Morgunblaðið - 02.10.1982, Page 2

Morgunblaðið - 02.10.1982, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 Sakadómur Reykjavíkur: Fimm sækja um dómaraembætti KIMM sækja um dómaraembætti við Sakadóm Keykjavíkur, en umsóknar- frestur rann nýlega út. Þau eru Birgir Þormar, aðal- fulltrúi í sakadómi Reykjavíkur, Erla Jónsdóttir, deildarstjóri í Rannsóknarlögreglu ríksins, Ingi- björg Benediktsdóttir, fulltrúi í Sakadómi Reykjavíkur, Jón Er- lendsson, fulltrúi ríkissaksóknara og Karl F. Jóhannsson, fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu. Dómaraembættið losnaði þegar Gunnlaugur Briem var skipaður yf- irsakadómari í stað Halldórs Þorbjörnssonar. Mikið saltað hjá Tanga hf. Vopnfirðingar hafa verið dug- legir að salta síld að undanförnu. í fyrrakvöld hafði Tangi hf. saltað rúmlega 3.700 tunnur og var hæsta söltunarstöð landsins. Einn sækir um vara- ríkissaksóknara í leikskólanum MorminblaAiA/Gunnlauiigur. EINN umsækjandi er um stöðu vararíkissaksóknara, en umsókn- arfrestur rann út um mánaðamót- in. Bragi Steinarsson, sem hefur verið settur vararíkissaksóknari, sækir um embættið. Leiðrétting Starfsfólk SR mætti til vinnu í gær: Starfsfólkinu hótaö uppsögnum ef það mætti ekki fyrir kl. 13. — segir Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður verkalýðsfélagsins Vöku I FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt var frá hugsaniegum kaupum Kaupfélags ísfirðinga á vörumarkaðinum Ljóninu, var ranghermt að frystihúsið Norður- tanginn hf. og Sandfell hf. hefðu lýst áhuga sínum á kaupunum. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. INNLENT STARFSFÓLK Síldarverksmiðja ríkisins á Siglunrði hóf störf á ný eftir hádegið í gær, en fólkið yfirgaf vinnustaðinn á fimmtudag í mótmælaskyni við uppsagnir starfsfólks í fyrirtækinu, eins og fram hefur komið. Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufírði, sagði í sam- tali við Mbl. að yfirmenn í fyrirtækinu hefðu í gærmorgun hringt í starfsfólk- ið og hótað því uppsögnum ef það kæmi ekki til starfa eftir hádegið í gær. Jóhann G. Möller, sá starfsmaður sem mestur styrinn hefur staðið um, sagði í samtali við Mbl. í gær að hann vildi koma því á framfæri vegna ummæla Jóns Reynis Magn- ússonar, framkvæmdastjóra SR, um að uppsagnir væru metnar út frá því hvernig viðkomandi starfsmaður nýttist fyrirtækinu, að hann hefði frá upphafi unnið hvaða starf sem væri og fyrstu árin hefði hann unnið mjög óþrifaleg störf. Hann hefði unnið þau störf sem á hefði þurft að halda og störf hans hefðu nýst fyrir- tækinu. Því fyndist sér ummæli Jóns Reynis mjög ómakleg. Jóhann sagðist alltaf hafa virt yfirmenn sína, enda hefði fyrirtækið verið heppið með yfirmenn. „Kjarni máls- ins er sá að fyrirtæki er aðeins gott, ef menn með frjálsa hugsun vinna hjá því, sem þora að segja meiningu sína varðandi stjórn fyrirtækisins og það sem aflaga fer og ekki síst að halda fram málstað verkamanna á réttum stað og réttum tíma. Ég held Hljómleikaferðalagi Björgvins og félaga lokið: Áhorfendur dönsuðu hvar sem þeir komust fyrir Vloskvu, I. oklóber. Frá Arnaldi Indrióasyni: „ÞETTA er stórkostlegasta hljóm- leikaferðalag sem ég hef farið í. Það var erfítt og strangt, en vel þess virði og meira en það og ég vil mjög gjarn- an fara aftur í för sem þessa," sagði Björgvin Halldórsson í samtali við hlaðamann Morgunblaðsins, eftir síðasta konsert hljómsveitarinnar i Sovétríkjunum, í höfuðborg Grúsiu, Tblisi, i gærkvöldi. Er hljómleika- ferðalaginu nú lokið, en i því hélt hljómsveitin 27 tónleika. Mættu í þeim samtals um 50 þúsund manns, enda var húsfyllir á öllum tónleikum og mættu aldrei undir þúsund manns, en mest á fímmta þúsund á tónleikana. Koma hljómlistarmenn- irnir heim á morgun, laugardag. Síðustu tónleikarnir voru frá- bærir — áhorfendur hreint slepptu sér og dönsuðu hvar sem þeir komust fyrir, hvort sem var á göngum eða í sætaröðum. Er áætl- að að um 2.500 manns hafi verið á þessum tónleikum, en höllin sjálf tekur ekki nema 2.200 í sæti. Fólk reis úr sætum og hyllti Björgvin Halldórsson og hljómsveit og ætl- aði seint að sleppa þeim af sviðinu. Meðlimum hljómsveitarinnar voru færð blóm og gjafir. Leikið var í sjö borgum — Moskvu, Novosibirsk, Novokuzn- etzk, Kemerovo, Sochi, Yerevan og Tblisi — og hafa í ferðinni verið lagðir um 20 þúsund kílómetrar að baki. „Við höfum spilað á skauta- svelli, í sirkus, á hjólreiðabraut, útihljómleikahöll, leikfimisal, stórum og fallegum skrauthótel- um og kvikmyndahúsum, úti og inni í hita og kulda og við vildum ekki hafa misst af þessu fyrir okkar litla líf,“ sagði Björgvin ennfremur og bætti við: „Ferðin hefði ekki verið möguleg nema með góðri samvinnu topp tónlist- armanna og vil ég þakka þeim fé- lögum mínum fyrir ánægjulegt samstarf. Þakka vil ég fram- kvæmdastjóra ferðarinnar, Jóni Ólafssyni, umsjónarmanni hóps- ins, Sigurði Tómasi Garðarssyni, og sendiráði Islands gott sam- starf, auk þess sem ég vil þakka Flugleiðum fyrir veitta aðstoð. Við hlökkum allir mikið til að koma heim og spila eins mikið og við getum heima áður en hljómsveitin hættir störfum." Jón Ólafsson hefur staðið í við- ræðum við viðskiptaráðuneyti Sovétríkjanna um mögulega út- gáfu á hljómpiötum Björgvins og annarra íslenskra tónlistarmanna. Moskvubúar eru greinilega enn minnugir heimsóknar Björgvins og hljómsveitar í Moskvu. Fólk hcilsar honum á götu, biður um eiginhandaráritun eða klappar honum á bakið og segist muna vel eftir hljómleikum hans hérna. að þetta hafi farið í taugarnar á einhverjum mönnum,“ sagði Jó- hann. „Það er mjög bagaiegt fyrir mig, sem búinn er að vinna í verksmiðj- unni í hartnær fimmtíu ár, að allt í einu skuli uppgötvast að ekki sé lengur pláss fyrir mitt vinnuafl og það er ekki of gott fyrir 64 ára gaml- an mann að leita sér að vinnu ann- ars staðar," sagði Jóhann G. Möller. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR, sagði í samtali við Mbl., að starfsfólkinu hefði verið gerð grein fyrir því hversu alvarlegt það væri að fara af vinnustað, án þess einu sinni að ganga frá hráefni og þegar það hafði verið gert þá hefði málið leyst. Jón Reynir var spurður hvort fólki hefði verið sagt að það þyrfti ekki að mæta framar til vinnu, ef það mætti ekki á hádegi í gær. Hann svaraði því til að í rauninni mætti túlka það svo, ef menn vildu. Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður Vöku á Siglufirði, sagði að starfsmenn hefðu ákveðið að leggja niður vinnu, en síðan hefði það gerst að hringt hefði verið í starfsmenn og tilkynnt að ef þeir mættu ekki til vinnu klukkan 13.00, þá þyrftu þeir ekki að mæta til vinnu á mánudag Fólkinu hefði verið hótað uppsögn- um. „Þessar hótanir höfðu þau áhrif að nokkur hluti starfsmannanna lét undan og ákvað að fara til starfa klukkan 13. Þegar sú staða var ljós þá hvöttum við starfsmennina alla til þess að mæta, því okkur virtist einsýnt að nokkur hluti starfsfólks- ins myndi mæta og hinn hlutinn yrði þá rekinn, án þess að við vær- um öruggir um að geta veitt fólkinu vernd,“ sagði Kolbeinn. „Ástæðan fyrir því, að þetta fór á þennan veg, var þessar hótanir. Mér er ókunnugt um það að slíkum vinnubrögðum hafi verið beitt á ís- landi sl. 30—40 ár. Það er þörf lexía fyrir alla íslendinga að gera sér grein fyrir því að svona hlutir eiga sér stað á íslandi árið 1982, en ekki 1932. Ástæða þess að fólkið fór til vinnu er sú að það á ekki að neinu að hverfa. Ef það missir vinnuna, blas- ir atvinnuleysið við og verknaður þessi er ennþá viðurstyggilegri fyrir bragðið. En þessu máli er engan veginn lokið nú í mínum huga, þetta er töpuð orrusta, en ekki tapað stríð,“ sagði Kolbeinn Friðbjarnar- son. Olvaðir ökumenn valda árekstrum T/EPLEGA þrítugur maður, grunaður um ölvun við akstur, ók á bifreið og stórskemmdi á fimmtudagskvöldið. Maðurinn kom út frá veitingastaðnum Hollywood laust fyrir klukkan hálfell- efu og gekk rakleiðis að bílaleigubif- reið, sem hann hafði á leigu. Honum fórst aksturinn illa, ók á tvo búkka sem þarna voru og þá utan í Cortinu-bifreið og stakk síðan af. Dyraverðir í Hollywood veittu manninum eftirför ásamt leigubif- reiðarstjórá og tókst að þvinga hann til þess að stöðva bifreið sína. Mað- urinn var ekkert hrifinn af tiltæki dyravarðanna og upphófust slags- mál, þegar þeir hugðust fjarlægja hann úr bifreiðinni. Hinn ölvaði mátti ekki við margnum og varð að lúta í lægra haldi. Báðar bifreiðirn- ar eru mikið skemmdar. Þá ók maður, grunaður um ölvun, á bifreið á gatnamótum Skipholts og Nóatúns laust fyrir klukkan níu í fyrrakvöld. Maðurinn ók Toyota- bifreið vestur Skipholt og hugðist beygja suður Nóatún. Hann náði ekki beygjunni, ók yfir umferðar- eyju sem þarna er og hafnaði á Escort-bifreið. Stúlka í framsæti Escortsins var flutt í slysadeild, hún skarst í andliti og marðist. Báðar bifreiðirnar skemmdust mikið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.