Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 5

Morgunblaðið - 06.10.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 Ekki alvarleg tilfelli — segir borgarlæknir um heilahimnubólgutilfelli NOKKl'KKA heilahimnubólgutilfella hefur orðið vart á höfuðborgarsvæðinu að undanfórnu hjá börnum, að því er Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, tjáöi blaðamanni Morgunblaðsins. Skúli sagði hins vegar, að hér væri ekki um að ræða bakteríubólgu, heldur bólgu er stafaði af virus, og væri mun hættu- minni. Kkki væri vitað um alvarleg tilfelli af henni. Fólk væri þó lagt inn á sjúkra- hús til að útiloka hinn möguleik- ann, en vírusheilahimnubólgu sagði borgarlæknir fólk geta feng- ið upp úr nánast öllum veirupest- um, en um faraldra væri ekki að ræða nema í kjölfar slíkra pesta. — Anga af þessu sama sagði Skúli oft vera höfuðverk og ljósfælni hjá fólki eftir veikindi, en mikil hætta væri ekki á ferðum þó rétt þætti að leggja fólk inn til rann- sóknar, eins og áður sagði. Miðstjórn Alþýðubandalagsins: Ræddi stjórnarskrármál og stjórnmálaástandið „I‘AÐ VORU umræður um kjördæmamálið og stjórnarskrármálið í heild, en engar samþykktir gerðar í því, en fjölmargar hugmyndir komu fram,“ sagði Baldur Oskarsson, framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins í samtali við Mbl., en miðstjórn flokksins fundaði um helgina. „Flokksráðsfundur verður í síð- asta lagi haldinn 28. nóvember, en sennilega verður hann haldinn 20. nóvember, ef allt er með felldu. A fundinum var og rætt um stjórn- málaástandið, þ.e.a.s. gerð ítarleg grein fyrir þeim bráðabirgðalög- um sem ríkisstjórnin greip til og einnig var velt vöngum yfir því hvernig staðan yrði í vetur," sagði Baldur. 5 Mæðgur fyr- ir bifreið M/EIKÍHK, 32 ára og 4 ára, urðu fyrir bifreið á Bræðraborgarstíg laust fyrir klukkan 17 á mánudag. I»ær voru á leið yestur yfir Bræðra- borgarstíg við Ásvallagötu. Ford- —pallbifreið var ekið suður Bræðra- borgarstíg og urðu þær fyrir bifreið- inni. Mæðgumar voru fluttar í slysa- deild og var dóttirin enn á sjúkra- húsi i gær. Ilún mun þó ,‘kki.alvar- lega slösuð, hlaut heilahristing. Númerin voru klippt af bifreið- inni eftir slysið, þar sem hún hafði ekki verið færð til skoðunar í ár. Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníunnar FYRSTU áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsvehar íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói annað kvöld. Stjórnandi tónleikanna verð- ur aðalhljómsveitarstjórinn Jean- Pierre Jacquillat og einleikari enski píanóleikarinn l’eter Donohoe. Á efnisskránni eru Næturljóð nr. 4 eft- ir Jónas Tómasson, pianókonsert nr. 1 eftir Tchaikofsky og sinfónía nr. 6 eftir Tchaikofsky. I fréttatilkynningu sinfóníu- hljómsveitarinnar segir svo um einleikarann: „Einleikarinn, Peter Donohoe er fæddur í Englandi 1953. Hann stundaði nám við Royal Manchest- er College of Music undir hand- leiðslu Derrick Wyndham, síðar í París hjá Yvonne Loriod (eigin- konu Olivier Messiaen). Donohoe skaut skyndilega upp á stjörnu- himininn í sumar þegar hann, ásamt rússneskum píanóleikara deildi öðrum verðlaunum í Tschai- kofsky-keppninni í Moskvu. Engin fyrstu verðlaun voru veitt. Hann er nú mjög eftirsóttur píanó- leikari. í Bretlandi hefur hann m.a. leikið með Konunglegu fíl- harmóníusveitinni, BBC-sinfóníu- hljómsveitunum o.fl. Þess má geta að á meðal þeirra, sem áður hafa unnið þessi verð- laun þ.e. í Tschaikofsky-keppn- inni, eru Van Cliburn, Vladimir Ashkenazy sem deildi þeim með John Ogdon og John Lill.“ Það er allt á útopnu á Kanaríeyjum um þessar mundir því íslendingamir fara að koma. Ferðir íslendinga suður til þessara hrífandi eyja er löngu orðin árviss við- burður, enda engin furða því meðan hér er norðanátt og frost, blása suðrænir vindar á Kanarí og sól skín í heiði. Brottfarir í vetur verða: 24/11, 15/12, 5/1, 26/1, 16/2, 9/3, Það er ekki bara sólin sem togar fólk til Kanarí. Þar er allt sem þarf til að gera vetrarfríið að samfelldri sumarhátíð: Endalausar sólarstrendur, skemmtistaðir, golf- og tennisvellir, matstaðir, diskótek, næturklúbbar og kappakstursbraut. Allar ferðirnar eru 3ja vikna langar. 30/3 og 20/4. Verð frá 14.773 krónum miðað við gistingu í 2ja manna íbúð. FLUGLEIDIR URVAL ÚTSÍTH Samvinnuferðir-Landsýn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.