Morgunblaðið - 29.09.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 29.09.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 Viðræður að hefjast í Genf Genf, 28. september. AF. FORMAÐUR sovésku sendinefndarinnar, Yuri A. Kvitsinsky, sem nú er í Genf til viðræðna við Bandaríkjamenn um takmörkun kjarnorkuvopna í FNrópu hvatti bandaríska kollega sína til að gera ráðstafanir strax, sem leitt gætu til samkomulags, sem minnkaði ágreining stórveldanna vegna kjarn- orkuvopna. „Þeirra er leikurinn nú,“ sagði hann. Formaður bandarísku nefndar- innar, Paul H. Nitze, gagnrýndi á hinn bóginn átölulausa uppbygg- ingu Sovétmanna á kjarnaeld- flaugum, sem beint væri að Vestur-Evrópu. Sagði hann að bandaríska sendinefndin væri komin til Genfar til þess að eiga viðræður við Sovétmenn með því hugarfari að ná fram sem viðun- anlegustu samkomulagi. 'Hinar fremur óvenjulegu yfir- lýsingar nefndarformannanna fengust fram er þeir komu hvor á sínum tímanum til þess að taka upp fyrri viðræður. Kom Nitze tveimur stundum á undan kollega sínum. Hann sagði ennfremur við fréttamenn að talsverður árangur hefði náðst á þeim 40 formlegu fundum, sem haldnir hefðu verið um málefnið til þessa. Kvitsinsky gaf út sína berorð- ustu yfirlýsingu um viðræðurnar til þessa. Sagði hann að kominn væri tími til, og þótt fyrr hefði verið, að Bandaríkjamenn legðu fram eitthvað áþreifanlegt, sem aukið gæti líkurnar á samkomu- iagi, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Könnun á framfærslukostnaði: Húsaleiga hæst í Abu Dhabi — og bílaþvottur ódýrastur í Dublin /urit h. AF. TÓKÍÓ er enn dýrasta borg heims, hæstu laun eru greidd í Genf, húsaleiga er hæst í Abu Dhabi, sölukona í New York hefur stytt sumarleyfið og (oca ('ola er fjórum eða fimm sinnum dýrara í Kaíro og Jakarta en í Bombay. Þetta kemur fram í könnun sem Sambandsbanki Sviss birti í dag, þar sem borið er saman verðlag í 47 stórborgum um víða veröld. Verð á „matarkörfu", þar er bæði átt við vöru og þjónustu, virðist vera milli 36 og 54 prósent- um hærra en í meðallagi, í Tókíó 132, Abu Dhabi 119, Osló 118, Helsinki og Caracas 109. Lægstar eru Mexícóborg 52, Istanbul 54 og Lissabon 60. Varðandi húsaleigu er hún sem fyrr segir langhæst í Abu Dhabi 196 miðað við 140 í Tókíó. íburð- arlítil fjögurra herbergja íbúð í Abu Dhabi kostar 2.950 dollara á mánuði eða um 43 þúsund ísl. krónur og er það um sex sinnum hærra en almenn húsaleiga í Lux- emborg, Lissabon eða Jóhannes- arborg. Hæstu laun eru greidd í Genf, sem er með 105 stig, og síðan koma San Francisco og Chicago. París og London eru einhvers staðar í miðjunni, en lægstu laun eru greidd í Manilla, Jakarta og Bombay og í þessari röð. Verð á matvæium er hæst í Tók- íó, 181 stig, nálægt tvisvar sinnum hærra en í New York, 92 stig, og þrisvar sinnum hærra en í Briiss- el, 68 stig,sem telst dýr borg, Bu- enos Aires með 56 og í Tel Aviv 42 stig. Verð á kjöti í Tókíó getur ver- ið allt að tíu sinnum dýrara en í Jakarta og í Sviss kostar smjör þrisvar sinnum meira en í Dublin og Luxemborg. Varðandi ýmsa þjónustu er bíl- þvottur í Dublin og Bangkok að- eins fjórðungur af því sem þarf að greiða fyrir sams konar þjónustu í Rio de Janiero. Hárgreiðslukonur í Manilla og Singapore taka innan við 5 dollara fyrir lagningu, en frá 28—31 í New York. Strætisvagna- og lestarmiðar í London eru tvisv- ar sinnum dýrari en í Tókíó og leigubílar eru dýrastir í Brussel og Genf. Hótelverð er hæst í London, New York og Chicago, allt að 150 dollarar fyrir tveggja manna herbergi, en ódýrustu borgirnar hvað hótelverð snertir eru Lissa- bon með 51 dollara og Madrid með 54 dollara. Hvað varðar vinnulaun hefur bifvélavirki í Chicago um 17.300 dollara í laun á ári, samanborið við 7.600 í London, 4.600 í Panama-borg og 1.200 dollara í Bombay. Kokkur í Jeddah vinnur sér inn 22.800 dollara nettó og hef- ur 26 daga leyfi á ári. I París fær matreiðslumaður 9.000 dollara og 25 daga leyfi. Viðvíkjandi sumarleyfi, virðast Bandaríkjamenn þar bera skarðan hlut frá borði, sölukona í New York fær aðeins tíu daga sumar- leyfi en starfsfélagi hennar í Genf, sem hefur langtum hærri laun, fær 24 daga leyfi. Tæknifræðingur í New York fær 12,5 daga í leyfi, en í Tókíó 20 daga, i Dusseldorf 30 daga. Lengsta leyfið fá barna- kennarar í Frakklandi, samtals 108 daga. Á komandi vetri munu yfir 7.600 bíleigendur njóta góös af Lumenition platínulausu transistorkveikjunni, viö gagnsetningu og kaldakstur í slyddu og byl. Ert þú einn af þeim? n UAPrpri<c Skeihmni 3e. StfAÍ 8.47.88 ísraelar yfirgefa höfnina í Vestur-Beirút íbúar Vestur-Beirút fylgjast með þvi af svölum húsa sinna þegar israelskir skriðdrekar fara hjá, en ísraelar yfirgáfu í dag hafnarsvæðið i vesturhluta borgarinnar. Matvælaframleiðsla dregst saman í Póllandi \ arsjá, 28. september. AF. MATVÆLAFRAMLEIÐSLA mun enn minnka í Póllandi á síðasta fjórð- ungi þessa árs. Minna verður um kjöt, kjúklinga, smjör og egg en verið hefur en ekki er gert ráð fyrir frekari skömmtun en verið hefur að svo stöddu. Að sögn pólsku fréttastofunnar, PAP, er talið að kjötbirgðir, sem dreift verður til verslana í land- inu, verði 330.000 tonn á þeim þremur mánuðum sem eftir eru af árinu. Er það 63.000 tonnum minna en á sama ársfjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir þessi tíðindi gaf PAP ekki til kynna, að kjöt- skammturinn yrði skorinn enn Veður víða um heim Akureyri 6 þoka Amsterdam 17 heióskírt Aþena 30 heióskirt Berlín 21 heióskirt Brttssel 16 heiðskírt Chicago 20 heióskirt Dyflinni 12 rigning Feneyjar 24 þoka Frankfurt 20 heiðskírt Genf 16 heiðskírt Helsinki 13 heiðskfrt Hong Kong 27 heiðekirt Jerúsalem 2$ skýjað Jóhannesarborg 25 heíðskirt Kaupmannahöln 18 heiðskírt Las Palmas 24 lóttskýjað Lissabon 21 heiðskírt London 16 heiðskfrt Los Angeles 22 heiðskfrt Madrid 20 heiðskírt Mexíkóborg 27 heiðskírt Miami 29 rigning Moskva 8 skýjað Nýja Delhí 35 skýjað New York 22 heiðskírt Osló 16 skýjað París 21 heiðskirt Rio de Janeiro 35 skýjað Reykjavík 8 hálfskýjað Rómaborg 28 heiðskirt San Francisco 20 skýjað Stokkhólmur 14 skýjað Tel Aviv 28 skýjað Tókýó 24 skýjað Vancouver 14 skýjeð Vinarborg 18 skýjað frekar niður. Til þessa hefur hver fullorðinn fengið 2,5 kíló af kjöti á mánuði. Fyrst eftir að skömmtun hófst var skammturinn 3,5 kíló á mann. Minnkandi framleiðsla hefur þó ekki komið í veg fyrir stórhækkað verð. Eftirspurnin er slík að verðið hefur hækkað frá 100% og allt upp í 300% það sem af er þessu ári. Kjúklingar eru nú aðeins 10.000 tonn af heildarkjötbirgðun- um og hefur kjúklingakjötsfram- leiðsla hrijnið saman. Framleiðsl- an í fyrra var 92.000 tonn. Þá sagði einnig í frétt PAP, að egg myndu verða 540 milljónir á síðasta fjórðungi þessa árs á móti 666 milljónum eggja á sama tíma í fyrra. Þá munu smjörbirgðirnar vera aðeins 50.000 tonn á móti 73.600 í fyrra. Vestrænir fréttaskýrendur telja, að minnkandi kjötbirgðir geti einfaldlega stafað af því að yfirvöld haldi stórum hluta eftir til þess að vera betur í stakk búin til að mæta jafnvel enn verra ástandi síðar í vetur. Bændur hafa fargað búfénaði í stórum stíl að undanförnu vegna fóðurskorts. Pólski sagnfræðingurinn Wlad- yslaw Bartoszewski sagði í dag, að fregnir sem sagðar voru frá hon- um komnar þess efnis, að heilsu Lech Walesa hefði hrakað veru- lega vegna stöðugra gjafa róandi lyfja, væru uppspuni frá rótum. Hann hefði aldrei látið neitt slíkt frá sér fara. Frétt þessi birtist í nokkrum blöðum á Norðurlöndum. Guatemala: 27 skæruliðar féllu í bardaga lluilemili-hnra xcnlemhi'r AI* Guatumala borg, 28. september. AF. TALIÐ er að 27 skæruliðar hafi fallið er til átaka kom milli þeirra og hermanna á mánudag, er stjórn- völd tilkynntu að þau hefðu lýst yfir umsátursástandi næstu þrjátíu daga vegna ókyrrðar í landinu. Skæruliðarnir urðu fyrir kúl- um stjórnarhermanna í Shimalt- enango-héraði um 70 kílómetra vestur af Guatemala-borg, sam- kvæmt heimildum hersins. Þar kemur einnig fram að skærulið- arnir eru taldir ábyrgir fyrir árás á stöðvar hersins á sunnu- dag, þar sem einn hermaður lét lífið. ERLENT Bretland: Sekt fyrir ad taka á móti eigin barni Bristol, Knglandi, 28. september. AF. IXlMSTÓLL í Bretlandi dæmdi í dag mann nokkurn til 40 punda sektar fyrir þá sök að hafa sjálfur tekið á móti barni sínu er það kom í heiminn en ekki kallað til lækni eða Ijósmóður. Þetta er í annað skiptið sem dómur fellur í máli sem þessu, en fyrri dómurinn féll fyrr á þessu ári. Lög varðandi það, að við- staddir fæðingu verði að vera læknir eða ljósmóðir, voru sett árið 1951 í Bretlandi. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.