Morgunblaðið - 15.09.1982, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
Jóhann H. Ragunnon akákmeistari Gartabcjar 1982.
Vetrarstarf Taflfélags
Garðabæjar að hefjast
STARFSEMI Taflfélags Garðabæjar er nú að hefjast eftir sumarleyfi.
Fyrsta skákæfingin verður mánudagskvöld 13. september í Garðaskóla,
en æfingar var vikulega í vetur.
Taflfélag Garðabæjar var með 1 Starfsemi félagsins er nú að
vikulegar skákæfingar í Garða- hefjast eins og fyrr segir. Skák-
skóla sl. vetur og hélt auk þess æfingar verða í Garðaskóla á
tvö skákmót, hraðmót og skák- hverju mánudagskvöldi frá og
þing Garðabæjar. Skákmeistari með 13. september og hefjast kl.
Garðabæjar 1982 varð Jóhann 20. Auk þess er áætlað að halda
H. Ragnarsson. a.m.k. eitt skákmót fyrir áramót.
Hjartavemd:
Heilsufarsathug-
un á öldruðu fólki
ÞESSA dagana stendur yfir í
Rannsóknarstöð Hjartaverndar í
Lágmúla 9 athugun á heilsufari og
félagslegum aðstæðum aldraðs
fólks í Reykjavík. Hér er um að
ræða 150 manna úrtak Reykvík-
inga, 80 ára og eldri, sem valið
hefur verið úr þjóðskrá, segir í
fréttatilkynningu frá Hjarta-
vernd.
Tildrög þessarar könnunar voru
þau að á síðastliðnu vori fór Öldr-
unarþjónustunefnd þess á leit við
Hjartavernd að í Rannsóknarstöð-
ina yrðu boðaðir þeir einstakl-
ingar úr 150 manna úrtaki Reyk-
víkjnga, 80 ára og eldri, sem
treystu sér til að koma til sams
konar skoðunar og almennt er
framkvæmd í stöðinni. Ársæll
Jónsson, læknir, og Þórhannes
Axelsson, félagsfræðingur, sem
báðir eiga sæti í Öldrunarþjón-
ustunefnd, hafa umsjón með þess-
ari athugun. Þórhannes heimsæk-
ir gamla fólkið á undan skoðun og
ræðir við það en Ársæll skoðar
það í samráði og samvinnu við
Nikulás Sigfússon, yfirlækni
Hjartaverndar. Flutningur á fólk-
inu að og frá stöðinni er á vegum
Öldrunarlækningadeildar Land-
spítalans og kostar hún könnun-
ina utan Rannsóknarstöðvarinnar.
Starfsfólk Rannsóknarstöðvar
Hjartaverndar framkvæmir rann-
sóknina á sama hátt og gert er
þegar um almennt úrtak yngra
fólks úr þjóðskrá er að ræða. Tek-
in er skýrsla um heilsu, heimilis-
aðstæður og þrek gamla fólksins,
blóðþrýstingur mældur, tekin
blóðsýni, myndir og línurit og
fleiri heilsufarsathuganir gerðar.
Síðan er unnið úr þessum gögnum
á rannsóknarstofunni. Fólkið
kemur svo aftur til læknisskoðun-
ar þegar búið er að vinna úr gögn-
unum.
Þátttaka aldraða fólksins hefur
verið eftir öllum vonum og það
hefur verið hresst og kátt þegar
það hefur mætt til skoðunar. Síð-
an er ætlunin að þeir einstakl-
ingar úr úrtakinu sem ekki treysta
sér til að fara út af heimili, verði
athugaðir nánar eftir samkomu-
lagi.
Aðaltilgangur með þessari
könnun á heilsufari og aðstæðum
aldraða fólksins er að fá saman-
burð við yngri aldurshópa sem
rannsakaðir hafa verið eða rann-
sakaðir verða á sama hátt. Sömu-
leiðis er gerð athugun á sjálfs-
bjargargetu, háttum og lífsþrótti
fólksins. Reynt verður að fá svör
við spurningum sem þessum:
Hvers vegna hefur þetta fólk náð
svo háum aldri? Hvernig er
heilsufari fólks á þessum aldri
háttað í raun og veru? Má telja
þetta fólk forréttindahóp þar sem
það lifir lengur en flestir aðrir?
Notagildi könnunarinnar kemur
strax fram með beinum upplýsing-
um til þátttakenda að lokinni
læknisskoðun. Skýrslan er því
næst send heimilislækni og er
þátttakandinn hvattur til að hafa
samband við hann. Það er mikil-
vægt að aldrað fólk hafi gott sam-
band við sinn heimilislækni og er
gert ráð fyrir að rannsóknin stuðli
að þeim tengslum.
Vísindalegt gildi könnunarinnar
hefur mikla þýðingu í tengslum
við hinar umfangsmiklu kannanir
Hjartaverndar undanfarin 15 ár
og á eftir að hafa enn meira gildi
þegar fram í sækir. Lífslíkur mið-
aldra og eldri íslendinga hafa far-
ið stöðugt vaxandi á undanförnum
árum jafnframt því sem tíðni
sjúkdómanna breytist. En til þess
að fá vitneskju um þetta verður að
hafa samanburð.
Allt þetta miðar að sjálfsögðu
að því að rannsóknin geti aukið
þekkingu á heilsufari þjóðarinnar
almennt og þannig stuðlað að
betri heilbrigðisþjónustu.
Þar sem þetta er megintilgang-
urinn með starfrækslu Rannsókn-
arstöðvar Hjartaverndar þótti
sjálfsagt að hún legði sitt af
mörkum til þessarar könnunar á
ári aldraðra.
Fri afbendingu styrkja Menningarsjóðs Sambands isl. samvinnufélaga frá vinstri: Sigurður Líndal, f.h. Hins ísl.
bókmenntafélags, Garðar Þorsteinsson, f.h. DAS, Pétur Sigurðsson, f.h. DAS, Sigurður Herlufsen, f.h. Náttúrulækn-
ingafélags Akureyrar, Haraldur Henrysson, f.h. Slysavarnafélags íslands, Valur Arnþórsson, form. stjórnar Menning-
arsjóðs, Erlendur Einarsson, forstjóri, Eysteinn Jónsson, fv. ráðherra, Sr. Sigurður H. Guðjónsson, ritari stjórnar
Menningarsjóðs, og Sigurður Einarsson, f.h. Heimilisiðnaðarfélags íslands. Fulltrúar frá Heyrnleysingjaskólanum og
Héraðssambandi Þingeyinga gátu ekki verið viðstaddir afhendinguna.
Styrkir úr Menningar-
sjóði Sambandsins
SAMBAND ÍSL. samvinnufélaga
hefur nú um nokkurt skeið veitt
nokkra styrki ár hvert úr Menning-
arsjóði sínum, til ýmissa félagasam-
taka og menningarmála. f júní sl.
ákvað sjóðsstjórnin úthlutanir, sam-
tals að fjárhæð 335 þús. kr.
Úthlutanirnar skiptust þannig:
til Héraðssambands Þingeyinga
vegna starfsemi þess 50.000 kr., til
Heimilisiðnaðarfélags íslands
vegna verndunar og viðhalds ís-
lenskra þjóðbúninga 20.000 kr., til
Slysavarnafélags íslands vegna
endurnýjunar á fjarskiptabúnaði
20.000 kr., til Heyrnleysingjaskól-
ans vegna kaupa á myndsegul-
bandstækjum til aðstoðar við
kennslu 20.000 kr., til Hins ís-
lenska bókmenntafélags vegna
húsakaupa 25.000 kr., til heilsu-
hælis Náttúrulækningafélags Ak-
ureyrar 25.000 kr., til DAS vegna
uppbyggingar á vistrými fyrir
aldraða og með hliðsjón af ári
aldraðra 100.000 kr., og til verð-
launa fyrir ritgerðir um sam-
vinnuhreyfinguna á fslandi, en
Skipulags- og fræðsludeild Sam-
bandsins sjái um framkvæmd rit-
gerðasamkeppni í framhaldsskól-
um 75.000 kr.
Þessir styrkir voru afhentir við
formlega athöfn í Sambandshús-
inu hinn 8. september sl.
I stjórn Menningarsjóðsins eiga
sæti þeir Valur Arnþórsson,
stjórnarformaður Sambandsins,
Erlendur Einarsson forstjóri,
Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra,
Magnús Sigurðsson, bóndi á Gils-
bakka, og séra Sigurður Haukur
Guðjónsson, Reykjavík.
Tarnús með sýn-
ingu í Ásmundarsal
TARNÚS hefur opnað sýn-
ingu á myndlist í Ásmund-
arsal og stendur sýningin
fram til 19. september.
Tarnús, sem er búsettur í
Reykjavík, hefur áður hald-
ið sýningar í höfuðborginni
og víðar. Hann lauk prófi
frá Handíða- og myndlist-
arskólanum 1971 og hefur
stundað myndlistarstörf og
kennslu síðan. Auk þess er
hann hljóðfæraleikari og
leikur nú með hljómsveit
Þorsteins Guðmundssonar
frá Selfossi.
Sýning Tarnúsar er að
hans sögn mjög málefnaleg
og er farið létt með efnið að
því er hann telur sjálfur.
Þetta er 8. sýning Tarnús-
ar.
Tarnús við nokkrmr mynda sinna á aýningnnni i Asmnndarsal.
„Islenskar
smásögur“
Leiðrétting
í FRÉTT í blaðinu sl. föstudag
um útkomu 2. bindis „ís-
lenskra smásagna" féll niður
nafn Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar í upptalningu höfunda
og saga Steindórs Sigurðsson-
ar rangt tilgreind. Þar átti að
standa: „Steindór Sigurðsson:
Laun dyggðarinnar, Olafur Jó-
hann Sigurðsson: Snjór í apr-
íl.“