Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
23
Verkalýös- og sjómanna-
félag Gerðahrepps:
Hlutkesti
réð varafor-
manni eftir
tvennar
kosningar
(iarði, 12. september.
AÐALFUNDUR Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Gerðahrepps var hald-
inn í gærkvöldi, sannkallaður mara-
þonfundur, sem stóð í 3'á klst. Jón
Hjálmarsson var endurkjörinn for-
maður félagsins, en með honum í
stjórn næsta ár veröa Dagný Hild-
isdóttir varaformaður, Jóhanna S.
Sigurvinsdóttir gjaldkeri, Kolbrún
Gunnlaugsdóttir ritari. Meðstjórn-
andi er Matthildur Ingvarsdóttir.
Nokkur gustur hefir verið í
kringum verkalýðsfélagið frá því í
fyrravor að stjórnarskipti urðu í
félaginu. Þá lét Ólafur Sigurðsson
af formennsku eftir áraraða
stjórn og núverandi formaður, Jón
HjáLmarsson tók við. Togast þar á
hægri og vinsti öfl byggðarlagsins
og var t.d. svo jafnt mætt á fund-
inn frá báðum aðilum að tvívegis
varð að kjósa í stöðu varafor-
manns og dugði ekki til því at-
kvæði féllu 31—31 í bæði skiptin
og varð að varpa hlutkesti milli
aðila sem í kjöri voru.
Arnór
Norræna rit-
höfundarádið:
Rétthöfum
verði tryggð-
ar höfunda-
greiðslur
Á FUNDI Norræna rithöfundaráðs-
ins í Reykjavík dagana 3. og 4. sept-
ember sl. voru samþykktar ályktanir
um höfundaréttarmál og samvinnu
norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þær
hljóða svo:
„Norræna rithöfundaráðið,
saman komið á fundi í Reykjavík
3.-4. september 1982, hefur tekið
sérstaklega til umræðu samvinnu
norrænu sjónvarpsstöðvanna,
NORDVISION.
Ráðið hefur vakið athygli á mik-
ilvægi gagnkvæmra menningar-
samskipta Norðurlanda og krefst
þess að norrænu útvarpsstöðvarn-
ar auki notkun sína á norrænu
dagskrárefni með tíðari skiptum
sín á milli.
Slík skipti verða æ nauðsynlegri
með hverjum deginum sem líður í
menningarlegu tilliti, ekki síst
þegar ástandið er orðið þannig að
dagskrárefni, sem ekki er nor-
rænt, virðist sífellt sækja í sig
veðrið og hrifsa til sín stærri og
stærri hluta fjölmiðlamarkaðar-
ins, einnig á sviði myndbanda.
Norræna rithöfundráðið telur
það einnig ófrávíkjanlegt grund-
vallaratriði að höfundagreiðslur
séu miðaðar við taxta heimalands-
ins.
Norræna rithöfundaráðið leggi
fast að stjórnvöldum á Norður-
löndum að þau tryggi rétthöfum
höfundagreiðslur sem þeim ber af
hljóm- og myndböndum og/eða
hljóm- og myndflutningstækjum.
Höfundagreiðslur skulu ákveðnar
í frjálsum samningum milli rétt-
hafa og ríkisins."
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JM«rpimIiUhíð
Brúarframkvæmdir við Dalvfk.
Hádegi á Hótel Holti
Líttu inn, þaö er auövelt að gera hádegið þægilegt og
afslappað, alla daga vikunnar og mun ódýrara en þú
heldur.
Hótel Holt býður Ijúffengan mat á góðu verði.
Sem dæmi: Hádegisverður frá kr. 95.-
Einnig þykir okkur rétt að minna á nýja
forréttamatseðilinn.
HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS — ÞAÐ KOSTAR EKKERT MEIRA
Verið velkomin.
Bergstaöastræti 37 SfiÖÍ Boröapantanlr f síma 25700
SSSt Tómstundavörur ^^5
Qrnr heimili og skcila
NÁMSKEIÐ
Innritun stendur yfir.
Tágavinna
Jólaföndur
Postulínsmálun
Tökum aö okkur aö útvega leiðbeinendur
i jólaföndri og tágavinnu út á landsbyggð-
ina.
HANDÍD
Laugavegi 26 og Grettisgötu
sími 2 95 95
Dalvík:
Brúarsniið við Dalvík
Dalvík, 3. september.
MIKLAR framkvæmdir hafa verið í
vegagerð á Dalvík nú í sumar. Vega-
gerð ríkisins hefur unnið að nýlagn-
ingu vegar yfir llrísahöfða til Dal-
vikur. Á sama tíma hefur verið
byggð voldug tveggja akreina brú
með gangstétt yfir Svarfaðardalsá
við Árgerði. Ætlunin er að tengja
hana nú í haust við nýja veginn og
taka í notkun innan tíðar. Verður
það mikil samgöngubót þar sem
gamla brúin var orðin þreytt vegna
ört vaxandi umferðarþunga á sið-
ustu árum enda búin að standa fyrir
sínu allt frá árinu 1929.
Á næstu dögum er ákveðið að
leggja varanlegt slitlag á þennan
nýja veg. Þegar þessi hluti vegar-
ins er frágenginn verður aðeins
stuttur kafli óuppbyggður milli
Akureyrar og Dalvíkur en það er
kaflinn frá Þorvaldsdalsá á Ár-
skógsströnd út fyrir Hámundar-
staðaháls. Væntanlega verður
þessi hluti vegarins tekinn fyrir á
næsta ári.
Jafnframt þessum framkvæmd-
um hefur verið unnið að uppbygg-
ingu vegarins fram í Svarfaðardal.
Vegaverkstjóri við þessar fram-
kvæmdir er Sveinn Brynjólfsson
frá Akureyri og yfirsmiður brúar-
innar er Guðmundur Sigurðsson
frá Hvammstanga.
Fréttaritarar.
í Dansstúdíó er áherslan eingöngu lögö á
hreinan jassballett eins og hann gerist bestur
í heiminum í dag. Þar er boðið upp á 12 vikna
byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir alla aldurs-
hópa frá 7 ára aldri, jafnt konur sem karla.
Innritun:
Reykjavík: Alla virka daga kl. 10-12 og 13-17
í síma 78470.
Akranes: Alla virka daga kl. 9-17 í síma 1986.
Námskeið hefjast 20. september.
Skírteini verða afhent laugardaginn
18. september í kennsluhúsnæðinu að
Brautarholti 6.
í jassballett haldast hollustan og skemmtunin
í hendur.