Morgunblaðið - 06.10.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.10.1982, Qupperneq 1
56 SIÐUR 221. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER 1982 Prentsmidja Morgunblaðsins Samband stjórnar og kirkju versnar Varsjá, 5. október. Al\ JOZEF Glemp erkibiskup hefur hætt við fbr sína til l’áfagarðs og Bandaríkjanna og fyrirhugaðan fund með Jaruzelski forsætisráð- herra vegna aukins ótta kirkjunn- ar við afleiðingar stjórnaraðgerða, er miða að því að uppræta Sam- stöðu, að sögn áreiðanlegra heim- ilda. Fulltrúar kirkjunnar skýra frá alvarlega versnandi sambúð kirkjunnar og herstjórnarinnar, vegna ágreinings um aðgerir gagnvart Samstöðu, sem kirkjan hefur krafizt að verði endurreist í einhverri mynd, en nýtt stjórn- arfrumvarp gerir ráð fyrir að verði upprætt. Af sömu ástæðum hefur verið hætt við fyrirhugaðan fund Glemps og Jaruzelskis. Glemp hefur varað við „meiri háttar uppþotum" ef Samstaða yrði upprætt, eins og gert er ráð fyrir í drögum að frumvarpi til nýrrar verkalýðslöggjafar, en frum- varpið verður lagt fram bráð- lega. Glemp hugðist verða viðstadd- ur athöfn í Vatíkaninu í vikunni, þar sem faðir Maksymillion Kolbe, sem var líflátinn í fanga- búðum nazista í Auschwitz, verður tekinn í dýrlingatölu. Ríkisstjórnin sendir sína full- trúa til athafnarinnar. Glemp ætlaði síðan að fara til Bandaríkjanna 12. október, þar sem hann hugðist staldra við í 12 borgum, en hann hefði orðið fyrstur pólskra erkibiskupa til að heimsækja Bandaríkin. Einn fjögurra æðstu leiðtoga Samstöðu, sem stjórnað hafa neðanjarðarstarfsemi samtak- anna frá því herlög gengu í gildi í fyrra, var tekinn fastur í dag. Er taka Wladyslaw Frasyniuks talin meiri háttar áfall fyrir samtökin. _________ r - Frá kafbátsleitinni í sænska skerjagarðinum. Báturinn er króaður á milli skipanna tveggja, en yfir sveima þyrlur og hefur þyrlan fjær látið hlustunarbúnað síga niður undir yfirborðið. Símamynd — Morgunblaðið. Harðar efnahagsaðgerðir dönsku stjórnarinnar: Launahækkanir takmarkaðar og ríkisútgjöld stórlega lækkuð Kaupmannahöfn, 5. október. Krá Ib Björnbak, fréltaritara Mbl. DANSKA stjórnin lagði í dag fram frumvarp um harðari efnahagsaðgerðir en áður þekkjast, og von er á fleiri frumvörpum næstu daga, sem öll miða að þvi að draga úr efnahagsörðugleikum þjóðarinnar og grynnka á erlendum skuld- um. Paul SchKiter forsætisráðherra sagði aö Danir yrðu að herða sultarólina til þess að forðast „skipbrot þjóðarinnar". í aðgerðum stjórnarinnar er gert ráð fyrir að árlegar launa- hækkanir fram til haustsins 1985 verði takmarkaðar við fjögur pró- sent, en allar launahækkanir verða frystar fram til 1. marz á næsta ári. Gert er ráð fyrir að skattar lækki um eitthundrað krónur á mánuði ef stjórninni tekst að hafa taum á launahækk- unum á næsta ári. Jafnframt gera efnahagsfrum- vörp stjórnar borgaralegu flokk- anna ráð fyrir að opinber útgjöld verði skorin niður um 20 milljarða 1983 og 37,5 milljarða króna 1984, en það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér samdrátt í opinberri þjónustu. Miðað við óbreytt ástand er við því búist að 80 milljarða króna halli verði á fjárlögum næsta árs, svo þessar aðgerðir eru langt frá því nægilegar til að koma á jöfn- uði í ríkisrekstrinum. Vinstri flokkarnir hafa þegar lýst sig andsnúna fyrirhuguðum Svíar staðráðnir í að neyða kafbátinn upp Stokkhólmi. 5. októher. Frá Guólinnu Kagnnrsdóttur, fréturiurn Mbl. TU'ITIIGU djúpsprengjum var í dag varpað að útlcnda kafbátnum, sem leitað hefur verið að í sænska skerjagaröinum frá því á fóstudag, og sáust oliublettir sem bent gætu til þess að kafbáturinn hafi laskast. Umfangs- mikil leit stendur yfir að bátnum, og er ríkisstjórnin staðráöin í að þvinga hann upp á yfirborðið til að kanna þjóðerni hans. Öll hljóðmerki, oliu- blettir og loftbólur hafa sl. sólarhring verið á mjög takmörkuðu svæði. Sjúkrahúsum í nágrenninu 300 metra frá Muskö-herstöðinni hefur verið gert viðvart ef til þess kæmi að áhöfnin slasaðist, en nákvæmnin i djúpsprengjum er takmörkuð og töluverð hætta á að sprengjurnar geri meira en að þvinga kafbátinn upp á yfir- borðið. Kafbáturinn sást fyrst sl. föstudag. Þá sigldi hann með sjónpípuna ofansjávar aðeins við H&rs-fjörðinn í skerjagarð- inum sunnan við Stokkhólm. Muskö-stöðin er aðalstöð sænska flotans og Svíar líta því mjög al- varlegum augum á ferðir kaf- bátsins. Kafbáturinn getur verið í kafi í fimm sólarhringa og ætti því að verða súrefnislaus innan sól- arhrings ef hann ekki hefur komið upp á yfirborðið frá því á föstudag. Hann er nú innilokað- ur í Hárs-firði og sérstök kafbátagirðing liggur fyrir báð- um sundunum, sem kafbáturinn þyrfti að fara um til þess að komast út á alþjóðasiglingaleið. Dýpið í firðinum er 20—40 metr- ar og varðskip og bátar leita nú skipulega með bergmálsmælum í hverri vík og mishæð í botnin- um, og hlusta eftir vélarhljóði og skima eftir loftbólum. Fjöldi skipa, þyrla og báta er alls stað- ar á verði. Hans von Hofsten, flotafor- ingi, sem oft hefur tekið þátt í kafbátaleit, álítur að hér sé um að ræða lítinn kafbát, um 40 metra langan, e.t.v. sérsmíðaðan fyrir sænska skerjagarðinn, sem er mjög vandrataður. Yfir Muskö-herstöðinni, þar sem erlendi kafbáturinn er nú, hvílir meiri leynd en yfir nokk- urri annarri herstöð í Svíþjóð. Þar er aðalbækistöð sænska flot- ans. Þar er heil neðanjarðar- herstöð með kafbátalægjum, verkstæðum og sjúkrahúsum. Og leiðin inn að Muskö-stöðinni innst inni í sænska skerjagarð- inum er bæði vandrötuð og erfið. Þangað villist enginn kafbátur, um það eru allir sammála. aðgerðum stjórnarinnar, þótt Schluter hafi hvatt til samstöðu á þeirri forsendu að þjóðin biði ann- ars óbætanlegt skipbrot og gjald- þrot, og enda þótt skoðanakönnun, sem Börsen birtir í dag, sýni að þjóðin sé fylgjandi þeim. Rúmlega 70% aðspurðra voru tilbúin að taka á sig skerta þjónustu og 67% voru fylgjandi sparnaði í ríkis- rekstrinum. Tillögur stjórnarinnar gera jafnframt ráð fyrir 11% lækkun atvinnuleysisbóta, samdrætti fé- lagslegrar þjónustu, lækkun veik- indadagpeninga, og nýjum skatti á lyf sem keypt eru gegn lyfseðli, auk þess sem dagvistargjöld hækka. Fjöldahandtökur í Vestur-Beirút Beirúl, 5. október. AP. LÍBANSKI herinn tók i dag hundr- uð Líbana, Palestínumanna og út- lendinga fasta í vesturhluta Beirút. Jafnframt var hald lagt á mikið magn vopna, sem reyndust falin í vopnabúrum í borgarhlutanum. Eru þetta umfangsmcstu aðgerðir stjórnarhersins frá því í borgara- styrjöldinni 1975—’76. Hermt er að tæplega fimm hundruð menn hafi verið teknir fastir, og sáu blaðamenn hverja vörubifreiðina af annarri aka á brott hlaðna föngum. Hermenn lokuðu götum að helzta verzlunarhverfi Vestur- Beirút og könnuðu skilríki allra, sem á svæðinu voru. Hermenn óku um borgina og vöruðu íbúa við að sýna mótþróa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.