Morgunblaðið - 29.09.1982, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
Þungamiðjan í safninu og staersti hlutur þess er áraskipið Pétursey. Þrátt fyrir erfið lendingar- og sjósetningarskilyrði lifði fólkið ekki síður á sjósókn en landbúnaði. Skipagerð á þessum slóðum
þróaðist í ákveðið form, svokallað brimsandalag. Pétursey er elsti og merkilegasti fulltrúi þessarar skipagerðar, smíðuð 1855. A meðfylgjandi myndum má annars vegar sjá Pétursey við sjósetningu
frá Vík í Mýrdal um 1911 og hins vegar í byggðasafninu röskum 70 ánim síðar. Ljósmyndir: (iuðjón.
„Finnst oft að ég hafí ekki
átt annað erindi inní lífið“
— segir Þórður Tómasson um störf sín við Byggðasafnið í Skógum
Kassinn, sem Þórður heldur á, er sömu gerðar og kassinn sem Steinar frá
Steinum undir Steinahlíðum færði Þyrí Danaprinsessu í Paradísarheimt
Ilalldórs Laxness. Kassi þessi er smíðaður árið 1878 af Skúla Eiríkssyni
síðar úrsmið á ísafirði. Faðir Skúla var einmitt Eiríkur á Brúnum, sjálf
fyrirmynd Laxness að Steinari frá Steinum undir Steinahlíðum. A kassalok-
inu sjást hnapparnir sem snúið er á leyndardómsfullan hátt til að Ijúka upp
þessum galdrakistli.
Vestur-Skaftafellssýsla og Rang-
árvallasýsla eiga og reka myndarlegt
byggðasafn í Skógum í Austur-Eyja-
fjallahreppi. Safnið er ekki aðeins
forvitnilegt þeim sem ættir rekja i
sýslur þessar, heldur og hverjum
þeim sem kynnast vill aðbúnaði og
verkmenningu íslenska bændasam-
félagsins, sem hvarf fyrir nokkrum
áratugum.
í röska tvo áratugi hefur Þórður
Tómasson í Skógum gegnt starfi
safnvarðar byggðasafnsins, en auk
þess hefur hann ritað fjölda bóka
fræðilegs eðlis, sem flestar tengj-
ast starfi hans í Skógum á einn
eða annan hátt. Morgunblaðið fór
austur þangað og ræddi við Þórð.
„Fyrsti vísir að byggðasafni hér
var í einu kjallaraherbergi Skóga-
skóla síðla árs 1949 og má líta svo
á, að safnið sé nokkurskonar fóst-
urbarn skólans. Síðan þetta var
hefur mikið vatn runnið til sjávar.
í dag á safnið um 6 þúsund skráð-
ra hluta, auk fjölda skjala og
sendibréfa sem sum hver skýra
ýmsa drætti í stjórnmálasögu
aldamótaáranna. Safnið er byggt
upp á gjöfum fólks með góðan
skilning á gildi þeirra verðmæta
sem hér eru. Dæmi um mann með
þennan skilning er Haraldur
Ólafsson, fyrrum bankaritari í
Reykjavík. Hann hefur gefið hátt
á annað þúsund skráðra muna til
Byggðasafnsins hér í Skógum."
Þórður vekur athygli á, að al-
mennt njóti Byggðasafnið velvild-
ar meðal fólksins, sem sé annt um
að sögulega verðmætir hlutir glat-
ist ekki eða skemmist. Hann er
sýnilega þakklátur allri viðleitni
Rangæinga og Skaftfellinga til
eflingar byggðasafninu. Við spyrj-
um Þórð hvaðan honum hafi kom-
ið þessi áhugi á sögulegum minj-
um.
„Sem unglingur heima í Valla-
túni, 15 eða 16 ára, var ég byrjaður
að skrásetja sagnir úr sveitinni.
Ég ólst upp með gömlu og fróðu
fólki, en það tel ég að hafi haft
mikil áhrif á mig. Þetta fólk
þekkti sögur sem náðu tvær aldir
aftur í tímann og gat rakið ættir
enn lengra aftur. Þá var það mér
mikiis virði að alast upp í gamla
íslenska bændasamfélaginu, að
kynnast þessum tveimur ólíku
heimum; bændamenningunni og
hinum nýju atvinnuháttum. Ég
hefi stefnt nokkuð í þá átt að
reyna að gera þessa stofnun að lif-
andi safni, þannig að fólk fái að
sjá hvernig hinir ýmsu safnmunir
voru raunverulega notaðir.
Brýnasta verkefnið hér er að
byggja nýtt safnhús, þar sem
hægt verður að gera þessum mun-
um sómasamlega umgjörð, því nú-
verandi húsrými er orðið alltof lít-
ið. Þá hef ég mikinn áhuga á að
koma hér upp kirkju í tengslum
við safnið. Frá því skömmu eftir
kristnitöku og allt fram til 1890
voru Skógar kirkjustaður. Það
gæti því orðið ákaflega skemmti-
legt að endurvekja þann anda sem
ríkt hefur á liðnum öldum, en fólk
hér um slóðir er mjög áhugasamt
um messuhald þannig að ekkert er
því til fyrirstöðu að hér gæti aftur
orðið blómlegur kirkjustaður."
Það leynir sér ekki, þegar rætt
er við Þórð Tómasson, að honum
er ákaflega annt um Byggðasafnið
og muni þess. Áhugi hans er svo
Ieiftrandi að ætla mætti að hann
hefði tekið við safninu í gær, en
ekki fyrir 23 árum eins og hann
gerði. Við spyrjum hann hvort
einhver hlutur í safninu sé merki-
legastur í huga hans og þá hver.
„Þetta er erfið spurning. Ætli
það sé ekki svipað fyrir mig að
reyna að svara þessu og fyrir föð-
ur að svara því, hvert sé merki-
legasta barnið. Ég segi bara eins
og er, að mér þykir mjög vænt um
alla þessa muni. Ég er glaður yfir
því, hve safnið ber hinni íslensku
bændamenningu gott vitni. ís-
lendingar geta verið stoltir af
mörgum þeim listmunum og hag-
nýtu munum, sem hér eru og gerð-
ir hafa verið af „ólærðu" sveita-
fólki síðustu aldirnar. í þessu
starfi hef ég fengið þann stuðning
fólks sem ég hef þurft á að halda.
í dag finnst mér þessir munir'vera
eins og hluti af sjálfum mér. Það
er eins og með þessa gömlu kennd
smalans, að sér eignar smalamað-
urinn fé, þótt enga eigi hann kind-
ina. Satt að segja finnst mér oft
eins og ég hafi ekki átt annað er-
indi inn í lífið en að safna þessum
gömlu minjum." — G.Sv.
Hér má sjá tvö sett Ufimanna, annað úr filabeini og hitt úr hvalbeini, sem til sýnis eru í byggðasafninú. Þessa hugarins íþrótt iðkuðu menn gjarnan þá sem nú í svartasU skammdeginu á íslandi.
Töflin eru úr gjöf Haralds Ólafssonar, bankariUra, til byggðasafnsins.