Morgunblaðið - 02.10.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982
37
Getur hver sem er talið sig
sérfræðing í þakviðgerðum?
Páll Ólafsson skrifar:
„Velvakandi góður!
Fyrir nokkru birtist í einu blað-
anna viðtal við einn af þakvið-
gerðasérfræðingum okkar og lét
hann talsvert af sérþekkingu
sinni. Hann mun áður hafa rætt
um sérþekkingu sína í dálkum
þínum og gert lítið úr sérþekkingu
verkfræðinga o.fl. Hann segist
hafa sérhæft sig í pappa- og as-
faltþökum, en getur þess ekki,
hvernig hann hafi aflað sér sér-
þekkingar sinnar.
Fyrir 4 árum keypti ég íbúð í
húsi með flötu þaki og hafði þak-
viðgerðasérfræðingurinn þá til-
tölulega nýlega gert við þakið.
Ekki hafði ég átt íbúðina lengi
þegar aftur þurfti að gera við þak-
ið og nú var fenginn einn kunnasti
húsasmiðameistari borgarinnar
til að sjá um viðgerðina. Þegar
hann sá þakið taldi hann nauð-
synlegt að rífa upp flísar og
pappa, sem sérfræðingurinn hafði
látið setja á þakið og ganga öðru-
vísi frá því. Sú viðgerð hefir
reynst vel og á vonandi eftir að
duga lengi. Tveir af eigendum
hússins hafa því tvívegis þurft að
kosta talsverðu í þakviðgerðir með
tiltölulega stuttu millibili. Hinir
eigendurnir komu til sögunnar í
millibilsástandinu.
Af þessu tilefni vil ég spyrjast
fyrir um það, hvort hver sem er
geti talið sig sérfræðing í þakvið-
gerðum og tekið slíkt að sér og
jafnvel nýlagnir. Ég hefði haldið
að einungis viðurkenndir meistar-
ar mættu taka að sér nýlagnir.
Að sjálfsögðu verða veittar upp-
lýsingar um það, hvaða hús hér er
átt við.“
Þessir hringdu . . .
Alríkis- en ekki
alþingiskosningar
Margrét Jónsdóttir fréttamaður
hjá útvarpinu hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja:
— Ég tók eftir því að Grétar
lætur hafa eftir sér í dálkunum
hjá þér, að fréttamaður hafi talað
um „alþingiskosningar í Þýska-
landi". En það var nú ekki svo
slæmt; sagt var „alríkiskosn-
ingar". Betra hefði þó verið að
segja „kosningar til sambands-
þings". Við notum það venjulega,
það er greinilegra.
Þakkir fyrir söng
og ljóðalestur
Oddfríður Sæmundsdóttir
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja:
— Mig langar til að taka undir
ummælin um söng Júlíusar Vífils
Ingvarssonar, sem birtust í þess-
um dálkurn í gær (miðvikudag).
Ég sat alveg hugfangin fyrir
framan sjónvarpið meðan hann
söng, ekki síst lag Sigfúsar Hall-
dórssonar, í dag. Það gekk manni
alveg til hjarta. Og svo langar mig
til að þakka fyrir ljóðalestur
tvegga kvenna í útvarpi. Ingunn
Þóra Magnúsdóttir las 19. sept.
ljóð eftir Magnús Ásgeirsson
skáld og ég var nú að vona að hún
læsi ljóðið Komdu nótt, kvæði eft-
ir Magnús, sem hann orti á æsku-
árunum. Svo las Ragnheiður
Steindórsdóttir nýlega gullfalleg
ljóð eftir Kristmann Guðmunds-
son. Mig langar til að þakka fyrir
þetta allt saman.
Sem að, sem að
Áhugamaður um íslenskt mál
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja:
— Það var verið að senda veð-
urfræðingunum tóninn fyrir að
segja „sem að“ í stað þess að láta
„sem“ nægja. En það er nú síður
en svo, að þessi málvilla hrjái þá
öðrum fremur. í áratugi hefur
maður heyrt þetta í máli almenn-
ings, leikra sem lærðra, í fjölmiðl-
um sem annars staðar: sem að,
sem að. Hallgrímur Jónsson is-
lenskukennari í Miðbæjarskólan-
um var iðinn við að brýna fyrir
okkur nemendum sinum að fara
vandvirknislega með málið og þar
á meðal að forðast eins og heitan
eldinn að segja: sem að. Það var
alveg dauðasynd. En það er fleira
en þetta bðgumæli sem gengur
aftur og aftur. Eitt af mörgu hjá
ykkur Morgunblaðsmönnum er, að
þið talið einlægt um að líta við hér
eða líta við þar, lita við hjá þess-
um eða hinum, í merkingunni að
koma við eða líta inn hjá einhverj-
um. Að líta við merkir hins vegar
nánast það sama og að líta um öxl.
Einu man ég líka eftir úr sögu í
Morgunblaðinu, en þacsagði, að
lögregluforingi nokkur hefði
„skakkað til friðar". Þarna var
sem sagt blandað saman orðatil-
tækjunum að skakka leikinn og
stilla til friðar. Og svo eru líka til
smekkleysur í máli, þótt e.t.v. sé
ekki um að ræða beinar málvillur.
Dæmi þessa er t.d. á blaðsíðu 39 í
blaðinu hjá ykkur í dag (fimmtu-
dag), í þættinum Fólk í fréttum.
Þar eru Elísabet II Englands-
drottning og Ronald Reagan
Bandaríkaforseti nefnd „skötu-
hjú“. Ekki ber þessi nafngift vott
um ríka máltilfinningu. Þetta orð
er mjög neikvæðrar merkingar í
málinu og samsvarar nokkurn
veginn orðunum pakk eða hyski,
sem áreiðanlega hefur ekki verið
ætlun blaðamanns að hafa um
þetta fólk.
Þakkir til
Júlíusar Vífils
Ingvarssonar
Einar Logi Einarsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— í dálkum þínum á miðviku-
daginn hringdi GJÓ til þín vegna
söngs Júliusar Vífils Ingvarssonar
í sjónvarpinu. Ég var svo heppinn
að sá þennan þátt, auk þess sem ég
sá Júlíus og heyrði í Meyjaskemm-
unni i Þjóðleikhúsinu og tek heils-
hugar undir orð GJÓ um þennan
góða söngvara.
Júlíus Vífill Ingvarsson
Ekki veitir af að
lífga upp á þessi
hús
G.Sv. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
— Það var einhver A.S. að tjá
sig um litafátækt á löngu blokk-
inni við Norðurfell í Breiðholti,
„Lönguvitleysu", eins og ég hef
heyrt þessa blokk nefnda. Mig
langar til þess að taka undir orð
A.S. í von um að fólk rumski og
geri eitthvað í málinu. Tillaga A.S.
um að blokkin verði máluð í
breytilegum litum eftir götum er
stórsnjöll. Ekki veitir af að lífga
upp á þessi hús. Þau eru heil
hörmung á að líta, eins og þau nú
eru.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: ísraelsmenn og Palestínu-Arabar verða að
viðurkenna tilverurétt hvers annars.
Rctt væri: ... verða hvorir að viðurkenna tilverurétt
annarra.
siMra
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
GRACE KELLY
LÍFEÐLISFRÆÐINGAR
í HRINGBORÐSUMRÆÐUM
MARÍUHÖFN
HAUSTMYNDIR
ÞRJÁR SPÁKONUR
SÓTTAR HEIM
PÍLAGRÍMAFLUG
í HEIMSÓKN HJÁ
PÉTRI PÉTURSSYNI,
KNATTSPYRNUMANNI
ENN FÆKKAR LÖXUNUM
AMIN GEMAYEL
— SVIPMYND Á SUNNUDEGI
POTTARÍM
— Á FÖRNUM VEGI
— VELVAKANDI
— Á DROTTINS DEGI
Sunmidaguririn byrjar á síðum Moggans