Morgunblaðið - 02.10.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
29
Minning:
Rannveig Eyjólfs
dóttir Hlíðardal
Ksedd 9. september 1896
Dáin 15. september 1982
I dag verður jarðsett í Vest-
mannaeyjum, tenKdamóðir mín
Rannveig Eyjólfsdóttir frá Hlíð-
ardal. Hugurinn leitar aftur í tím-
ann og ég minnist samverustund-
anna með Veigu.
Eg man fyrstu komu mína í
Hlíðardal, húsið var og er ekki
stórt, sennilega þótti mér það lít-
ið. Það finnst mér ekki lengur,
kynni mín af hjónunum sem þar
bjuggu og reisn heimilisins hafa
breytt þessu. Veiga heilsaði mér
innilega og þá eins og ætíð síðan,
stóðu veitingar á borðum og biðu
okkar.
Eg man að mér fannst konan,
röddin og látbragðið bera vott um
styrk og myndugleika. Nú veit ég
að þetta var rétt, hún var sterk og
traust, hún var einlægur vinur og
fjölskyldu sína elskaði hún. A
hverju sumri vorum við hjónin
hluta sumarfrís okkar í Eyjum.
Ég var oft spurður hvort ég væri
ekki orðinn leiður á þessum ferð-
um. Þessu var auðvelt að svara
neitandi, það var svo gott að vera
hjá Veigu og kannski er það þess
vegna sem mér þykir vænt um
Vestmannaeyjar. Veiga fylgdist
alltaf mikið með málefnum barn-
anna og fjölskyldna þeirra, tók
ríkan þátt í gleði og gaf styrk í
erfiðleikum. Barnabörnin elskuðu
ömmu í Hlíðardal, sóttu mikið til
hennar hvar sem hún var stödd.
Ég minnist morgnanna í eldhús-
inu hjá Veigu, nágrannarnir litu
inn, þágu kaffibolla og röbbuðu
smá stund. Svona gekk það alla
morgna, en svo var Veiga vinnu-
söm, að aldrei féll henni verk úr
hendi, þótt hún tæki fullan þátt í
samræðunum.
Það var mikið farið að hægjast
um hjá Veigu þegar ég kynntist
henni, þó þótti mér nóg um. Það
þurfti að heyja handa kindunum
sinna kartöflugörðunum og svo öll
heimilisstörfin að auki. Ég hugs-
aði oft hvernig hefur þetta verið,
þegar hún sá að auki um fiskverk-
un og matseld fyrir skipshöfn
manns síns. Vinur minn, sem var
háseti hjá Guðjóni í Hlíðardal,
sagði við mig. „Ég vissi aldrei
hvenær hún Veiga svaf. Hún var
síðust allra á fotum og það var
hún líka þear ég vaknaði." Ekki
var styrkur hennar minni, þegar
Guðjón tengdafaðir minn lá bana-
leguna heima í Hlíðardal, þá hefur
ekki alltaf verið mikið sofið.
Svo kom eldgosið í Vestmanna-
eyjum og hún eins og aðrir varð að
koma til lands. Frá þeim tíma hef
ég mest verið samvistum við hana,
því hún var gjarnan til skiptis hjá
dætrum sínum á vetrum, en í
Hlíðardal var hún frá vori til
hausts svo lengi sem kraftar ent-
ust. Henni þótti vænt um Vest-
mannaeyjar og þegar útlitið var
hvað svartast þar úti, trúði hún
því stöðugt að atvinnusögu og
sögu þeirra væri ekki lokið. Henni
sárnaði svartsýni margra, þessa
erfiðu vetrarmánuði 1973.
Það er margs að minnast frá
síðustu árum, Veiga situr í stóln-
um sínum, hlustar á útvarpið og
prjónarnir ganga ótt og títt. Eða
þegar gestir komu. Allir fóru inn í
litla herbergið hennar, röbbuðu
við hana um heima og geyma, ekki
síst Vestmannaeyjar, en prjónarn-
ir hættu ekki að tifa.
Og nú er hún alkomin heim til
Vestmannaeyja. Hvílir þar við
hlið mannsins síns í kirkjugarði
Landakirkju.
Ég þakka þeim báðum innilega
fyrir samfylgdina og vináttuna
sem þau gáfu mér.
Guð blessi minningu þeirra.
Guðm. Ingimundarson
Enn er horfin úr hópi eldri
borgara Eyjanna ein þeirra
kvenna, er um áratugi setti svip á
b;nipp, ,V^jg» ,í. tUiðaidak .OÍ{1S'O0
hún var jafnan kölluð. Nafn henn-
ar er samofið og greypt í hugskot
ailra þeirra, sem kynntust henni,
■díkur var persónuleiki hennar í
allri viðkynningu. Það sem ein-
kenndi hana fyrst og fremst var
óvenju mikill dugnaður, fórnfýsi
og hlýja í garð allra sem hún átti
samleið með.
Rannveig fæddist að Miðgrund,
Vestur-Eyjafjöllum, 9. september
1896, dóttir hjónanna Jóhönnu
Jónsdóttur og Éyjólfs Jónssonar.
Börn þeirra hjóna voru 6 og eina
dóttur átti Jóhanna frá fyrra
hjónabandi. Allt var þetta dugn-
aðarfólk og flest settust þau að í
Vestmannaeyjum og er Rannveig
síðust þeirra systkina, er hverfur
yfir móðuna miklu. Þau voru Jón,
bóndi, Miðgrund, Eyjafjöllum,
Nikkólína, Laugardal, Vest-
mannaeyjum, Gunnsteinn, Staf-
holti, Vestmannaeyjum, Guðjón,
Miðgrund, Eyjafjöllum, Rannveig,
Hlíðardal, Vestmannaeyjum, Guð-
rún, Faxastíg 31, Vestmannaeyj-
um, og Sigríður Nikulásdóttir,
Vestmannaeyjum.
Árið 1929 giftist Veiga móð-
urbróður mínum, Guðjóni Jóns-
syni, frá Steinum, Austur-Eyja-
fjöllum, syni Jóhönnu Magnús-
dóttur og Jóns Einarssonar er þar
bjuggu.
Árið 1920 flyzt Guðjón ásamt
systkinum og móður, sem þá var
orðin ekkja, til Vestmannaeyja.
Fljótlega kom í ljós mikill áhugi
og dugnaður hjá Guðjóni við sjó-
mannsstarfið. Keppti hann
snemma að því marki að verða
sjálfstæður maður á þeim vett-
vangi. Formennsku sína byrjaði
Guðjón árið 1930, með m/b Siggu
litlu, sem var 5,3 tonn að stærð.
Var hann síðan með eftirtalda
báta er hann eignaðist, Elliða,
Gullfoss og Skuld. Var Skuldin
stærst þessara báta, rúm 16 tonn.
Aðallega stundaði Guðjón drag-
nótaveiðar á Gullfossi og Skuld-
inni. Hann var einn mesti fiski-
maður Eyjanna með dragnót, enda
miðaglöggur og vel kunnugur
staðháttum. Var hann hér farsæll
formaður í 32 ár. Þegar Veiga og
Guðjón hófu búskap var Guðjón
ekkjumaður. Hann missti konu
sína, Sigurbjörgu GUðmundsdótt-
ur, frá tveimur ungum börnum
þeirra, Bergþóri 2 ára og Möggu 4
ára. Þau hjón höfðu þá nýlega
byggt sér íbúðarhús er þau nefndu
Hlíðardal, og eru fjölskyldumeð-
limir jafnan kenndir við þann
stað. Veiga tók að sér vandas imt
hlutverk er hún gekk tveim börn-
um í móðurstað. Veiga og Guðjón
eignuðust eina dóttur, Ástu Sigur-
björgu, ennfremur ólu þau upp tvö
fósturbörn, Dóru Steindórsdóttur,
bróðurdóttur Guðjóns, og Pálínu
Gunnlaugsdóttur, frænku Veigu.
Veigu og Guðjóni farnaðist
búskapurinn vel, og voru samhent
um að bjarga sér og sínum með
eigin vinnu. Jafnan var margt í
heimili í Hlíðardal, þar sem þá
tíðkaðist, að þeir sem stóðu fyrir
útgerð urðu að hafa sjó- og land-
menn á heimilum sínum í fæði og
þjónustu og hvíldi þá jafnan mikið
á húsmóðurinni, að hafa í ofan-
álag við stóra fjölskyldu marga
vertíðarmenn. Það er hætt við að
margri nútímakonunni þætti nóg
um, með þeim aðbúnaði sem þá
var. Allt þetta vann Veiga með
miklum sóma. Auk venjulegra
húsverka hafði hún kýr, kindur og
matjurtagarða til búdrýginda,
sem þá var talið nauðsynlegt
mannmörgum fjölskyldum. Eins
og að líkum lætur hefur vinnudag-
urinn oft verið langur, en eftir því
sem börnin stálpuðust léttu þau
undir í ýmsum verkum, sem voru
margvísleg einkum á sumrin, þeg-
ar allur fiskur var sólþurrkaður,
garðrækt og heyannir og eins afl-
aði Guðjón jafnan mikið af fugli,
sem var mikið búsílag til vetrar-
ins. Ávallt voru hjónin í Hlíðardal
i > aflogu.fæs -oa viku wOÍí .að kunn-. >
ingjum og þeim er minna máttu
sín. Þau voru höfðingjar heim að
sækja. Guðjón var mikill bóka-
maður og hafði gaman af að segja
frá því er hann hafði lesið og var
oft fróðlegt að hlusta á. Guðjón
lést að heimili sínu 8. júlí '966
eftir mjög erfiðan og kvalafi Uan
sjúkdóm. Veiga lagði sig alla f am
við að hjúkra honum í veikindum
hans, þar til yfir lauk. Veiga bjó
áfram í húsi sínu fram til 23. janú-
ar 1973 að gosið kom upp. Hún var
með þeim fyrstu er fluttust til
Eyja eftir gosið en dvölin eftir
gosið var ekki samfelld, heldur í
stuttan tíma í senn og var hún þá
til skiptis hjá dætrum sínum fyrir
sunnan.
Mér er minnisstæður 25. ágúst
1981 um hádegisbilið. Þá komu
þær Veiga og Dóra á bernsku-
heimilið mitt til að kveðja. Þær
voru að fara í flug eftir hádegið og
Veiga átti að leggjast inn á
sjúkrahús. Veiga virtist vera
líkamlega hress, en það læddist að
manni grunur að ekki ætti hún
afturkvæmt til eyjanna.
Allan búskap Veigu og Guðjóns
var mjög mikill samgangur á milli
heimila foreldra minna og var
Veiga ávallt til hjálpar er sjúk-
dómar eða aðrir erfiðleikar komu
upp.
Börnunum frá Hlíðardal vegnar
vel og hefur Veiga notið mikillar
umhyggju þeirra og dvaldi eins
lengi og hægt var heima hjá dætr-
um sínum sem veittu henni alla þá
aðhlynningu sem í þeirra valdi
stóð að veita. Að síðustu var hún
flutt á Landspítalann og þar barð-
ist hún eins og hetja til síðustu
stundar. Hún lést 15. september.
Um leið og ég að síðustu kveð
Veigu í Hlíðardal, vil ég þakka
þessari einstæðu konu fyrir alla
góðvild og hjálpsemi við móður
mína og okkur systkinin. Jafn-
framt votta ég börnum hennar,
barnabörnum og öllum aðstand-
endum hinnar látnu samúð mína.
Blessuð sé minning hennar.
Magnús Guðjónsson
í dag verður amma okkar,
Rannveig Eyjólfsdóttir, jarðsung-
in frá Landakirkju. Hún lést 15.
september sl. rúmlega 86 ára að
aldri.
Amma Veiga hafði orð fyrir að
vera berdreymin og dreymdi hana
fyrir mörgum atburðum í fjöl-
skyldunni. Fyrir hátíðar 1927
dreymdi ömmu að til hennar kem-
ur hrygg ung kona og biður hana
fyrir börnin sín. Þar var komin
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, eig-
inkona Guðjóns Jónssonar, skip-
stjóra og útgerðarmanns í Hlíð-
ardal, Vestmannaeyjum. Sigur-
björg lést af barnsförum rétt fyrir
jólin 1927 og um haustið 1928 ræð-
ur amma Veiga sig í vist til Guð-
jóns afa.
Foreldrar ömmu voru Jóhanna
Jónsdóttir og Eyjólfur Jónsson.
bóndi. Þau bjuggu að Miðgrund
undir Austur-Eyjafjöllum og þar
fæddist amma 9. september 1896.
Hún var næstyngst sjö systkina,
sem öll náðu háum aldri nema
bróðirinn Guðjón, en hann
drukknaði við Eyjafjallasand tví-
tugur að aldri. Hin systkinin voru
Sigríður, Jón, Gunnsteinn og Guð-
rún. Móðir ömmu dó úr lungna-
bólgu 1915 en Eyjólfur náði háum
aldri. Þáttaskil urðu hjá fjölskyld-
unni á Miðgrund 1919 þegar amma
ömmu lést, en þær voru nöfnur.
Um líkt leyti giftist Jón og tók við
jörðinni; afkomendur hans búa
enn á Miðgrund. Hin systkinin
fluttu að heiman og héldu til Vest-
mannaeyja eins og margt ungt
fólk undan Eyjafjöllum í þá daga.
Amma taldi það jafnan til gæfu
sinnar að hafa tækifæri til að
veita öðrum hjálparhönd. Þeir
sem voru minni máttar áttu greið-
an aðgang að hjarta ömmu og
hitti hún marga slíka um ævina.
Um veturinn 1920 fór amma
sem vertíðarstúlka til Eyja og var
hjá þeim Sesselju Einarsdóttur og
Finnborga Finnbogasyni í
Bræðraborg. Var hún hjá þeim í
átta ár yfir vertíðina en fór upp á
iand á sumrin. Þá var hún á
Miðgrund en nokkur sumur fór
amma austur á firði í fiskvinnu og
vist.
I ársbyrjun 1929 gengur amma
að eiga Guðjón Jónsson í Hlíðar-
dal, sem þá var ekkjumaður með
tvö l)örn, Jóhönnu Magnúsíu (köll-
uð Magga) fædd 1923 og Bergþór
(kallaður Beggi) fæddur tveimur
árum síðar, 1925. Afi of> amma
áttu saman eina dóttur, Ástu Sig-
urbjörgu sem fædd er 1929. Um
líkt leyti komu Magga og Beggi úr
fóstri og gekk amma þeim í móð-
urstað.
í Hlíðardal var jafnan mann-
margt þótt húsið sé ekki stórt. Afi
stundaði útgerð og voru því alltaf
vertíðarmenn á heimilinu, sem
amma þjónaði að þeirra tíma sið.
Á þessum árum voru miðin við
Eyjar full af fiski. Þrjátíu árum
síðar var enn verið að segja sögu í
eldhúsinu í Hlíðardal af róðrum
frá þeim tíma. Síðan kom kreppan
og var þá stundum þröngt í búi.
Samt var til nóg að borða og einn-
ig var hægt að veita öðrum sem
minna höfðu. Munaði þar um að
afi sótti sjóinn stíft og í landi sá
amma um búskap. Voru þau jafn-
an með nokkrar kindur og kýr. Þá
sáu amma og börnin um það að
þurrka saltfisk.
Amma Veiga var sístarfandi og
sleppti aldrei verki úr hendi. Hún
elskaði að vinna enda hafði hún
gott verkvit og góð verkfæri voru
alltaf við hendina. Það bar aldrei
á því að hún væri að flýta sér.
Þegar afi og amma höfðu verið
gift í níu ár þá bættist þeim óvænt
stúlka í barnahópinn. Það var
Dóra Steindórsdóttir, þriggja ára,
fædd 1935 og bróðurdóttir afa.
Amma og afi tóku Dóru að sér og
ólu hana upp sem eina af systkin-
inum. En enn átti eftir að bætast í
hópinn. Þegar amma var kominn
hátt á sextugsaldur þá deyr bróð-
urdóttir hennar frá fimm börnum.
Afi og amma tóku eitt barnanna
að sér, Pálínu Gunnlaugsdóttur
fædd 1951. Amma fylgdist náið
með systkinum Pálínu og lét sig
skipta velferð þeirra. Reyndar
hafði amma tekið á móti móður
þeirra á Miðgrund.
Á bernskuárum okkar í Hlíð-
ardal er eins og alltaf hafi verið
gott veður í Vestmannaeyjum. Við
og önnur barnabörn sóttum það
stíft að vera hjá afa og ömmu því
þar gerðust skemmtilegir hlutir.
Amma hafði alveg sérstakt lag á
börnum. Heyskapurinn var
skemmtilegt sumarstarf í Hlíð-
ardal. Fyrir afa og ömmu var
þetta brauðstrit en okkur fannst
heyvinnan leikur. Þá minnumst
við þess þegar kúnum var hleypt
út á vorin og þær hlupu niður
Vestmannabrautina. Allar þessar
myndir tengjast ömmu órjúfan-
legum böndum, hún var sólargeisl-
inn í Eyjum. En lífið tengdist
sjónum. Þegar afi fór niður í kró
eða bryggju þá var hann gjarnan
með flokk af börnum á hælunum.
Afi og amma höfðu tíma til að
spjalla við okkur og sýna forvitni-
lega hluti. Króin var í huga okkar
dimmur ævintýraheimur með
furðulegri lykt. Að krónni gekk
risalykill líkt og að kastölum
sögubókanna. í Hlíðardal var mik-
ið lesið, þá sérstaklega í landleg-
um.
Við minnumst ömmu sem há-
vaxinnar og ‘stérkbyggðrar ‘leonu.
Hún var sívinnandi og umhverfis
hana var iðandi mannlíf. Amma
var með mikið sítt hár sem hún
fléttaði og vafði í kórónu á höfð-
inu. Árið 1966 deyr afi eftir árs-
langa sjúkdómslegu. Amma
hjúkraði honum heima í Hlíðar-
dal. Fram að þeim tíma hafði
amma ekki eitt einasta grátt hár á
höfði, en nú varð breyting á. Afi
og amma voru alla tíð samhent
hjón og því markaði fráfall afa sín
spor. En þó hárið gránaði var
amma áfram bein í baki og óbug-
uð. Hún bjó áfram í Hlíðardal og
hugsaði áfram um kindurnar sín-
ar og sinnti þeim verkurfi sem
myndarheimili sæmir. Allir vissu
að heitt var á könnunni og kleinur
og flatkökur á borðum. Félags-
skapurinn var mikill á meðal ná-
grannanna úr Berjanesi, Húsadal,
Burstafelli, Bergholti og ekki síst
Reykjum svo dæmi séu nefnd. Hjá
þessu fólki mátti finna þá sam-
heldni og tryggð sem átti rætur að
rekja til uppbyggingarinnar í Eyj-
um. í þennan heim höfum við syst-
urnar sótt fyrirmyndir um eftir-
breytanlegt líf.
Haustið 1972 hafði amma
slæma drauma, en sagði engum
frá. En fjölskyldunni til mikillar
undrunar voru allir búnir að fá
jólagjafirnar frá henni í nóvem-
ber. Ámma taldi að nú væri stund-
in stóra nærri. Það var ekki fyrr
en gosnóttina 23. janúar 1973 sem
amma vissi hvað draumarnir
þýddu. Hún var róleg og æðrulaus
en þvertók fyrir að skilja kindurn-
ar sínar eftir. í hönd fóru miklir
breytingatímar sem um leið sýndu
þá miklu manneskju sem amma
var. Við goslok flutti amma aftur í
Hlíðardal og gladdi það hana mik-
ið að unga fólkið sncri líka aftur.
Kannski henni hafi fundist að nú
væri hafi uppbygging í Eyjum sem
minnti á fyrstu árin hennar þar
þegar ungt fólk undan Eyjafjöll-
um lagði grundvöllinn að plássinu.
I mörg ár hefur amma prjónað
sokka og vettlinga á börnin í fjöl-
skyldunni. Henni var sérstaklega
kært að sjá til þess að yngstu
börnin hefðu hlýjar hendur og
fætur. Öllum gerði hún jafnt og
tveir litlir drengir á leið til Kali-
forníu fengu sína ullarsokka og
vettlinga sem aðrir. Á síðari árum
fékk amma loksins tíma til að lesa
bækur að vild. Valdi hún þá gjarn-
an ævisögur og bækur trúarlegs
eðlis. Hún trúði á líf eftir dauðann
og var trygg þeim hugmyndum
sem hafa mótað þjóðarsálina um
aldir.
Með ömmu kveðjum við barna-
börnin sterka og kjarkmikla konu
sem átti stóran þátt í að móta líf
okkar. Við kveðjum fulltrúa æsku-
minninganna og þann Heimaklett
sem ótal vinir og vandamenn hafa
stutt sig við á lífsbrautinni. Nú er
lífshlaupi ömmu lokið og hún mun
lifa áfram í hugum okkar allra.
Blessuð sé minning hennar.
Sigrún og Elsa
Mér er efst í huga þakklæti er
ég sest og hugsa um að skrifa
nokkur orð um tengdamóður mína
nú á kveðjustund.
Rannveig Eyjólfsdóttir var
fædd 9. september 18% og var því
nýlega 86 ára er hún lést á Land-
spítalanum 15. september. Rann-
veig var fædd á Mið-Grund undir
V-Eyjafjöllum og voru foreldrar
hennar Jóhanna Jónsdóttir frá
Vesturholtum og Eyjólfur Jónsson
frá Vallatúni, og var hún næst-
yngst systkina sinna, en þau voru:
Sigríður, Jón, Nikolína, Gunn-
steinn, Guðjón og Guðrún, og var
hún síðust sem kvaddi þennan
heim.
Árið 1929 giftist hún Guðjóni
Jónssyni, ættuðum frá Steinum
undir Austur-Eyjafjöllum, sem
lést langt um aldur fram 1966.
Er ég kom í þessa fjölskyldu ár-
ið 1948 var mér tekið sem syni og
fékk ég að njóta alls þess besta
sem gott heimilislíf getur gefið og
eru 'margar góðar minningar sem
sækja á hug minn nú.
Bið ég góðan Guð að varðveita
þau hjón bæði.
■“■■■** 11 RÞR