Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
15
Afganistan:
60 létu lífíd í árás-
um Sovétmanna
Islamahad, 14. Neptember. AP.
UM SEXTÍU manns létu lífið í sov-
ézkum eldflauga- og sprengjuárás-
um á tvö afgönsk þorp í síðustu viku.
I heila viku gerðu Sovétmenn
látlausar sprengjuárásir í Pagh-
am-héraði, um 60 kílómetra norð-
ur af Kabúl, og lauk þeim með
árás á þorp sem heitir Issa Khel.
Fórust þar 24, mestmegnis konur
og börn, að því er haft er eftir
vestrænum diplómötum í Islama-
bad. Skv. sömu heimildum fórust
a.m.k. 44 óbreyttir borgarar í
árásum á þorpið Beg Toot sl.
fimmtudag, en það þorp er einnig í
Pagham-héraði.
Síðustu fregnir frá Afganistan
benda til þess að Sovétmenn hafi
nú á valdi sínu mikinn hluta
Panjsher-dals, en þó ráði afgansk-
ar frelsissveitir enn tveimur þorp-
um í dalnum. Ibúar á þessum slóð-
um hafa upp til hópa flúið heimili
sín og leitað skjóls í fjöllunum í
kring.
Aðalstöðvar falangista í Beirút sprengdar í loft upp:
Gemayel nýkjörinn for-
seti Líbanon lét lífíð
Beirút, Jerúsalem, 14. september. AP.
HINN NÝKJÖRNI forseti Líbanon, Bashir Gemayel, lést í
dag er höfuðstöðvar Kristilega falangistaflokksins í Austur-
Beirút voru sprengdar í loft upp. Að minnsta kosti átta manns
að auki létu lífið og enn eru 50 manns ófundin.
Gemayel, sem var 34 ára að
aldri, var í húsinu er sprengjan
sprakk á jarðhæð þess, én í fyrstu
var tilkynnt að hann hefði einung-
is særst lítillega, en seint í kvöld
hermdu áreiðanlegar heimildir að
hann hefði látist.
Talið er að 400 meðlimir Kristi-
lega falangistaflokksins hafi setið
á rökstólum í húsinu er sprenging-
in varð, en enn eru ekki komnar
nákvæmar tölur um mannfall og
slys.
Forsætisráðherra Líbanon,
Shafik Wazzan, lýsti sprenging-
unni sem „glæpsamlegu athæfi"
og aflýsti aðgerðum sem boðaðar
höfðu verið á morgun til þess að
opna til fullnustu allar samgöngur
milli Vestur- og Austur-Beirút.
Hinn nýi sendiboði Bandaríkja-
stjórnar í Miðausturlöndum,
Morris Draper, kom í dag til ísrael
til að fylgja eftir þeim samningum
er gerðir hafa verið og stuðla að
því að allt erlent herlið verði á
brott hið bráðasta frá Líbanon.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
sagði í dag að Draper, sem var
aðstoðarmaður Philip C. Habib,
sendimanns Bandaríkjastjórnar í
samningaviðræðunum um brott-
flutning liðsmanna PLO frá Beir-
út, myndi ræða við Menachem
Begin og Yitzhak Shamir á morg-
un, en fljúga síðan áleiðis til við-
ræðna við ráðamenn í Beirút.
Jóhannes Páll II páfi mun hitta
Yasser Arafat leiðtoga PLO að
máli á miðvikudag, þrátt fyrir
kröftug mótmæli ísraela og Gyð-
inga sem líta á fund páfa með
Arafat sem brot á hlutleysi Vatík-
ansins og persónulega stuðnings-
yfirlýsingu páfa við PLO.
Bashir Genuyel.
Grace prinsessa
af Mónakó látin
Mynd þessi var tekin i Reykjavik f
síðasta mánuði, en þá heimsóttu
furstahjónin af Mónakó fsland
Ljósm. Mbl. Emilía.
Monte Carlo, Mónakó, 14. sept. AP.
GKAt'E prinsessa af Mónakó lést
á sjúkrahúsi í Mónakó í kvöld af
meiðslum er hún hlaut í bílslysi á
mánudag, samkvæmt opinberri til-
kynningu frá Mónakó.
í tilkynningunni segir að
heilsu prinsessunnar hafi farið
mjög hrakandi aðfaranótt 14.
september og þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir hafi ekki verið hægt
að bjarga lífi hennar. Banamein
hennar var heilablæðing.
Tilkynnt hafði verið að hún
hefði fótbrotnað og hlotið fleiri
meiðsl í slysinu á mánudag, en
hún var þá á leið frá sumarsetri
fjölskyldunnar ásamt dóttur
sinni Stephanie er hemlar á bif-
reið þeirra virðast hafa gefið sig
og hún oltið niður fjallshlíð.
Gert var að meiðslum Stephanie
í sjúkrahúsi eftir slysið, en þau
munu hafa verið minniháttar og
hún fengið að fara heim að skoð-
un lokinni.
Seinlegar lagabreyt-
ingar í Buenos Aires
— refsiaðgerðir Breta og Argentínu-
manna áfram í gildi
BRETAR tilkynntu seint í gærkvöldi, að refsiaðgerðum gegn
Argentínumönnum yrði ekki hætt eins og tilkynnt hafði verið
fyrr í gærdag. Var skýringin sögð sú, að lagalegar tafir hefðu
orðið í Buenos Aires og því væri ekki hægt að aflétta refsiað-
gerðunum.
Sagði í yfirlýsingu frá breska
fjármálaráðuneytinu, að ekki
yrði um neinar aðgerðir í þá átt
að aflétta refsiaðgerðunum að
ræða fyrr en ný tímasetning
hefði verið ákveðin af Argentínu-
mönnum. Var ekkert látið uppi
um hversu langur tími gæti liðið
þar til aðgerðunum yrði hætt, allt
ylti á vinnuhraða stjórnvalda í
Buenos Aires.
Að sögn bresku fréttastofunn-
ar Press Association töldu Arg-
entínumenn að ekki yrði nema
um nokkurra daga töf að ræða.
Þar í landi yrði að breyta laga-
setningu til þess að hægt væri að
aflétta þeim höftum, sem ríkt
hefðu í samskiptum þjóðanna frá
því Falklandseyjadeilan hófst.
Gleði ýmissa, þar á meðal
starfsmanna útibús Banco de la
Nacion Argentina í Lundúnum,
var því skammvinn. Þar höfðu 20
af 50 starfsmönnum hætt eða
verið sagt upp á undanförnum
mánuðum vegna þess að þar var
bókstaflega ekkert að gera.
Sigling
á baðkeri
llunstanton, Knglandi,
14. scplember. AP.
ÞREMUR mönnum, sem reyndu
að sigla baðkeri með utanborðs-
mótor meðfram strandlengjunni
við Norfolk, var bjargað í dag eftir
að fram hafði farið gífurleg leit úr
lofti og af sjó.
Talsmaður strandgæslunnar
sagði að baðskerssigling þessi
væri fásinna hin mesta, en hún
var farin til að safna fé til góð-
gerðarstarfsemi. Hann gagn-
rýndi einnig mennina fyrir að
hafa ekki haft talstöð um borð,
en kostnaður við leitina og
björgunina nemur fleiri þúsund-
um punda.
Mennirnir, sem voru þrír,
fundust þar sem þá rak með
strandlengjunni við Hunstanton,
en þeir höfðu þá tapað árunum
og engin voru neyðarmerkin um
borð.
Garcia frá
Kúbu efstur
Moskvu, 14. september. AP.
KÚBANSKI stórmeistarinn Guill-
ermo (>arcia vann tvær biðskákir á
millisvæðamótinu í skák í dag og
náði óvæntri forustu á mótinu. Hann
sigraði Miguel Quinteros, Argent-
inu, og Jacov Murey frá ísrael i
biðskákum og hefur því hlotið 5,5
vinninga.
Næstir honum með 4,5 vinninga
koma Mikhail Tal, Sovétríkjunum,
og Ulf Andersson, Svíþjóð, en
hann sigraði John van der Wiel
frá Hollandi í biðskák. Garry
Kasparov er í fjórða sæti með 4
vinninga en hann samdi um jafn-
tefli við landa sinn Alexander
Belyavsky í biðskák.
Belyavsky hefur hlotið 3,5 vinn-
inga, Yefim Geller, Sovét, hefur 3
vinninga, Velimirovic, Júgóslavíu,
Rodrigues, Filippseyjum, og
Gheorghiu, Rúmeníu, hafa hlotið
2,5 vinninga og eiga biðskák.
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
GOOLE:
Arnarfell ........ 20/9
Arnarfell ........ 4/10
Arnarfell ....... 18/10
Arnarfell ........ 1/11
ROTTERDAM:
Arnarfell ........ 22/9
Arnarfell ........ 6/10
Arnarfell ...... 20/10
Arnarfell ........ 3/11
ANTWERPEN:
Arnarfell ........ 23/9
Arnarfell ........ 7/10
Arnarfell ........ 21/10
Arnarfell ........ 4/11
HAMBORG:
Helgafell ........ 1/10
Helgafell ....... 22/10
Helgafell ........ 12/11
HELSINKI:
Dísarfell ....... 14/10
Dísarfell ........ 8/11
LARVIK:
Hvassafell ....... 6/10
Hvassafell ...... 18/10
Hvassafell ....... 1/11
GAUTABORG:
Hvassafell ....... 5/10
Hvassafell ...... 19/10
Hvassafell ....... 2/11
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ....... 15/9
Hvassafell ....... 4/10
Hvassafell ...... 20/10
Hvassafell ....... 3/11
SVENDBORG:
Hvassafell ....... 27/9
Helgafell ........ 5/10
Dísarfell ....... 18/10
Helgafell ....... 25/10
Hvassafell ....... 4/11
AARHUS:
Helgafell ........ 6/10
Helgafell ....... 26/10
Helgafell ....... 16/11
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell ....... 4/10
Skaftafell ....... 3/11
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ....... 6/10
Skaftafell ....... 5/11
m.
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101