Morgunblaðið - 02.10.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.10.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 Stuttgarter Solisten Tónleikar í Norræna húsinu 24. sept. Tónlist Jón Þórarinsson Allt fram að síðari heims- styrjöld ólumst við upp i þeirri bjarKÍostu trú, að óðal tónlistar í heiminum væri í Þýzkalandi og Austurríki. Á síðustu áratugum hefur sjóndeildarhringurinn að vísu víkkað nokkuð, við höfum kynnzt tónlist víðar og lengra að kominni og komizt að raun um, að fieiri þjóðir en hinar þýzku- mælandi hafa alið merk tón- skáld og ágæta flytjendur tón- listar á ýmsum tímum. Þó er það enn svo, að þýzk og austurrísk tónlist 18. og 19. aldar skipar heiðurssess á efnisskrám tón- leika, þótt komið sé langt fram á 20. öld, og hygg ég að svo muni vera í flestum eða öllum vest- rænum löndum. Ætii það láti ekki nokkuð nærri hér hjá okkur, að þessari tónlist sé helg- aður áiíka mikill tími á tónleik- um og allri annarri tónlist sam- anlagt? Hinsvegar er mér ekki grun- laust um, að heimsóknum þýzkra listamanna hafi farið hlutfalls- lega fækkandi á síðari árum, og er þó margra góðra gesta að minnast úr þeirri átt. Þann flokk fylla þeir sex ágætu strengja- leikarar, sem kalla sig „Einleik- arana frá Stuttgart" og héldu hér tónleika á vegum félagsins Germaníu og Þýzka bókasafns- ins einmitt þegar hátíð ungra norrænna tónskálda stóð sem hæst. Þeir minntu okkur á þakk- arskuldina við hina þýzku meist- ara og sýndu, að enn er hin göf- uga íþrótt kammertónlistarinn- ar iðkuð í Þýzkalandi af alvöru, listfengi og dýpstu virðingu fyrir viðgangsefnunum. Á efnisskrá þessara tónleika voru þrjú verk: Ricercare úr „Tónafórn" þeirri, sem Joh. Seb. Bach færði Friðriki mikla og byggð er á stefi eftir konunginn, hin mesta völundarsmíð, “Ver- klárte Nacht", op. 4, eftir Arnold Schönberg, hefðbundið verk í síðrómantískum anda frá æsku- árum þessa mikla byltinga- manns í tónlist 20. aldar, og loks stengjasextett í B-dúr, op. 18, eftir Johannes Brahms, einnig æskuverk. Öll eru þessi verk sjaldséð á efnisskrám tónleika og afar ánægjulegt að fá að heyra þau hér í svo vönduðum flutningi. Skorað á alþingismenn að samþykkja sykurverksmiðju MORGIJNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi ályktun atvinnumálanefndar Hveragerðis frá sveitarstjóranum í Hveragerði: „Fundur í Atvinnumálanefnd Hveragerðis haldinn 2/9 1982 skorar á alþingismenn að samþykkja fram- komið frumvarp um sykurverksmiðu í Hveragerði. Þar sem sykurverð til neytenda hefur stórhækkað að undanförnu hafa jákvæðar forsendur fyrir bygg- ingu verksmiðjunnar enn aukist. Nefndin telur ljóst að starfræksla verksmiðjunnar verði þóðhagslega hagkvæm bæði vegna gjaldeyris- sparnaðar og nýtingar þeirrar orku, sem í áratugi hefur farið út í loftið í Ölfusdal, auk þess sem hún myndi skapa stóraukin atvinnutækifæri á Suðurlandi, sem sjáanlega er full þörf á.“ MAZDA 929 SPORT Af sérstökum ástæöum er til sölu Mazda 929 sport árgerö 1982 ekinn aöeins 300 km. Bifreiðin er silfurgrá aö lit, 2ja dyra. Upplýsingar í síma 78089, í dag og á morgun. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 2. október veröa til viötals Markús Örn ^Antonsson og Guðmundur Hallvarösson. Hinn nýi Volvo 360 GLT, 5 dyra, fyrir framan Longleat kastala í Englandi, en reynsluaksturinn fór fram í nágrenni hans. Volvo 360 GLT kynntur Bílar Sighvatur Blöndahl NÝR meðlimur hefur nú bætzt í Volvofjölskylduna, en það er Volvo 360 GLT, sem framleiddur er í Hol- landi, eins og aðrir Volvo-bílar af 3-línunni, sem framleiddir hafa ver- ið um sex ára skeið. Vegna þessara tímamóta bauð Volvo blaðamönnum víðs vegar að úr Evrópu til Englands, til að reynsluaka þessum nýja bíl, sem þeir binda miklar vonir við. Út- litslega séð er Volvo 360 GLT lítið frábrugðin eldri gerðum, en hann er knúinn mun öflugri vél, auk þess, sem nýtt mælaborð hefur verið hannað í hann. Af smærri hlutum má nefna, að hann kemur á sérstök- um álfelgum, er búinn vindskeið á skuthurð og komið hefur verið fyrir þokuljósum að framan, auk þess sem íburður hefur verið aukinn, enda bílnum ætlað að vera „Flaggskip“ 3-línunnar. DYR OG RÝMI Volvo 360 GLT er ýmist þriggja eða fimm dyra, þar af ein atór skuthurð, sem mjög þægilegt er að ganga um. Framhurðirnar eru ágætlega stórar, þannig að auðvelt er að ganga um þær. Sömu sögu er reyndar að segja af afturhurðun- um. Um sæti bílsins er það að segja, að þau eru eins og við má búast af Volvo, mjög góð. Fram- sætin veita góðan stuðning, bæði venjulegan bakstuðning, svo og hliðarstuðning, þótt ef til vill mætti hann vera eilítið meiri fyrir minn smekk, en mat á sætum hlýtur ætíð að vera mjög persónu- bundið. Það hefur alltaf vakið at- hygli, þegar sezt er inn í 3-línuna frá Volvo, hversu rými er mikið fyrir ökumann og farþega frammi í. Á því er að sjálfsögðu engin breyting í þessum nýja bíl. Það má í raun segja, að rými sé óvenjulega mikið í bíl af þessum stærðar- flokki. Ennfremur er loftrými frammi í ágætt. Aftursæti er ósköp venjulegt, en ágætt er að sitja í því. Rými fyrir fætur er gott, en loftrými mætti vera eilítið meira fyrir stóra menn, þótt það hafi verið aukið frá því, sem áður var. MÆLABORÐIÐ Eins og áður sagði hefur verið hannað nýtt mælaborð í Volvo 360 GLT. Að mínu mati er það ein- staklega smekklegt og vel hannað, Á skuthurð hefur verið komið fyrir vindskeið til að auka stöðugleika bílsins á mikilli ferð. Mjög kraftmikill, rúmgóður, nýtt smekklegt mælaborð ólíkt skemmtilegra en í eldri gerð- um. Borðið er byggt þannig, að stjórntæki eru vel innan seilingar fyrir ökumann, auk þess sem mjög vel sér á alla mæla og aðvörun- arljós. Fyrir miðju borðinu er hefðbundinn hraðamælir með „ferðamæli", auk þess er snún- ingshraðamælir. Þá er að finna benzínmæli og hitamæli. Fyrir ofan mælana eru aðvörunarljós fyrir „neyðarljós", handbremsu, hleðslu, olíuþrýsting, öryggisbelti, innsog, þokuljós, afturrúðuhitara og aðalljós svo eitthvð sé nefnt. Aðalljósarofinn er á vinstri væng bílsins innan seilingar. Fyrir neð- an hann er að finna rofa fyrir aft- urrúðuupphitara og þokuljós. Miðstöð bílsins, sem er þriggja hraða, er á hægri væng mæla- borðsins. Hún virkar ágætlega. Stýrishjólið er að mínu mati vel staðsett og auðvelt er að hand- leika það. Þá er flautunni komið skemmtilega fyrir. Stefnuljósa- rofa og þurrkurofa er komið fyrir í stýrinu. VÉL OG SKIPTING Volvo 360 GLT er knúinn 2ja lítra B-19 vél, sem er 1.986 rúm- sentimetrar, 4 strokka, 115 hest- afla með beinni elektróniskri inn- spítingu. Bíllinn er því gjörólíkur forverum sínum í krafti, en þeir hafa verið knúnir 1.397 rúmsenti- metra, 4 strokka, 64 hestafla vél. Það má því segja, að maður sé með annan bíl í höndunum, þegar Volvo 360 GLT er ekið. Hann hef- ur mjög skemmtilegt viðbragð, þannig að ánægjulegt er að aka honum við hinar ólíkustu aðstæð- ur. Bíllinn kemur með 5 gíra kassa, sem er mikill kostur og í raun alveg bráðnauðsynlegt fyrir þennan bíl. Með umrædda vél vinnur bíllinn að sjálfsögðu mjög vel í öllum gírum. Hann er þó sér- staklega skemmtilegur í þriðja gír. Eina sem mér fannst að- finnsluvert, er 5. gírinn, sem fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.