Morgunblaðið - 29.09.1982, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.09.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982 29 Skákir frá millisvæðamótinu: Að hika er sama og tapa Skák Margeir Pétursson l»rátt fyrir aö Garry Kasparov hafi verid öruggur um sigur á milli- svæðamótinu í Moskvu áður en síðasta umferðin var tefld, ein- kenndist skák hans við júgóslavn- eska stórmeistarann Dragoljub Velimirovic í henni af mikilli bar- áttu. Á endanum fór Kasparov með sigur af hólmi eftir að hafa lent í miklum þrengingum, því eft- ir að hafa teflt mjög hvasst og vel þorði Júgóslavinn ekki að fórna manni á úrslitastundu. Gamla keppnismáltækið „að hika er sama og tapa“ rcyndist síðan i fullu gildi, þvi við þetta tókst Kasparov að rétta úr kútnum og vinna eftir mikið tímahrak. Hvítt: Velimirovic Svart: Kasparov ('aro-Kann vörn 1. e4 — c6 2. d4 — d5 3. e5 — Bf5 4. Rc3 — Db6!? Þótt Kasparov beiti venjulega Sikileyjarvörn er hann einnig vel með á nótunum í Caro- Kann-vörninni, sem stundum hefur verið nefnd „byrjun fá- tæka mannsins". Eftir 4. — e6 5. g4 — Bg6 6. Rge2 vann Van der Wiel bæði Christiansen og Timman á móti í Hollandi í janúar. 5. g4 - Bd7 6. Ra4 — Dc7 7. Rc5 - e6 8. Rxd7 - Rxd7 9. f4 Dæmigert fyrir hvassan skákstíl Júgóslavans. 9. — c5 10. c3 — Re7 11. Rf3 — h5! 12. f5! — hxg4 13. fxe6 — gxf3 14. exd7+ — Dxd7 15. Dxf3 — cxd4 16. cxd4 — Rc6 17. Be3 — Bb4+ 18. Kf2 — Hh4! Að öðrum kosti leikur hvítur sjálfur 19. h4 og síðan 20. Bh3. 19. Hdl — Hc8 Ef 19. — 0-0-0 þá 20. Bg5 — Rxd4 21. Bxd4 - Hxd4 22. Bh3. En einnig nú finnur Velimirovic snjalla leið til að ná sókn. 20. Hgl! — Hxh2+ 21. Hg2 — Hxg2+ 22. Kxg2 — Rd8 23. Bd3 - Re6 24. Hfl — a6 Kasparov útilokar möguleik- ann 25. Bb5. Svarta staðan nú myndi vafalaust henta varn- arskákmönnum á borð við Petr- osjan og Korchnoi, en Kasparov er aftur á móti vanastur því að stýra sóknum, en ekki verjast þeim. 25. Dh5 — g6 26. Dh8+ — Rf8 27. Kg3 - Be7 28. I)g8? Hér lætur Júgóslavinn gullið tækifæri ganga sér úr greipum. Hann hefur fengið fallega sókn- arstöðu og rétta lausnin var auð- vitað að fórna áður en svartur nær að skipuleggja vörnina: 28. Bxg6! - fxg6 29. Bh6 - Kd8 (Ef 29. - Db5 þá 30. Hxf8+!) 30. Bxf8 - Kc7 31. Dg8! (En ekki 31. Hf7? — Bh4+!) og vegna hótunarinnar 32. Hf7 og síðan 33. Dh7 á svart- ur ekki annarra kosta völ en að skipta upp í mjög erfitt drottn- ingaendatafl. 28. — De6! 29. Dh8 Svarið við 29. Bh6 hefði einnig orðið 29. — f5! 29. - f5! 30. Dh3 - Df7 31. Dhl — Re6! 32. I)xd5 — Hd8 33. Dhl 33. Dc4 mátti einnig svara með 33. - Rxd4! 33. — Rxd4 34. Dh8+ — Bf8 35. Bg5 — Hc8 36. e6? Örvænting. 36. — Rxe6 37. Hel — Kd7 38. Dh4 - Bd6+ 39. Kf2 - Rxg5 40. I)xg5 — Dh7 Nú átti skákin að fara í bið, en Velimirovic gafst upp í staðinn, því svartur á tvö peð yfir og sókn. ★ Kúbumaðurinn Garcia leiddi mótið framan af, eða allt þar til að Beljavsky stöðvaði hann í skákinni sem hér fer á eftir. Við- ureign sem átti eftir að reynast afdrifarík. Hvítt: Garcia Svart: Beljavsky Drottningarbragð 1. d4 — d5 2. c4 — e6 3. Rc3 — Be7 4. Rf3 — Rf6 5. Bg5 — h6 6. Bh4 — 0-0 7. e3 — b6. Tartakower-afbrigðið vinsæla. 8. Hcl — Bb7 9. Bxf6 Garcia virðist ekki sérlega vel með á nótunum, því það er venjulega ekki leikið bæði Hcl og Bxf6 í þessu afbrigði. Það kemur líka á daginn að drottn- ingarhrókur hvíts hefði betur verið staðsettur á dl. 9. — Bxf6 10. cxd5 — exd5 11. Be2 — De7 12. 0-0 — Hd8 13. Db3 — c5 14. dxc5 — bxc5 15. Hfdl — d4! í þessari stöðu eru hvítu hrók- arnir betur settir á dl og el og því getur Beljavsky nú sölsað til sín frumkvæðið. 16. Ra4 — Ra6 17. Bxa6 — Bxa6 18. Rxc5 — Be2 19. Hxd4! Lakara var 19. Hd2? — Bxf3 20. gxf3 - Hdc8! Nú er 19. - Bxd4 20. Rxd4 auðvitað slæmt fyrir svart. 19. — IldcS! 20. Dd5?! Þó hvítur fái tvö peð fyrir skiptamuninn í framhaldinu reynist staða hans ekki nægilega traust til að tryggja jafntefli. Til greina kom 20. Hd5 — Hab8 21. Dc2 og staðan er mjög tvísýn. 20. — Bxf3 21. Dxf3 — Bxd4 22. exd4 — Hab8 23. b3 — Hd8 24. I)e3 — I)d6 25. Hc4 — He8 26. Dd2 — Df4! 27. Ddl — Hbd8 28. g3 — Df5 29. Kg2 — Hd6 30. a4?! Til greina kom 30. Df3!? 30. — Hf6 31. Hc2 — Dd5+ 32. Kgl — Hb6 33. He2 — Hd8 34. Del — Dxd4 35. He8+ — Kh7! Hvítur gaf peðið í von um framhaldið 35. — Hxe8 36. Dxe8+ — Kh7! 37. Rd7 og hvítur heldur jafntefli. 36. Hxd8 — Dxd8 37. De4+ — Kg8 38. b4 — Ild6 39. b5 — Hdl + 40. Kg2 - I)d5! Hér fór skákin í bið. Biðleikur Garcia var 41. Dxd5, en hann kaus að gefast upp án frekari taflmennsku. því liðsmunurinn kemur til með að segja fljótt til sín. Símon Ivarsson (t.v.) og Siegfried Kobilza. Gítartónleikaferd SÍMON ívarsson og Siegfried Kob- ilza byrja tónleikaferð sína nú um helgina. Áætlaö er að þeir leiki á tuttugu stöðum í októbermánuði. Kyrstu tónleikarnir verða á Heliu, Kjarvalsstöðum, Neskaupstað og Breiðdalsvík. Laugardaginn 2. okt. leika þeir félagar á Hellu (Hellubíói) kl. 15:00 síðdegis. Þriðjudaginn 5. okt. og miðvikudaginn 6. okt. leika þeir í Reykjavík, og verða tónleikarnir á Kjarvalsstöðum kl. 20:30 báða dagana. Forsala aðgöngumiða fyrir þá tónleika er í hljóðfæra- versluninni Rín, Frakkastíg 16, einnig verða miðar seldir við inn- ganginn. Föstudaginn 8. okt. leika þeir á Neskaupstað og verða tón- leikarnir haldnir kl. 20:30. Laug- ardaginn 9. okt. halda þeir til Breiðdalsvíkur og leika þar í sal frystihússins kl. 16:00. Símon og Siegfried fóru áður í tónleikaferð víða um ísland haust- ið 1979, og hlutu þá það góðar und- irtektir að þeir ákváðu að fara í aðra ferð, og þá á fleiri staði. Símon ívarsson er allflestum ís- lendingum vel kunnur eftir marg- ar tónleikaferðir um landið. Hann stundaði gítarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar — en þar kennir hann nú — og síðar við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Siegfried stundaði einnig nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg, en hann er ekki með öllu óþekktur hér á landi, eins og áður hefur komið fram. Hann hefur sem aðal- starf að leika á tónleikum víða um lönd og hefur nú þegar skapað sér þekkt nafn. Á efnisskránni hjá þeim félög- um er spönsk tónlist, klassísk og flamenco, þ.á m. verk eftir I. Alb- éniz, M. de Falla og J. Ibert. Stúlka á reið- hjóli fyrir bíl FIMMTÁN ára gömul stúlka varð fyrir hifreið á gatnamótum I.aufás- vegar og Njarðargötu skömmu eftir klukkan átta í gærmorgun. SAAB- bifreið var ekið austur Laufásveg yf- ir gatnamótin við Njarðargötu, en þar er stöðvunarskylda. Stúlkan var á reiöhjóli og hjólaði suður Njarðar- götu. (íkumaður skeytti ekki stöðv- unarskyIdunni og varð stúlkan fyrir bifreiðinni. Hún mun hafa fótbrotn- að. í Hafnarfirði varð 10 ára gamall drengur á reiðhjóli fyrir bifreið á Jófríðarstaðarvegi um klukkan 14. Ökumaður bifreiðarinnar varð drengsins ekki var fyrr en hann lenti á bifreiðinni. Meiðsl drengs- ins eru ekki alvarleg. Á Hverfisgötu við Hlemm var ekið á konu á gangbraut um klukkan 15.30 í gær. Meiðsl kon- unnar eru ekki talin alvarleg. Ökumaður beðinn að gefa sig fram ÞANN 29. september síðastliðinn klukkan 18.50 varð 10 ára gömul stúlka fyrir bifreið á gatnamótum Langholtsvegar og Hólsvegar. Öku- maður bifreiðarinnar stoppaði og kannaði meiðsl stúlkunnar, sem kvaðst ómeidd. í Ijós kom að stúlk- an meiddist á baki. Ökumaðurinn, sem hlut á að máli, er vinsamlega beðinn að gefa sig fram við lögregl- una í Reykjavík. Nýjungarnar koma frá BRIDGESTONE ÍSGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem viö nefnum „ÍSGRIP“. „ÍSGRIP“ hefur þá eiginleika aö haröna ekki í kuldum, heldur helst þaö mjúkt og gefur þannig sérstaklega góöa spyrnu í snjó og hálku. „ISGRIP" dekkin eru ennfremur meö sérstyrktum hliöum (Superfiller) sem veitir aukiö öryggi viö akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veöráttu eins og á íslandi. Öryggiö í fyrirrúmi meö BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. Útsölustaðír um land allt. BRJDQESTONE á íslandi BILABORG HF Smiðshöföa 23, sími 81299.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.