Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 27

Morgunblaðið - 02.10.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 27 um grunnskólans. Það er frum- skilyrði. En jafnframt þurfa skólabðrn að læra matreiðslu, ekki síst pilt- arnir. Kennsluna á auðvitað að miða við að elda holla fæðu á skömmum tíma, en ekki íburð- armikinn veislumat. Sú bábylja að fínunnar verk- smiðjuafurðir séu alltaf hand- hægari í matreiðslu en nýmetið á ekki stoð í veruleika og um mis- muninn á hollustugildi þarf ekki að fjölyrða. En um leið þarf matvælaiðnað- urinn að koma til móts við neyt- endur og leggja áherslu á hollar vörur sem unnt er að matreiða á skömmum tíma með lítilli fyrir- höfn. Þetta er brýnt fyrir þá sök að þær fæðutegundir sem eru óholl- astar, sykur og fita, eru ódýrastar og því stórlega ofnotaðar í fiestum greinum matvælaiðnaðar. En jafnvel þetta dugir ekki til. Því miður er ekki lengur hægt að komast hjá því að taka upp heit- ar máltíðir í skólum a.m.k. á höf- uðborgarsvæðinu ef ekki víðar. Og meira þarf til. Það verður að reyna að auka samvinnu milli kynslóða, m.a. með því að börn fái að njóta samvista við aldr- aða, og öfugt, eftir því sem við verður komið. Ekki er heldur seinna vænna að auka fræðslu í félagsfræði. Gera börnunum grein fyrir því að þau eru — eins og við — fórn- arlömb byltingar sem við ráðum ekki lengur við. En umfram allt þurfum við að vakna upp og átta okkur á því að fjölskyldan verður aldrei söm aft- ur. Aðeins ef við bregðumst skjótt við á hún enn lífsvon ... í nýrri mynd. Fræðsluþáttur Cieðhjálpar.. Klúbbar — leið út úr einangrun? Einangrun Margar hugmyndir hafa verið á lofti um á hvern hátt draga megi úr einangrun þeirra, sem lengi hafa dvalið á geðsjúkra- húsum og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að þeir, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, þurfi að dvelja á slíkum stofnunum til langframa. Geðsjúkrahús eru ekki einung- is heimili vistmanna þar sem þeir nærast og sofa. Þeir stunda þar einnig vinnu, ef um slíkt er að ræða og eyða þar frítíma sín- um. Þetta er í algjörri andstöðu við það, sem gerist utan veggja stofnunarinnar. Þar stunda menn í flestum tilfellum vinnu utan heimilis og blanda geði við annaðfólk. Frítímum eyða menn síðan með margvíslegum hætti utan heimilis eða innan að eigin geðþótta. Margir sjúklingar hafa verið með annan fótinn inni á geðsjúkrahúsi árum saman. Stofnunin er því orðin mið- punktur lífs þeirra. Talið er að afleiðingarnar af dvöl á slíkri stofnun geti orðið margvíslegar. Hægfara og oft tæplega merkjanleg aðlögun að lífinu á stofnuninni gerir vist- manninn illa hæfan til að lifa í samfélaginu utan hinna ósýni- legu múra, sem með tímanum hlaðast upp í kringum hann. Þessi mótun er talin almenn einkum ef dvalið er langdvölum á geðsjúkrahúsi. Sjúklingarnir verða sinnulausir, áhugalausir, undirgefnir, ósjálfstæðir og til- einka sér á tíðum ákveðnar lík- amshreyfingar. Orsök slíkrar Fyrri hluti mótunar má m.a. rekja til eftir- farandi atriða: a) tengsl við umheiminn rofna b) lífið á stofnuninni einkennist af athafna- og tilgangsleysi c) vinir fjarlægjast d) langvarandi lyfjameðferð e) samstaða myndast á deildun- um, þannig að einstakl- ingarnir verða háðir hver öðrum f) engar áætlanir eru gerðar um lífið utan stofnunarinnar. Talið er að þó hinn uppruna- legi sjúkdómur læknist verði þessi einkenni eftir. Þessar lýsingar koma vel heim og saman við reynslu margra þeirra, sem reyjit hafa að ryðja sér braut út fyrir veggi geðsjúkrahúsa hér á landi. Þó þeim takist að búa utan stofnun- arinnar þá einangrast þeir þar í allflestum tilvikum. Sá vinahóp- ur, sem þeir áttu ef til vill ein- hverntímann, er horfinn. Vin- áttu og jafnvel vinnu leita þeir enn á sjúkrahúsinu þótt þeir búi utan þess. Klúbbar Eitt af því sem reynt hefur verið að gera til að auka félags- leg tengsl þessa hóps er að koma á klúbbum fyrir fyrrverandi geðsjúklinga. Slíkir klúbbar þjóna mikilvægum tilgangi, því fyrsta skrefið út úr einangrun- inni getur verið samskipti við fólk með sama vandamál. Klúbb- ur er hugsaður sem miðstöð þar sem einstaklingar með svipaða reynslu og vandamál geta skilið og umborið hver annan. Uppbygging og rekstur slíkra klúbba getur verið margvísleg. Sumir eru aðeins fyrir fyrrver- andi sjúklinga frá ákveðnu geðsjúkrahúsi, aðrir fyrir sjúkl- inga frá fleiri geðsjúkrahúsum og enn aðrir fyrir hvern þann, sem einhvern tímann hefur átt við geðræn vandamál að stríða, hvort sem sá hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús eða ekki. I sumum klúbbanna er mest áhersla lögð á meðferðarlegu hliðina, en í öðrum er félags- starfsemin í fyrirrúmi. Þrátt fyrir augljóst gildi slíkra klúbba er nokkur ágrein- ingur um rekstur þeirra og gagnsemi. Spurt er hvort þar sé verið að gera einstaklingana of háða hver öðrum, sem síðar geri þeim erf- itt um vik að blandast öðrum hópum í samfélaginu. Sem félag- ar slikra klúbba gangi þeir inn í hlutverkið „fyrrverandi sjúkl- ingur“ og því betur sem þeim líði í slíkum félagsskap því örðugra geti það orðið að slíta sig í burtu síðar. Að auki geti þátttaka í slíkum hópum leitt til stimplun- ar af þei^n sem fyrir utan eru. Þetta geti leitt til þess að þeir, sem þjást af minniháttar geð- rænum erfiðleikum, vilji ekki taka þátt í starfsemi klúbbanna. Hinsvegar hefur einnig verið bent á að ef þátttaka í klúbbum væri opin öllum sem áhuga hefðu á slíkum vanda, án tillits til þess hvort þeir sjálfir hefðu átt við hann að stríða, myndi „sjúklings“stimplunin hverfa. Fyrrverandi sjúklingar öðlist nýja reynslu í samskiptum við fleiri en þá sem eiga við svipað- an vanda að stríða og finni um leið áhuga annarra á málefnum þeirra. Þá er það álitamál hvort sér- fræðingar eða félagarnir sjálfir eigi að stjórna klúbbunum. Talað er um að mikilvægt sé að hafa sérfræðinga til aðstoðar við mat á því hvort sjúklingar séu tilbúnir til slíkrar starfsemi. Þá gætu sérfræðingarnir tekið á þeim vanda sem upp kemur, að- stoðað félaga við að nýta sér sem best það sem klúbburinn hefur upp á að bjóða og verið með í allri uppbyggingu hans. Hins vegar er bent á að ef slík- um klúbbum sé stjórnað af sér- fræðingum sé meiri hætta á að einstaklingarnir verði háðari hver öðrum. Ef félagarnir sjálfir stjórni þeim stuðli það að meira frumkvæði, sjálfstæði og ábyrgð. Að auki sé siíkur rekstur fjár- hagslega hagkvæmari. Einnig hefur verið rætt um að skynsamleg lausn væri að fara bil beggja þ.e. að í upphafi séu sérfræðingar til aðstoðar við uppbyggingu og rekstur en síðan kæmu félagarnir meira og meira inn í myndina og taki að lokum að sér stjórnunina sjálfir. Hlut- verk sérfræðinganna þá sé ráðgjöf og eingöngu ef klúbbfé- lagarnir óska eftir henni. I öðrum þætti verður rætt um Fountain-house í New York, sem er dæmi um klúbba eins og þá, sem hér hefur verið fjallað um. SS. — UVI. aagurinn Næstkomandi sunnudag þann 3. okt. er árlegur merkja- og blaðsöludagur SÍBS, en hann er haldinn til ágóða fyrir starfsemi SÍBS. Óskum eftir sölubörnum til starfa kl. 10 árdegis. Sölulaun eru 20%. Merki dagsins kostar 20 krónur og blaðið Reykjalundur kostar 30 krónur. Merkin eru númeruð og gilda sem happdrættismiði. Vinningurinn er vöruúttekt fyrir 25,000 krónur. Foreldrar, hvetjið börnin til að leggja góðu málefni lið. AFGREIÐSLUSTAÐIR MERKJA OG BLAÐA í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: SÍBS, Suöurgötu 10, sími 22150 Mýrarhúsaskóli Melaskóli Austurbæjarskóli Hlíðaskóli Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Breiöagerðisskóli Vogaskóli Árbæjarskóli Fellaskóli Breiðholtsskóli Hólabrekkuskóli Ölduselsskóli Seljaskóli Laugateigur 26, s. 85023 KÓPAVOGUR: GARÐABÆR: HAFNARFJÖRÐUR: Kársnesskóli Flataskóli Breiðvangur 19 Kópavogsskóli Lækjarkinn 14 Digranesskóli Reykjavíkurvegur 34 Þúfubarð 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.