Morgunblaðið - 15.09.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
31
Páll Pálmason horfir á eftir knettinum í netið hjá aér eftir skalla Pólverjans Partynski, sem sést ekki á myndinni.
I.jósm. KÖE.
Pólverjarnir mörðu IBV
með eins marks mun
— en íslenska haustveðráttan var hinn raunverulegi sigurvegari
PÓLSKA knattspyrnuliðið Loch
»p:
Poznan sigraði IBV 1—0 í fyrri
leik liðanna í 1. umterö Evrópu-
keppni bikarhafa í knattspyrnu.
Er líklegt aö veganestið nægi lið-
inu til að komast í 2. umferð, þar
sem heimaleikur pólska liðsins er
eftir, en þó er best að segja sem
minnst um það á þessu stigi
málsins, því sannast sagna virk-
aði pólska liðiö langt frá því að
vera sterkt og ef heppni v»ri
með gæti ÍBV þess vegna skákaö
því á góðum degi.
En það er nákvæmlega þaö sem
dagurinn í gær, þriöjudagur 14.
september, var ekki, þ.e.a.s. góöur
dagur. Þaö tefldu allir fram sínu
sterkasta, Lech, ÍBV og síðast en
ekki sist veöurguöirnir, en eins og
islendingar vita geisaöi í gær
dæmigert íslenskt haustveður. Úr-
hellisrigning, kuldi og rok settu því
miður mark sitt á leik þennan,
áhorfendur voru varla fleiri en 100
talsins, engin stemmning og leik-
menn hlupu til og frá ekki síst til aö
farast ekki úr kulda. Utkoman var
eins og vænta mátti, einhver dauf-
asti knattspyrnuleikur sem undir-
ritaöur hefur augum litiö. Oft er
talaö um aö slíkt veður og slík skil-
yröi eigi að koma íslensku liöunum
til góöa, þau séu vanari aö leika
viö slikar kringumstæöur heldur en
mótherjarnir. Þaö er kannski
IBV—
Lech P.
eitthvaö til í því, en í gærkvöldi má
fullyrða aö fullmikiö hafi þó verið
af þvi vonda. Voru tilþrifin í leikn-
um ekki meiri en svo þegar á heild-
ina er litiö, aö ekki einu sinni allan
seinni hálfleikinn lyftu blaöamenn
pennum til aö punkta hjá sér
markverð atvik.
Fyrri hálfleikurinn var aö því leyti
fjörugri og betri að þá var eina
mark leiksins skoraö og þá fengu
Eyjamenn þau færi sem þeim buö-
ust. Eyjamenn voru lítiö meö
knöttinn framan af, þeir pólsku
dúlluöu fram og til baka í rokinu og
áttu nokkur sæmileg skot utan af
velli sem Páll „Zoff“ Pálmason af-
greiddi eins og aö drekka vatn.
Þaö ætlaði aö veröa löng biö eftir
fyrsta skikkanlega samleikskaflan-
um frá ÍBV, en loks er hann kom
munaöi einum aö úr yröi mark. ÍBV
nældi þá í hornspyrnu og er Ómar
Jóhannsson spyrnti knettinum
fyrir, munaöi millimetra aö Sigur-
lás næöi aö skalla í netiö, en hann
gnæföi eins og viti upp úr leik-
mannaþvögunni í teignum. Þetta
var á 20. mínútu og fimm mínútum
síðar átti Lási skalla úr góöu færi,
en setti knöttinn of nálægt mark-
verðinum, nánar tiltekiö beint í
fangiö á honum.
Og svo skoruöu Pólverjar og
kom markiö þeirra dýrmæta á 32.
mínútu, þeir prjónuöu sig inn í víta-
teiginn hægra megin og var
skyndilega fátt um varnir hjá ÍBV.
Pólverjinn Ogynski vippaöi knett-
inum fyrir markiö og félagi hans,
Lezek Partynski, skallaði laglega í
netiö. Átti Páll enga möguleika á
aö verja.
Eftir markiö voru Pólverjarnir
enn meira meö knöttinn, en Eyja-
menn fengu þó hættuleg færi er
þeir náöu skyndisóknum. Til dæm-
is munaði hársbreidd að Kári Þor-
leifsson næöi aö stýra fastri send-
ingu Ómars i netið á 34. mínútu og
á 43. minútu var Kári aftur á ferö-
inni, aftur átakanlega nærri því aö
pota knettinum í netiö. Á 44. mín-
útu munaöi svo allra minnstu. IBV
fékk þá hornspyrnu hægra megin
og gaf Ómar sérlega vel fyrir mark-
iö. Valþór Sigþórsson kom æöandi
aö markinu, stökk lang hæst og
skallaöi þrumufast í markhorniö.
Mowlik markvöröur náöi aö verja
snilldarlega, hélt þó ekki knettin-
um og pólskur varnarmaöur mok-
aöi honum af marklínunni áöur en
rokið hreif hann í netiö.
Og svo tók viö seinni hálfleikur-
inn sem veröur ekki lengi i minnum
haföur fyrir leiftrandi og opna
sóknarknattspyrnu. En til aö gæta
fyllstu sanngirni er rétt að minna
aftur á aöstæöurnar, þær voru
hörmulegar og buöu ekki upp á
annað en þaö sem fram var reitt.
Ef aöstæður leyföu, gæti ÍBV
hæglega gert þessu pólska liöi
skráveifu er austur fyrir tjald verð-
ur komið. Þaö er ekki sterkt og
hefur aö sögn fróöra ekki gengiö
vel í pólsku deildarkeppninni.
Bestu menn ÍBV voru bræðurnir
Kári og Sigurlás, Ómar átti góöa
spretti og vörnin var öll hin traust-
asta. Hélt hún hinum þunglama-
legu Pólverjum léttilega í skefjum.
Páll var og góöur í markinu. Best
aö segja sem minnst um pólska
liðið, leikmenn þess eru jafnir aö
getu. Lítið bar á landsliðsmannin-
um Cupzewicz. suöaustanáttin hélt
honum niöri ekki síöur en félögum
hans. Skoskl dómarinn stóö sig
vel. — gg.
Arsenal
tapaði
ARSENAL tapaði 2—3 fyrri leik
sínum gegn sovéska liðinu Torp-
edo í UEFA-keppninni i knatt-
spyrnu, en liðin áttust viö í
Moskvu í gærdag. Arsenal lék
vel framan af og komst í 2—0 og
skoraði Lee ('hapman a.m.k.
fyrra markið. En Lundúnaliöið
missti allt úr böndunum í síðari
hálfleiknum og þá skoruðu
Rússarnir þrívegis og tryggðu
sér sigur. Staða Arsenal er engu
að síður eftir atvikum sterk, meö
tvö útimörk í sarpnum.
Þá bárust Mbl. fregnir af
einum leik enn í Evrópukeppn-
inni í knattspyrnu, en sem
kunnugt er skipta leikirnir svo
tugum í kvöld. Það voru AEK
frá Grikklandi og Köln frá
Vestur-Þýskalandi sem þjóf-
störtuðu í Aþenu, en leik
þeirra lauk 3—3, eftir að stað-
an í hálfleik hafði verið 2—2.
Vlachos, Ballis og Nikoloudis
skoruðu mörk AEK, en Zimm-
ermann, Fischer og Steiner
svöruðu fyrir Köln. Ahorfend-
ur voru 30.000.
Tvö lið með
fullt hús
2.umferð spænaku deildar-
keppninnar í knattspyrnu fór
fram um aíðustu helgi og uröu
úralit leikja sem hór segir:
Gijon — Real Socíedad 00
Santander — Malaga 0—0
Betis — Atl. Madrid 1—3
Celta — Zaragoza 0—2
Real Madrid — Sevilla 1—0
Barcelona — Valladolid 3—0
A.Bilbao — Valencia 2—1
Las Palmas — Osasuna 2—1
Aöeins tvö liö hafa fullt hús
stiga eftir tvær fyrstu umferð-
irnar, þaö eru Zaragoza og At-
letico Madríd. Þrjú lið hafa 3
stig hvert, Las Palmas, Real
Madrid og Atletico Bilbao.
Betis og Celta hafa tapaö
leikjum sínum og eru neöst
án stiga.
l>lovjii>mblnðt^
mm
Sjá íþróttir á bls. 42 og 43
Einkunnagiöfln
Getrauna- spá MBL. •*2 3 — C & e s Sunday Mirror f a. ►* « ■?. I f ■J. News of the World I •t ■g ■í. SAMTALS
1 X 2
Arsenal — N. County X í X 1 i 1 4 2 0
Birmingham — Coventry 2 X 2 2 X X 0 3 3
Everton — Norwich 1 í 1 1 í 1 6 0 0
Ipswich — Stoke X í 1 X 2 X 2 3 1
Luton — Brighton X í 1 1 1 1 5 1 0
Man. City — Aston Villa X 1 1 1 1 1 5 1 0
N. Forest — Watford X í 1 X 1 X 3 3 0
Southampton — Man. Utd. X X 2 2 X X 0 4 2
Sunderland — Tottenh. X X 2 I 2 I 2 2 2
Swansea — Liverpool X 2 X X X 2 0 4 2
WBA — West Ham X 1 1 1 1 1 5 1 0
Blackburn — Leicester 2 X X X X 1 1 4 1
Liö Breiöabliks: Guðmundur Ásgeirsson 6 Lið KR: Halldór Pálsson 7 Liö ÍBÍ: Hreiðar Sigtryggsson
Ólafur Björnsson 6 Siguröur Indriöason 6 Gunnar Guðmundsson
Valdimar Valdimarsson 6 Ottó Guðmundsson 6 Jón Björnsson
Vignir Baldursson 5 Jakob Pétursson 6 Örnólfur Oddsson
Jóhann Grétarsson 6 Jósteinn Einarsson 6 Ámundi Sigmundsson
Sigurður Grétarsson 7 Ágúst Már Jónsson 7 Jóhann Torfason
Helgi Bentsson 6 Sæbjörn Guömundsson 8 Gústaf Baldvinsson
Þorsteinn Hilmarsson 6 Hálfdán Örlygsson 7 Jón Oddsson
Sigurjón Kristjánsson 6 Birgir Guöjónsson 6 Gunnar Pétursson
Sævar Gunnleifsson 7 Elías Guömundsson 6 Rúnar Guömundsson
Benedikt Guömundsson 6 Óskar Ingimundarson 7 Einar Jónsson
Hákon Gunnarsson (vm.) 7 Magnús Jónsson (vm.) 5 Atli Einarsson (vm). Lék of stutt
Liö KA: Aðalsteinn Jóhannesson 7 Liö Vals: Brynjar Guömundsson 7 Liö ÍBK: Þorsteinn Bjarnason Kristinn Jóhannsson
Guöjón Guðjónsson 7 Grímur Sæmundsen 6 Gísli Eyjólfsson
Haraldur Haraldsson 6 Úlfar Hróarsson 6 Ingiber Óskarsson
Gunnar Gíslason 6 Dýri Guömundsson 6 Rúnar Georgsson
Erlingur Kristjánsson 6 Þorgrimur Þráinsson 6 Einar Á. Ólafsson
Eyjólfur Ágústsson 6 Magni Pétursson 5 Siguröur Björgvinsson
Elmar Geirsson 7 Njáll Eiösson 5 Ingvar Guðmundsson
Hinrik Þórhallsson 5 Hilmar Sighvatsson 6 Magnús Garöarsson
Ásbjörn Björnsson 7 Guömundur Þorbjörnsson 8 Óli Þór Magnússon
Steinar Birgisson 5 Valur Valsson 5 Ragnar Margeirsson
Ormar Örlygsson 5 Ingi Björn Albertsson 5 Steinar Jóhannsson (vm.)
0)0)00)0)0)0)0)0)0)0)0) 050>0)0)0>00)0)0)0)0)