Contemporary Scandinavia" í Gullenheim-safninu og Per Steinbeck, utanríkisráðherra Finna, opnaði textílsýninguna „The Scandinavian Touch, Contemporary Scandinavian Textile" í Fashion Technology Institute. Samtímis þessum opnunarathöfnum sýndi Public-sjónvarpsstöðin á mánu- dagskvöldið upptöku af „gala“-há- tíðinni i Minneapolis á laugardags- kvöldið. Söfnin, sem hýsa sýningarnar, sem opnaðar voru á mánudag, eru öll nærri hvert öðru og var rauður dreg- ill lagður milli þeirra á 5. tröð, sem gestir gengu eftir á milli safnanna. Sýningin í Cooper-Hewitt-safninu var opnuð fyrst og var allt með mikl- um hátíðarbrag. 40 manna lið hélt siðan eftir dreglinum á næsta safn með forseta Islands, Vigdísi Finn- bogadóttur, Henrik Danaprins og tvo norska fiðluleikara í broddi fylk- ingar. Nokkur mannfjöldi hafði safnast saman til þess að fylgjast með ferðum fyrirfólksins, en margir voru ekki alveg vissir um hver var hver, og heyrðist spurt um drottn- ingu íslands og konung Danmerkur. í akademíunni biðu fleiri gestir. Sýningin var opnuð formlega og haldið var til Guggenheim-safnsins. Þegar allar sýningarnar höfðu verið opnaðar var gestum frjálst að ganga milli safnanna. New York Times segir frá opnun sýninganna í morgun á tízkusíðu blaðsins og er þar stór mynd af Vigdísi forseta og Henrik prins. Dómar um sýningarnar munu vænt- anlega birtast í blaðinu seinna, en svo mörg listaverk frá íslandi hafa aldrei skreytt sýningar í Banda- ríkjunum. Blaðið sagði frá Scandin- avia Today í nokkuð ítarlegri grein fyrir nokkru. Þar segir að menning- arkynningin eigi að sýna og sanna norrænt samstarf, en undirbúningur kynningarinnar hafi ekki endilega gengið eins slétt og fellt fyrir sig og allir vilji nú vera láta. Kristinn Hallsson, fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, var full- trúi íslands í stjórnunarnefnd Norð- urlanda, sem stóð að undirbúningi Scandinavia Today. Hann er nú í Bandaríkjunum í fylgd með mennta- málaráðherra til að vera viðstaddur opnunarhátíðahöldin. Menningar- kynningin varð mun viðameiri en ætlunin var í upphafi, og var fljót- lega leitað samvinnu við utanríkis- ráðuneytið. Tómas Karlsson hefur starfað að undirbúningnum í Reykjavík síðustu mánuði, en Sverr- ir Haukur Gunnlaugsson, sendi- fulltrúi í Washington sá um undir- búning í Bandaríkjunum. Kristinn sagði í samtali í New York í morgun, að stjórnunarnefnd- in hefði strax ákveðið að hafa engin afskipti af hvaða einstök verk yrðu valin til flutnings eða sýningar á Scandinavia Today. Leitað var til samtaka listamanna og þau beðin um að sjá um val á verkum. Fulltrúi frá hverju landi var skipaður í nefnd fyrir hverja sýningu, sem söfnin í Bandaríkjunum sættu sig við. Hann tók textílsýninguna, sem var opnuð á þriðjudag í New York sem dæmi um hvernig staðið var að vali verkanna. Forstjóri National Museum í Stokkhólmi var ábyrgðarmaður sýn- ingarinnar og valdi hann verkin á sýninguna í samráði við Sigríði Jó- hannsdóttur og jafnvel fleiri. Ás- gerður Búadóttir er meðal þeirra Is- lendinga, sem eiga verk á sýningunni og taldi forstjóri sænska þjóðminja- safnsins hana vera einn fremsta veflistamann á Norðurlöndum og veflist á Islandi mjög merkilcga. Samstarfið gekk ekki alltaf jafn vel og sagði Kristinn, að t.d. hefði val tónleika ekki gengið alveg jafn- snuröulaust fyrir sig. Verk eftir Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Kar- ólínu Eiríksdóttur og Þorkel Sigur- björnsson urðu að lokum fyrir val- inu. Manuela Wiesler, flautuleikari, mun ferðast um Bandaríkin í sam- bandi við Scandinavia Today og Karlakórinn Fóstbræður kom fram á opnunarhátíð kynningarinnar í Washington og Minneapolis. -,mc,.MHSTWUWUW \nglNGUH ^TALSVbLU i fikvangi1 ■gStPPHlMtlMAUbUÐA nýbakaðirísiahosm^ta^J SOámþjómista Í19Í2-1982 ff SPARÍSIÓDU R f REYKIAVÍKUR b OGNAGRENNIS VÍKIMGUR RERL SOCIEDSD DE FVTBOL Kröftugur stuöningur þinn er hálfur sigur og þess vegna treystum viö þér og öllum öörum knatt- spyrnuunnendum til þess aö mæta í Laugardalinn í dag og hvetja strákana í baráttunni viö spænsku snillingana Sociedad fra Real Sociedad. fÉSÉI OE UGA 81811WI1IHV\K ^5y|

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.