Morgunblaðið - 02.10.1982, Page 20

Morgunblaðið - 02.10.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 21 fltofgtsiiliIfifeUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Hótað með 100% verðbólgu Ríkisstjórnin hét því í febrúar 1980, að á árinu 1982 yrði verðbólgan hér á landi svipuð ojí í nágrannalönd- unum eða undir 10%. Á árinu 1982 hóta stjórnarliðar hins vegar þessu: Ef bráðabirjíðalögin frá því í ágúst verða ekki samþykkt á Alþingi „má búast við að verbólgan rjúki hér á næsta ári í 100%“ (forystugrein Þjóðviljans 30. september 1982). Og alþýðubandalagsmenn á Austurlandi ályktuðu hinn 26. september í sama dúr og sögðust ekki trúa því fyrr en á reyndi „að stjórnarandstaðan standi óskipt að því að kalla efnahagslega ringulreið og 100% verðbólgu yfir þjóðina“ með því að koma í veg fyrir að bráðabirgðalögin fái staðfestingu þingsins. Þessi málflutningur stjórnarliða lýsir algjörri uppgjöf þeirra. Er það stjórnarandstöðunni að kenna, að ríkis- stjórninni hefur mistekist efnahagsstjórnin með öllu? 100% verður verðbólgan fyrr en síðar hjá þessari ríkis- stjórn, haldi hún ráðleysinu áfram — bráðabirgðalögin breyta engu þar um og þar að auki gilda þau allan tímann sem þing situr, hvort heldur þau eru staðfest þar eða ekki. Með hinni furðulegu hótun um 100% verðbólgu eru stjórnarsinnar að telja í sjálfa sig kjark og beita til þess dæmalausum ráðum. Eggert Haukdal, alþingismaður, þekkir innviði þessar- ar úrræðalausu ríkisstjórnar. Honum dettur ekki í hug að hafa í hótunum í hennar þágu. í leiðara Suðurlands kemst Eggert að þessari niðurstöðu: „Það er nokkuð ljóst, að núverandi ríkisstjórn nær ekki þeim tökum sem í dag þarf á efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Hún á því að fara frá og ný ríkisstjórn á nýjum grundvelli á að taka við.“ Kolbrún S. Kjarval með hluta verka sinna. Kolbrún S. Kjarval, leirkerasmiður: Komin heim med sýningu eftir 13 ára dvöl erlendis „1>AÐ ER yndi.slegt að vera komin heim. Fiskurinn er alltaf jafn góður og svo hefur veðrið tekið svona vel á móti mér,“ sagði Kolbrún S. Kjarval í sam- talí við Mbl. i fyrradag. Hún var þá að stilla upp leirmunum sínum á sýningu í Listmunahúsinu við Lækjargötu en sýning hennar verður einmitt opnuð í dag. Kolbrún er 37 ára Reykvikingur, dóttir Sveins Kjarval, innanhúss- arktekts og Guðrúnar Kjarval. Hún á ekki langt að sækja listgáfuna, því Jó- hannes S. Kjarval, listmálari, var afi hennar. Kolbrún hefur verið búsett i Danmörku síðastliðin 13 ár. Þrátt fyrir annríki við undirbún- ing sýningarinnar féllst Kolbrún á að ræða um nám sitt og dvöl erlend- is og sýninguna í Listmunahúsinu. „Ég fór 19 ára gömul til náms og vinnu á leirkeraverkstæði í Kaup- mannahöfn og var þar í eitt ár. Síð- an fór ég til Englands og var þar annað ár við teikninám í Oxford. Að því loknu lá leiðin til Skotlands þar sem ég var í tvö ár í listaskóla í Edinborg. Þegar ég kom heim frá Edinborg, árið 1968, hélt ég mína fyrstu sýn- ingu. Það varí Unuhúsi og sýndi ég þar skólavinnuna. Sýningin gekk óskaplega vel, betur en ég hafði nokkurn tíma búist við. Eg varð nánast orðlaus yfir móttökunum. Árið eftir fór ég til Danmerkur og þar hef ég búið síðan, þó ég hafi reyndar alltaf verið á heimleið. Fyrst vann ég í 2 ár í Konunglegu postulínsverksmiðjunum. Þar vann ég við allt mögulegt og reynslan sem ég fékk þar kom sér ákaflega vel fyrir mig þegar ég, nokkrum ár- um seinna, stofnaði eigið leirkera- verkstæði. Jafnhliða vinnunni í Konunglegu postulínsverksmiðjun- um var mér boðið að vera í skóla á vegum verksmiðjanna sem heitir Skolen í haven, eða Skólinn í garð- inum. Þar var ég í eitt ár og lærði mikið í penslatækni. Eftir að ég hætti í Konunglegu postulínsverk- smiðjunum kenndi ég í 4 ár í náms- flokkum á Norður-Jótlandi og 1975 stofnaði ég, með góðri hjálp for- eldra minna, leirkeraverkstæði á Mið-Jótlandi. Ég rek það enn og einnig verslun ásamt móður minni. Ég hef tekið þátt í samsýningum í Danmörku og haldið þar eina einka- Á sýningu Kolbrúnar eru bæði listaverk sem hafa notkunargildi og einnig hlutir sem standa sjálfstætt fyrir sinu sem listaverk. Þessi mynd sýnir hluta veggmyndar úr leir. Morxunblaðið/RAX. sýningu. Ég hef ekki verið með sýn- ingar utan Danmerkur en sel þó nokkuð mikið til Þýskalands og Hollands. Þetta hefur gengið ágæt- lega hjá mér og munirnir seljast alltaf betur og betur. Ég get lifað af þessu með því að kenna á kvöldin. En þetta er hörkuvinna. Ég nota aðallega steinleir frá Englandi og Frakklandi. Annars er þetta svæði á Mið-Jótlandi þekkt fyrir leirkeraiðnað. Leirkeraiðnaður hefur verið þarna í mörg hundruð ár. En ég vinn afar lítið úr jarð- leirnum sem þarna er og þá ein- göngu í sambandi við kennsluna. Munirnir, sem eru á sýningunni hérna í Listmunahúsinu, eru um hundrað talsins og hef ég búið þá alla til í verkstæðinu úti, flesta á siðastliðnu hálfu ári. Það er heil- mikið fyrirtæki að koma hingað með þetta allt og mikil vinna við að pakka mununum. Ég átti allt eins von á að eitthvað hefði brotnað á leiðinni, en sem betur fer þá slapp ég alveg við það, og allt kom óbrotið uppúr kössunum," sagði Kolbrún S. Kjarval að lokum. Svavar hefur líka brugðist Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, er fé- lagsmálaráðherra og undir hann heyra því húsnæð- ismálin. Þau eru að sjálfsögðu í megnasta ólestri. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla ís- lands, lýsir stjórn Svavars með þessum orðum í Þjóðvilj- anum í gær: „... í tíð þessarar ríkisstjórnar og með sam- þykki stjórnarandstöðunnar (kenningin um að 100% verðbólga verði stjórnarandstöðunni að kenna gengur hér aftur hjá prófessornum í nýrri mynd, innsk. Mbl.) hefur þegjandi og hljóðalaust verið framkvæmd umtalsverð lífskjaraskerðing, sem bitnar á heilli kynslóð. Nú hefur ungt fólk minni möguleika en áður til að eignast eigið húsnæði. í þessu felst auðvitað ekkert annað en kjara- rýrnun, sem fyrir þennan hóp fólks skiptir miklu meira máli en sveiflur í kaupmætti um fáein prósentustig á tilteknum ársfjórðungi — miðað við tiltekinn ársfjórðung fyrir áratug eða svo ... Þannig er verið að loka ungt fólk inni í vítahring, þar sem afborganir og vextir verða sífellt þyngri byrði. Það hefur verið framkölluð lífskjaraskerð- ing, sem heldur sjálfvirk áfram og bitnar fyrst og síðast á launafólki af yngri kynslóðinni." Svavar Gestsson hefur ekki orðið fyrir jafn markvissri árás úr neinni átt fyrir afskipti sín af húsnæðismálum í þessari ríkisstjórn. Svavar hefur líka brugðist, er prófess- orinn í stjórnmálafræði í Háskóla íslands að segja lesend- um Þjóðviljans. Er tilviljun að þessari réttmætu niður- stöðu er komið á framfæri af arftaka Ólafs R. Grímssonar í háskólanum? Hvernig svarar Svavar Gestsson því að vera sakaður um að hafa lokað ungt fólk inni í vítahring og stofnað til sjálfvirkrar lífskjaraskerðingar, sem bitns mun á heilli kynslóð? Frá Hólmavík í Dómkirkjuna Lætur af prestskap og tekur við starfi dómkirkjuvarðar SÉKA Andrcs Ólafsson, sem veriö hef- ur sóknarprestur á Hólmavík í 34 ár, hefur nú tekið við starfi dómkirkju- varðar, hér í Reykjavík. Séra Andrés hefur verið fréttaritari Morgunblaðsins á Hólmavík í yfir 30 ár. í tilefni af þcssum breytingum á högum séra Andrésar, ræddi Morgunblaðið stutt- lega við hann. „Ég hef verið sóknarprestur á Hólmavík í 34 ár. Vígðist þangað sem settur prestur 1948, var kosinn lögmætri kosningu árið eftir og hef verið þar prestur síðan," sagði séra Andrés aðspurður. „Lengst af var ég einnig prófastur í Strandaprófasts- dæmi, meðan það var sérstakt pró- fastsdæmi eða þangað til það var lagt niður og sameinað Húnavatns- prófastsdæmi 1972.“ Hvernig leggst nýja starfið í þig? „Ég hygg gott til þess. Ég er kom- inn á eftirlaun og finnst gott að slitna ekki úr öllu sambandi við kirkjuna allt í einu og geta verið í tengslum við hana meðan heilsan leyfir." Eru viðbrigðin ekki mikil? „Jú vissulega eru þetta mikil viðbrigði og það er margt sem maður saknar eftir svo langa veru með sama fólkinu. Þetta eru allt saman vinir manns og kunningjar og ég þekki hvert mannsbarn í minni sókn og þeirra hagi náið.“ Hvernig líst þér á að búa í fjöl- menninu eftir þetta langa veru í hinu svokallaða fámenni? „I sjálfu sér líst mér ágætlega á það. Ég er nú ekki alveg ókunnugur hér fyrir sunnan, því að hérna var ég á námsárunum. Ég hef allan minn prestskap verið á Hólmavík og auð- vitað er ástandið þar allt annað í dag en var þegar ég tók við. Nú myndi ég halda að þetta væri eitt besta brauð á landinu. Prestsetrið er nýtt og kirkjan falleg. Hólmavík er ég ekki búinn að kveðja fyrir fullt og allt, því að ég kveð þennan síðasta söfnuð minn 17. október næstkomandi. Formlega læt ég af störfum 1. nóv- ember og þá tekur nýr prestur við, séra Rögnvaldur Finnbogason, sem nú er á Staðarstað. Ég er fæddur og uppalinn ísfirð- Séra Andrés Ólafsson og frú fyrir framan Dómkirkjuna. ingur, en ég hef kunnað alveg sér- staklega vel við mig á Ströndunum, því þar býr traust, gott og elskulegt fólk. Auðvitað saknar maður staðar- ins, eftir svona langan tíma. Ég átti góð samskipti við minn söfnuð, en þetta er gangur lífsins. Presturinn er sinn eiginn húsbóndi og getur nokk- uð hagað vinnutíma sínum eins og honum hentar, en ég hygg gott til þess að hafa samskipti við margt nýtt fólk í nýja starfinu. Hingað í dómkirkjuna hef ég oft komið. Hér var ég vígður og hér gifti ég mig. Það er nú kannski saga að segja frá, að Sigurgeir biskup, faðir núverandi hiskups, skírði mig bæði og fermdi og gifti mig síðan og vígði hér í dómkirkjunni, eða allt þar til ég tók sjálfur við og skírði mín eigin börn.“ Hafði aldrei hvarflað að þér áður að yfirgefa Hólmavík? „Jú, það hvarflaði að mér á erfið- leikatímunum 1955—60. Þá fluttist fólk burt í stórum stíl, því að þá hafði fiskur horfið úr Húnaflóa og það varð mikil fækkun í öllum sveit- arfélögum á svæðinu. Þá vorum við Hólmavíkurkirkja. að basla við að koma upp Hólmavík- urkirkju og ég vildi ekki gefast upp í miðjum klíðum. Þar komu einnig til persónulegar ástæður, því að Gunnar Ólafsson, sem var skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar og teiknaði kirkj- una, var bróðir minn, en hann dó fyrir aldur fram, 43 ára að aldri. Tíminn verður að leiða það í ljós, hvernig mér tekst til í nýja starfinu, en ég er ekki með öllu ókunnugur því sem hér fer fram og hygg gott til samstarfsins við prestana, safnaðar- nefnd, kórinn, stjórnanda hans og aðra sem við sögu koma. Þá er það ekki lítils virði, að fá að hafa konuna sér til aðstoðar, en hún aðstoðar mig við kirkjuvörsluna," sagði séra Andr- és Ólafsson að lokum. íslenska óperan: Söngleikurinn Búum til óperu frumsýndur Barnasöngleikurinn Búum til óperu verður frumsýndur í Gamla bíói í dag, laugardaginn 2. október, kl. 17, en önnur sýning verður á sunnudag á sama tima. Tónlist við leikóperuna er eftir Benjamin Britten. Erich Crozier samdi textann, sem byggður er á tveimur kvæðum William Blakes um sótara- dreng. — Tómas Guðmunds- lengd. Fyrri parturinn, er ber heitið Búum til óperu, fjallar um samningu og æfingar barna og fullorðinna á söng- leik, en hinn síðari er flutning- ur á leiksmíð þeirra, Litla sót- aranum. Að sögn Guðnýjar er sögu- svið óperunnar England um aldamótin. Efni leiksins væri í stuttu máli örlög lítils sótara- leiksins meira, en sjón er sögu ríkari. Þær Þórhildur og Guðný sögðu að ætlunin væri að börn úr skólum landsins sæju sýn- inguna. Af þeim sökum væri í ráði að sýna hana á skólatíma og um helgar. Að sögn Þórhildar koma áhorfendur mikið við sögu í leiknum. Eiga þeir að fara með Myndin er tekin á æfingu á Búum til óperu: Frá vinstri: Halldór Örn Olafsson, Sólveig Arnardóttir, Ásrún Davíðsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir, John Speight, Stefán Guðmundsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Gísli Guðmundsson. son, skáld, snaraði textanum á íslenska tungu. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, sem jafnframt lagaði söngleikinn að íslenskum aðstæðum. Jón Þórisson hannaði leikmynd og búninga, en Dóra Einarsdóttir sá um að sauma þá. Með hljómsveitarstjórn fer Jón Stefánsson og sýningarstjóri er Guðný Helgadóttir. Ljósa- meistari er Sigurbjarni Þór- mundsson. Að sögn Þórhildar og Guð- nýjar var gripið til þess ráðs í upphafi að láta tvo leikhópa fara með þau 11 hlutverk sem eru í leiknum, svo að álagið á Ieikurum af yngri kynslóðinni sé ekki of mikið. — Mætti því segja að tvær frumsýningar yrðu um helgina. Þær kváðu æfingar hafa hafist á söng- leiknum sl. vor, en í sumar lágu þær niðri. í byrjun september hefði þráðurinn síðan verið tekinn upp aftur. Allt í allt hefðu því æfingar staðið yfir í um 8 vikur. Leikóperan skiptist í tvo kafla, sem eru svipaðir að drengs sem stéttarbræður hans, Klunni og Surtur, hafa fest kaup á. Þeir fara með unga sótarann í höll eina þar sem honum er ætlað að hreinsa skorsteina. Honum tekst ekki betur til en svo að hann festist í reykháfnum. Nokkrum börn- um, sem búa í höllinni, tekst þó, með aðstoð barnfóstrunnar Rúnu, að koma honum til hjálpar. — Fela þau litla sótar- ann og láta líta svo út sem hann hafi flúið útum glugga. Ekki er ráðlegt að rekja efni hlutverk kórsins. — í því augnamiði að undirbúa áhorf- endur undir þetta veigamikla hlutverk hefur textum við sönglög óperunnar verið dreift í barnaskóla. Er síðan ætlunin að tónmenntakennarar æfi börnin áður en þau koma á sýninguna. Að lokum má geta þess, að barnaóperan, sem var frum- flutt 1949 í Englandi, hefur verið sýnd víða um heim við miklar vinsældir. Leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir. (Ljósm. KÖE) Leikendur í Búum til óperu: Frá vinstri: Guðný Helgadóttir, Arnar Kristjánsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Ólafur Rúnarsson, Gunnar Freyr, Steinunn og Ragnheiður Þórhallsdætur, Elísabet Erlingsdóttir, Árni Sighvatsson og Elisabet Waage.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.