Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 1
218. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 Prentsmiöja Morgunblaösins Símamynd Mbl./AP Vantraust samþykkt í fyrsta sinn og Kohl kosinn kanzlari Helmut Schmidt óskar Helmut Kohl til hamingju eftir að Kohl haföi verið kjörinn kanzlari V-Þýzka- lands eftir snarpar um- ræður um vantrauststil- lögu á Schmidt á þingi. Flugslysið í Luxemborg: Flugmenn úr fangelsi Lúxemborg, 1. október. AP. Flugstjóra og flugmanni Aeroflot-þotunnar sovézku, sem fórst í lendingu í Lúxemborg á miðvikudagskvöld, hefur verið sleppt úr varðhaldi, þar sem þeir hafa báðir fallist á að sitja fyrir svörum hjá aðilum, er fást við rannsókn slyssins. Flugstjórinn var færður í fangelsi í Lúxemborg í gærkvöld þegar hann neitaði að veita upplýsingar, og lögregluvörður settur um sjúkrabeð flugmannsins, sem hlaut minnháttar meiðsl í slys- inu. Flugvélstjóri þotunnar hefur reynst rannsóknaraðilum sam- vinnuþýður, en ekkert hefur ver- ið látið uppi um hugsanlegar orsakir slyssins. Sérfræðingar frá Belgíu að- stoða yfirvöld í Lúxemborg við rannsókn slyssins, og einnig hef- ur sovézka flugmálastjórnin sent sína rannsóknarnefnd. Heimildir innan samgöngu- ráðuneytis Lúxemborgar sögðu í dag, að athygli rannsóknar- nefndarinnar beindist annars vegar að þeim möguleika, að flugvélin hafi lent á alltof mikl- um hraða, og hins vegar að hreyfilbilun. Lögreglan hefur sagt að flugliði hafi skýrt henni frá því að hreyflarnir vinstra megin hafi ofrisið og því hafi afl þeirra ekki nýst við hemlunina. Með þessu flugslysi er vitað um sjö brotlendingar Ilyushin- 62-flugvéla, frá því Aeroflot tók þessa tegund í notkun 1967. Síð- ast fórst Ilyushin-62 í júlí, er þota Aeroflot með um 90 manns innanborðs fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu, en hún var á leiðinni til Senegal og Sierra Leone. Lögreglan hefur neitað að staðfesta fregnir í blöðum um að í brýnu hafi slegið milli lög- reglumanna og sovézkra dipló- mata, sem vildu fá að leita að pósti í flaki flugvélarinnar skömmu eftir slysið. Sjónarvott- ar voru að hálfgerðum stymp- ingum lögreglumanna og sendi- ráðsmanna á slysstað. Taska með diplómatapósti var seinna afhend sovézka sendiherranum. að 40 liðsforingjar falla í Afganistan Ixtndon, 1. október. AP HEIMILDIR, sem hingað til hafa reynst áreiðanlegar, herma, að 9. septem- ber hafi 40 sovézkir og afganskir liðsforingjar fallið i innbyrðis skotbardaga. Hermt er, að atvikið hafi átt sér stað í Qalat í suðausturhluta Afg- anistan. Kenndu hvorir öðrum um „auðmýkjandi ósigra" sovézka innnrásarliðsins fyrir frelsissveit- um í Zabul-fylki, og lauk rifrildinu með því að þeir ákváðu að útkljá ágreininginn með skotvopnum. Samkvæmt heimildum þessum féllu 19 sovézkir liðsforingjar og 21 afganskur liðsforingi í skot- bardaganum. Háttsettir embætt- ismenn og menn úr æðstu röðum hersins voru sendir til að rann- saka málavöxtu og voru fram- kvæmdastjóri Parcham-flokksins og foringi 43 herdeildarinnar, sem aðsetur hefur í Qalat, teknir fast- ir. Ólga er enn í Qalat, samkvæmt heimildum, og andrúmsloftið lævi blandið. Bonn, I. október. AP. HELMUT Kohl, leiðtogi Kristilegra demókrata, var kjörinn kanzlari V-Þýzkalands eftir snarpar umræður um vantraust á Helmut Schmidt á þingi, en Kohl er sjötti kanzlari landsins og voru forverar hans allir eldri að árum er þeir voru kjörnir. Vantrauststillaga hefur ekki áður náð fram að ganga á þinginu í Bonn. Kohl hlaut sjö atkvæðum fleiri en hann þurfti til að ná kjöri, eða 256. Gegn honum greiddu 235 þingmenn atkvæði, fjórir voru fjarstaddir og tveir þingmenn Jafnaðarflokksins voru fjarver- andi vegna veikinda. Þegar ljóst var að Kohl hefði náð kjöri gekk Schmidt yfir gólf þinghússins og óskaði honum til hamingju, en við umræðurnar helt Schmidt tæprar klukkustundar ræðu, þar sem hann veittist harðlega að því Palme tilnefnir ráðherra Stokkhólmi, 1. október. AP OLOF Palme tilnefndi í dag fimm af ráðherrum stjórnar sinnar, sem sver embættiseiða á föstudag í næstu viku. Kjell-Olof Feldt var til- nefndur fjármálaráðherra, Anna-Greta Leijon atvinnu- málaráðherra, Svante Lund- quist landbúnaðarráðherra, Borje Anderson varnarmála- ráðherra og Ingvar Carlsson aðstoðarforsætisráðherra. Jafnframt hefur Palme valið Bengt Dennis aðalritstjóra Dagens Nyheter í stól banka- stjóra sænska seðlabankans, og kemur það val mjög á óvart. Gunnar Strang fyrrum fjár- málaráðherra verður formað- ur bankastjórnarinnar. Tilnefning Borje Anderson í embætti varnarmálaráðherra kemur einnig á óvart. Hann hefur enga reynslu af varn- armálum. hvernig Frjálsir demókratar og Kristilegir demókratar stóðu að stjórnarskiptunum. Rúmum tveimur stundum eftir kjörið sór Kohl embættiseið. Hef- ur hann í hyggju að tilkynna stjórn sína á mánudag, en talið er öruggt að Hans-Dietrich Gensch- er, leiðtogi Frjálsra demókrata, verði utanríksráðherra og vara- kanzlari, og að Otto Lambsdorf verði efnahagsmálaráðherra eins og í stjórn Schmidts. Þá verður Manfred Werner úr flokki Kristilegra demókrata, og varaofursti í varaliði flughersins, líklega varnarmálaráðherra, og Friedrich Zimmermann úr systur- flokki Kristilega demókrata- flokksins í Bæjaralandi, innan- ríksráðherra, þótt Frjálsir demó- kratar hafi sett sig upp á móti þeirri skipan. Það sem leiddi til falls stjórnar Schmidts var fyrst og fremst ágreiningur um aðgerðir í efna- hagsmálum, en hagvöxtur hefur enginn verið í landinu frá 1980 og atvinnuleysingjum hefur fjölgað í 1,8 milljónir. Nýju stjórnarflokk- arnir hafa þegar komið sér saman um lækkun barnastyrks, lækkun námslána og sjúkradagpeninga auk hækkunar söluskatts um eitt prósentustig í 14 prósent. Búist er við að stjórn Kohls verði vinveittari Bandaríkjunum og fjandsamlegri í garð Sovétríkj- anna en stjórn Schmidts. Bandarískir ráðamenn bjuggust við því að stjórnir Bandaríkjanna og V-Þýzkalands myndu áfram eiga „náið samstarf eins og jafnan áður“. Hins vegar eru sovézkir ráðamenn sagðir hafa þungar áhyggjur af kanslaraskiptunum og óttast að nýja stjórnin taki upp náið samband við Washington, að sögn diplómata. Sjá „Þjóðin mun ekki gleyma þess- ari framkomu ykkar" á bls. 19. Búist við endalok Samstöðu séu í nánd Varsjá, 1. október. AP. SÉRSTÖK nefnd pólska þingsins hefur samþykkt uppkast að frumvarpi til nýrrar verkalýðslöggjafar, og er búist við uraræðum um frumvarpið seinna í mánuðinum, en samþykkt þess kann að tákna endalok óháðu verkalýðs- hreyfingarinnar, Samstöðu. Frumvarpið hefur verið lengi í smíðum, og enda þótt PAP-frétta- stofan hafi ekki skýrt frá inni- haldi þess, er við því búist, að það feli í sér ákvæði um upplausn allra verkalýðssamtaka, sem voru við lýði í Póllandi fyrir setningu her- laga í desember í fyrra, einnig hinna opinberu verkalýðssamtaka. Ummæli háttsettra embætt- ismanna að undanförnu og harðar árásir fjölmiðla á Samstöðu benda til þess, að eftir samþykkt nýrrar verkalýðslöggjafar verði allar fé- lagsskrár verkalýðssamtaka ógild- ar og þurfi menn að skrá sig að nýju í ný félög. Undir frumvarp af þessu tagi félli Samstaða, sem er eina óháða verkalýðshreyfingin austan járntjalds. Rétt ár er liðið frá því Samstaða hélt sitt fyrsta ársþing, þar sem Lech Walesa var form- lega kjörinn leiðtogi samtakanna. Embættismenn hafa sagt að ný verkalýðslöggjöf komi til með að takmarka verkfallsrétt verulega, en þegar verkfallsmönnum í Gdansk var tryggður sá réttur með samkomulagi við stjórnvöld, var verkföllum aflýst og tekið til við stofnun Samstöðu. Búist er við að þrjú ár taki að stofna ný verkalýðssamtök, sam- kvæmt frásögnum embætt- ismanna. Byrjað verði á stofnun félaga stórum verksmiðjum og stofnunum. Síðan verði mynduð sambönd skyldra félaga, og loks landssamtök allra verkalýðssam- banda. Leynilögreglan hefur handtekið Samstöðuleiðtoga á Krakow- svæðinu, sem farið hefur huldu höfði frá setningu herlaga, að sögn PAP. Þúsundir manna söfn- uðust saman vð minningarathöfn í Wroclaw í gær vegna manns, sem fórst í uppþotum 31. ágúst sl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.