Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
mSKW&íiKKW '^■■■■^-
. xszzzí' ? ■'<rc<
• : Lr -*-
•*,v'-:'ír** ‘r-
•' ' ' ’ '?>•< J Íí . I | <•
S V. • ' ■■'"■?’* ■< ■ V (• ;• * 'i i: _
■
...£
nn
(JtliLsteikning af heilsuhælinu, austurhlið.
Heilsuhæli NLFA, Kjarnaskógi
Eftir Arna
Asbjarnarson
í Moriíunblaðinu 3. júlí sl. er
nrein eftir Gísla Jónsson mennta-
skólakennara á Akureyri. Grein
þcssi ber yfirskriftina „Styðjum
framtak þeirra". Greinin ber vott
um áhuKa og velvild til Náttúru-
lækninnafélans Akureyrar, sem nú
stendur í stórræðum við að reisa
heilsuhæli Norðlendinna, hliðstætt
því sem NáttúrulækningafélaK Is-
lands hefir reist ok rekið í Hvera-
Kerði síðastliðin 26 ár, með (jóðum
áranKri ok svo mikilli aðsókn, að
héertji næ(jir það húsnæði sem fyrir
hendi er.
Akureyrarbær hefir tekið
ákvörðun NLEA af skilningi ok út-
hlutað því lóð fyrir byKKÍnKuna í
Kjarnalandi, á friðsælum og fögr-
um stað í jaðri KjarnaskÓKar, en
þar er fyrirhuKað útivistarsvæði
hæjarbúa með upplýstum uanKstÍK-
um um skótíinn. Þarna er friðsæld
otí fatturt útsýni um byggðir Eyja-
fjarðar.
Byggingaframkvæmdir eru
kornnar það á veg, að 600 m‘ kjall-
ari hefir verið steyptur. Ofan á
hann er ráðgert að rísi þrjár hæðir
og er nú verið að reisa þá fyrstu og
samið hefur verið um, að byggingu
hennar verði lokið á þessu sumri.
Fé til byggingaframkvæmda hef-
ir verið aflað þannig, að ýmis félög
og einstaklingar hafa gefið stærri
eða smærri upphæðir, ágóði af ár-
legu happdrætti NLFI hefir runnið
1 byggingasjóð NLFA, ríkissjóður
hefir lagt til framkvæmdanna
nokkra tugi þúsunda árlega, auk
þess sem stjórn félagsins hefir sýnt
mikinn áhuga og útsjónarsemi við
öflun fjár eftir ýmsum leiðum. Ný-
lega birtu blöðin greinargóða
skýrslu stjórnar NLFA, þar sem
þess er getið, að eftir framkvæmdir
þessa sumars, þ.e. lokið hefir verið
uppsteypu fyrstu hæðar, er fjár-
hagurinn þannig, að allt er greitt,
sem byggt hefir verið.
Allir bíða fullir áhuga og eftir-
væntingar eftir því, að þessi hluti
hælisins komist upp og taki til
starfa og þykir ýmsum seint ganga.
Því er þar til að svara, að hraði
byggingaframkvæmda ræðst af því
hversu vel gengur að afla fjár. Ekki
er hyggilegt að stofna til skulda svo
lengi sem bygging þessa fyrsta
áfanga er ekki lengra á veg komin
en að þar sé hægt að hefja rekstur.
Þegar heilsuhælið í Hveragerði
tók til starfa, var unnt að veita
móttöku 40 sjúklingum, en nú tekur
það við 160. Vonir standa til, að
norðlenska hælið í Kjarnaskógi taki
við ámóta hópi sjúklinga, þegar það
er fullbyggt.
Norðlendingar hafa fyrr lagt
fram fé og starf og reist heilsuhæli
með góðum árangri. Fyrir um það
bil 60 árum var unnið að byggingu
Kristneshælis. Þá voru það berkl-
arnir, sem herjuðu á unga fólkið,
ekki síst í Eyjafirði og til að vinna
gegn þeim banvæna sjúkdómi var
Kristneshælið reist. Þá voru það
konurnar og félög þeirra, kvenfé-
lögin, sem fóru í fylkingarbrjóst. Þá
var haft eftir konu í fram-Eyja-
firði, að hún hefði lýst því yfir að fá
hcimili væru það fátæk, að þau
gætu ekki lagt fram sem svaraði
einu dilksverði til hælisbyggingar-
innar og voru þá efni íslensku þjóð-
arinnar önnur en nú er. Þetta sjón-
armið ættu Norðlendingar og aðrir
landsmenn að hafa til eftirbreytni
nú. Leggjum öll fram krafta okkar,
eftir efnum og ástæðum, næstu
5—6 árin og þá mun heilsuhælið í
Kjarnaskógi verða tekið til starfa,
mörgum til heilsubótar og gleði,
ekki síst þeim sem lagt hafa af
mörkum sitt framlag til byggingar-
innar. Stjórn NLFA skráir sam-
viskusamlega allar gjafir, stórar og
smáar, á nöfn gefenda, þannig að á
seinni tímum sjáist framlag hvers
og eins.
Reynsla heilsuhælisins í Hvera-
gerði sýnir, að % þeirra sjúklinga,
sem þar hafa dvalið eru konur og 'A
karlar. Ég vil því einkum beina orð-
um mínum til kvenfélaga og kven-
félagasambanda, að þau láti þetta
mál til sín taka, kynni það á fund-
um sínum og formenn og stjórnir
þessara samtaka gangi hér á undan
með góðu eftirdæmi.
í lögum NLFÍ, 3. gr., segir: „Til-
gangi sinum hyggst félagið ná m.a.
með því að vinna að stofnun heilsu-
hæla, sem beiti náttúrulegum
heilsu- og lækningaaðferðum (ljós,
loft, vatn, mataræði, hreyfing,
hvíld).“ Hugmynd Jónasar Krist-
jánssonar læknis var sú, að minnst
4 heilsuhæli á vegum NLFÍ, eitt í
hverjum landsfjórðungi, yrðu reist
á Islandi. Verum minnug hugsjóna
og framtaks norðlenska læknahöfð-
ingjans Jónasar Kristjánssonar,
sem aldrei lét deigan síga í barátt-
unni við sjúkdómana, sem hann
taldi marga stafa af röngum lifnað-
arháttum. Hann varði eignum sín-
um og orku í þágu þeirrar hugsjón-
ar.
Bygging heilsuhælis NLFA í
Kjarnaskógi, Eyjafirði er hafin.
Norðlendingar og landsmenn allir,
látum sjá að skilningur okkar og
framtak sé ekki minna en var fyrir
60 árum, leggjum fram fjármuni
eftir efnum og ástæðum málefni
þessu til stuðnings.
Arni Ásbjarnarson.
Góður árangur af
æðarungauppeldi
f ÞRJÍJ sumur hefur Árni G. Pét-
ursson hlunnindaráðunautur Búnað-
arfélags íslands annast uppeldisat-
hugun og fóðurtilraun á æðarungum.
í sumar var hann með 30 unga á
Vatnsenda á Melrakkasléttu.
Tilraunin hófst 20. júní en þann
24. júlí voru ungarnir fluttir til
sjávar og sleppt. Þá höfðu ungarn-
ir tífaldað fæðingarþunga sinn. Á
Vatnsenda voru ungarnir látnir
æfa sund og köfun á vatni sem þar
er en voru fóðraðir á mismunandi
innlendum fóðurblöndum. Þeir
voru síðan fluttir til sjávar frá
Oddsstöðum þann 24. júlí, eins og
áður er sagt en fyrstu vikuna var
þeim gefin fóðurblanda með sjáv-
ar- og fjörubeit, eftir það urðu
þeir að sjá um sig sjálfir. Uppeld-
isfaðir unganna, Árni G. Péturs-
son, heilsaði síðast upp á þá 30.
ágúst, en þá vegnaði þeim ágæt-
lega og voru hinir sprækustu.
Dalvlk:
Erfitt að fá
tónlistarkennara
Dalvík, 2. seplember.
MJÖG erfiðlega hefur gengið að fá
tónlistarkennara að Tónlistarskólan-
um á Dalvík. Þrátt fyrir ítrekaðar
auglýsingar eftir skólastjóra og
kennara hefur enn ekkert komið út
á þær. Er nú verið að kanna hvort
möguleiki sé á að fá erlent fólk til
starfa við skólann, en talsvert er um
að fólk frá Bretlandi hafi komið til
Islands til tónlistarkennslu.
Tónlistarskólinn á Dalvík hefur
verið starfræktur í fjölda ára og
um tíma voru 3 fastráðnir kennar-
ar við skólann ásamt stundakenn-
urum. Síðastliðinn vetur var að-
eins einn kennari við skólann,
Gestur Hjörleifsson, en hann hef-
ur starfað við tónlistarkennslu á
Dalvík í mörg ár ásamt því að sjá
um kórstjórn kirkjukórs og ým-
issa annarra kóra.
Tónlistarskólinn hefur haft
starfsemi sína í húsnæði sem
Dalvíkurbær á ásamt Svarfaðar-
dalshreppi. I þessu húsnæði voru
áður læknastofur héraðslæknis.
Talsverðar umræður hafa farið
fram um samvinnu milli sveitarfé-
laganna Árskógs-, Svarfaðar-
dalshrepps og Dalvíkurbæjar um
starfrækslu tónlistarskóla, en því
miður hefur enn ekki náðst sam-
komulag um það mál. Þar sem
ekki er fyrir hendi grundvöllur
fyrir sameiginlegum rekstri tón-
listarskóla í þessu húsnæði þá hef-
ur Svarfaðardalshreppur óskað
eftir að selja sinn hlut í því. Ekki
er enn ljóst hvar Tónlistarskólan-
um yrði komið fyrir ef húsnæðið
yrði nú selt en hugmyndin er að í
framtíðinni verði starfsemi hans í
húsnæði grunnskólans sem nú er í
byggingu.
FrétUriUrar.
Rússnesku-
kennsla hjá MÍR
EINS OG undanfarin ár efnir félag-
ið MÍR, Menningartengsl íslands og
Káðstjornarríkjanna, til námskeiða í
rússneskri tungu fyrir almenning í
vetur.
Námskeiðin hefjast síðar i þess-
um mánuði og fer kennslan að
mestu fram á kvöldin í húsakynn-
um Háskóla íslands. Kennarar
verða hinir sömu og í fyrra, hjónin
Olga og Sergei Alisjonok frá
Moskvu. Kennslan er bæði ætluð
byrjendum og framhaldsnemend-
um, en í fyrra sóttu rússnesku-
námskeið MÍR alls um 40 nemend-
ur á öllum aldri.
I vetur verður efnt til tveggja
sérnámskeiða, ef þátttaka fæst, til
að auðvelda áhugamönnum lestur
á rússneskum ritum og stærðfræði
eða eðlisfræði, svo og skák.
Bréfaskóli er önnur nýjung í
rússneskukennslu MIR; nemendur
sem ekki geta sótt reglulega
námstíma í háskólanum eiga þess
kost að fá námsefni sent heim,
kennslubækur og hljómplötur eða
snældur.
Egilsstaðir:
Kennaraþing
Austurlands
KgilssliWVum. 11. wptember.
IIINI' árlega kennaraþingi Kenn-
arasambands Austurlands lauk að
Eiðum í gær. Þingið sátu fjölmarg-
ir kennarar víðs vegar af Austur-
landi ásamt frærtslustjóra, náms-
stjórum og gestum.
Þingið hófst á fimmtudag með
erindi Sigurðar Pálssonar,
námsstjóra, um vímuefni og
hlutverk skólans í fræðslu og
fyrirbyggjandi starfi. Þá sátu
námsstjórar fyrir svörum og
kynntu nýjungar í kennslu
námsgreina sinna. Um kvöldið
var haldinn aðalfundur
Kennarasambands Austurlands.
Formaður sambandsins var
kjörinn Svavar Björnsson, skóla-
stjóri Brúarásskóla, og með hon-
um í stjórn Hermann Guð-
.fát fo&S&'A ^
mundsson, skólastjóri á Vopna-
firði, og Kolfinna Þorfinnsdóttir,
skólastjóri grunnskóla
Geithellnahrepps.
I gær flutti Þórir Sigurðsson,
námsstjóri, erindi um stöðu
mynd- og handmenntakennslu í
fjórðungnum. Að frumkvæði
fræðslustjóra og fræðsluráðs
vann hann ásamt fleirum á síð-
astliðnu skólaári að umfangs-
mikilli könnun á aðstöðu skóla í
fræðsluumdæminu til hand- og
myndmenntakennsiu. í sumar
hefur svo verið unnið úr þessari
könnun og verða niðurstöður og
tillögur til úrbóta brátt sendar
Fræðsluráði Austurlands.
í máli Þóris kom fram að
staða mynd- og handmennta-
kennslu í fjórðungnum er
afskaplega slæm. Víða er hvorki
aðstaða fyrir hendi né kennarar
með starfsmenntun. Alls munu
10 mynd- og handmenntakenn-
arar með tilskylda starfsmennt-
un verða starfandi í skólum um-
dæmisins í á að giska 5 skólum
af 28. Verulegur aðstöðumunur
ríkir því milli skóla. Einkanlega
eru hinir fámennari skólar illa
settir í þessum efnum.
Að loknu þinghaldi í gær hófst
námskeið í náms- og starfs-
ráðgjöf undir stjórn Gerðar
Óskarsdóttur, skólameistara á
Neskaupstað. Það eru kennarar
fjögurra skóla sem þátt taka í
námskeiði þessu, en ætlunin er
að skipulögð tilraunakennsla í
náms- og starfsráðgjöf fari síð-
an fram í viðkomandi skólum í
vetur. Námskeiðinu lýkur í
kvöld. — Ólafur.
m
Sigurður Pálsson, námsstjórí, ræðir við Helga Halldórsson, yfirkennara,
á Egilsstöðum, um stöðu kristinfræðikennslunnar í grunnskólum.
Þórir Sigurðsson, námsstjóri í mynd- og handmennt, flytur skýrslu sina á
þingi KSA.
(Frá MÍR.)