Morgunblaðið - 15.09.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
13
@
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MICHAEL GOLDSMITH
Arabafundurinn
markar tímamót
GREIN þessi sem hér fer á eftir er rituö af Michael Goldsmith fréttarit-
ara AP-fréttastofunnar, en hann var staddur i Fez i Marokkó í síðustu
viku og fylgdist þar með fundi Arabaleiðtoganna.
að er ekki vist að ísraelar
líti þannig á málin, en frið-
artillögurnar sem fulltrúar á
Arabafundinum í Fez í Marokkó
komu sér saman um í síðustu
viku, marka gífurleg þáttaskil í
hinni 34 ára gömlu deilu ísraela
og Arabaþjóðanna í nágrenni við
þá.
í fyrsta skipti samþykktu
Arabaleiðtogar í sameiningu
ótvíræðan rétt Israela til að lifa
í friði og spekt, en þetta skref er
sérstaklega stórt fyrir harðlínu-
menn eins og Yasser Arafat,
leiðtoga PLO, og Hafez Assad,
forseta Sýrlands, en sjónarmið
þeirra gagnvart ísrael hafa með-
al annars átt sinn þátt í að
kynda undir stöðugum erjum í
Miðausturlöndum.
Friður samkvæmt þessum til-
lögum yrði Israelum dýrkeyptur,
og þá sérstaklega Menachem
Begin, þar sem í þeim felst að
ísraelar skili aftur öllum þeim
svæðum er þeir hernumdu 1967,
og viðurkenni ríki Palestínu-
manna sem stjórnað yrði af PLO
í höfuðborg sem staðsett yrði í
þeim hluta Jerúsalem, sem heyr-
ir undir Araba.
Þar að auki yrðu ísraelar að
opna dyr sínar fyrir meira en
einni milljón Palestínumanna
sem flúði fyrir þremur áratugum
úr þessu ríki Gyðinga.
Öllum friðartillögum Araba
hefur þráfaldlega verið hafnað
af ísraelum hingað til, og svo var
það einnig nú. Jafnvel áður en
Arabaleiðtogarnir kynntu tillög-
ur sínar eftir hinn fjögurra daga
langa fund, sem lauk á föstudag,
hafði talsmaður ísraelsstjórnar
tilkynnt að tillögurnar hljómuðu
kunnuglega í eyrum og væru,
sem fyrr, innihaldsleysa frá
hendi Araba.
Samt sem áður er óhætt að
fullyrða að fundur þessi markar
þáttaskil í samskiptum Araba
við hinar vestrænu þjóðir og sér-
staklega við ísrael, en fundur
þessi var einnig mikill persónu-
legur sigur fyrir stjórnandann,
Hassan II, konung Marokkó.
ísraelar geta ekki nú, eins og á
dögum Gamal Abdel Nassers,
forseta Egyptalands, kvartað yf-
ir því að Arabar séu staðráðnir í
að „hrekja þá á haf út“.
Egyptar eru nú lausir við þá
villutrúarímynd sem Arabaþjóð-
irnar höfðu á Anwar Sadat og
þjóð hans eftir að hann hafði
undirritað Camp David-sam-
komulagið og verið rekinn úr Ar-
ababandalaginu. I ákvörðun
fundarins sem ekki hefur verið
birt opinberlega segir að allar
Arabaþjóðir hafi leyfi til að taka
að nýju upp samskipti við Eg-
yptaland, og skipuð hefur verið
nefnd til að vinna að samningum
um endurkomu þeirra í Araba-
bandalagið.
í fyrsta skipti endaði fundur
leiðtoga Arabarikjanna án þess
að ráðist væri á stefnu Banda-
ríkjastjórnar í utanríkismálum
eða minnst einu orði á „leyni-
makk“ milli Bandaríkjanna og
Israel. A hinn bóginn var sam-
þykkt að senda sendinefnd
ónefndra Arabaleiðtoga til
Washington til að ráðgast við
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seta um nokkur atriði úr friðar-
tillögum hans, en þær urðu eitt
helsta umræðuefnið á fundinum,
sem haldinn var fyrir luktum
dyrum.
Friðartillögur Reagans voru
ekki á formlegri dagskrá fundar-
ins, en innanríkisráðherra Mar-
okkó, Moulay Ahmed Alaoui,
sagði að þær sýndu svo gifurlega
stefnubreytingu í viðhorfum
Bandaríkjamanna gagnvart deil-
unum í Miðausturlöndum að
Arabaleiðtogarnir hafi tekið þá
afstöðu að nota tækifærið til að
ræða friðartillögurnar við
stjórnvöld í Washington.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna kom inn í friðartillögur
Arabaleiðtoganna að beiðni for-
seta Sýrlands, Assads, sem er
bandamaður Sovétríkjanna, en
með þeirri beiðni koma Sovétrík-
in að minnsta kosti óbeint inn í
friðarsamningana.
Þeim möguleika var haldið
opnum að til hugsanlegs banda-
lags gæti komið milli framtíðar-
ríkis PLO og Jórdaníu, en Jórd-
anía stjórnaði Vesturbakkanum
og þeim hluta Jerúsalem sem
Arabar ráða, allt fram til ársins
1967 í Sex daga striðinu. Slík
tengsl milli heimastjórnar PLO
á Vesturbakkanum og Jórdaníu
var lykilatriði í tillögum Reag-
ans Bandaríkjaforseta.
Arabafundurinn skipaði
Assad, forseta Sýrlands, að kalla
heim 25.000 sýrlenska hermenn
og palestínska aðstoðarmenn
þeirra frá Norður-Líbanon og
Bekadalnum. Engin lausn fékkst
á deilu sem upp hefur komið
milli Líbana og liðsmanna PLO
vegna þeirrar kröfu libanskra
stjórnvalda að PLO ráðist ekki
framar á Israela í Líbanon eða
frá líbönskum landsvæðum.
Hassan II konungur sagðist
myndu halda áfram viðræðum
við líbönsk yfirvöld og leiðtoga
PLO og lagði áherslu á að komist
yrði að samkomulagi fljótlega,
„innan viku eða nokkurra daga“.
í friðartillögum Arabafundar-
ins er hvergi að finna skorinyrta
viðurkenningu á Ísraelsríki eins
og ísraelskir leiðtogar höfðu
margsinnis farið fram á. Þeir
sem tóku þátt í fundinum sögðu
það vera verkefni sem lægi fyrir
eftir að friðarumleitanirnar
væru farnar að bera einhvern
árangur að fá fram slíka viður-
kenningu, en ekki hlutur sem
rétt væri að framkvæma í upp-
hafi. Ef slík samþykkt hefði ver-
ið gerð, hefðu Arabaþjóðirnar
kastað sínu síðasta trompi án
þess að fá nokkuð í staðinn frá
Israelum.
Margir þátttakendur á Araba-
fundinum sögðu í lágum hljóðum
að þeir vissu að ekki væri nokkur
leið að vinna Begin á þeirra
band, eða fá hann til að sam-
þykkja eða jafnvel að ræða frið-
artillögur þær sem lagðar voru
fram á Arabafundinum. Það sem
hann dreymir um er „Eretz Isra-
el“, eða „land ísraela" þar sem
átt er við Israel, ásamt vestur-
bakka Jórdan og Gazasvæðun-
um.
„Við erum að horfa til fram-
tíðarinnar," sagði einn leiðtog-
anna á fundinum og bætti við,
„til þess dags þegar skynsemi og
hóf, ásamt löngun í frið mun ná
yfirhöndinni í Israel."
Þýð.: EJ.
Fahd, konungur Saudi-Arabiu, og Yasser Arafat mynda sígurmerki meó flngrum, er þeir stilltu sér upp ásamt
öðrum Arabaleiðtogum meðan á leiðtogafundinum stóð I sfðustu viku.
Grundarfjörður:
Rafmagnslaust um allt
útnesið vegna bruna
á stöðvarhúsi RARIK
GnindartirAi, 13. september.
RETT fyrir kl. tvö aðfaranótt sl. laugardags kom upp eldur í aðalspennistöð
Rafmagnsveitna ríkisins á Grundarfirði. Húsið, sem stendur í miðju þorps-
ins, varð samstundis alelda. Rafmagn fór af öllu útnesinu, þ.e.a.s. Hellis-
sandi, Olafsvík og Grundarfírði.
Brunaboði er staðsettur á stöðv-
arhúsinu, en sökum rafmagns-
leysis varð hann strax óvirkur.
Var þá brugðið á það ráð að láta
lögregubíl keyra um þorpið með
sírenuna á og vöknuðu margir og
vissu nánast ekki hvaðan á sig
stóð veðrið. Slökkviliðið kom þeg-
ar á vettvang og réði niðurlögum
eldsins á tiltölulega skömmum
tíma. Þá var allt brunnið sem
brunnið gat, en útveggir og steypt
þak eina sem eftir stóð.
Starfsmenn Rafmagnsveitna
ríkisins, sem flestir eiga heima í
p * I Þjóðleikhúsið
STÓR
TÓNLEIKAR
Kristján Jóhannssort
terxor
Guðrún A. Kristinsdóttir
pianó
Sunnudaginn 19. september 1982, kl. 19.00.
Ólafsvík, komu þegar til Grund-
arfjarðar og hófu viðgerðir. Raf-
magn var komið á víðast hvar í
þorpinu þegar fram á laugar-
dagsmorguninn kom og í kvöld
mun þetta allt komið í sama horf
og áður en óhappið varð. Rafveitu-
menn hafa unnið sleitulaust að
viðgerðum og sýnt nú, sem oft áð-
ur, mikinn dugnað og þrautseigju.
Miklu máli skipti að þeir hlutir
sem til viðgerðarinnar þurfti voru
til hér i næsta nágrenni. Hægur
andvari var og slydda og því
næstu hús aldrei í hættu. Emil