Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
27
Nefnd fjalli
um atvinnu-
mál fatlaðra
f SAMRÆMI við yfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar og Alþýðusambands fs-
lands frá 30. júní 1982 hefur
félagsmálaráðuneytið skipað samráðs-
nefnd ASf, hagsmunasamtaka fatlaðra
og ríkisvaldsins þar sem hagsmunamál
fatlaðra verði til stöðugrar endurskoð-
unar og umfjöllunar, segir í frétt frá
félagsmálaráðuneytinu.
Nefndin skal m.a. fjalla um at-
vinnumál fatlaðra, uppbyggingu
verndaðra vinnustaða og réttindi til
lífeyrissjóða, svo og vera umsagnar-
aðili um lög og reglugerðir sem
snerta málefni fatlaðra.
Eftirtaldir aðilar hafa verið skip-
aðir í nefndina: Margrét Margeirs-
dóttir, deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu, formaður,
Tryggvi Þór Aðalsteinsson, fulltrúi
ASI, Halldór Rafnar, fulltrúi Ör-
yrkjabandalagsins, Theodór A.
Jónsson, fulltrúi Sjálfsbjargar, Jón
Sævar Alfonsson, fulltrúi Þroska-
hjálpar, og Arnór Pétursson, fulltrúi
BSRB.
auglVsingasíminn er.-
22480
Nýju verkamannabústaðirnir á Dalvík.
Dalvík:
Gott atvinnuástand í sumar
Dalvík, 3. sepfember.
SEÍiJA má að atvinnuástand á Dal-
vík hafi verið gott í sumar og er það
fyrst og fremst sjávarútvegi að þakka
því segja má að í flestum fiskverkun-
arhúsum hafi verið „sjó-nóg" vinna í
allt sumar.
Atvinna í byggingariðnaði hefur
verið næg þrátt fyrir að ekki hafi
verð byrjað á mörgum nýbygging-
um í ár. Unnið hefur verið að frá-
gangi á byggingum sem áður var
byrjað á og töluvert hefur verið
unnið að lagfæringum og endur-
bótum á eldra húsnæði. Kappsam-
lega hefur verið unnið í skólabygg-
ingunni og stefnt er að því að taka
allan þann hluta, sem nú er í smíð-
um, í notkun nú í byrjun skólaárs.
í sumar var lokið við byggingu
verkamannabústaða, 6 söluíbúðir í
raðhúsi, og hafa þær allar verið
seldar og eru íbúar þegar fluttir
inn. Þá hefur byggingarfyrirtæki á
staðnum hafist handa um bygg-
ingu raðhúss og eru nú þegar seld-
ar nokkrar íbúðir.
Framundan eru nú hin hefð-
bundnu haustverk, en um atvinnu-
horfur að þeim loknum er ekki gott
að segja og eru iðnaðarmenn hér
uggandi um sinn hag.
Fréttaritarar.
Vilja viðræður við EBE
um tollfrjálsa sölu á síld
AÐALFUNDUR Félags síldarsalt-
enda á Norður- og Austurlandi var
haldinn á Höfn í Hornafirði 6. þ.m.
Fundarstjóri var kjörinn Unn-
steinn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri.
Formaður félagsins Hermann
Hansson, kaupfélagsstjóri, flutti
skýrslu stjórnar um starfsemina
á sl. ári og kom þar m.a. fram að
saltaðar voru á félagssvæðinu
137 þús. tunnur á 21 söltunar-
stöð, en það eru um 75% af allri
síldarsöltun á Islandi á árinu
1981.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin en hana skipa: Hermann
Hansson, kaupfélagsstjóri, Höfn
Hornafirði (formaður), Aðal-
steinn Jónsson, framkvæmda-
stjóri, Eskifirði (varaformaður),
Hallgrímur Jónasson, forstjóri,
Reyðarfirði, Hreiðar Valtýsson,
útgerðarmaður, Akureyri, og
Unnsteinn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri, Höfn Hornafirði.
Aðalfulltrúar félagsins í síld-
arútvegsnefnd frá 1. janúar 1982
voru kjörnir Hermann Hansson,
Hornafirði, og Dagmar Óskars-
dóttir, Eskifirði, og til vara Ólaf-
ur Gunnarsson, Neskaupstað, og
Unnar Björgólfsson, Eskifirði.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt með öllum atkvæðum
fundarmanna:
„Söltuð síld er nú aftur orðin
ein af þýðingarmestu útflutn-
ingsvörum landsmanna. Vegna
vaxandi framboðs og opinberra
styrkja, sem framleiðslugrein
þessi nýtur í löndum keppinaut-
anna svo og vegna hárra inn-
flutningstolla í löndum Efna-
hagsbandalags Evrópu, eru vax-
andi erfiðleikar á því að nýta
aukinn síldarafla hér við land tll
manneldis.
Með tilliti til þessa beinir að-
alfundur Félags síldarsaltenda á
Norður- og Austurlandi þeim til-
mælum til íslenzkra stjórnvalda,
að teknar verði upp formlegar
viðræður við Efnahagsbandalag
Evrópu, þar sem reynt verði að
fá þær breytingar á núgildandi
samningi íslendinga við banda-
lagið, að söltuð síld verði toll-
frjáls á sama hátt og samið var
um á sínum tíma varðandi
frysta síld.
Jafnframt og að gefnu tilefni
leggur fundurinn áherzlu á
nauðsyn þess að stuðla að
áframhaldandi góðum viðskipt-
um við Sovétríkin."
LIFID
JORDINNI
eftir David Attenborough
Fáir sjónvarpsþættir hafa þótt ödrum eins tíöindum sæta
og þeir náttúrusöguþættir sem David Attenborough
geröi á vegum BBC undir nafninu Lífið á jörðinni.
Þar var leitað fanga í jarðlögum, gróðurfari og dýralífi
um gervalla jörð og óhemju mikill fróðleikur settur fram
með frábærlega skýrum og skemmtilegum hætti.
Samnefndar bækur David Attenborough hafa síðan farið
sigurför um heiminn. Breski náttúrufræðingurinn
Desmond Morris komst svo að orði um fyrstu útgáfuna
að hún væri „besta kennslubók um náttúrusögu sem
nokkurn tíma hefur verið skrifuð.“ í þessari útgáfu
hefur mörg hundruð nýjum myndum verið bætt við til
frekari glöggvunar á efninu svo bókin er orðin hreint
augnayndi.
Lífið á jörðinni er bók sem ætti að vera til á hverju
heimili - aðgengileg jafnt fvrir unga sem gamla, og mvnd
efnið er heill fjársjóður fvrir áhugamenn um náttúru-
fræði.
og menning