Morgunblaðið - 15.09.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.09.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarssön. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Rifstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Verslun með horn- stein lýðræðisins Mönnum hefur verið ljóst um nokkurra ára skeið, að þörf sé á því að endurskoða kosningalögin, misvægi atkvæða eftir búsetu er orðið svo mikið að til vandræða horfir. Á undanförnum tíu árum hafa tvær nefndir unnið að því að endurskoða stjórnarskrána, ekki síst í því skyni að jafna atkvæðisréttinn. Fyrri nefndina, sem starfaði undir for- mennsku Hannibals Valdimarssonar, leysti Alþingi frá störf- um vorið 1978 með fremur hryssingslegum hætti og var þá ákveðið að skipa nýja nefnd og ganga þannig frá málum, að hún skilaði tillögum innan ákveðins tíma. Voru tímamörkin ákveðin tvö ár. Nefndin tók til starfa undir forsæti Gunnars Thoroddsens 1. desember 1978 síðan eru liðin tæp fjögur ár og enn er óvíst hvort eða hvenær nefndin skilar áliti. Biðlund almennings eftir því að stjórnmálamennirnir taki af skarið um kosningaréttinn er á þrotum. Til marks um viðhorf hins almenna kjósanda nægir að benda til hinna góðu undirtekta við grein Guðjóns Lárusson- ar, læknis, hér í blaðinu. Fyrir réttum mánuði hvatti hann stjórnmálamennina til að fullnægja kröfunum um jafnan at- kvæðisrétt allra landsmanna. Guðjón sagði meðal annars: „Ef ástæða er til hverju sinni að hygla mönnum vegna kynferðis, ætternis, búsetu, atvinnu, litarháttar o.s.frv. o.s.frv. verður að gera það eins og hefur verið og er gert, með skattaívilnun, styrkjum, hærri launum, lánum, gjöfum og sporslum allskon- ar, sem þingmenn eru sérfræðingar í, en ekki með því að versla með hornstein lýðræðisins." Kosningarétturinn er svo sannarlega hornsteinn lýðræðis- ins. Sá stjórnmálaflokkur sem helst hefur barist fyrir því, að kosningalög á íslandi tryggi jafnræði og að vilji landsmanna endurspeglist sem best á Alþingi er Sjálfstæðisflokkurinn. Auðvelt er að rökstyðja það, að átökunum um kosningaréttinn sem leiddu til breytinga 1932-33, 1942 og 1959 og til var stofn- að af sjálfstæðismönnum hafi öllum lyktað með því að íslandi var betur stjórnað eftir en áður. Vilji kjósenda naut sín við myndun ríkisstjórna og því aðeins bera störf ríkisstjórna árangur í lýðræðisþjóðfélögum, að þær njóti tiltrúar almenn- ings. I öllum tilvikum hefur Framsóknarflokkurinn verið því andvígur, að kosningalögum yrði breytt í réttlætisátt. Það er ef til vill engin tilviljun, að einmitt Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórnum allt síðan 1971 og ekki haft áhuga á að þurrka út núverandi misvægi. I raun hefði verið nauðsyn- legt að breyta kosningalögunum fyrir kosningarnar 1978, síð- an hefur keyrt um þverbak í landsstjórninni. Og nú eru ráð- herrar öllu trausti rúnir, enda var ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsens mynduð þvert á allar pólitískar hefðir. í þingkosningunum í desember 1979 hlutu Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur samtals 44,6% atkvæða eða samtals um 10% meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. í sveitar- stjórnarkosningunum í maí 1982 hlutu Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur samtals 33,7% atkvæða eða samtals um 12% minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Síðan þessi úrslit lágu fyrir um breytinguna á afstöðu almennings til þeirra tveggja flokka sem aðild eiga að ríkisstjórninni hefur hún þar að auki tapað starfhæfum meirihluta á Alþingi. Engu að síður telja ráðherrarnir sjálfsagt að sitja áfram og ráðsk- ast með málefni almennings af alkunnu skeytingarleysi. Menn sem stunda politísk hrossakaup bæði án tillits til lýðræðis og þingræðis telja auðvitað sjálfsagt að stunda verslun með þann hornstein lýðræðisins sem kosningarétturinn er — því miður sýnast litlar líkur á skynsamlegri tillögugerð fyrir næstu kosningar. Þó er ekki öll von úti. Menn hljóta að líta til Sjálfstæðisflokksins og vænta þess nú sem fyrr, að hann, trúr hugsjónum sínum, sé málsvari almennra lýðréttinda. Málgagn kommúnista, Þjóðviljinn, kemst enn einu sinni að þeirri niðurstöðu í gær, að þrátt fyrir allt sé þjóðinni fyrir bestu að núverandi ríkisstjórn sitji eins lengi og þess sé nokk- ur kostur. Það er eðlilegt, að Þjóðviljinn hamri á þessu, það er einmitt kommúnistum sem líður best í sósíalísku efnahags- öngþveiti þar sem lýðréttindi eru fótum troðin. og stari Dr. Kristján Eldjárn undirritar eiðstafinn sem forseti lýðveld- isins. Ásamt Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýskalands, við heimsókn Schmidts hingað til lands árið 1977. Dr. Kristján Eldjárn með Georges kom hingað til lands til fundar við Dr. Kristján Eldjárn ásamt prófess sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Forsetahjónin, frú Halldóra og Kristján Eldjárn, á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1974, er minnst var ellefu alda byggðar á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.