Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 29 öðrum trúnaðarstörfum. Var hún m.a. í stjórn Sjúkrahúss Akureyr- ar í 20 ár, frá 1942—1962, og hafði orð á sér fyrir röskleika og hæfni í því starfi. Þá var hún formaður í Akureyrardeild Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna í 12 ár og tókst jafnan að halda uppi góðu og fjölþættu félags- starfi. Sigríður hafði „heillahendur" eins og það er orðað. Var hún því oft kvödd til hjálpar ef gera þurfti að sárum, t.d. vegna bruna eða opinna berkla og jafnvel bein- brota. Einkum átti þetta sér stað meðan hún dvaldi í sveitinni. Voru dæmi þess að læknar vísuðu til hennar fólki er svona stóð á um. Atti Sigríður ekki langt að sækja þessa hæfileika, því Matthías Ein- arsson, læknir, var náfrændi hennar og hún talin töluvert lík honum að gerð. Margir leituðu til Sigríðar alla tíð með margvísleg- ustu vandamál og lagði hún sig jafnan fram um að leysa vanda þeirra, væri þess nokkur kostur. Hún átti óskorað traust og trúnað samferðamanna sinna er ætíð reyndu hana að góðvild og hæfni. Sigríður Þorsteinsdóttir var kona stórrar gerðar og ágætlega vel lesin og fróð um margt. Hún var að eðlisfari nokkuö skaprík og jafnvel ráðrík en hafði tamið þessa eiginleika betur en flestir aðrir hefðu gert. Hún hafði næm- an skilning á mikilvægi þeirra margþættu starfa er maður henn- ar, Tryggvi Helgason, tók að sér og gegndi á langri starfsævi, og studdi hann með ráðum og dáð. Einn þáttur hamingju þeirra var að skoðanir beggja og áhugamál féllu í líkan farveg og höfðu því ómetanlegan stuðning hvort af öðru. Tryggvi og Sigríður bjuggu lengi framan af sambúð sinni við fremur þröngan kost og tæpa af- komu þar sem félagsmálastörf húsbóndans voru lítt eða ekki launuð. Allt bjargaðist þetta samt og var þó mikil gestanauð á heim- ili þeirra. Stóð hún að sjálfsögðu að verulegu leyti í sambandi við forustustörf Tryggva, sem m.a. var formaður Alþýðusambands Norðurlands í tvo áratugi auk áratugaforustu í samtökum sjó- manna á Akureyri. Oft komu menn til gistingar með litlum eða engum fyrirvara og fengu jafnan hinar hlýjustu og bestu móttökur. Sigríður var rausnarkona að allri gerð og það hefði síst verið að hennar skapi að leggjast gegn greiðasemi og höfðingslund Tryggva. Ég get sjálfur um þetta borið af eigin reynd þar sem ég var árum saman tíður gestur á heimili þeirra og mætti þar jafnan slíkri umhyggju og elskusemi að ekki gleymist. Sigríður náði háum aldri og var lengst af heilsuhraust. Síðustu ár- in voru henni þó erfið vegna hrak- andi heilsu sem ekki var unnt að fá bót á. Lengst af dvaldi hún þó á heimili sínu í umsjá Tryggva sem annaðist hana af þeirri alúð sem fágæt er. Má segja að Tryggvi hafi ekki frá henni vikið árum saman meðan hið langa lokastríð var háð. f dag verður þessi greinda at- orkukona lögð til hinstu hvíldar. Ég votta Tryggva vini mínum innilega samúð við þessi umskipti, svo og sonum Sigríðar og fjöl- skyldum þeirra og öðrum ástvin- um hennar. Minningin um mæta og mikilhæfa konu mun lifa þótt lífsgöngunni sé lokið. Guðmundur Vigfússon í dag verður frú Sigríður Gróa Þorsteinsdóttir borin til moldar á Akureyri. Er þar lokið merkum æviferli, sem vert er að minnast. Þessari ágætu konu á ég líka þakkarskuld að gjalda. Á ungl- ingsárum mínum á Akureyri, og raunar löngu eftir það, naut ég vináttu hennar og tryggðar og heimili hennar stóð mér alltaf opið. Þó að fjarlægðir hindruðu fundi okkar síðar, vissi ég að hug- ur hennar í minn garð var ávallt hinn sami. Með þakklátum huga minnist ég hennar því nú og mun ávallt gera. Sigríður var Reykvíkingur að uppruna. Þar fæddist hún 31. ág- úst 1891. Foreldrar hennar voru Margrét Sigurðardóttir og Þor- steinn Þórðarson. Einn bróður átti Sigríður, Guðjón að nafni. Hann féll frá í blóma lífsins árið 1914. Ekki naut Sigríður skólagöngu umfram það sem alþýðubörn áttu kost á á þeim árum. En ágætum gáfum var hún gædd, var fróð- leiksfús og las góðar bækur alla ævi, og reyndist það henni drjúgt til góðra mennta. Á unglingsárum réðist hún í vist til danskra hjóna í Reykjavík, Trolle kafteins og konu hans. Þau reyndust henni ágæta vel, og með þeim fluttist hún til Danmerkur, þar sem hún dvaldist síðan í tvö ár. Vistin á heimili Trolle-hjónanna og Dan- merkurdvölin varð henni ómetan- legur skóli. Eftir að Sigríður kom aftur heim til Reykjavíkur rak hún um skeið matsölu að Ingólfsstræti 4. Voru þar m.a. skólapiltar í fæði. Þar hófust kynni Sigríðar og eins skólapiltsins, og urðu þau örlaga- valdur í lífi beggja. Þessi skóla- piltur átti síðar eftir að verða þjóðkunnur maður, presturinn og rithöfundurinn Gunnar Benediktsson. Sigríður og Gunnar gengu í hjónaband í Reykjavík, en árið 1920 lá leið þeirra norður, því að þá var Gunnar vígður til prests- þjónustu í Grundarþingum í Eyja- firði með aðsetur í Saurbæ. Með þeim hjónum var jafnræði á margan hátt, bæði gædd ágætum gáfum, gjörvuleik og starfsvilja. Um þau var sjaldan logn eða kyrrstaða. Þau eignuðust þrjá syni, sem allir hafa komist til mennta og manndóms: Þorstein, kennari, Benedikt, verkfræðingur, og Styrmi, skipstjóri. Af þeim Saurbæjarhjónum fór brátt mikið orð, þótt umdeild væru þau stundum. Séra Gunnar þótti snemma mikill orðsins mað- ur, þótt ekki færi hann alltaf troðnar slóðir í prédikun sinni og boðun. Eftir að hann haslaði sér völl sem rithöfundur voru þeir fáir í þessu landi, sem ekki könnuðust við nafn hans. Starf Sigríðar var á þrengri og hljóðlátari vettvangi, en þar lét hún einnig að sér kveða. Kom það t.d. fljótt í ljós að hún var hinn ágætasti læknir, þótt ólærð væri. Hjúkraði hún oft sjúk- um og gerði að sárum manna með góðum árangri. Hafði hún alltaf einhver lyf undir höndum til hjálpar í sjúkdómstilfellum. Þótti jafnan gott til hennar að leita. Það bar og til tíðinda á þeim árum að leikritið Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur var sett á svið í Saurbæ og var það ekki lítill menningarviðburður. Lék Sigríður þar eitt aðalhlutverkið og þótti gera það með afbrigðum vel. Má af þessu ráða hve fjölþættir hæfi- leikar Sigríðar voru. Fljótlega kom í ljós, að þessi glæsilegu prestshjón áttu ekki skap saman, og skildu því leiðir þeirra að fullu árið 1931. Þessi reynsla hafði mikil áhrif á líf þeirra beggja. Ég átti þess kost að kynnast þeim báðum síðar og eiga trúnað þeirra. Var mér það gleði- efni að finna hve mikið þau virtu og mátu hvort annað, þótt þeim hefði ekki verið skapað nema að skilja. Eftir að Sigríður fór frá Saurbæ var hún eitt sumar með sonum sínum ungum í Hrísey, en eftir það átti hún alltaf heimili á Akur- eyri með seinni manni sínum, Tryggva Helgasyni. Lengst var heimili þeirra að Eyrarvegi 13. Kynni okkar Sigríðar hófust er ég var nemandi í 1. bekk Mennta- skólans á Akureyri. Þá var Styrm- ir, yngsti sonur Sigríðar, bekkj- arbróðir minn, og varð okkur fljótt vel til vina. Með honum átti ég fyrst leið inn á heimili móður hans og stjúpa. Þetta leiddi svo til þess að ég varð þar heimagangur öll mín menntaskólaár og raunar miklu lengur. Þangað var gott að koma, og þar var ég alltaf jafn velkominn. Á heimili Sigríðar og Tryggva ríkti menningarlegt andrúmsloft í besta skilningi. Á þeim árum starfaði Tryggvi mikið að félags- málum, bæði stjórnmálum og verkalýðsmálum. Sviptivindar þeirra viðkvæmu baráttumála þrengdu sér því stundum inn á heimilið, enda var þar æði gest- kvæmt, m.a. af vinum og baráttufélögum þeirra hjónanna. Þó vakti mér furðu hve baráttu- málin voru oft skilin eftir utan dyra. Þar átti skaplyndi Tryggva drjúgan hlut að máli, því að aldrei vissi ég hann bregða ró sinni eða jafnlyndi heima fyrir hversu mjög sem um hann gustaði á öðrum vettvangi. Þau hjón áttu líka fleiri áhugamál svo að aldrei varð þurrð á umræðuefnum í þeirra garði. Margar ógleymanlegar stundir átti ég með Sigríði við eldhúsborð- ið að Eyrarvegi 13. Og alltaf fór ég af þeim fundum fróðari en ég kom og með eitthvert umhugsunarefni í veganesti. Umræður okkar gátu snúist um allt milli himins og jarðar, vandamál mannlífsins, bókmenntir og lisir eða trúmál. Áhugamálum Sigríðar var ekki skorinn þröngur stakkur, enda átti hún skarpa hugsun og dóm- greind. Þessar stundir voru mér oft eins og annar skóli. Það mátti raunar furðulegt heita að svona náin vinátta gæti myndast milli þroskaðrar konu á sextugsaldri og ómótaðs unglings eins og ég var þá. Eitt er víst: Til Sigríðar gat ég alltaf komið með það sem mér lá á hjarta, og sem ráðgjafi og sálu- sorgari reyndist hún mér sem besta móðir. Sigríður var sterkur persónu- leiki til geðs og ytri gerðar. Skap átti hún mikið, sem agaðist með árum og reynslu. Fremur var hún smávaxin, en yfir henni var ein- hver reisn, sem vakti ósjálfráða virðingu. Höfðingi var hún í lund, og höfðingsskapur mótaði fram- komu hennar. Um leið var hún al- þýðukona. Málstaður þeirra, sem Fædd 12. júní 1905 Dáin 6. september 1982 l>ú gjördir löngum bjart á vegum vorum, þú vmrsl í kvennahópnum prýói sönn, sem liljur greri hió góóa í þínum sporum, af göfgi, (ign og þýðri kærleiksönn. (St Th.) Agnes Gísladóttir var fædd á Hæðarenda í Grímsnesi 12. júní 1905. Hún var dóttir hjónanna Ásbjargar Þorkelsdóttur og Gísia Gíslasonar, bónda í Hæðarenda. Hún var næstyngst níu systk- ina, fimm þeirra komust til full- orðinsára. Þegar Agnes var 5 ára fluttist fjölskyldan til Reykjavík- ur. Þar ólst hún upp hjá ástríkum foreldrum í glöðum systkinahóp, þar sem góðvild og samheldni ríkti. Það veganesti reyndist þeim vel á lífsleiðinni. Föður sinn missti hún árið 1921. Systkinin veittu þá móður sinni mikla aðstoð. Á þeim tíma var lífsbarátta alþýðufólks hörð, en systkinin skorti hvorki dugnað né vinnusemi. Hinn 22. júní 1940 giftist Agnes Magnúsi Pálssyni, stýrimanni, en hann lést af slysförum 28. janúar 1941. Þau áttu þá níu mánaða gamla dóttur, Guðrúnu Ásbjörgu. harðasta heyja lífsbaráttuna, átti stuðning hennar einlægan og óskiptan. _ Margt fékk hún að reyna um dagana, því að lífið fór ekki alltaf um hana mjúkum höndum. En andlegan styrk átti hún nógan til þess að láta hvorki erfiðleika né andblástur smækka sig. Síðustu árin var hún farin að heilsu og kröftum. Þá naut hún í ríkum mæli aðhlynningar og ást- ríkis Tryggva, sem helgaði sig hjúkrun hennar af því æðruleysi, sem ávallt hefur einkennt hann. Vinur hennar og félagi var hann þannig uns stríðinu lauk. í dag leitar hugur minn norður til Akureyrar og rekur þar slóðir minninga í þakklæti og virðingu. Ég sendi Tryggva, sonum Sigríðar og fjölskyldum þeirra mínar bestu kveðjur. Svo vel þekkti ég hug Sigríðar að ég veit að hún vænti sér ein- hvers áframhalds á ævintýri lífs- ins, þegar því jarðneska sleppir. Þessum orðum mínum var ætlað að vera þakklætisvottur fyrir forna vináttu. Um leið fylgja þeim bænir um fararheill á framtíðar- leið. Kristján Róbertsson Frú Sigríður Gróa Þorsteins- dóttir andaðist að morgni 6. sept. sl. rösklega 91 árs að aldri. Hún hafði átt við langvarandi heilsu- leysi að stríða og nú seinustu mánuði lá hún á Akureyrarspít- ala, að mestu án rænu. Líkn var því að komu dauðans og lausn frá þrautum. Eiginmaður hennar, Tryggvi Helgason, annaðist hana í veik- indum af einskærri umhyggju og fórnfýsi, sem og hans var von. Fyrir nær 47 árum rak mig á fjör- ur hjá frú Sigríði og manni henn- ar Tryggva. I þann tíð bjuggu þau i Hafnarstræti 3, „gamla sýslu- mannshúsinu", sem kallað var. Þar ólu þau upp þrjá syni frú Sig- ríðar, þá Þorstein, Benedikt og Styrmi, en hún var fyrr gift séra Gunnari Benediktssyni, rithöfundi og presti í Saurbæ í Grundarþing- um. Leiðir þeirra skildu, en bræð- urnir fylgdu móður sinni. Heimili frú Sigríðar og Tryggva var einstaklega hlýtt og aðlaðandi og því mikils virði uppburðarlitl- um sveitapilti, sem auk þess var fremur ráðvilltur og feiminn, að eignast þar heimagangsréttindi. Þorsteinn og Benedikt stunduðu nám í Menntaskólanum á Akur- eyri og vorum við Benedikt bekkj- arbræður. Enn eru mér ferskar minningar frá þessu góða heimili. Það er sem Hið sviplega fráfall Magnúsar var mikið áfall, en þá og jafnan sýndi Agnes mikinn styrk, enda var hún trúuð kona og vitur. Hún sá þeim mæðgum farborða. Guðrún aflaði sér góðrar menntunar og reyndist móður sinni sérstaklega vel, sýndi henni umhyggju og hjálpsemi. Hún er starfsmaður í Landsbanka Islands. Agnes og Magnús höfðu stofnað heimili að Vatnsstíg 12 og þar bjó Agnes með dóttur sinni til ævi- loka. Eftir að Magnús dó bjó Sig- urbjörg systir Agnesar hjá henni, en hún lést árið 1970. Sigurbjörg sýndi Guðrúnu ást og umhyggju, sem væri hún hennar barn. Það fékk hún launað þegar heilsa hennar tók að bila. Á heimili þeirra var ánægjulegt að koma, þar sat myndarskapur og smekkvísi í fyrirrúmi. Agnes var skemmtileg heim að sækja, gest- risin og glaðvær. Hún kunni góð skil á þjóðmálum, fylgdist vel með og var bókhneigð. Það einkenndi Agnesi hversu mjög hún lagði sig fram við að rétta þeim hjálparhönd sem áttu í erfiðleikum. Þeir sem minna máttu sín áttu samúð hennar vísa. Hún var sannur mannvinur, verk Agnes Gísladóttir Minningarorö ljúfur blær frá morgnum lífsins leiki enn þá um vanga og ég greini svo glöggt umhyggju frú Sigríðar, móðurhlýju, sem hún sýndi mér og þá leiðsögn sem hún veitti mér. Það hefir reynst mér dýrmætt veganesti. Á þessum árum var ekki um stóran veraldarauð hjá verka- manna- eða sjómannafjölskyldum að ræða. Stopul vinna og léleg eft- irtekja. Þannig var einnig ástatt um þessa fjölskyldu. Það var víst oft úr litlu að spila og krappir sjó- ar sigldir. En hversu svo sem þröngt var í búi og vandséð oft um framfærslueyri til næsta dags, skyldi ævinlega tekið á móti mer á þann veg að margur í konungs- ranni mátti mig öfunda. Slík var höfðingslund, reisn og gestrisni frú Sigríðar og fjölskyldu hennar. Þangað var því ljúft að leita fanga fyrir ungling, sem eins og aðrir á þessum tímum komst kannski í bíó einu sinni í hálfum mánuði og átti ekki nema ein föt, sem varð þá að pressa og bletta- hreinsa í snatri, ef hægt var að komast á skólaball. Mörg áhugamál voru rædd og krufin í stofunni hennar, músiklíf stundað af miklum krafti, því frú Sigríður átti eitt forláta orgel, sem þanið var óspart og sungið með. Þetta veitti okkur félögunum ómældar ánægjustundir og ekkert síður Sigríði og Tryggva. Það var dýrmætt að eiga athvarf hjá fólki, sem kunni að meta og taka þátt í tilraunum okkar við að ieita lífs- fyllingar í saklausum leikjum og tilraunalistum af ýmsu tagi. Allt þetta rúmaðist í lífsstefnu frú Sig- ríðar. Hún var svo víðsýn, gagn- menntuð og hleypidómalaus. For- dómar fundust ekki á hennar stundatöflu. Ég veit að margir skólafélagar bræðranna hafa notið gistivináttu frú Sigríðar og Tryggva og eiga sínar góðu minningar um hana, ekki síður en ég. Bræðurnir voru vinmargir, þótt færri kæmust í þann flokk en vildu. Ég var einn af þeim lánsömu og þakklæti mitt er sprottið af innstu rót. Fjöldi ára er runninn í hafsjó tímans, síðan spor min lágu um garð frú Sigríðar í Hafnarstræti 3 á Akureyri. Yfir 39 ár hafa þau Tryggvi búið að Eyrarvegi 13, en ég vanrækti þá skyldu að líta við og þakka fyrir mig. Nú sendi ég kveðju út yfir gröf og dauða, með þökk fyrir ljúfa handleiðslu og minningar um góða konu. Tryggva og sonum hennar votta ég dýpstu hluttekningu í söknuði þeirra. Sindri Sigurjónsson hennar báru vott um hógværð og trúmennsku. Hin síðari ár átti Agnes þess kost að ferðast erlendis með Guð- rúnu dóttur sinni og hafði hún af því mikla ánægju. Nú hefur hún tekið sér lengri ferð á hendur. Ferð sem hún kveið ekki, því hún var sannfærð um að við brottför héðan af jörðinni tæki við áfram- haldandi iíf og starf, þá myndi hún hitta fyrir ástvini og skyld- menni. Ég og fjölskylda mín vottum Guðrúnu dóttur Agnesar, Þórdísi systur hennar og öðrum ættingj- um okkar dýpstu samúð. Agnesi óska ég guðs blessunar á nýju tilverustigi. Aðalheiður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.