Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 18

Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 fff'BL „ í •! W k Vmk PÍWP mmk - Brimkló á rússnesku svidi... Ljómn. Arnaldur Indríðaaon. Hljómleikaför Björgvins Halldórssonar I Sovétríkjunum: Um 15 þúsund manns hafa sótt hljómleikana ___og við auglýsingu um tónleika hljómareiUrinnar. Krá Arnaldi lndriAa.syni, NovoHÍbirHk, Sovétríkjunum. „I»IÐ verðiö að koma tii Novosibirsk á hverju ári. Nei, á hverjum degi,“ sagði ein stúlka af mörgum við Björgvin Halldórsson og hljóm- sveitarmenn hans, þegar þeir gengu út úr menningarmiðstöð Félags járnbrautarstafsmanna í áttundu sUerstu borg Sovétríkjanna. Stúlkan var ein af mörgum ungmennum sem verið höfðu á hljómleikunum og biðu eftir tónlistarmönnunum fyrir utan til að fá eiginhandaráritun þeirra. Þær voru fúslega veittar. Þetta voru 11. hljómleikarnir sem hljómsveitin hefur haldið í Sovétríkjunum og voru þeir mjög vel heppnaðir eins og reyndar hinir tíu sem haldnir hafa verið. Húsfyllir var eins og venjulega og var mjög góð stemning í salnum. Þegar líða tók á skemmtunina hópuðust dansandi áhorfendur að sviðinu og hlupu svo upp á sviðið og um- kringdu hljómsveitina. Þeim var stuggað niður af sviðinu af starfsmönnum menningarmið- stöðvarinnar, en nokkrir hlupu enn upp á sviðið, þegar hljóm- sveitin var klöppuð upp í þriðja sinn. Það vakti nokkra kátínu meðal hljómleikaferðalanga þeg- ar Björgvin kynnti sig þannig: „Ég heiti Björgvin Halldórsson og ég var í Bendix, auðvitað á íslandi." Nú hefur hljómsveitin dvalið í Sovétríkjunum í 12 daga, þar af í Síberíu í vikutíma og hafa sam- tals um 15.000 manns mætt á tónleika. Frá Moskvu var haldið til Novokuznetzk í Síberíu 5. september og þar og í nágrenni haldnir þrír tónleikar, m. a. í cirkus með öskrandi ljónum hið næsta búningsklefunum og í sex þúsund manna skautahöll, sem er reyndar eini staðurinn þar sem ekki hefur verið húsfyllir. Var höllin setin að hálfu, eða af um þrjú þúsund manns. Það hafa það allir mjög gott og veðrið hefur verið einstaklega blítt, sól upp á næstum hvern dag. Nú er haust í Síberíu og mjög kólnar í veðri á kvöldin. Blöð hafa verið áhugasöm um þetta hljómleikaferðalag og birst hafa viðtöl við Björgvin í mörgum þeirra. í kvöld verða haldnir tónleikar í vísindamiðstöð hér nálægt Novosibirsk, en á morgun verður haldið til Kemerovo í 280 km fjarlægð héðan, en þaðan svo haldið til Sochi við Svartahafið. Myndabrengl í FRÁSÖGNUM af ferð Sin- fóníuhljómsveitarinnar hafa birzt viðtöl í Morgunblaðinu við félaga hljómsveitarinnar o.fl. í blaðinu í gær var viðtal við Þorkel Jóelsson, en með viðtalinu birtist mynd af Stef- áni Stephensen. Hlutaðeigend- ur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Hér birtast myndir af þeim félögum. I’orkell Stetáa JóelnMon StepbenflCfl Gáfu Hallgríms- kirkju 30 þús. kr. SAMKVÆMT arfleiðsluskrá hjónanna Páls Hallbjörnssonar og Sólveigar Jó- hannsdóttur, Leifsgötu 32, Reykjavík, koma i hlut Hallgrímskirkju í Reykjavik 30.000 krónur, segir í fréttatilkynningu frá Hallgrímskirkju. I fréttinni frá kirkjunni segir enda hafi kirkjan verið í næsta ennfremur, að þau hjón hafi haft nágrenni heimilis þeirra. Því mikinn áhuga á byggingu Ha- óskuðu þau eftir að framangreind llgrímskirkju á Skólavörðuholti, gjöf rynni til byggingar kirkjunnar. Akureyri: Tónleikar í kirkjunni í kvöld Akureyri, 14. Heplember. INGA Rós Ingólfsdóttir sellóleikari, Andreas Schmidt baritónsöngvari og Hörður Áskelsson orgelleikari halda tónleika i Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast þeir klukkan 20.30. Hér er um ungt fólk að ræða. Hörður og Inga Rós hafa nýlega lokið framhaldsnámi í tónlist og hljóðfæraleik í Dússeldorf í Þýskalandi, og Andreas Schmidt, sem er 22ja ára, hefur þegar getið sér hið besta orð erlendis sem söngvari. Á efnisskrá eru meöal annars verk eftir Joh. Sebastian Bach, Sésar Franck, Franz Schubert, Árna Þorsteinsson og nýtt verk eftir Hörð Áskelsson er hann hef- ur samið fyrir söngrödd og selló. Sv.P. Listgagnrýni mikilvæg RÁÐSTEFNA um list og gagnrýni var haldin helgina 11. og 12. september í Árna- garði í Reykjavík. Ráðstefn- an sendi frá sér eftirfarandi ályktun: Ráðstefna um list og gagn- rýni, haldin í Árnagarði 11.—12. september 1982, álykt- ar eftirfarandi: Ráðstefnan leggur áherslu á mikilvægi listgagnrýni í fjöl- miðlum, enda sé gagnrýnin vönduð og heiðarleg. Þá er ekki síður nauðsynlegt að fjölmiðlar fjalli almennt um listir og menningarmál en á það þykir mjög hafa skort mið- að við aðra efnisflokka. Til þess að ræða þessi mál og annað sem þeim tengist telur ráðstefnan æskilegt að hið fyrsta verði boðað til annarrar ráðstefnu og þá með stjórnend- um og starfsfólki fjölmiðla og listamönnum. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR KL. 13-19 SIMAR: 38126 74444 Jazzballett er sérstaklega holl og góö hreyfing og vægast sagt mjög skemmti- legur. Viö höfum fengiö til liðs viö okkur stórgóöan kennara Kristínu Svavars- dóttur, sem kennt hefur jazzballet í 10 ár í Dan- mörku. liu Kennslustaðir Reykjavík Drafnarfell 4, INNRITUN mánudag til föstudags DRIISSHOII

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.