Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 28

Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 t BRYNJÓLFUR SVEINSSON, fyrrverandi ytirkennari vift Menntaakólann A Akureyri, Hagamel 52, Reykjavík, lést 14. september. Þórdis Haraldsdóttir, Bryndís Brynjólfsdóttir, Helga Brynjólfsdóttir, Ragnheiftur Brynjólfsdóttir.Jón Níelsson, Brynjólfur Þór Jónsson, Þorbjörn Jónsson, Helga Bryndís Jónsdóttir. t Faöir okkar, EGGERTARNÓRSSON, fyrrverandi skrifstofustjóri, Blönduhlfft 29, sem lézt 8. september, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 17. september kl. 13.30. Sigulaug Eggertsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Arnór Eggertsson, Ragnheiftur Eggertsdóttir, Stefón Eggertsson, Benóní Torfi Eggertsson. t KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR, Stóra-Vatnsskarfti, er látin. Minningarathöfn veröur í Fossvogskirkju í dag, miövikudaginn 15. september, klukkan 15. Jarösett veröur frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 18. september, klukkan 14. Guftrún Þorvaldsdóttir og brœftrabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir oa amma, SVEINDIS HANSDÓTTIR, Egilsgötu 28, Reykjavfk, lést í Borgarspitalanum aö morgni þann 13. september. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, JÓNA ANNA BJÖRNSDÓTTIR frá Stykkiahólmi, lézt í Borgarspítalanum 13. september. Börnin. t Eiginmaöur minn og faöir, ENGILBERT ÓSK ARSSON, fyrrverandi bifreiðastjóri frá Skagaströnd, lést mánudaginn 13. september. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Sigríftur Helgadóttir, Ingibjörg Engilbertsdóttir. t Faöir okkar og bróöir minn, JÓN GÍSLASON, Sólheimum 27, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. septem- ber kl. 10.30 árdegis. Gfsli Jónsson, Elsa Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Ingibjörg Porter. t Eiginkona min og móöir okkar, AUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Skeifti, Skipasundi 33, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 16. septem- ber kl. 1.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélag Islands. Árni Magnússon, börn, tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn. Minning: Sigríður Gróa Þorsteinsdóttir Fædd 31. ágúst 1891 Dáin 7. september 1982 Hinn 7. september sl. lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri frú Sigríður Gróa Þorsteins- dóttir, eiginkona Tryggva Helga- sonar, hins þekkta og virta leið- toga norðlenskra sjómanna um áratuga skeið. Þegar Sigríður lést hafði nún nýlega náð 91 árs aldri. Hún hafði lengi átt við vanheilsu að stríða. Með Sigríði er hnigin í valinn stórmerk gerðarkona með marg- þætta lífsreynslu að baki. Líf hennar varði í meir en níu áratugi a mesta breytingaskeiði í sögu þjóðarinnar. Hún var Reykjavík- urstúlka að uppruna. Ung giftist hún Gunnari Benediktssyni, guð- fræðistúdent frá Einholti í A-Skaftafellssýslu, er litlu síðar gerðist prestur í Grundarþingum í Eyjafirði, og varð þá hlutverk hennar húsfreyjustaðan á prests- setrinu í Saurbæ. Síðar er leiðir þeirra Gunnars höfðu skilið varð hún eiginkona Tryggva Helga- sonar, hins kunna verkalýðsleið- toga Norðlendinga og mikils mannkostamanns sem skilað hef- ur miklu og farsælu ævistarfi. Tryggvi er nú kominn á níræðis- + Móöir mín, AGNES GÍSLADÓTTIR, Vatnsstíg 12, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 15. sepfem- ber kl. 13.30. Guftrún Ásbjörg Magnúsdóttir. Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, JAKOB MAGNÚSSON, húsgagnasmíðamefstarj, Hringbraut 99, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. septem- ber kl. 15.00. Guftvefg Magnúsdóttfr, Hulda Sergent, Artenis Sergent, Hralnhildur Jakobsdóttir, Magnús Ólafsson, Bragi Jakobsson, Sigurbjörg Nielsen og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, GESTS SIGURÐSSONAR, skipstjóra frá ísafirfti, Brekkustfg 3A, Reykjavík, er lést í Borgarspítalanum 8. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. þ.m. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir, sem vildu minnast hins látna, láti Hjartavernd njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Þórðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, PÁLMA SIGURÐAR ÓLAFSSONAR, Þórunnarstrasti 89, Akureyri. Sérstakar þakkir til Góötemplarareglunnar á Akureyri og R.M. Öskju. Elin Sígtryggsdóttir, Ólöf Helga Pálmadóttir, Theodór Halldórsson, Margrét H. Pálmadóttir, Páll Jóhannesson, Þórunn J. Pálmadóttir, Þorvaldur Jónsson, Jón S. Pálmason, Magnea Gunnarsdóttir, Garðar Pálmason, Óli Pálmason, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför móöur okkar, GUDRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, Heimvöllum 5, Keflavfk. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki á sjúkrahúsi Keflavíkur fyrir góöa hjúkrun í veikindum hennar. Börnin. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför GUÐRÍÐAR ÞÓROARDÓTTUR frá Höffta. Brasörabörn. aldur en er ótrúlega ern bæði lík- amiega og andlega. Er missir hans nú mikill eftir farsæla sambúð hans og Sigríðar er staðið hefur í nær hálfa öld. Sigríður var fædd í Grjótaþorp- inu í Reykjavík 31. ágúst 1891, en ólst upp á Frostastöðum sem var lítill steinbær niður á sjávarbakk- anum, beint niður af Vitatorgi. Skúlagatan liggur nú yfir bæj- arstæðið en Frostastaðalind sem var nafnkennd áður fyrr seytlar enn undir klöppinni við Frosta- staðavör. Fjölskylda Sigriðar var jafnan kennd við Frostastaði. Faðir Sigríðar, Þorsteinn Þórð- arson, var að mestu ættaður úr Kjósinni, en þó að nokkru af Hraunsætt í Fljótum. Var hann áraskipaformaður og að öðrum þræði skútusjómaður. Móðir Sig- ríðar var Margrét Sigurðardóttir ættuð af Mýrum, aðallega úr Hraunhreppi. Þorsteinn faðir Sig- ríðar féll frá aðeins 44 ára og var þá Sigríður 13 ára og Guðjón bróð- ir hennar 10 ára. Við þetta áfall féll það í hlut Sigríðar að koma móður sinni til aðstoðar við að framfleyta heimilinu. Réðist Sig- ríður þá til afgreiðslustarfa í verslun strax að fermingu lokinni. Ekki var um annað skólanám að ræða en barnaskólann við Tjörn- ina. Morten Hansen var þar skóla- stjóri og mat Sigríður hann mikils alla tíð. Síðar dvaldist Sigríður við störf í Kaupmannahöfn í þrjú ár og lærði þá dönsku svo vel, að hún talaði hana sem innfædd væri. Sigríður giftist Gunnari Bene- diktssyni 19. april 1917. Um þær mundir rak Sigríður matsölu í Reykjavík til uppihalds heimilinu og móður sinni sem orðin var ekkja eins og fyrr segir. Þegar Gunnar var settur prestur í Grundarþingum 1920 fluttust þau Sigríður að Saurbæ og bjuggu þar til 1931 er leiðir þeirra skildu og Gunnar sagði af sér embætti. Sig- ríður dvaldi næstu tvö og hálft ár í Saurbæ með þrjá syni þeirra Gunnars 5—13 ára að aidri. Hafði hún þá símavörslu og póstaf- greiðslu með höndum, auk lítils bústofns, og bætti sér rýrar tekjur með saumaskap fyrir sveitungana. Var þetta áreiðanlega erfitt tíma- bil í lífi Sigríðar þótt aldrei vildi hún sjálf hafa um það mörg orð. Haustið 1933 stofnuðu þau Sig- ríður og Tryggvi Helgason til hjúskapar og settu sig niður á Ak- ureyri þar sem heimili þeirra stóð alla tíð síðan. Bjuggu þau fyrstu tíu árin í leiguhúsnæði en síðan í verkamannabústað að Eyrarvegi 13 í 39 ár. Þar ólust synir Sigríðar og Gunnars upp til fullorðinsára, en þeir eru Þorsteinn, kennari, Benedikt, tæknifræðingur, og Styrmir, sjómaður. Eru þeir allir kvæntir menn og nýtir þjóðfélags- þegnar. Sigríður hafði jafnan mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og var vel róttæk í afstöðu og skoðunum. Hún var mikil félagshyggjukona og tók strax verulegan þátt í fé- lagsmálum í Saurbæjarhreppi. Var hún m.a. formaður í kvenfé- lagi sveitarinnar og tók þátt í leikstarfsemi og þótti standa sig það vel að orð var á gert. Eftir að hún fluttist til Akureyrar var hún um margra ára skeið í stjórn Verkakvennafélagsins Einingar og þá ýmist ritari eða varaformað- ur. Hún var lengi formaður í þeirri nefnd félagsins sem safnaði fé og annaðist allar framkvæmdir við sumardvöl barna frá fátæk- ustu heimilunum á kreppuárunum og stríðsárunum. Var þetta mikið starf og tímafrekt. Dvölin fyrir 30—40 börn var í þrjá mánuði og látin ókeypis í té. Veitti sannar- lega ekki af þessari starfsemi því atvinnuleysið og skorturinn var óvíða meiri en á Akureyri á þess- um árum og mátti segja að sár fátækt ríkti á öðru hvoru verka- mannaheimili. I viðurkenningarskyni fyrir öt- uia forustu og óeigingjörn störf var Sigríður kjörin heiðursfélagi Einingar á aðalfundi félagsins ár- ið 1973. Veit ég að sá heiður sem henni var með því sýndur gladdi hana mjög, enda var hann að verð- leikum. Auk starfsins í verkalýðshreyf- ingunni gegndi Sigríður ýmsum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.