Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 25

Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 25 Systkini íslandsmeistarar í ökuleikni ÍSLANDSMEISTARAKEPPNINNI í ökuleikni lauk á sl. laugardag. í karladokki sigraöi Jón S. Ilalldórsson, en systir hans, Friða Halldórsdóttir, sigraði í kvennaflokki. Sigruðu þau systkini bæði með yfirburðum og hljóta að launum utanlandsferð ásamt Ingvari Agústssyni, sem varð í öðru sæti í karlaflokki. Munu þau þrjú taka þátt í Norðurlandameistaramótinu í ökuleikni, sem fram fer á Spáni. Er sú keppni haldin á vegum Opel-verksmiðjanna þar. (Ljósm. (iunnlaugur). Garður: Bæði knattspyrnuliðin unnu sig upp í deildum (■arði, 12. september. EINS OG fram hefir komið í frétt- um, vann 3. deildar lið Víðis úrslitakeppni 3. deildar og þátttökurétt til að spila í annarri deild að ári. Þeir gerðu jafntefli í sínum síðasta leik í úrslitakeppn- inni sl. laugardag gegn KS frá Siglufirði 0—0. I»á gerði kvenna- liðið sér lítið fyrir og vann KA í úrslitaleik um hvort liðið ætti að spila í I. deild að ári. Hreppsnefndin bauð fótbolta- hetjunum okkar í mat í samkomuhúsinu sl. iaugar- dagskvöld og endaði samkoman með líflegum dansleik. Kom þar m.a. fram, að í tilefni hins góða árangurs sem náðist á þessu keppnistímabili, hyggst hrepps- nefndin gera átak í að bæta keppnisaðstöðuna, en grasvöllur- inn úti á Skaga þykir nokkuð hrjúfur svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Er stefnt að því að gera góðan grasvöll norðan mal^rvall- arins og ljúka við hann á næstu tveimur árum, eða eins og gár- ungarnir segja, áður en liðið fer í fyrstu deild. Arnór. Þessi mynd er tekin i Hrunamannahreppi I lok heyskapar I sumar. Hrunamannahreppur: Heyskap lokið og lagt af stað í göngur Syðra Langholti, 8. september. HEYSKAP er lokið hér fyrir all- nokkru, og má telja að hann sé víð- ast hvar ágætur. Það er þó misjafnt eftir bæjum, þar sem ekki voru öll tún búin að jafna sig eftir kal í fyrra- vor, en lítið sem ekkert kal bættist við í vor. Yfirleitt eru heyin góð, þótt þurrkar væru mjög stopulir siðari hluta júlímánaðar. Þá hraktist hey nokkuð, en súgþurrkun er nú komin á flesta bæi, en votheys- verkun er lítil hér um slóðir. Stór- ar flatgryfjur eru þó á nokkrum bæjum. Nú eru bændur að tygja sig af stað í leitir, og er ieitað inn að Hofsjökli, milli Stóru-Laxár og Hvítár. Réttir verða svo í Hruna fimmtudaginn 16. september. Bú- ast má við að 12 til 14 þúsund fjár komi af fjalli, en nokkuð hefur sauðfé leitað niður að girðingum vegna kulda, og hefur það haft að- gang að óbitnu landi til rétta, svo ekki hefur þurft að rétta það sér- staklega. Alls fara 25 menn í fyrstu leitir á Hrunamannaafrétt, og taka leit- irnar vikutíma. í aðra leit verður svo farið hinn 19. september og í þá þriðju um miðjan október. í aðra leit fara níu menn, en fimm þaulvanir smalar í þá þriðju. Gist er bæði í tjöldum og gangna- mannakofum í fyrstu leitum, en í þeim síðari eingöngu í gangna- mannakofum. — Sig. Sigm. Innilegar þakkir færi ég bömum mínum, tengda- bömum, barnabörmrm og öllum ættingjum og vinum, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu, meÖ fögmm gjöfum, blómum og heillaskeytum. INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, BRÁVALLAGÖTU 50. Hjartans þakkir fœri ég börnum mínum og barnabörnum, og öllum œttingjum og vinum fjœr og nær, fyrir ógleymanlegar stórgjafir, skeyti, blóm og kveöjur á 75 ára afmæli minu 9. sept. GuÖsblessun fylgi ykkur öllum. ELENÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, ÞÓRUFELLI 10, REYKJAVÍK. MIMIR Þrír innritunardagar eftir Samtalsflokkar hjá Englendingum. Kvöldnámskeiö — síödegisnámskeið. Léttari þýzka. íslenzka fyrir útlendinga. Franska, spánska, ítalska, Norðurlandamálin. Enskuskóli barnanna. Einkaritaraskólinn. Símar 10004 og 11109 Málaskólinn Mímir 13 Brautarholti 4. (kl. 1—5 e.h.) /->DaIe . Camegie námskeiðið Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 16. september kl. 20.30 að Hólagötu 15, Sjálfstæðishúsinu, Ytri- Njarðvík. ★ Námskeiöiö getur hjálpað þér að: ★ öölast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ bæta minni þitt á nöfn, andlit og staðreyndir. ★ láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfær- ingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ stækka vinahóp þinn, ávinna þér viröingu og viöurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni þinni sé komið undir því, hvernig þér tekst að umgangast aöra. ★ starfa af meiri lífskrafti, — heima og á vinnu- stað. ★ halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. ★ verða hæfari að taka við meiri ábyrgö án óþarfa spennu og kvíöa. ★ Okkar ráölegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie-námskeiöinu. I dag er þitt tækifæri. ★ Hringið í síma 82411 og skrifið eftir upplýsingum. fyff 82411 ^ f Emkaleyfi á Islandi ^/f^LfSTJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.