Morgunblaðið - 02.10.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
15
Nýtt og mjög smekklegt mælaborð hefur verið hannað í Volvo 360 GLT.
Þægilegt er að ganga um skuthurð bílsins eins og sjá má.
Volvo 360 GLT, 3ja dyra.
okkar aðstæður mætti að ósekju
vera eilítið lægri. Um skiptinguna
er að það segja, að mjög gott er að
vinna með henni. Kassinn er mjög
þéttur, en samt er mjög aðgengi-
legt að skipta milli gíra og það er
tiltölulega stutt.
AKSTURSEIGINLEIKAR
Volvo 360 GLT er með sjálf-
stæða fjöðrun á hverju hjóli og er
auk þess búinn sérstökum gas-
dempurum. Hann svaraði mjög vel
á þeim vegum, sem ekið var um,
sem voru þó allir malbikaðir og
því í raun ekkert hægt að fullyrða
um eiginleika hans á mölinni. Það
sem hægt er að finna að aksturs-
eiginleikum bilsins er, að hann
mætti vera eilítið stifari að aftan,
en hann leggst lítið eitt niður í
hornin, þegar ekið er inn í beygjur
á mikilli ferð. Reyndar er hægt að
auka þrýsting gasdemparanna að
aftan, þannig að stífleiki bilsins
aukist um tæplega 5%, sem væri
til bóta. Af þessu vandamáli þarf
hins vegar ekki að hafa svo ýkja
miklar áhyggjur hér á landi, þar
sem bæði eru ströng hraðatak-
mörk, auk þess sem mikið er ekið
á malarvegum, þar sem bíllinn má
alls ekki vera alltof stífur.
SAMANBURÐUR
Til samanburðar, fengum við
Volvo 345 til umráða og reynslu-
aksturs. Munurinn þar á er gríð-
arlegur. Snerpa nýja bílsins er
gríðarlega miklu meiri, auk þess
sem hann svarar mun betur á vegi
og er i raun eins og um tvo ólika
bíla sé að ræða.
NIÐURSTAÐA
Þegar á heildina er litið eru þær
breytingar, sem gerðar hafa verið
á 3-línunni í formi Volvo 360 GLT
til mikilla bóta. Hann er knúinn
kraftmikilli vél, aksturseiginleik-
ar hans eru góðir á malbiki og
hannað hefur verið nýtt og mjög
smekklegt mælaborð, auk þess
sem íburður hefur verið aukinn í
innréttingu. Því er hins vegar ekki
að leyna, að persónulega hefði mér
þótt í lagi, að hrófla lítið eitt við
útlínum bilsins, sem hefur verið
óbreyttur frá árinu 1976. í því
sambandi má þó ekki gleyma því,
að Volvoverksmiðjurnar eru
þekktar fyrir allt annað er tíðar
rótttækar breytingar.
Sjálfvirkur sími í
Reykholts- og Flókadal
Borgarfirói í ofanverðum september.
FYRIR lok næsta mánaðar ættu íbúar í
Reykholtsdal og Klókadal að vera
komnir í samband við sjálfvirka síma-
kerfið. Var reist endastöð i landi Hurð-
arbaks nálægt Kljáfossi með aðstöðu
fyrir 200 númer frá 5100—5299. í
sumar var svo jarðkapall plægður niður
og verið er þessa dagana að tengja
notendur inn á þessa stöð við Kljáfoss.
Eru flestir sammála því, að þetta sé til
mikilla bóta, þótt einstaka muni e.t.v.
kvarta um minna fréttastreymi innan
sveitar eftir breytinguna.
Að sögn Sigurðar Ólafssonar,
stöðvarstjóra Pósts og síma í Borg-
arnesi, þá mun stöðin við Kljáfoss
þjóna Reykholtsdal og Flókadal til
að byrja með, en síðar verði Staf-
holtstungur tengdar við stöðina. Um
Hálsasveit, Hvítársíðu og Þverárhlið
er ekki ljóst enn sem komið er. En
bráðlega verði þær þó tengdar við
hnútsstöðina í Borgarnesi, svo þær
hafi þá sólarhrings þjónustu í gegn-
um hana.
Þá er búið að fá aðstöðu fyrir
endastöð í kjallara iþróttahúss Sam-
vinnuskólans í Bifröst fyrir Norður-
árdal. Verður þar um 60 númer að
ræöa frá 5000—5059. Eftir er að
tengja efsta hluta Borgarhrepps, en
hann tengist hnútsstöðinni í Borg-
arnesi.
Verða þá uppsveitir Borgarfjarðar
komnar í samband við sjálfvirka
símakerfið með þessum þremur
endastöðvum, Hvanneyrarstöðin,
sem þjónar Andakíl og Skorradal,
Kljáfossstöðin og Bifrastarstöðin.
Þær sveitir, sem ekki koma í þessar
stöðvar, verða tengdar í gegnum
hnútsstöðina í Borgarnesi og fá
þannig sólarhringsþjónustu, eins
konar hálfsjálfvirkt kerfi.
Af öðrum framkvæmdum í Borg-
arfirði sagði Sigurður Ólafsson
stöðvarstjóri að verið væri að setja
upp endurvarpsstöð fyrir sjónvarpið
á Hreimsstöðum í Norðurárdal, sem
ætti að þjóna Norðurárdal og efsta
hluta Borgarhrepps. Batni skilyrði
að mun við tilkomu þeirrar endur-
varpsstöðvar. Þá er verið að setja
upp FM-endurvarpsstöð fyrir hljóð-
varp á Girðisholti í landi Miðhúsa í
Alftaneshrepp í Mýrasýslu. A sú
stöð að þjóna sunnanverðu Snæfells-
nesi, Hnappadalssýslu, Mýrarsýslu
og Borgarfjarðarsýslu. Á Girðisholti
er sjónvarpsendurvarpsstöð fyrir.
— pÞ-
Kljáfossstöðin í landi Hurðarbaks, sem sjá má hægra megin við símahúsið.
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁOKKUR
Opið í dag:
í Austurstræti til kl. 12.
en í StarmýrL
Kynnum kl*4
ídag: Lamba
hamborgarhrygg
Kynningarverð
AÐEINS
.00
pr.kg.
Lambakjöt
á GAMLA VERÐINU
Kjúkli 5 stk, ngar Q . í[H>ka O 92!
Ny lifur ^ C.00 pr kg.
AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2