Morgunblaðið - 02.10.1982, Page 9

Morgunblaðið - 02.10.1982, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 9 Z7 m Umsjónarmaður Gísli Jónsson 166. þáttur Haraldur Guðnason í Vest- mannaeyjum skrifar mér bréf með góðum kveðjum sem ég þakka honum kærlega. Að öðru leyti fer efni bréfs hans hér á eftir: „Um magn og neyslu má heyra og lesa sitthvað sem okkur gömlum mönnum kemur “spánskt fyrir", til að mynda: Þjóðverjar minnkuðu olíu- og bensínneyslu sína. Ætli þeim hafi orðið flökurt? (Morgun- vaka.) Þá var einhvern tíma talað um magn eftirvinnu. Margt er orðið magn-að. í fréttum út- varps var talað um lækkað verð á bíium til neytenda. í Þjóðviljanum 11.6. var frétt frá lögreglunni: „Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík er ástæða til að vara ökumenn og aðra vegfarendur við að gæta fyllstu varúðar ...“ Margt er nú að varast. Nú eru menn meðvitaðir um margt, t.d. þessi frétt í blaði: Talað var við mann sem stað- inn var að verkfallsbroti. Hann „kvaðst vera meðvitaður um að hann væri að brjóta verkfall." í Sjávarfréttum var sagt frá því, að miklar kvartanir hefðu komið fram vegna saltfisk- gæða. Útaf flestu er nú kvart- aö. Hvernig fóru menn að áður en atvinnutækifærin urðu til, valkostirnir, starfshóparnir o.s.frv;, sem nú er þrástagast á? Dagvistarheimili hélt ég í einfeldni minni að væri gott og gilt, en nú tala flestir um dagvistunarheimili. Þessu um er nú skeytt við ótrúlegustu hluti. T.d. var í útvarpi fyrir nokkru talað um tölvunar- fræði. Ég hélt að tölvufræði væri nóg. Vel má vera að stjórnun eigi við í vissum til- fellum. Kannski verður bráð- um farið að segja: Stjórnun- arráð Islands? í útvarpsþáttum, einkum sem ungt fólk stjórnar, er stundum sagt að þetta eða hitt sé ómulegt. Raunar veður þar oft uppi latmæli og annar subbulegur framburður. Ekki kann ég heldur við þetta: „Heldurðu að árangurinn hafi mögulega orðið sá ...“ (í út- varpi)? Annað dæmi úr blaði: „Þá verði Birgir mögulega varafor- maður." Nú er farið að tala um lífs- reynslur, samkomulög, og jafnvel verðlaunirnar, og fer nú flest að verða í fleirtölu. Ráðherrar tala um verðin (verð), og þetta heyrist oft í útvarpi. Nú er í tísku að auglýsa plöt- ur með NN og þá átt við söngv- ara eða hljómleikamenn. Þetta er nú orðið víðtækara, sbr. „Upplestur með skáldkonunni Vitu Andersen." Ekki mun hafa verið átt við samlestur, heldur hafi skáldkonan ætlað að lesa úr verkum sínum. Svo virðist sem fólk skjóti meir og meir jú-i inn í mál sitt, líklega til aukinnar áherslu. Mér finnst það óþarft og hvimleitt. I öðru hefti Kirkju- ritsins 1981 standa þessi orð: „Hús Guðs skal jú vera meira en skurnin tóm.“ Lýkur svo bréfi Haralds Guðnasonar, og hygg ég að við yrðum sammála um flest það sem hann vekur þar athygli á. Mig langar til að orðlengja um sumt. Rétt segir Haraldur um notkun orðsins dagvistunar- heimili. En hyggjum að öðru. Við Menntaskólann á Akureyri og víðar hafa lengi verið heimavistir, ekki heimavistun- arstofnanir eða heimavistun- arheimili. Því var það, að pró- fessor Halldór Halldórsson lagði til að notað yrði orðið dagvistir fyrir dagvistunar- stofnanir. Þetta hefur fengið góðar undirtektir, komst í sjónvarpsfréttir og í mál „kerfisins" á Akureyri, að minnsta kosti. Ég bið menn því að þrástagast á orðinu dag- vistir fyrir dagvistunarstofn- anir, þangað til hið fyrrnefnda er komið á hvers manns varir. Ég ætla enn um leið að minna á nýyrði sem ég hef ver- ið að reyna að fá fólk til að taka upp. Það er forvarnarstarf, eitt orð, í staðinn fyrir fyrir- byggjandi starf, sem þá er þýð- ing á enska orðinu preventive. Um fleirtöluáráttuna langar mig líka til að fjölyrða. Mér þykir það hrörnunareinkenni, slappleikamerki, þegar menn skynja ekki eða kunna ekki að hugmyndaheiti mörg hver (abstrakta) fara alls ekki vel í fleirtölu. Hver talar um ellir? Ellin er ástand, óhlutkennt fyrirbæri, abstraktum, og því hafa menn þetta orð ekki í fleirtölu, ekki enn að minnsta kosti svo að ég viti. Hver talar um æskur? Æskan er ástand, abstraktum, hugmyndaheiti eins og ellin. Á sama hátt er orðið lífsreynsla að sjálfsögðu óhlutkennt fyrirbæri og á ekki heima í fleirtölu, sömuleiðis samkomulag. Samkomulög, svo að dæmi sé tekið úr bréfi Har- alds, eru að mínum skilningi lög sem sungin eru á samkom- um. Ekki var lítið hlegið að konunni sem sagði fyrir nokkru að einhver hefði fengið þrjár verðlaunir. Hlæi sem flestir að slíku enn. Og svo er það jú-ið. Það er vissulega hvimleitt fyrirbæri íslensks máls, eins og Harald- ur segir. Það merkir ekki neitt, er aðeins til lýta, enda heitir þetta aula-jú, og skelfing að sjá þetta í tilvitnuninni í Kirkju- ritið. Þeir sem koma fram í fjöl- miðlum ríkisins, verða að temja sér mikla og sífellda málvöndun. Þess er þá að vænta að í íslenska ríkisút- varpinu heyrist ekki oftar am- bögur eins og þessi: „Engum hnöppum er um það að hneppa að vinnan er fólki nauðsyn," eða: „Skýtur þetta ekki í stúf við stefnu Alþýðuflokksins?“ SIMAR 21150-21370 SOIUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞORÐARSOM HDL Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Stór og gód íbúö vid Álfheima 4ra herb. um 118 fm á 4. hæö. Rumgóðar suöursvalir. Fatabur. Góö sameign. Útsýni. Þetti fbúð er að koma f aðlu. Góöar íbúðír — lausar strax Við Vetturberg á 2. hæö um 75 fm. 3ja herb. íbúö í háhýsi. Við Hrafnhóla úrvals einstaklingsíbúö i háhýsi, meö bílskúr. Vfð Vetturberg í háhýsi um 75 fm á 5. hæö. 3ja herb. Góó sérhæö — skiptamöguleiki 5 herb. hæö um 130 fm á vinsælum staö á Seltjarnarnesi. Sér hitaveita. Rúmgóöar svalir. Stðr nýr bfltkúr. Mikiö útsýni. Þríbýlishús. Skipti möguleg á 2ja—3ja eöa 4ra herb. ibúö á góöum staö. Góö íbúö viö Vesturberg 4ra herb. á 3. haBÖ um 105 fm. Stórt bað meö þvottaaöstööu. Danfoss- kerfi. Útsýni. Skammt frá Landspítalanum í velbyggöu steinhúsi 3ja herb. hæð um 75 fm. Fjórbýllshús. Verð aðeint 750—800 þút. fbúðin er mikið endurnýjuð. Skipti möguleg á góöri 2ja herb. íbúö. Endurnýjuð lítil en góö íbúö á vinsælum staö í Vesturborginni um 40 fm. öll nýmáluö og endurbætt í þríbýlishúsi. Vesturborgin — Hlíðar Til kaupt ótkatt 2ja herb. góö íbúö í vesturborginni. Skitpi möguleg á 4ra herb. sérhæö í Hliöunum meö bílskúrsrótti. Heimar — Vogar — nágrenni Þurfum aö útvega 4ra herb. íbúö má þarfnast málningar. Þarf ekkl aö losna fyrr en 1. febrúar n.k. í Vesturborginni eóa á Nesinu óskast til kaups, elnbýllshús, raöhús eöa sérhæö. Margs konar eigna- skipti. Opiö í dag laugardag kl. 1—5. Lokaö á morgun sunnudag. AIMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 úsava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Breiöholt 3ja herb. nýleg vönduö íbúö á 2. hæð, suöur svalir. Laus eftir samkomulagi. Einstaklingsíbúö Viö Skarphéöinsgötu í kjallara, eitt herb., eldhús og snyrting, laus strax. Eignaskipti 2ja herb. íbúö i Fossvogi í skipt- um fyrir 4ra herb. íbúð Mosfellssveit Hef kaupanda aö raöhúsi i Mosfellssveit. í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð við Miöbæinn í Reykjavík. Selfoss Einbýlishús 7 herb. tvöfaldur bílskur, ræktuð lóö. Skipti á íbúö í Reykjavík kemur til greina. Stokkseyri Einbýlishús 2ja, 3ja og 5 herb. Þorlákshöfn Einbýlishús 5 herb. meö bilskúr. Hverageröi Raöhús 4ra herb. 90 fm. Vönd- uö eign meö bílskúr í smíöum. Dalvík Nýlegt raöhús 4ra til 5 herb. Ólafsvík 3ja herb. íbúð á efri hæö í tví- býlishúsi. Tilboð óskast. Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasali Kvöldsími 21155. 25590 21682 Svarað í síma í dag kl. 1—3, 30986. Mánagata — 2ja herb. 2ja herb. ibúö í kjallara. Verö 450 þús. Hrísateigur — 2ja herb. 2ja herb. ibúö í kjallara. Sér inng. Mikiö endurnýjuö. Skeggjagata — 2ja herb. 60 fm 2ja herb. ibúð á hæö í þríbýli. Hentar vel fullorðnum hjónum sem vilja búa miðsvæð- is. eöa fullorönum einstakling. Asparfell — 2ja herb. 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Vesturberg — 2ja herb. 2ja herb. íbúð á 7. hæð. Bragagata — 2ja—3ja herb. 2ja til 3ja herb. íbúö á hæó í tvibýli. Endurnýjað. Hafnarfjöröur — 2ja herb. 2ja herb. 50 fm íbúö á 2. hæö. Svalir. Keflavík — 2ja herb. 50 fm ibúó i tvibyli í kjallara. Sér inngangur. Sér hiti. Öll stand- sett. M.a. nýjar lagnir. Þverbrekka — 2ja herb. Kóp. 2ja herb. 55 fm íbúö. Sérstak- lega vel nýtt og falleg meö miklu útsýni. Álfaskeiö Hf. 3ja herb. íbúö 85 fm á 3. hæð. Bílskúrsréttur. Laus eftir sam- komulagi. Furugrund Kóp. 3ja herb. ibúó á 1. hæö. Mávahlíð 3ja herb. 100 fm íbúö í kjallara. Endurnýjuð. Sér inng. Laugarnesvegur 3ja herb. 90 fm íbúö meö nýju verksmiöjugleri. Endurnýjaö bað og eldhús. Nýmáluð. Skúlagata 4ra herb. 100 fm íbúö á 2. hæö. Suðursvalir. Vesturbær 4ra herb. falleg ný ibúö meö 3 stórum svefnherb. Tvennar svalir. Mikiö útsýni. Kópavogur — 4ra herb. 110 fm íbúð á 1. hæö í fjórbýli. Þvottaherb. og búr. Bilskúr. Fossvogur — 4ra herb. 115 fm íbúð á 2. hæö. Mjög falleg. Suðursvalir. Einbýlishús — Bleikargróf 110 fm á einni hæö. 630 fm lóö. Húsiö stendur viö austurenda Fossvogsdals á friösælum staö. Iðnaöarhúsnæöi — Kópavogi 150 fm meö lofthæö 3,5 m. Góöar ínnkeyrsludyr. Hentar best fyrir bílaverkstæöi eöa bil- um tengt. (Nýja Bíói). Vilhelm Ingimundarson Heimasími 30966. Guðmundur Þóröarson hdl Opiö 1—4 LANGHOLTSVEGUR 2ja herb. ca. 75 fm falleg íbúð á 1. hæö i 6 ibúóa húsi. HVERFISGATA HF. 3ja herb. ca. 50 fm ágæt ibúö á miöhæö i þribýli. FAGRAKINN HF. 2ja herb. ca. 50 fm litið niöurgrafin kjall- araibuö Osamþykkt. 2ja herb. Ca. 65 fm nyleg ibúö á 3. hæö i fjölbýli. Akveöin sala. LAUGARNESVEGUR 2ja herb. ca. 70 fm rumgoö ibuö á jaröhæö i þríbýli. HRÍSATEIGUR 2ja herb. ca. 55 fm ágæt kjallaraibúö HJALLAVEGUR 3ja herb. ca. 70 fm góö ibúö á jaröhæö i þribyli. HJALLABRAUT HAFN. 3ja—4ra herb. ca. 95 fm falleg ibúö á 2. hæö EIDISTORG 90 fm 3ja herb. ca. 90 fm. Stórglæsi- leg ny ibúö á 1. hæö. HRAUNKAMBUR HF. 3ja—4ra herb. neöri hæö i tvibýli. Mikiö endurnýjuó. NJÖRVASUND 3ja herb. ca 80 fm i kjallaraibúó i tvi- býli. Allt sér. SKÚLAGATA 4ra herb. ca. 100 fm björt og falleg íbúö á 2. hæö. BLIKAHÓLAR 4ra herb. ca. 117 fm mjög falleg ibúö á 1. hæð í lyftuhúsi. FÍFUSEL 4ra herb. ca. 117 fm ný ibúö á 1. hæö. KAPLASKJÓLSVEGUR 4ra herb. ca. 100 fm endaíbúö á 1. haað i fjölbýli. KIRKJUTEIGUR 4ra herb. ca 90 fm góö ibúó i kjallara. Ný innrótting. KLEPPSVEGUR 4ra herb. ca. 105 fm ibúó á 3ju hæö. Aukaherb. i risi. HVASSALEITI 4ra herb. ca. 110 fm ibúó á 2. hæö Suöursvalir. Fallegt útsýni. MARÍUBAKKI 4ra herb. ca. 105 fm íbúö á 3ju hæö. Aukaherb. i kjallara. SLÉTTAHRAUN HF. 4ra herb. ca. 110 fm ibúö á 3ju hæö i fjölbyli. Ðilskúrsréttur. FELLSMÚLI 4ra—5 herb. ca. 140 fm ágæt íbúö á 2. hæö Bilskúrsréttur. RAUÐALÆKUR 4ra—5 herb. ca. 130 fm íbúö á 2. hæö í fjórbýli. Sér hiti. Bilskúrsréttur. JÖRFABAKKI 4ra—5 herb. ca. 117 fm mjög góð íbúö á 3. hæö meö herbergi i kjallara. HELLISGATA HAFN. 6 herb. alls ca. 160 fm á 2 hæöum í tvibýli á gööum staö. Mikió endurnyjuö. Ðilskúrsréttur. LANGHOLTSVEGUR 6 herb. ca. 140—150 fm efri hæö og ris í forsk. timburhúsi. Allt sór. NJÖRVASUND 4ra herb. ca. 100 fm góö ibúó á 1. hæð i tvibýli. 35 fm bilskúr. SÆVIÐARSUND Raóhús 150 fm og bílskúr allt á einni hæö. AA MARKADSWONUSTAN Ingólfsstræti 4. Simi 26911. Róbert Árni Hreiöarsson hdl. Sölumenn: Iðunn Andrésdóttir, s. 16687. Anna E. Borg, s. 13357. Bolli Eiðsson, s. 66942. Samúel Ingimarsson, s. 78307. Jörfabakki 4ra herb. ca. 117 fm björt og falleg íbúö á 3ju hæö. Aukaíbúðarherb. í kjallara. Ný eldhúsinnrétting. MARKADSMÖNUSTAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.